Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 17
Vandræðalegri sjónvarpsþáttur hefur varla sést á Íslandi 3 til 4 krónur í viðbót En þið stjórnið ekki dagskrárgerð Stöðvar 2 Egill Helgason um forsetaframboðskappræðurnar á Stöð 2. – FacebookRunólfur Ólafsson um eðlilega lækkun eldsneytisverðs miðað við heimsmarkaðsverð.Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð 2 við ósátta forsetaframbjóðendur. – Stöð 2 Eftirlit með kynferðisbrotamönnum Varúð: Sólsjúkir Í gamla daga var talað um að sumt fólk væri tunglsjúkt. Reynslan sýndi þá að fólk sýndi af sér aukna brjálsemi þegar tunglið væri fullt. Enska orðið yfir fólk sem er brjálað eða óútreikn- anlegt í hegðun er „lunatics“, dregið af orðinu „luna“, sem merkir tungl. Það lá hins vegar í augum uppi í byrj- un sumarsins að tunglið er ekki það sem ærir fólk hér á landi. Á Íslandi verður fólk ekki tunglsjúkt, heldur sólsjúkt. Það var auðvelt að greina muninn á Íslendingum og erlendum ferðamönn- um í miðbæ Reykjavíkur í sumarveðr- inu síðustu daga. Um leið og sólin sýndi sig og hitastigið skreið yfir 10 gráðurnar, flettu Íslendingarnir sig klæðum og há- mörkuðu bera húðfleti, líkt og þeir yrðu að ná hverjum einasta geisla. Fólk sást hlaupa inn til sín örstutta stund, og út aftur, til að ná að uppfæra statusinn á Facebook: „Geeeðveikt veð- ur!“ Og það var eitthvað geðveikt við þetta. Sumir geta sagt að það sé ekkert óeðlilegt að vilja vera úti í sólinni. Með sama hætti er hægt að segja að það sé ekkert aðfinnsluvert við að vilja drekka áfengi endrum og eins. Það er hins vegar ýmislegt að því að vera áfengissjúkur. Þótt sólsjúkir hefðu verið úti allan daginn og væru orðnir snarkandi útfjólubláir, héldu þeir samt áfram. „Eigum við ekki að borða úti?“ spurðu þeir. „Ætlarðu virkilega að vera inni í þessu veðri?“ spurðu þeir aðra, eins og fólk væri að brjóta af sér með því að vera inni brot af deginum. Þeim er al- veg sama þótt líkami þeirra sé farinn að skaðast af sólinni og þótt það sé miklu þægilegra inni. Eitthvað innra með þeim dregur þá út undir sólina og held- ur þeim þar. Síðla kvölds berjast hinir sólsjúku við að halda sér berum í kvöld- svalanum, eins lengi og geislarnir skína, til að missa ekki af neinu. Fyrstu ummerkin um að fólk sé haldið sjúkdómnum sólsýki sjást um leið og það sést til sólar úti. Fyrst byrja þeir að iða. Þeir sýna augljósa vanlíðan og horfa í kringum sig, vonandi að aðrir deili tilfinningunni með þeim og fólk hætti að vinna til að láta sólina skína á bert holdið. Þeim verður fljótlega ómögulegt að vera innandyra. „Hvernig getið þið verið inni í þessu veðri?“ Þeir ráða ekki við það, að áður en þeir vita af er sólsýkin farin að gera þeim ókleift að vinna. Sumir þeirra svíkjast síðan undan vinnu vegna sólsýkinnar. Í miðbæ Reykjavíkur má sjá hræði- legar afleiðingar af þessu. Þar eru þræl- ar sólsýkinnar sitjandi á bekkjum allan liðlangan daginn. Fólkið, sem fór einn daginn úr vinnunni til að fá sér smá sól, en sneri aldrei aftur. Sjúkdómurinn svipti þá getunni til að lifa innandyra á eigin heimili og hrakti þá til þess að ger- ast útigangsmenn. Það er allt í lagi að vilja vera úti í sól- inni. En þegar fíknin er farin að trufla vinnuna þína, stjórna hversdagslífinu og valda þér líkamstjóni er kominn tími til að hugsa sig um. Svarthöfði Einmana mávur Þessi afslappaði mávur lét fara vel um sig á þaki Bessastaðakirkju í blíðunni á dögunum. Hann sleikti sólina eins og flestallir landsmenn. