Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 19
Ferðastu um heiminn nánast Frítt Neytendur 19Miðvikudagur 6. júní 2012 n Þú þarft ekki fulla vasa af peningum til að ferðast n Notaðu hugmyndaflugið og gríptu tækifærin n Nýttu þér internetið 4 Fáðu þér vinnu á skútu eða skemmtiferðaskipi Þú þarft ekki að vita neitt um siglingar eða skip til að ráða þig í þjónustustarf á skemmtiferða- skipi. Ef þú býrð hins vegar yfir þekkingu á skipum og siglingu gætir þú fengið starf á skútu. Kíktu til dæmis á þessar síður: crewseekers.net, carnival.com og royalcaribbean.com. Ef þú ert í leit að ævintýrum og ert staddur í hafnarbæ þar sem mikið er af skútum og skemmtiferðaskipum í höfninni geturðu jafnvel prófað að spyrjast fyrir á hafnarbakkanum. Hvort það vanti starfskraft einhvers staðar? Vertu á réttum stað, á réttum tíma, með rétta viðhorfið og þá er meira en líklegt að þér takist að komast um borð í eitthvert fleyið. Jákvæða hliðin: Hvern hefur ekki dreymt um að upplifa ævintýri á sjónum. Það spillir varla fyrir að gera það frítt eða jafnvel fá greitt fyrir það. Njóttu þessarar upplif- unar eins og puttaferðalangur með alvöru skipstjóra. Neikvæða hliðin: Áhafnarstörf eru ekki alltaf sveipuð jafn miklum töfraljóma og margir halda. Vaktirnar geta verið langar og í sumum tilfellum þarf áhöfnin alltaf að vera innan þilja og fær sjaldan að yfirgefa skipið. 5 Fljúgðu ódýrt Við Íslendingar erum ekki alveg jafn heppnir og nágrannar okkar í Evrópu þegar kemur að flugfargjöldum. Með tilkomu nýrra flugfélaga eins og WOW air og áætlunar- ferða Easyjet til Íslands, hefur samkeppnin þó aukist og allt virðist þetta þokast í rétta átt. Síðustu vikurnar hafa íslensku flugfé- lögin keppst við að undirbjóða hvert annað í flugferðum til Evrópu. Þegar til Bretlands er komið eða á meginland Evrópu er nokkuð auðvelt að ferðast mjög ódýrt með flugi. Kíktu á síðurnar: ryanair.com, easyjet.com og flymonarch.com. Fyrir utan Evrópu má skoða til dæmis virginaustralia.com og jetstar.com. Jákvæða hliðin: Þú getur jafnvel ferðast þvert yfir alla Evrópu fyrir aðeins fimm til sex þúsund krónur. Neikvæða hliðin: Hjá lággjaldaflugfélög- um er oft gert ráð fyrir því að þú ferðist aðeins með lítinn handfarangur og greiða þarf aukagjald fyrir stærri tösku sem fer í farangursrýmið. 6 Bjóddu fram starfskrafta fyrir gistingu Þegar þú ert komin/n á gististaðinn þinn gætirðu prófað að setja þig í samband við rekstrarstjórann og boðið fram starfskrafta þína fyrir afnot af herberginu. Það er jafnvel enn betri hugmynd að kanna það áður en þú pantar þér gistingu einhvers staðar hvort það sé laus störf að finna á hótelum eða gistiheimilum á þeim áfangastöðum sem þú hefur hug á sækja heim. Það er aldrei að vita nema þú hafir heppnina með þér í þeim efnum, sérstaklega ef þú hefur reynslu af hótelstörfum. Kíktu til dæmis á síðuna: hostelworld.com. Jákvæða hliðin: Sniðug leið til að sameina sumarfrí og sumarstarf. Neikvæða hliðin: Í sumum löndum getur það verið töluverð fyrirhöfn að fá at- vinnuleyfi. Nauðsynlegt að er að gæta þess að ekki sé brotið á réttindum þínum. 7 Fáðu þér vinnu í fríinu Ef þig langar til að lengja dvöl þína á einhverjum áfangastað en fjárhagurinn stendur ekki vel þá getur verið sniðugt að skoða það að fá sér létta vinnu á svæðinu. Möguleik- arnir eru fjölmargir; þú gætir til dæmis ráðið þig sem au pair eða í ávaxta- tínslu. Kíktu á síðurnar: greataupa- ir.com, aupair.com og anyworkanywhere.com. Jákvæða hliðin: Það er frábært að geta ferðast um heiminn og á sama tíma fá að vinna við ýmis störf sem þú myndir eflaust aldrei annars prófa. Neikvæða hliðin: Atvinnu- rekendur gætu látið þig vinna langar vaktir þannig að frítíminn gæti orðið lítill. Nýttu tækifærin Ein hugmynd er að fá sér vinnu á sumarfrísdvalar- staðnum og lengja þannig fríið án þess að þurfa að spá í aukaútgjöld. Iceland Express oftast á tíma Samkvæmt stundvísitölum túristi. is voru allar ferðir Iceland Ex- press á réttum tíma fyrri hluta maímánaðar. Tvær síðustu vikur mánaðarins voru allar brottfar- ir á réttum tíma og aðeins einni komu seinkaði. Ferðir Icelandair frá landinu voru nánast alltaf á réttum tíma í maímánuði en komutímar félags- ins seinni hluta mánaðarins stóð- ust hins vegar aðeins í rúmlega sjötíu prósent tilvika. Þess ber að geta að Iceland Express fór rúmlega sjötíu ferð- ir til og frá Keflavíkurflugvelli á tímabilinu á meðan Icelandair fór rúmlega sex hundruð ferðir. Þar sem WOW air fór aðeins eina ferð á tímabilinu 15. til 31. maí voru þeir ekki með í mæl- ingunum að þessu sinni. Hreinar strendur í Evrópu Sjórinn við langflestar bað- strendur í Evrópu er hreinn í ár samkvæmt nýjustu mælingum. Ástandið er sérstaklega gott við strendur Kýpur, Króatíu, Grikk- lands og Möltu. Þá fá fjórar af hverjum fimm baðströndum á Spáni, Ítalíu og Portúgal topp- einkunn og staðan við sjávarsíð- una í Danmörku og Bretlandi er einnig góð. Þau lönd sem komu verst út úr mælingum Evrópsku umhverfis- stofnunarinnar voru Benelúx- löndin, Lettland og Búlgaría. Var það hreinleiki fljótanna sem dró sum lönd niður samkvæmt frétt Politiken. Strandgestir á fyrrnefndu stöð- unum geta þó kælt sig óhikað í sjónum og leyft börnunum að busla í flæðarmálinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.