Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 6. júní 2012 Miðvikudagur Úthýst af fundi Brims n Finnbogi Vikar ekki vinsæll hjá útgerðarmönnum F ékk ekki að fara inn, segir Finn- bogi Vikar Guðmundsson, laganemi við Bifröst, um op- inn starfsmannafund útgerðar- félagsins Brims sem haldinn var á þriðjudag. Finnbogi er fyrrverandi fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í samráðs- og sáttanefnd um sjávar- útveg vegna fyrirhugaðra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu en nefndin starfaði árin 2009 og 2010. „Þeir meira að segja tóku á móti mér úti á plani og tilkynntu að mér hefði ekki verið boðið,“ segir hann. „Við buðum bara alþingismönnum og fjölmiðlum en þetta var starfsmannafundur,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstöðu- maður Brims, um málið. „Ef hann hefði bara hringt í mig. Hann talaði aldrei við mig. Ég skal tala við Finn- boga hvenær sem er,“ segir hann að- spurður hvort ekki hafi mátt túlka fréttatilkynningar og boðun fundar- ins líkt og um opinn fund væri að ræða. Finnbogi Vikar skilað á sínum tíma séráliti í nefndinni þar sem hann sagðir skipun nefndarinnar hafa ver- ið mistök. Jafnframt segir hann að samningaleiðin, sú sem nefndin taldi farsælasta verstu mögulega útkomu í málinu. Þá vann Finnbogi ásamt Þórði Má Jónssyni, lögfræðingi og varaþingmanni Samfylkingarinnar, skýrslu um kvótakerfið sem bar heitið Fiskveiðistjórnunarkerfið: Brask á kostnað þjóðarinnar.  Hann hefur áður lent í því að vera vísað af fundum á vegum útgerðarmanna. DV sagði frá því í október 2009 þegar Finnbogi var rekinn á dyr á aðalfundi LÍÚ, fundi sem hann hafði áhuga á að sitja sem nefndarmaður í áður- nefndri samráðs- og sáttanefnd. Ekki velkominn Finnboga var vísað á dyr á fundi Brims á þriðjudag. Fnykurinn kom upp um dópsala Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit á tveimur stöðum í Reykjavík fyrir helgina. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti en grunur lék á að kannabisefni væru seld þaðan. Mikla kannabislykt lagði frá íbúðinni en innandyra fundust um 170 grömm af mari- júana í söluumbúðum. Lögreglan lagði sömuleiðis hald á tæplega 50 grömm af mari- júana í söluumbúðum í kjallara- íbúð í Vesturbænum. E-töflur fundust einnig á staðnum en gest- komandi maður í íbúðinni var handtekinn í þágu rannsóknar- innar. Húsráðandinn var hins vegar fjarstaddur en hann var kallaður á vettvang og yfirheyrður. Lögreglu höfðu borist tilkynningar um tíð- ar mannaferðir í íbúðina á öllum tímum sólarhrings og þegar hún mætti á vettvang lagði mikinn kannabisþef frá íbúðinni. Eldur í sorp- eyðingarstöð Eldur kom upp í sorpeyðingar- stöðinni Kölku í Reykjanesbæ snemma þriðjudagsmorguns og var slökkvilið Suðurnesja kallað út um sexleytið vegna brunans. Tókst að ráða niðurlögum eldsins en rífa þurfti einn gafl hússins til að komast að eldinum. Þeir sem voru að störfum í byggingunni komust allir út af sjálfsdáðum en eldsupptök er ókunn. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rann- sókn málsins. Þrátt fyrir skemmd- ir á byggingunni sluppu öll tæki óskemmd úr brunanum svo starf- semin gat haldið áfram á þriðju- dag. Ú tgerðarfyrirtækið Samherji hefur veitt á milli 180 og 280 þúsund tonn af fiski á hverju ári við strendur Vestur-Afríku síðastliðin fimm ár. Aðallega er um að ræða hestamakríl úti fyrir strönd- um Máritaníu og Marokkó nyrst á vesturströnd álfunnar en Samherji hefur nú fært sig sunnar, niður til Namibíu, syðst í álfunni. DV hef- ur fjallað um