Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 3
Atvinnulífið á réttri leið Fréttir 3Mánudagur 18. júní 2012 eru fæddir erlendis af íslensku for- eldri eða fæddir á Íslandi og annað foreldrið útlent. Góðærið sogaði fólk úr námi „Í góðærinu var vinnumarkaður- inn að soga til sín fólk úr námi,“ seg- ir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. „Íslendingar búa við nokkuð gott hlutfallslegt menntunarstig vinnu- afls en ófaglærðir starfsmenn hér á landi eru með eitthvað það lægsta menntastig sem fyrirfinnst í OECD- löndunum,“ segir Gylfi og bendir á að það sé áhyggjumál. „Mér hefur fundist vinnumálastofnun verið að gera mjög öfluga hluti gagnvart ungu fólki í atvinnuleit. Ef kreppan verður til þess að menntunarstig þjóðarinn- ar eykst. Þar á ég bara við alls konar kunnáttu og þekkingu, ekki bara há- skólanám, þá er það af hinum góða,“ segir Gylfi. Á aðsóknartölum háskólanna er ljóst að mikil aukning er á sókn í nám. Háskólinn í Reykjavík hefur til- kynnt um rúmlega 20 prósenta aukn- ingu á umsóknum í skólann og svip- að er að segja um Háskóla Íslands en skólinn mælir 40 prósenta aukningu í umsóknum frá árinu 2009. Sjáanlegur bati á atvinnuþátttöku Þátttaka á vinnumarkaði hefur dreg- ist saman frá því sem mest var árið 2007. Hagstofunni reiknast til að í júlí árið 2007 hafi 192.000 manns verið á vinnumarkaði. Þá taldist at- vinnuþátttaka rúm 87 prósent. Árs- tíðabundnar sveiflur á vinnumarkaði eru þess eðlist að atvinnuþátttaka er iðulega með hæsta móti í júlí. Mik- ið innflæði nemenda á vinnumark- að ásamt því að stór hópur fólks er í sumarfríi á tímabilinu maí til ágúst gerir að verkum að vinnumarkað- ur þenst út á tímabilinu. Árið 2007 var atvinnuþátttaka um 82 prósent að jafnaði. Tölur Hagstofunnar yfir atvinnuþátttöku ná aðeins fram í apríl á þessu ári. Þar sést að þátttak- an stendur í 80 prósentum en lægst fór hún í tæp 76 prósent í nóvem- ber árið 2011. Til samanburðar má sjá að nóvember 2007 var þátttak- an á atvinnumarkaði 82,6 prósent. Á samanburði talnanna má sjá að þótt þátttaka hafi ekki náð fyrri hæðum er niðursveiflu væntanlega lokið. Færri störf en stærra hlutfall Árið 2008 störfuðu 11.500 manns við samgöngur og flutninga sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. 6,4 pró- sent vinnuafls sóttu atvinnu sína til geirans sem samkvæmt tölum Hag- stofunnar tekur til sín stærra hlut- fall af köku vinnuafls árið 2011 en hrunárið 2008. Það er þrátt fyrir að fækkað hafi um 200 manns sem starfa við samgöngur og flutninga. 