Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 13
„LýðveLdi en ekki einveLdi“ Eldflaugar geta borið kjarnavopn n Pakistanar geta ráðist á hernaðarlega mikilvæga staði á Indlandi P akistönsk stjórnvöld hafa gert tilraunir með eldflaugar sem eru nógu öflugar til að bera kjarnorkuvopn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá pakistanska hern- um. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið New York Times hefur rætt við vegna yfirlýsingarinnar telja að með þessu séu pakistönsk stjórnvöld að senda indverskum stjórnvöldum að- vörun. „Pakistan er að komast á það stig að geta brugðist við eldflaugaárás frá Indlandi,“ segir Mansoor Ahmed, sérfræðingur í varnarmálum Pakist- ans. „Hugmyndin er að geta komist af í árás og að geta svarað fyrir hana.“ Eldflaugin getur borið bæði kjarn- orkuvopn og aðrar sprengjur sam- kvæmt tilkynningu hersins. Pakistönsk stjórnvöld geta notað eldflaugarnar til að ráðast á hernaðarlega mikilvæga staði á Indlandi. Ahmed segir að séu eldflaugarnar raunverulega jafn góð- ar og pakistanski herinn heldur fram þýði það að pakistönsk stjórnvöld geti varist hugsanlegum árásum Indverja meðfram öllum landamærum ríkj- anna tveggja. Eins konar kalt stríð er á milli ríkj- anna tveggja og virðist sem bæði ríki keppist ötullega við að færa vopnasafn sitt í nútímalegra horf. Ahmed segir skilaboðin vera skýr og að tilgangur- inn sé fyrst og fremst að láta vita að Pakistanar standi Indverjum ekki að baki hvað varnarmál varðar. Erlent 13Miðvikudagur 6. júní 2012 M ikið hefur verið um dýrð- ir víða um breska sam- veldið í tilefni af 60 ára krýningarafmæli El- ísabetar II Bretadrottn- ingar. Það eru þó ekki allir sem taka þátt í veisluhöldunum því vaxandi hópur Breta er andsnúinn kon- ungdæminu og vill stofna lýðveldi. Hópur breskra lýðveldissinna mót- mælti konungdæminu á sama tíma og skrúðganga var farin til heiðurs drottningunni. „Við viljum ekki fagna réttindum og völdum sem erfast. Skilaboð- in sem við erum að senda til þeirra milljóna sem eru andsnúnar kon- ungdæminu að það er hreyfing sem þau geta tekið þátt í. Það eru ekki allir í landinu hrifnir af konung- dæminu. Það er minnihlutinn. Við munum halda áfram þangað til kon- ungdæmið verður afnumið,“ segir Graham Smith, framkvæmdastjóri Republic, samtaka lýðveldissinna í Bretlandi, á mótmælafundinum. Var haldið frá fögnuðinum Mótmælendurnir héldu á skiltum sem meðal annars var áletrað á „völdin til fólksins“ og „lýðveldi en ekki einveldi“. Mótmælin fóru frið- samlega fram þó að kölluð hafi ver- ið slagorð og ávörp flutt með að- stoð gjallarhorns. Lögreglan hafði gert sérstakar ráðstafanir vegna mótmælanna og settar voru upp girðingar til að halda mótmæl- endunum í hæfilegri fjarlægð frá skrúðgöngunni. Mótmælendur sögðu í samtali við breska blaðið Guardian að ósk- að hafi verið eftir því við lögregluyf- irvöld að fá að komast í sjónfæri við hátíðarhöldin. „Konungsfjölskyldan hefur lifað meira og minna allt sitt líf vernduð frá allri gagnrýni – með þessum mótmælum gefum við þeim tækifæri til að sjá hversu öflug hreyf- ing lýðveldissinna í Bretlandi er.