Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Síða 18
Ferðastu um heiminn nánast Frítt 18 Neytendur 6. júní 2012 Miðvikudagur Þarf að eitra fyrir maðki? n Rétti tíminn til að eitra er mjög skammur N ú er tími trjámaðksins í görð- um landsmanna en hann fer á stjá í lok maí og fyrri hluta júní. Garðeigendur spyrja sig gjarnan hvort það sé nauðsyn- legt að láta eitra hjá sér, en hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga, bæði til að sem minnst rösk- un verði á lífríki garðsins og til að viðkvæmur gróður sé varinn fyrir skemmdum. Ef garðeigandi er í vafa hvort eigi að úða eða ekki er gott að skoða gróðurinn með fagmanni. Ef sú skoðun leiðir í ljós skemmdir en lítið sést af maðki þá er líklega orðið og seint að úða. Það gæti jafnvel orðið skaðlegt nytjadýrum og laufblöðin geta látið á sjá eftir úðunina. Ef hvorki sjást skemmdir né maðkur er heldur ekkert gagn af úðun, þá hefur maðkurinn ekki klakist út og efnið nær ekki til hans. Rétti tíminn til að bregðast við er því í raun mjög skammur og mikilvægt er að bregðast við á rétt- um tíma. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að skordýraeitur drepur öll skordýr sem það lend- ir á, líka gagnlegu skordýrin sem lifa á skaðvöldunum og veita lið í baráttunni gegn þeim. Trjámaðk- urinn er fæða fyrir fugla og þegar við drepum hann drögum við úr fæðuframboði þeirra dýra sem við viljum hafa í kringum okkur. Barrtré, alaskaösp, gljávíðir, gullregn og sólber eru dæmi um tegundir sem eru alveg lausar við trjámaðk og ætti þess vegna aldrei að úða. Þá eru margar trjátegund- ir sem verða fyrir skemmdum af völdum trjámaðksins sem ná sér aftur á strik þótt ekkert sé úðað. Þetta á til dæmis við um birki. Víðir, toppar, kvistar og misplar eru tegundir sem helst geta orðið fyrir miklum skemmdum af völd- um trjámaðks og því oft nauðsyn- legt að beita úðun til að verja þær. E ld sn ey ti Algengt verð 248,9 kr. 248,7 kr. Algengt verð 248,7 kr. 248,5 kr. Algengt verð 248,6 kr. 248,4 kr. Algengt verð 248,9 kr. 248,7 kr. Algengt verð 250,9 kr. 248,7 kr. Algengt verð 248,7 kr. 248,5 kr. Útilíf í Glæsibæ n Lofið þessa vikuna fær verslun Útilífs í Glæsibæ. Kona hafði sam- band og sagði frá því að í sólskins- blíðu hafi hún farið inn í verslun- ina á laugardegi og keypt sér forláta sundbol. Í búðinni lét hún klippa af öll merki og ætlaði sér strax í sund. Við umhugsun ákvað hún að þvo bolinn og vildi svo illa til að úr þvottavélinni kom blettóttur. Ekki vissi hún hvers vegna en ákvað að fara með bolinn aftur í Glæsibæ þar sem tekið var á móti honum og henni afhentur nýr með vingjarnlegu viðmóti þó á hinn vantaði alla merkimiða. Traustið sem viðskiptavinum er sýnt er til fyrirmyndar. Vantaði klettasalat n Lastið að þessu sinni fær veitingastaðurinn Hressingarskál- inn í Austurstræti. Viðskiptavinur sendi DV eftirfarandi: „Ég fór í há- deginu á Hressó með vinnufélög- um mínum og pantaði mér pítsu með parma skinku, mozzarellaosti og klettasalati sem hljómaði mjög girni- lega á matseðlinum. Þegar pítsan kom var hins vegar ekkert klettasalat á henni heldur fylgdi með skál með iceberg salati. Þegar ég spurði þjónustu- stúlkuna um málið yppti hún öxl- um og sagði að klettasalatið væri búið. Mér fannst mjög lélegt að fá ekki að vita það áður en ég tók ákvörðun um að fá mér þessa pítsu að eitt hráefnið, sem gefur mikið bragð, væri ekki til.“ DV hafði samband við Hressingarskálann þar sem vakt- stjóri svaraði og var mjög hissa yfir atvikinu. „Þetta gerist nú ekki oft hjá okkur. Við látum fólk nú venju- lega vita ef eitthvað er búið svo þetta hlýtur að hafa verið einstakt tilfelli. Við erum að ráða inn mikið af nýju fólki þessa dagana og starfs- maðurinn gæti ekki hafa vitað bet- ur, en ef svona gerist þá bjóðum við fólki yfirleitt afslátt.