Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Hafður fyrir rangri sök n Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur verið gagn­ rýndur harðlega síðan hann hélt því fram að forsetinn væri ekki „skrautdúkka“. Með þessu þótti mörg­ um hann gera lítið úr kyni fylgismesta andstæðings síns, Þóru Arnórsdóttur. Þegar nánar er að gáð er hins vegar ljóst að orð Ólafs Ragnars eru ekki viðbrögð við framboði Þóru. Árið 2004 notaði Ólafur sam­ bærilegt orð til að rökstyðja synjun sína á fjölmiðla­ lögunum. „Forsetinn er ekki bara puntudúkka,“ sagði hann, átta árum fyrir fram­ boð Þóru. Þessi lýsing hans tengist því ekki Þóru, heldur sýn hans á forsetaembættið. Bubbi í nýrri baráttu n Bubbi Morthens hefur verið til í ýmsum myndum. Hann barðist fyrir verkalýðinn, var stórtækur í hlutabréfa­ viðskiptum í góðærinu, áberandi í mótmælum í hruninu, varð sérstak­ ur stuðningsmaður Bónus­ feðga eftir hrun og auglýsti lengi vel lúxusjeppa. Nú er orðinn til nýr Bubbi, og hann er líklega besti Bubbi sem uppi hefur verið. Nýjasta barátta Bubba er fyrir rafbíl­ um, sem menga minna og valda því að við þurfum ekki að flytja inn bensín. Gott fyr­ ir efnahaginn, heilsuna og umhverfið. „Rafmagnsbílar eru framtíðin,“ skrifar Bubbi. Þóra útmáluð Barbí-dúkka n Þóra Arnórsdóttir forseta­ frambjóðandi verður nú fyr­ ir harðnandi árásum í formi uppnefna. Helsta taktík andstæðinga Þóru er að tengja hana aftur og aft­ ur við Sam­ fylkinguna og svo að útmála hana sem dúkku. Ólafur Ragnar Gríms- son gaf tóninn og sagði enga þörf á „skrautdúkku“ á Bessastöðum og sagði að forsetakjör væri ekki „skrautsýning“. Nú ganga á Facebook myndir af Þóru sem Barbí­dúkku, í pakkn­ ingum með heitinu Bessa­ staða­Barbí. Þá er hún upp­ nefnd Samfylkingar­Þóra. Nafnlaus aðili hefur stofn­ að prófílinn „Samfylkingar Þóra“ á Facebook, sem segir meðal annars: „Hefur þjóð­ in efni á því að fá mann­ eskju í embætti sem er ný­ búin að eignast barn?“ og vísar til þess að móðurhlut­ verkið muni þvælast fyrir henni. Fjölmiðlagæs. En ekki vaggandi gæs. Svavar Halldórsson, eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, um ummæli Ástþórs Magnússonar. – DV Ágreiningur um réttlæti Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „ Þessar tvær túlkanir má ein- falda með setningunum: „Útgerðarmenn eiga kvót- ann“ og „Þjóðin á kvót- ann“. Of mikil þægindi V ið Íslendingar eigum afar sér­ staka menningu, og erum jafnframt mjög meðvitað­ ir um hana og gerum jafnvel mikið grín af því, hvort sem það er okkar á milli eða með brag af stolti þegar við útskýrum okkar sérstæða menningaranda fyrir útlendingum og hefjum okkur ósjálfrátt yfir aðra Ís­ lendinga. Mjög vinsælt er að státa sig af öll­ um heimsmetum okkar en eins og flest öllum Íslendingum er kunnugt erum við annaðhvort efst á listanum hrikalega stolt eða neðst á listanum og þá bara stolt. Þrjú heimsmet koma strax upp þegar gúglað er „heimsmet Íslendinga“; heimsmet í sykurneyslu, cocoa puffs­áti og vistsporum. Þessi heimsmet ásamt mörgum öðrum eru orðin landanum kunnug en haldast óbreytt og því þurfum við að spyrja okkur hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vera þekkt fyrir. Sykurneyslan og cocoa puffs­átið er eitthvað sem er að einhverju leyti ásættanlegt og tengist líklega hinu al­ ræmda þjóðarþunglyndi en vistspora heimsmetið er biti sem erfitt er að kyngja. Vistspor er mælikvarði á hversu mikið af náttúrulegum gæðum er fórnað fyrir neyslu. Ef allir í heim­ inum byggju við sömu lífshætti og við