Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 4
Flutt í stofuna til tengdó n 5 manna fjölskylda á Hólmavík búin að missa íbúðina: V ið ætlum bara að byrja á að vera hérna þangað til allir eru orðnir snarbilaðir á öllum og svo verður þetta bara að koma í ljós,“ segir Erla Heiða Sverrisdóttir á Hólmavík en hún og fjölskylda hennar fluttu í síðustu viku út úr íbúð sem þau höfðu búið í. Sveitarfélagið Stranda- byggð átti íbúðina en hafði selt hana. Mikill húsnæðisskortur er á Hólmavík og erfitt að finna laust húsnæði. Sveitarfélagið á þó aðra íbúð sem stendur tóm en til stendur að leigja hana út í tvo mánuði að sögn Erlu. Í samtali við DV í síðustu viku sagði Erla að fjölskyldan þyrfti líklegast að flytja í tjald því þau væru heimilislaus. Nú búa þau hins vegar í stofunni hjá tengdaforeldrum Erlu. „Það er þröngt en fer alveg furðuvel um okkur,“ seg- ir Erla en íbúðin er um 100 fermetrar og þau búa þar sjö saman. Erla segist ekki hafa fengið nein svör frá sveitar- félaginu og segir þau ekki ætla að sækja um að leigja áðurnefnda íbúð í tvo mánuði. „Þá lendum við bara í nákvæmlega sömu stöðu eftir tvo mánuði,“ segir hún. Fjölskyldunni hefur þó verið boðið að búa í húsi sem systir unnusta Erlu á. „Það geng- ur ekki upp því hún er hérna allt sum- arið en við fáum að geyma dótið okk- ar þar.“ Hún seg- ir vissulega óþægilegt að vita ekki hvert fjölskyld- an flytji næst. Þau vilji ekki flytja úr plássinu þar sem þau eru bæði með örugga atvinnu. „Við erum ekki alveg á götunni meðan við erum hér en það er mjög óþægilegt að vita ekki hvert við förum næst.“ 4 Fréttir 6. júní 2012 Miðvikudagur 30.maí 2012 Fjölskyldan Erla og fjölskylda eru flutt út úr íbúðinni og vita ekki hvert þau eiga að flytja næst. n Fyrirburi kom í heiminn í athvarfi fórnarlamba mansals og vændis Nýfætt barn í Kristínarhúsi H ún kom svolítið fyrir tím- ann en þetta gengur bara ótrúlega vel,“ segir Guðný Halldórsdóttir, starfskona Stígamóta og Kristínarhúss. Á laugardagsnótt fæddist einum af skjólstæðingum Kristínarhúss lítið stúlkubarn en sú litla kom nokkuð fyrir tímann og því var ekki allt til- búið fyrir komu hennar. Starfskon- ur í Kristínarhúsi brugðu þá á það ráð að auglýsa á Facebook eftir ung- barnafötum og vöggu eða rúmi fyr- ir barnið. Það stóð ekki á viðbrögð- um fólks sem vildi hjálpa til. „Öll þessi aðstoð, hjálp og viðbrögð sem við erum búin að fá er alveg æðisleg. Við erum búin að fá alveg helling og síminn bara stoppar ekki,“ segir Guð- ný og heldur áfram. „Þetta er allt að koma hjá okkur. Við eigum eftir að fara almennilega í gegnum það sem komið er en það eru margir búnir að aðstoða okkur. Það er bara frábær öll þessi góðmennska.“ Algengt að þeim fylgi börn Kristínarhús var opnað í septem- ber á síðasta ári en það eru Stíga- mót sem reka athvarfið. Það er hugs- að sérstaklega fyrir konur sem eru á leið úr vændi og eru fórnarlömb mansals og er einnig nýtt fyrir kon- ur utan af landi sem þurfa á þjónustu Stígamóta að halda. Guðný segir al- gengt að þessum konum fylgi börn sem fá þá að dveljast með mæðrum sínum í athvarfinu en yfirleitt eru börnin mjög ung. Nú er þar ann- að barn til viðbótar við litlu stúlk- una sem fæddist um helgina og þar að auki er ein kona sem dvelur í athvarfinu ófrísk og á von á sér eft- ir nokkra mánuði. „Konurnar sem hingað koma eiga stundum börn, yfirleitt mjög ung börn og svo koma þær stundum ófrískar hingað,“ segir Guðný. Í Kristínarhúsi fá konurnar ör- uggt skjól og reynt er að aðstoða þær við að byggja sig upp til að tak- ast á við lífið á nýjan leik. „Þetta eru alveg yndislegar konur og ótrúlega duglegar. Maður dáist að þeim. Hér fá þær tækifæri til betra lífs, komast í öruggt skjól og umhverfi og athyglin beinist að þeim þar sem er ró og frið- ur.