“ Vaktstjórinn sagði jafnframt að þessi ábending yrði til þess að farið yrði betur yfir starfsvenjur með nýju starfsfólki. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last 1 Íbúðaskipti eða útleiga Ef þú átt hús eða íbúð eru fjölmargar heimasíður sem bjóða upp á heimilisskipti. Á flestum þeirra þarftu að borga skráningargjald, en í staðinn er húsið/ íbúðin auglýst í eitt ár. Annar möguleiki er að leigja út heimili sitt á meðan farið er í frí. Kíktu á þessar síður; homeexchange. com, homexchangevacation.com eða homebase-hols.com Jákvæða hliðin: Ókeypis gisting hljómar alltaf vel. Dvöl í heimahúsi er oft þægilegri en á hóteli, því þú hefur eldhús, síma og jafnvel internet. Að leigja húsið sitt út er einnig frábær leið til að fjármagna fríið. Neikvæða hliðin: Reyndu að fá sem flestar upplýsingar um þann sem þú réttir lyklana þína, annars áttu kannski ekkert heimili þegar þú kemur til baka. Þú gætir lent í að heimili þitt sé lagt í rúst eða verðmætum stolið. 2 Að passa hús Að passa hús getur verið sniðugur kostur og til eru heimasíður þar sem fólk auglýsir eftir aðilum til að passa húsið sitt. Kíktu á housecarers.com, mindmy- house.com. Jákvæða hliðin: Að finna svona er algjör snilld. Frítt húsnæði fyrir að vökva nokkur blóm og/eða gæta gæludýra. Neikvæða hliðin: Ekki er alltaf allt sem sýnist. Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það eflaust þannig. Kynntu þér vel fólkið sem þú ætlar að passa húsið fyrir. 3 Deildu bíl eða farðu á puttanum. Reyndu að fá að fljóta með einhverjum í bíl sem er að fara sömu leið, eða ef þú ert á bíl, getur þú fengið einhvern til að fá far með þér og minnkað þannig elds- neytiskostnað. Gott er að plana slíkar ferðir með góð- um fyrirvara og jafnvel reyna að fá upp- lýsingar um viðkomandi. Svo er alltaf hægt að fara á puttanum, en Íslendingar eru kannski frekar ragir við það. Að ferðast á puttanum getur þó verið hinn besti ferðamáti og í sumum löndum þykir það mjög sjálfsagt. Kíktu á síðurnar; erideshare.com, compartir. org, hitchhikers.org og íslensku síðuna samferda.net. Jákvæða hliðin: Að deila bíl, eða ferðast á puttanum er frábær leið til að kynnast fólki, svo er þetta umhverfisvænna og ódýrara en að ferðast einn. Neikvæða hliðin: Það er gott að hafa varann á þegar ferðast er með ókunnugum. Þú veist aldrei á hvernig einstaklingum þú lendir. n Þú þarft ekki fulla vasa af peningum til að ferðast n Notaðu hugmyndaflugið og gríptu tækifærin n Nýttu þér internetið F lestir hafa heyrt talað um að allt það besta í lífinu sé ókeyp- is en halda að þar sé átt við ilm af blómum, hlátur með vinum, koss frá maka og fleira í þeim dúr. Þetta gullkorn getur þó átt við stærri hluti en það, eins og til dæmis að ferðast um heiminn. Það kann að hljóma ótrúlega í eyr- um margra að það sé hægt að ferðast um heiminn án þess að eiga krónu, en á vefsíðunni vergemagazine.com eru hugmyndir að nokkrum leiðum til þess að ferðast án þess að þurfa að eiga fullt veski af seðlum eða kreditkort með hárri úttektarheim- ild. Til að þetta sé framkvæman- legt þarftu að hafa augun opin fyrir tækifærum og vera tilbúin/n að taka smá áhættu. Gott er að hugsa aðeins fram í tímann, fá leiðbeiningar og þiggja alla aðstoð sem býðst. Vertu óhrædd/ur við að biðja um það sem þú vilt því það mun koma þér á óvart hvað fólk er tilbúið að gera fyrir ná- ungann. Allt sem þú þarft eru smá frumlegheit, kjarkur og eldmóður – þá eru þér allir vegir færir. Gróður Ef hvorki sjást skemmdir né maðkur er ekkert gagn af því að eitra. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.