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 17Miðvikudagur 6. júní 2012 1 „Tek ekki í höndina á svona manni“ Svavar Halldórsson reiddist Ástþóri Magnússyni vegna ummæla um Þóru Arnórsdóttur. 2 Öryggisvörður barði mann á Hlemmi Vefsíða Grapevine birti sláandi myndband af öryggisverði kasta manni á dyr með offorsi. 3 Starfsmenn Samherja látnir skrifa undir trúnaðaryfir- lýsingu Starfsmenn útgerðarfyrirtækisins hafa fengið þau tilmæli að þeir sendi ekki fjármálaupplýsingar og fleira sín á milli í netföngum Samherja. Fyrirtækið sætir rannsókn. 4 Ástþór segist hafa kallað Þóru „fjölmiðlagæs“ Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi, Ástþór Magnússon, leiðréttir Svavar Halldórsson. 5 Dauðhræddar sjónvarps-stjörnur Steindi Jr. og Auðunn Blöndal lentu í kröppum dansi í fallhlífarstökki við tökur á Evrópska draumnum. 6 Rólegur morðingi handtekinn Luka Rocco Magnotta, eftirlýstur klámmyndaleikari, var loks handtek- inn í Berlín. Hann myrti kærasta sinn og borðaði hluta af honum. 7 Finnboga Vikar úthýst af fundi Brims Andstæðingur fiskveiðistjórnunarkerf- isins ekki velkominn á fund Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns. Mest lesið á DV.is R eglulega kemur upp umræða um mögulegt eftirlit með kynferðis- brotamönnum eftir að afplánun dóms lýkur. Í umræðunni vegast á ólík sjónarmið. Annars vegar hin hefðbundnu grunngildi réttarríkisins: Einstaklingur brýtur af sér, hlýtur dóm og að aflokinni refsingu er viðkomandi frjáls til að hefja nýtt líf. Hins vegar það sjónarmið að standi almenningi hætta af einstaklingi sem dæmdur hefur verið, geti verið ástæða til að halda honum frá samfélaginu lengur en kveðið er á um í refsidómi eða hafa eftirlit með honum. Hið síðara er nú í almennri umræðu hér á landi vegna einstaklinga sem brot- ið hafa alvarlega gegn börnum. Ég hef sagt að hér þurfum við að fara fram af yfirvegun; af virðingu fyrir réttarríkinu en jafnframt gera það sem unnt er til að vernda börn fyrir ofbeldismönnum. Lagafrumvarp í burðarliðnum Í gildandi lögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að láta brotamann sæta frek- ari öryggisráðstöfunum að refsingu lok- inni ef telja má af glæp hans og andlegu ástandi að hann „muni drýgja afbrot af vana eða í atvinnuskyni og sé því hættu- legur umhverfi sínu“. Þetta er hægt að gera með refsidómi eða með sérstöku máli sem ákæruvaldið höfðar. Í reynd hefur þetta lagaákvæði ekki nýst eins og að var stefnt. Tilraunir til að beita því gegn sakhæfum brotamönnum sem fremja ítrekað mjög alvarleg brot hafa ekki skilað árangri. Því eru það eingöngu ósakhæfir brotamenn sem hafa verið vistaðir á stofnunum í ótilgreindan tíma. Í innanríkisráðuneytinu eru nú í undirbúningi lagabreytingar til að unnt verði að láta kynferðisafbrotamenn með barnagirnd á háu stigi sæta öryggis- ráðstöfunum eftir afplánun refsidóma. Frumvarpsgerð er á lokastigi og drög verða sett á vef innanríkisráðuneytis- ins til umsagnar áður en langt um líð- ur. Stefni ég að því að leggja frumvarpið fram á haustþingi. Alltaf með dómi Verði þetta frumvarp að lögum aukast möguleikar á eftirliti með hættulegum glæpamönnum eftir að afplánun lýkur en grundvallarforsenda er að mínu mati sú að slíkt ákvarðist með dómi. Það tel ég einu færu leiðina, enda getur það vegið að mannréttindum að vista menn án dóms eða að hafa eftirlit með þeim án þeirrar vitneskju eftir að þeir hafa tekið út sína refsingu. Gegn öðru hef ég viljað gjalda varhug. En með þessari nálgun gæti ákæruvaldið höfðað sérstakt mál fyrir lok afplánunar í tilfellum þar sem