11.300 starfa við þann geira hagkerfisins í dag en þrátt fyrir fækkunina starfa 6,8 prósent vinnuaflsins við flutninga. Hann er því eitthvert skýrasta dæmið um að bati atvinnulífsins byggist ekki aðeins á sköpun starfa sem ekki virð- ist halda í við fólksfjölda og fjölgun á vinnumarkaði heldur einnig aukinni aðsókn í nám sem væntanlega skil- ar sér í verðmætara atvinnuafli sem og fólksfækkun sem þó er að ganga til baka. Sveigjanlegur atvinnumarkaður „Íslenskur vinnumarkaður er mun sveigjanlegri en annars staðar. Það skýrist meðal annars af því að hann er ekki eins reglubundinn og tíðkast í nágrannalöndunum,“ segir Gylfi að- spurður hvort brottflutningur þeirra sem eru atvinnulausir sem og auk- in sókn í nám geti talist hluti af að- lögunarhæfni íslensks vinnumarkaðs. Gylfi segir ljóst að bati sé hafinn þótt enn sé nokkuð í að hér náist næg at- vinnusköpun. „Hvert prósent at- vinnuleysis er prósenti of mikið,“ segir hann en bætir við að hugsan- lega verði Íslendingar að skoða betur það sem hann kýs að kalla faglegt at- vinnuleysi. Hann bendir á að það geti orðið vandamál og sé ef til vill þegar vandi að fólk fái ekki starf við sitt hæfi. Hátt faglegt atvinnuleysi getur orðið nokkuð kostnaðarsamt fyrir íslenskt efnahagslíf. Á árunum eftir hrun hef- ur til að mynda aukist að starfsfólk í heilbrigðisgeira og þeir sem störf- uðu við mannvirkjagerð flytjist af landi brott í leit að atvinnu. „Í mann- virkjagerð sýnist mér að enn sé ein- hver hópur sem ekki hefur flutt aftur heim,“ segir Eiríkur Hilmarsson. „Þess er líka farið að gæta að sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum virðast vera farnir að starfa nokkuð mikið erlend- is. Við vitum ekki hvort þessi hópur kemur til baka eða hvort hann muni ílengjast erlendis,“ segir Eiríkur. Tiltrú á stjórnarflokkunum dalar Jafnframt því sem atvinnuleysi minnki hefur tiltrú á getu stjórnar- flokkanna Samfylkingar og VG til að ráða bót á atvinnuleysinu og efna- hagsmálum minnkað töluvert. Sama á við um tiltrú almennings á getu flokkanna til að stýra endurreisn ís- lensks atvinnulífs. MMR gerir árlega könnun á tiltrú almennings á getu stjórnmálaflokka til að leiða ákveðna málaflokka til lykta. Árið 2009 töldu tæplega sextíu prósent aðspurðra að Samfylking og VG væru best til þess fallin að leita lausnar á atvinnuleysi. Tæp 52 prósent töldu sama ár að stjórnarflokkarnir væru best til þess fallnir að leiða endurreisn íslensks atvinnulífs og tæplega 63 prósent töldu flokkana best til þess fallna að fara með efnahagsmál almennt. Töl- ur fyrir árið 2012 eru ekki til hjá MMR enda er könnun fyrirtækisins birt í desember á hverju ári. Í árslok árið 2011 stóð traust til stjórnarflokkanna í um 30 prósentum þegar kom að því að leiða lausn á atvinnuleysi en að- eins um 26 prósent töldu flokkanna best til þess fallna að leiða endur- reisn atvinnulífsins og tæp 30 pró- sent töldu efnahagsstjórn almennt best borgið undir flokkunum. Þótt gríðarlegt fall sé frá tiltrú almennings árið 2009 er þó um örlitla hækkun frá árinu áður að ræða. Tíminn verður að leiða í ljós hvort aðgerðir þessa árs verði til þess að auka tiltrú almenn- ings á aðgerðum stjórnarflokkanna. n Batinn of hægur til að halda í við þörfina n Aldrei færri án atvinnu frá hruni n Aðsókn í menntun