“ Þörfin fyrir athvarf brýn Konurnar sem fá athvarf í Kristínar- húsi eru eins og áður sagði yfirleitt að koma úr hörðum heimi vænd- is og mansals. Oft og tíðum eru þær illa hraktar þegar þær koma í athvarf- ið og stundum koma þær allslausar. Þá reyna starfskonur að aðstoða þær eftir fremsta megni við að fá það sem vantar, bæði fyrir þær og börn þeirra. „Okkur vantaði aðallega föt í upphafi en það er allt að koma,“ segir Guðný. Í athvarfinu er pláss fyrir fimm konur og Guðný segir plássin yfir- leitt fullnýtt. „Ef það þarf meira rými þá búum við hiklaust til meira pláss.“ Hún segir það hafa sannað sig á þeim tíma sem athvarfið hefur verið starfrækt að þörfin sé brýn. „Það er alltaf nóg að gera og það er að sýna sig núna hve mikil þörf er fyrir svona athvarf, sérstaklega fyrir konur sem vantar öruggan stað til þess að ná áttum. Það er miklu meira um þessi mansalsmál og að fólk sé neytt út í vændi heldur en margir halda. Þetta er yfirleitt aldrei eitthvað sem fólk kýs að gera heldur eitthvað sem það gerir í neyð eða af því að það er neytt til þess,“ segir hún. Misjafnt hvað þær dvelja lengi Konurnar dvelja mislengi í athvarf- inu en samtals hafa átján kon- ur dvalið þar síðan það var opnað. „Fer frá nokkrum dögum og upp í fleiri mánuði. Þetta er svo einstak- lingsbundið og hvert mál er sérstakt þannig að það er ekkert hægt að al- hæfa um þessi mál. Við tökum þessu bara eins og það kemur og reynum að gera okkar besta. Konurnar koma hér sjálfviljugar, þær eru ekki neydd- ar hingað og geta komið og farið eins og þær vilja,“ segir hún. Átta starfs- menn vinna hjá Stígamótum og þrjár þeirra starfa í Kristínarhúsi. Ásamt þeim er fjöldi sjálfboðaliða sem að- stoðar við starfið. „Við erum með frá- bæra sjálfboðaliða sem halda þessu gangandi. Þetta er frábært starf og ótrúlega gefandi og maður fyllist svo miklu þakklæti að fá að starfa við þetta,“ segir Guðný. „Það er miklu meira um þessi mansals- mál og að fólk sé neytt út í vændi heldur en margir halda. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Góðar viðtökur Mikið af fólki hefur komið með föt og aðrar nauðsynjavörur fyrir litla stúlkubarnið. Hér heldur Guðný, starfskona í Kristínarhúsi, á fötum og barnabílstól. Rými fyrir fimm Í Kristínarhúsi er rými fyrir fimm konur en þar dvelja konur sem eru að stíga úr vændi og/eða mansali meðal annars. Hér sést inn í eitt herbergi hússins. Kærir Eirík Kristján Óli Níelsson hefur ákveðið að kæra blaðamanninn Eirík Jónsson stjörnublaðamann fyrir rangar sakargiftir. Eiríkur birti á vefsíðu sinni frétt um að Kristján hefði verið sá sem falsaði undirskriftir fyrir framboð Ást- þórs Magnússonar í Ólafsvík og það væri vegna þessara undir- skrifta sem framboð Ástþórs gekk ekki eftir. Pressan sagði frá því á mánudag að Kristján hygðist kæra Eirík fyrir fréttina þar sem hann væri ekki maðurinn sem um var að ræða. Kristján bað Eirík um að fjarlægja fréttina eða hann myndi kæra hann, Eiríkur fjarlægði fréttina til að byrja með en birti hana aftur daginn eftir með nýrri mynd en hefur nú fjarlægt hana að nýju. Kristján hyggst þrátt fyrir það leita réttar síns. Styðja LÍÚ Sjómannafélag Íslands styður ákvörðun Landssambands ís- lenskra útvegsmanna um að halda skipum heima til þess að mót- mæla frumvörpum stjórnvalda um auðlindagjald fiskveiðistjórn- unarkerfisins. Jónas Garðars- son, formaður kjararáðs félagsins, segir stuðninginn tvíþættan og að hagsmunir útgerðarmanna og sjómanna fari saman. Þeir séu þó ósáttir við að útgerðarmenn hafi krafið sjómenn um lækkun launa hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Ef krafan um launalækk- unina kæmi ekki á sama tíma og skipin væru bundin við bryggju þá myndu sjómenn styðja útgerðar- menn af heilum hug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.