þessar veiðar síðustu vikurnar og hefur meðal annars greint frá því að á milli 30 og 40 pró- sent af tekjum Samherja megi rekja til Afríkuveiðanna – rúmlega 20 milljarða króna árið 2010. Til samanburðar má geta þess að heildarkvóti tuttugu stærstu út- gerðarfélaga landsins, talið í þorsk- ígildistonnum, nemur tæplega 248 þúsund tonnum á ári. Þar af er Sam- herji, sem er í öðru sæti yfir kvóta- hæstu útgerðir landsins, með kvóta upp á rúmlega 24 þúsund þorsk- ígildistonn á hverju fiskveiðiári. Samherji veiðir því árlega um það bil tíu sinnum meira í Afríku en á Ís- landi þegar litið er á aflamark félags- ins í þorskígildistonnum hér á landi. Heildaraflinn 500 þúsund tonn Samherji keypti útgerðina í Afríku, sem þeir kalla Kötlu Seafood, af Sjólaskipum um miðbik árs 2007 og hefur síðan fiskað mjög vel í álfunni. Í frétt á Stöð 2 í ágúst 2010 kom til dæmis fram að samkvæmt gögnum frá Samherja sem fréttastofan hafði undir höndum hefði Samherji veitt 500 þúsund tonn af fiski á Íslandi og í útlöndum árið 2007. Þar kom fram að 117 þúsund tonn af öllum fisktegundum, meðal annars loðnu, hefðu veiðst hér við land og rúmlega 380 þúsund tonn hefðu verið veidd erlendis. Forsvarsmenn Samherja vildu ekki tjá sig við Stöð 2 um hvernig afl- inn skiptist á milli einstakra landa en sögðu þó að stærsti hlutinn af veiðunum erlendis væri aflinn sem veiddur hefði verið í lögsögu Márit- aníu og Marokkó í gegnum Kötlu Seafood. Ótrúleg veiði Samanlagður hagnaður Samherja af Afríkuveiðunum á árunum 2007 til 2010 nemur tæplega 139 milljón- um dollara, líkt og DV hefur greint frá. Miðað við gengi dollarans um þessar mundir nemur þessi upp- hæð tæplega 17,6 milljörðum króna en þegar upphæðin er reiknuð út frá gengi krónunnar í lok árs 2008 nemur hún tæplega 16,7 milljörð- um króna. Mestur var hagnaðurinn 2008 en þá nam hagnaður Samherja af veiðunum 11,9 milljörðum króna. DV hefur heimildir fyrir því að veiðar Samherja í Afríku hafi geng- ið sérstaklega vel á árunum 2007 til 2009, líkt og hagnaðartölur hér að framan bera með sér. Þá var veiði sjö togara þeirra um 40 þúsund tonn á ári að meðaltali. Síðastliðin tvö ár, 2010 og 2011, hefur Samherji verið við veiðar með sex togara sem hver um sig hefur veitt á bilinu 30 til 35 þúsund tonn. „ Þá var veiði sjö togara þeirra um 40 þúsund tonn á ári að meðaltali. n Samherji veiðir árlega um tíu sinnum meira í Afríku en á Íslandi Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Veiða allt að 280 þúsund tonn á ári Öflugt skip Kristina EA er stærsta og fullkomnasta skip íslenska flotans og hefur verið notað við makrílveiðarnar í Afríku. Milljarðar í laxeldinu Unnið er að uppbyggingu á laxeldi á vegum Fjarðalax, sem er í eigu North Landing, sem gæti gefið 10 þúsund tonna ársframleiðslu eftir um það bil fimm ár. Laxeldið mun byggjast upp á sunnanverðum Vestfjörðum og verður með nátt- úrulega vottaðan lax. Vonast er til að útflutningstekjur gætu skilað um 6 til 8 milljörðum. Þetta kemur fram í viðtali í sjómannadagsblaði Fiskifrétta við Arnór Björnsson, aðaleiganda Fjarðalax og North Landing. North Landing er stað- sett á austurströnd Bandaríkjanna og flytur inn lax og vinnur fyrir stórkaupendur og nú þegar hafa verið settir um 2 milljarðar króna í uppbyggingu á laxeldið fyrir vest- an. Arnór segir að forsendur fyr- ir rekstrinum séu að laxinn verði vottaður sem náttúruleg fram- leiðsla. Til að fá vottun þarf lax- eldið að vera svæða- og kynslóða- skipt.  

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.