“ Vilja alls ekki Karl sem konung Af þeim mótmælendum sem blaðamaður Guardian ræddi við á fundinum virtust flestir sam- mála um að þeir vildu ekki að Karl Bretaprins yrði næsti þjóðhöfðingi þeirra. Hann er afar umdeildur á meðal bresku þjóðarinnar, jafn- vel á meðal konungssinna. Lík- legt þykir að hann muni taka við konungdæminu á næstu árum en móðir hans, drottningin, er orðin 86 ára. Ljóst þykir hins vegar að lýðveldissinnar muni berjast hart gegn því að nokkur maður muni koma í stað Elísabetar II Breta- drottningar. Leiðtogar og meðlimir sam- takanna hafa sagst ætla að halda baráttu sinni áfram allt þangað til markmiðinu verði náð. Það er þó alls óvíst hvort það muni nokkurn tímann gerast. n Lýðveldissinnar í Bretlandi mótmæltu á krýningarafmælishátíð „Við viljum ekki fagna réttindum og völdum sem erfast Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Ekki allra Drottningin nýtur bæði hylli og óvinsælda meðal bresku þjóðarinnar. Friðsamlegt Mótmælin sem haldin voru á sunnudag fóru friðsamlega fram en voru þó hávær. Mynd REutERs uppfæra vopnabúrið Svo virðist vera sem Pakistanar séu að reyna að nútímavæða vopnabúr sitt og koma þeim skilaboðum til indverskra stjórnvalda að þeir standi þeim ekki að baki í varnarmálum. Sólarflugvél á milli heimsálfa Tveir ævintýramenn hafa skipst á að fljúga flugvél sem aðeins er knúin sólarorku frá Sviss til Madrid, höfuðborgar Spán- ar, og þaðan til Rabat, höfuð- borgar Marokkó. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél sem aðeins er knúin sólarorku er flogið á milli heimsálfa og var það Bernard Piccard sem stjórnaði vélinni yfir mörk Evrópu og Afríku. Andre Boschberg flaug hins vegar vél- inni frá Sviss til Madrid í síðasta mánuði. Flugið er undirbúningur fyrir flug í kringum hnöttinn árið 2014. Milljónir vegna kynsjúkdóms Bandarísk kona á fimmtugs- aldri hefur unnið mál gegn 69 ára gömlum karlmanni eftir að mað- urinn smitaði konuna af kynsjúk- dómi. Kviðdómur í máli konunn- ar dæmdi manninn til að greiða henni 900.000 dali, jafnvirði 117 milljóna króna, í skaðabætur. Maðurinn smitaði konuna eftir fjórða stefnumótið sem þau áttu. Konan hélt því fram að maðurinn hafi sagst ætla að nota verjur en að hann hafi ekki gert það og þess vegna smitað konuna. Banda- ríska blaðið Oregonian greinir frá þessu. Dómurinn komst að því að atvikið væri 75 prósent manninum að kenna. „Okkur fannst að hann hefði átt að segja henni frá þessu – honum bar skylda til þess,“ sagði einn kviðdómaranna í samtali við blaðið. Málsóknir vegna smitunar kynsjúkdóma eru afar fátíðar þar sem sérstaklega erfitt er að sanna að brot hafi átt sér stað. Í þessu til- felli var það hins vegar svo að kon- an gat sýnt fram á að hún hafi ver- ið ósmituð nokkrum vikum áður en hún svaf hjá manninum. Dómari lagði kapal í vitna- leiðslum Réttarhöldin yfir Anders Behring Breivik hafa staðið í átta vikur og virðist vera kominn þreyta í þá sem vinna við þau. Mynd náðist af einum dómaranna í málinu vera að spila tölvuspil í miðjum vitna- leiðslum. Samkvæmt breska blað- inu Independent spilaði dómar- inn kapal í tölvunni sinni í heilar fimmtán mínútur áður en gert var hádegishlé á réttarhöldunum. Talsmaður dómsins hefur svarað fyrir atvikið með því að segja að menn hafi mismunandi leiðir til að halda athyglinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.