maður var dæmdur í fangelsi fyrir alvarlega glæpi, ekki síst gróf ofbeldis- eða kynferðisbrot, eða tilraun til slíkra brota, ef líklegt er talið, í ljósi sakarfer- ils og andlegs ástands viðkomandi, að hann muni endurtaka brot sín eftir að afplánun lýkur. Rafrænt eftirlit Ekki væri þó alltaf horft til þess að vista menn á meðferðarstofnun eða í fangelsi. Aðrar öryggisrástafanir koma til greina svo sem rafrænt eftirlit. Brotamaðurinn gæti þá hafið líf í samfélaginu að nýju en með þeim skilyrðum að hann sé ekki í grennd við mögulegan brotaþola. En í einhverjum tilfellum, t.d. þar sem um er að ræða ítrekuð brot gegn börnum, getur verið ástæða til að vista menn í fangelsi eða á annarri stofnun. Til að þetta gangi eftir þurfa vistunarúrræði að vera fyrir hendi, bæði innan heilbrigðiskerfisins og fangelsiskerfisins. Nú horfir til betri vegar í fangelsismálum eftir að samþykkt hefur verið að reisa nýtt fangelsi en það breytir ekki því að við höfum fjarri því náð nógu langt í að efla meðferðarúr- ræði fyrir fanga og fyrrverandi fanga. Kynferðislegt ofbeldi er ein alvarleg- asta ógn sem steðjar að börnum og hana á að taka alvarlega. Sú ógn getur tekið á sig margar myndir. Ofbeldið getur ver- ið framið af ókunnugum eða kunnug- um, ættmenni eða óskyldum. Það getur átt sér stað innan fjölskyldu – í innsta hring barnsins – eða á öðrum vettvangi, s.s. í félagsstarfi eða í vinahópnum. Á hverju ári hlaupa kynferðisofbeldistilvik ekki aðeins á tugum, heldur hundruð- um. Aðeins hluti þessara mála ratar til barnaverndaryfirvalda og/eða lögreglu og aðeins hluti af þeim málum end- ar með dómi. Síðan má reikna með að hluti þeirra einstaklinga sem hlýtur dóm greinist með barnagirnd og sé líklegur til síbrotastarfsemi. Þessi löggjöf kæmi til með að ná til þeirra og gæti þannig minnkað líkur á að þeir brjóti aftur af sér. Það er mikilvægt. Verndum börnin Hið samfélagslega viðfangsefni er eftir sem áður miklu víðtækara og snýr að því að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum og að skapa farveg fyrir börn til að segja frá ef þau verða fyrir ofbeldi þannig að hægt sé að láta þá sem slíkt fremja sæta ábyrgð. Ofbeldi á ekki að líðast og aldrei gegn börnum. Okkar er að grípa til allra ráðstafana gegn því. „Ég hef sagt að hér þurfum við að fara fram af yfirvegun; af virðingu fyrir réttarríkinu en jafnframt gera það sem unnt er til að vernda börn fyrir ofbeldismönnum. Kjallari Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra Komment dagsins við fréttir DV.is í vikunni „Ég kallaði enga manneskju „vaggandi gæs“. Ég sagði fjölmiðlana matreiða „fjölmiðlagæs“ ofan í þjóðina talandi um kringumstæður en ekki einstaklinga.“ Ástþór Magnússon um frétt af því að Svavar Halldórsson hafi neitað að taka í hönd hans vegna ummæla um Þóru Arnórsdóttur. „Takk fyrir að auðvelda mér valið, þau hjón eru alveg búin að klúðra þessu.“ Jóhannes Snorrason við sömu frétt. „Hvað ætli Dor- rit hafi þurft að taka í höndina á mörgum einstaklingum sem hafa kallað Óla verri hluti en „gæs“?“ Stefán Birgir Stefáns við frétt um viðbrögð Ástþórs við ummælum Svavars í stóra handabandsmálinu. „Þessir ves- alingar halda áfram að grafa sína eigin gröf. Í stríði við land og þjóð. Mikið ofboðslega verður það ljúft þegar kvótinn verður hirtur af þessum þjófum. Því fyrr því betra.“ Arnar Petersen um frétt af því að starfsmenn Samherja hafi verið látnir skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu. 45 115 33 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.