skilar verðmætara vinnuafli 2008 2009 2010 2011 2012 222.953 226.069 224.142 224.599 225.590 Þróun vinnandi fólks á aldrinum 15 – 69 ára frá 2008 til 2012 Þróun atvinnuleysis frá júní 2008 til maí 2012 12. maí 8. júní Mest var: Hvenar: Atvinnuleysi alls 5,6% 1,1% 9,3% Febrúar og mars 2010 Karlar 5,4% 0,8% 10,4% Apríl 2009 Konur 5,9% 1,5% 8,1% Febrúar, mars, apríl 2010 Fjöldi einstaklinga Allir 9.854 2.059 16.822 Mars 2009 Karlar 4.922 887 10.707 Mars 2009 Konur 4.932 1.172 6.537 Júní 2009 Prósentur eftir landshlutum Höfuðborgarsv. 6,3% 1,0% 9,9% Febrúar 2010 Landsbyggðin 4,5% 1,3% 8,2% Febrúar 2010 Suðurnes 9,4% 2,4% 15,0% Febrúar 2010 Vesturland 2,8% 1,4% 6,5% Janúar 2010 Vestfirðir 2,0% 0,3% 4,9% Febrúar 2011 Norðurl. vestra 2,1% 0,4% 4,9% Febrúar 2010 Norðurl. eystra 4,0% 1,7% 8,4% Janúar 2010 Austurland 2,9% 0,4% 5,9% Janúar 2010 Suðurland 4,2% 0,7% 7,4% Febrúar - mars 2010 Fjöldi atvinnulausra eftir aldri 15-19 ára 230 79 878 Maí 2009 20-24 ára 1.314 304 2.620 Mars 2009 25-29 ára 1.587 323 2.815 Mars 2009 30-34 ára 1.504 267 2.266 Apríl 2009 35-39 ára 1.068 187 1.723 Mars 2009 40-44 ára 807 165 1.563 Apríl 2009 45-49 ára 793 150 1.490 Febrúar 2010 50-54 ára 758 143 1.413 Febrúar 2010 55-59 ára 728 137 1.130 Febrúar 2010 60-64 ára 626 134 895 Febrúar 2010 65-69 ára 439 170 520 Nóv. 2011 Atvinnuleysi í maí 2008 2009 2010 2011 2012 Prósenta: 1,0% 8,7% 8,3% 7,4% 5,6% Fjöldi: 1.739 16.385 14.867 13.296 9.854 Mannfjölda fækkun á árinu: 3.909 -4.835 -2.134 -1.404 - Teljast á vinnumarkaði: 173.900 188.333 179.121 179.675 175.964 Vinnandi: 172.161 171.948 164.254 166.379 166.110 Í framhalds- eða háskólanámi: 47.308 48.768 47.240 48.723 HeiMiLd: AtViNNuLeySiStöLur eru Frá ViNNuMáLAStoFNuN, töLur AF FæKKuN MANNFJöLdA eru Frá HAgStoFu ÍSLANdS. FJöLdi ViNNANdi er FeNgiNN Með uppreiKNuN Frá töLuM uM FJöLdA AtViNNuLAuS 70 60 50 40 30 20 2009 2010 2011 Tiltrú almennings á stjórnarflokkanna HeiMiLd: KANNANir MMr uM AFStöðu ALMeNNiNgS tiL þeSS HVAðA StJórNMáLAFLoKKAr FóLK teLdi beSt tiL þeSS FALLiNN Að LeiðA tóLF MáLAFLoKKA tiL LAuSNA. KANNANir teKNAr Í deSeMber árið 2011,2010 og 2009. efnahagsmál almennt Atvinnuleysi endurreisn atvinnulífsins Vöxtur og samdráttur eftir starfsgreinum 2008 2011 Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Vöxtur Landbúnaður og fiskveiðar 8.600 4,8 9.400 5,6 Fiskiðnaður 3.000 1,7 4.300 2,5 Hótel- og veitingahúsarekstur 6.400 3,6 8.800 5,2 Samgöngur og flutningar 11.500 6,4 11.300 6,8 Heilbrigðis- og félagsþjónusta 27.800 15,6 28.300 16,9 Samdráttur Framleiðslustarfsemi 39.600 22,2 31.300 18,7 Mannvirkjagerð 17.700 9,9 10.000 6 Verslun og viðgerðarþjónusta 23.200 13 21.900 13,1 Fjármálaþjónusta og tryggingar 9.000 5,1 8.300 4,9 opinber stjórnsýsla 9.600 5,4 7.200 4,3 HeiMiLd: HAgStoFA ÍSLANdS HeiMiLd: HAgStoFA ÍSLANdS HeiMiLd: ViNNuMáLAStoFNuN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.