þyrftum við 20 jarðir í viðbót. Til þess að meðtaka þennan hryllilega sann­ leika þurfum við að líta í eigin barm og íhuga hvaða hlutir eru sjálfsagð­ ir, af hverju þeir eru það og efast um mikilvægi þess. Staðreyndin virðist vera afar einföld, við búum við of mik­ il óþarfa þægindi. Sóun Það versta við að búa við of mikil þægindi í of langan tíma er það að þægindin verða okkur sjálfsögð þegar við venjumst þeim en þá einmitt hætt­ um við að líta á þau sem þægindi. Lítum til dæmis á pappír og blek sem sóað er í tonnavís. Í maímánuði síðastliðnum fóru 7,5 kíló af óum­ beðnum pappír í gegnum bréfalúg­ una mína, þá einungis fréttablöð og auglýsingar. Sé þetta margfald­ að með hverju heimili á Íslandi erum við komin með mörg hundruð tonn á mánuði í pappír sem fer óumbeðið inn á (nánast) hvert heimili á landinu. T.a.m er ein blokk með 20 bréfalúgum að fá u.þ.b. 150 kíló af fréttablöðum og auglýsingapósti óumbeðið í lúguna sína í hverjum mánuði. Það er einmitt þessi hugsunar­ háttur sem er orsakavaldur þess að við erum heimsmeistarar í neyslu. Hversu lengi værum við að klára skóglendið ef allir í heiminum byggju við sömu skilyrði? Nei takk Þó svo vandamálið um „ofur“ þægindi okkar Íslendinga sé kannski ekki efst í huga okkar er mikilvægt að við sýn­ um „græna liðinu“ samstöðu okkar og afþökkum þátttöku í ofur þægindun­ um. Ein birtingarmynd höfnunar gæti verið að fá sér svokallaðan „nei takk“­límmiða á póstkassann eða jafnvel hvetja til hönnunar á límmiða á póstkassa sem bíður upp á „já takk“ og „nei takk“ á blöðum og auglýsing­ um og því gæti hver og einn stjórnað pappírsinntöku síns heimilis frá degi til dags. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 6. júní 2012 Miðvikudagur Hann líkti eiginkonu minni við vaggandi gæs Ástþór Magnússon þegar hann varði ummæli sín um Þóru Arnórsdóttur. – DV S teingrímur J. Sigfússon, sjáv­ ar­ og landbúnaðarherra, og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi útgerðar­ félagsins Brims, skiptust á skoðunum um kvótafrumvörp ríkis­ stjórnarinnar á þriðjudag. Brim bauð Steingrími á fund með starfsmönnum útgerðarinnar þar sem Guðmund­ ur fór yfir væntanleg áhrif kvóta­ frumvarpanna á rekstur fyrirtækisins. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðv­ um Brims við Reykjavíkurhöfn og var ágætis framtak hjá útgerðinni; lið­ ur í því að reyna að efla rökræðu um frumvörpin á kostnað þeirrar áróð­ urskenndu kappræðu sem verið hefur ríkjandi um þau. Í máli Guðmundar og Steingríms kom fram grundvallarmunur á skiln­ ingi þeirra á eignaréttinum á fisk­ veiðiheimildum við strendur Íslands. Guðmundur sagði í sinni framsögu að útgerðarmönnum hefði verið gert að eignfæra kvóta sinn á tíunda ára­ tug síðustu aldar. Hann liti því svo á kvótinn, rétturinn til að veiða tiltekið magn af fiski, væri eign tiltekinna út­ gerðarfyrirtækja þar til Alþingi ákvæði annað, sem það gæti vissulega gert með breytingum á kvótakerfinu. Inntur frekari svara um túlkun sína segir Guðmundur. „Fiskurinn á sig sjálfan í sjónum. Ef við komumst hins vegar að samkomulagi um það að orðið kvóti þýði „rétturinn til að veiða ákveðið magn af fiski“ þá er það þannig í dag að útgerðin, skipið á þennan rétt. Svo kemur í ljós hver það er sem á skipið. En kvótinn er ekki fisk­ ur í sjónum heldur réttindi eða leyfi. Þjóðin ræður svo leikreglunum sem gilda um nýtingarréttinn á kvótanum í gegnum fulltrúa sína á Alþingi. En það verður að gerast innan skynsamlegra marka og í hag fyrir samfélagið.“ Steingrímur sagði hins vegar í sínu erindi að nytjastofnarnir við landið væru „ævarandi sameign þjóðarinn­ ar“ og að ríkisvaldið sæi um að ráð­ stafa þessum heimildum fyrir hönd þjóðarinnar. Skilningur Steingríms er því á þá leið að útgerðarmenn hafi að­ eins afnotarétt, nýtingarleyfi, á kvót­ anum en ekki eignarrétt. Steingrímur myndi því ekki geta fallist á þá hug­ mynd að kvótinn sé í eigu útgerðanna í landinu. Arðurinn af fiskinum sem er veiddur með þessum kvóta er því, að hluta að minnsta kosti, réttmæt þjóðareign. Þessar tvær túlkanir má því einfalda með setningunum: „Út­ gerðarmenn eiga kvótann“ og „Þjóðin á kvótann“. Þessi ólíki skilningur á eignar­ réttinum á kvótanum leiðir til þess að grundvallarmunur er á túlkunum útgerðarmanna og forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar á réttmæti frum­ varpanna. Útgerðarmennirnir líta á stórauknu veiðigjöldin sem felast í öðru frumvarpinu sem eignaupptöku, rangláta og hættulega skattlagningu ríkisins á einkaeignum, sem grafið geti undan rekstrargrundvelli fyrirtækja þeirra og komið í veg fyrir nauðsyn­ lega endurnýjun á atvinnutækjum. Hluti af áróðri útgerðarmanna í mál­ inu er að fyrirtæki þeirra stefni í þrot ef frumvarpið verði að lögum. Steingrímur J. kom reyndar með ágæt rök gegn því á fundinum að út­ gerðirnar verði gjaldþrota með aukn­ um veiðigjöldum. Hann birti glæru sem sýndi að framlegð útgerðarinnar í heild sinni hafi numið 46 milljörðum króna að meðaltali á árunum 2001 til 2011. Áætluð framlegð útgerðarinnar árið 2012, eftir að búið er að draga frá þá 15 milljarða sem gert er ráð fyrir í veiðigjöld, samkvæmt frumvarpinu er hins vegar 63 milljarðar. Samt fór út­ gerðin í landinu ekki á höfuðið á síð­ asta áratug, jafnvel þó framlegð þeirra hafi verið talsvert lægri en sem ætluð framlegð hennar um þessar mund­ ir eftir að búið er greiða veiðigjöldin nýju til ríkisins. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar líta á núverandi veiðigjöld sem rang­ lát þar sem útgerðarfélögin greiði ekki nægilega hátt hlutfall af rentu sinni til ríkisins. Afleiðingin af þessu er sú, líkt og kom fram hjá Steingrími á fundin­ um hjá Brimi, að útgerðirnar halda eft­ ir of háu hlutfalli af arðinum af þjóðar­ eigninni, fiskinum í sjónum, og séu því aflögufærari en þeir vilja vera láta. Guðmundur virðist hins vegar líta svo á að kvótinn sé ekki þjóðareign heldur einkaeign þar til Alþingi ákveður ann­ að með lagabreytingum. Þannig verð­ ur aukin sókn ríkisvaldsins í arðinn af þessari eign að réttlætismáli í meðför­ um Steingríms en ranglæti miðað við túlkun Guðmundar. Samræður ríkisvaldsins og einka­ aðilanna í sjávarútvegi gera það að verkum að rökræða þeirra um rétt­ læti aukinna veiðigjalda í ríkissjóð skilar ekki miklum árangri. Sam­ ræður Steingríms J. og Guðmundar í Brimi, eru eins og stál í stál, steinn í stein – án niðurstöðu – því forsendu­ munurinn er talsverður og hvorug­ ur aðilinn vill gefa eftir af réttlætis­ ástæðum. Gleymum því hins vegar ekki, sama hvaða niðurstöðu ólík­ ir einstaklingar komast að um rétt­ mæti kvótafrumvarpanna, að þá er umræðan um frumvörpin réttlætis­ mál sem snýst um skilning manna á eignarréttinum á kvótanum. Þegar kvótafrumvörpin fara á endanum til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni munu landsmenn greiða atkvæði um þau út frá skoðunum sínum á réttlæti og ranglæti og réttmætri hlutdeild þjóðarinnar í arðinum af sameign­ inni á miðunum við landið. Kjallari Daníel Þór Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.