Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 18. júní 2012 Mánudagur Græðandi jurtir í náttúrunni n Í náttúrunni er að finna góð meðul sem kosta ekki krónu það þarf ekki að hlaupa út í apótek við minniháttar slys í útivistinni. Í jurtarík-inu eru fjölmargar græðandi og barkandi jurtir sem kosta ekki krónu. Barkandi jurtir eru not- aðar á minniháttar sár og skrám- ur til þess að flýta blóðstorknun og gróandi í sári. Flestar barkandi jurtir eru einnig græðandi og eru því notaðar jafnt á brunasár sem önnur sár. Barkandi jurtir til útvortis nota eru meðal annars ljónslappi, maríustakkur, kornsúra, hjartaarfi, jakobsfífill, jarðarber, blágresi, ló- fótur, mýrasóley, lyfjagras, selgresi, burnirót, njóli, víðir og blóðkollur. Græðandi jurtir til útvortis nota eru meðal annars vallhum- all, fagurfífill, morgunfrú, vatns- arfagras, sigurskúfur, undafífill, fjallagrös, litunarjafni, græðisúra, blákolla, kamilla, bjöllulilja, kross- fífill, haugarfi, hóffífill, hárdepla og regnálmur. Einnig er gott að nota olíu úr djöflakló, en hana má þó einungis nota ef húðin er heil. Ef sár gróa illa eða sýking hef- ur komist í þau er gott að nota sól- blómahatt og hvítlauk, bæði með öðrum jurtum útvortis til þess að vinna á sýkingunni og eins til inn- töku í því skyni að örva ónæm- iskerfið. E ld sn ey ti Algengt verð 248,9 kr. 248,7 kr. Algengt verð 248,7 kr. 248,5 kr. Algengt verð 248,6 kr. 248,4 kr. Algengt verð 248,9 kr. 248,7 kr. Algengt verð 250,9 kr. 248,7 kr. Algengt verð 248,7 kr. 248,5 kr. Gott kaffi og góð þjónusta n Lofið fær Stöðin á Vestur- landsvegi á leiðinni niður í bæ. Þar er opnað klukkan hálf átta á morgnana og hægt að fá rosalega gott kaffi. Starfs- fólkið er jákvætt og er yfir- leitt mjög fljótt að koma og afgreiða í lúgunni. Starfsfólkið gefur sér oft tíma til að segja manni frá tilboðum sem eru í gangi. Vantar í pantanir n Lastið fær KFC í Grafarholti. Það kemur til vegna þess að neyt- andi sagði DV frá því að nánast í hvert skipti sem hann verslaði við þá í lúgunni og færi með heim þá vantaði eitthvað í pöntunina hans. DV talaði við vaktstjóra KFC í Grafarholti vegna þessa og sagði hún: „Að sjálfsögðu erum við bara mannleg og svona mistök geta orðið, en ef fólk hringir í okkur og lætur okkur vita bætum við fólki það alltaf upp. Við viljum að við- skiptavinurinn láti okkur vita ef svona gerist því það er eina leiðin til að við getum lagað svona og bætt fyrir mistökin.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Vönduð viðarhúsgögn n Að þekkja vandað handbragð frá fúski er vandasamt. Með tilkomu lágvöruverðsverslana hefur verð á húsgögnum lækkað töluvert, oft á kostnað gæða. Gegnheill viður er merki um gæði þegar velja skal húsgögn. Sé krossviður notaður við smíðina er gott að athuga hversu margra laga viðurinn er. Krossvið- ur undir níu lögum þykir ekki góð latína. Kvistir í viðnum auka líkur á sprungum og hafa um leið áhrif á endingartíma. Það telst nokkuð skýrt merki um lélegt handbragð ef samskeyti eru heftuð eða negld saman. Merki um betra handverk eru svokallaðir geirnaglar eða snið- eða tappaspor. Nánari upplýsingar á getrichslowly.org Bensín Dísilolía Vissir þú að? n Beitilyngste er frábært gegn svefn- leysi? n Gleym-mér-ei er góð á brunasár? n Ilmreyr nýtist vel gegn frjókornaof- næmi? n Söl virkar vel við timburmönnum? Heimild: úr Íslenskar lækningajurtir Hvítlaukur Ef sár gróa illa eða sýking hefur komist í þau má nota hvítlauk. Bæði útvortis og innvortis. MYND: GUÐRúN TRYGGVADóTTIR. Mikil vakning í endurvinnslu V iðtökurnar voru strax mjög góðar,“ segir Helgi Páls- son, rekstrarstjóri Gáma- þjónustu Norðurlands ehf., en akureyrsk heimili hafa flokkað lífrænan úrgang í sérs- taka poka og tunnur með góðum ár- angri síðan í janúar 2011. Akureyrar- bær leggur íbúum til 150 poka á ári en pokarnir eru framleiddir úr maís- sterkju og eyðast upp í aðgerðarferl- inu. Samkvæmt Helga nota nánast all- ir bæjarbúar lausnina fyrir lífræna úrganginn. „Eina vandamálið er með orlofsíbúðir sem lítið er dvalið í. Hins vegar er stærsta breytingin fyr- ir fólk í fjölbýli því í flestum tilfellum hefur ruslarennunum verið lokað og því þarf fólk að fara niður með ruslið. Það er samt með ólíkindum hvað þetta hefur tekist vel til. Á mánuði eru það 70 tonn sem fara í lífræna úrganginn en um það bil 120 tonn í urðun. Svo eru 50–60 tonn sem eru svokölluð endurvinnsluefni,“ segir Helgi og útskýrir að á árinu 2011 hafi 44 prósent farið í urðun, 27 prósent í lífrænan úrgang í moltugerð og 29 prósent sem endurvinnsluefni. „Það er samt rétt að taka fram að þessi tala er aðeins frá heimilum, fyrirtækin eru ekki inni í þessari tölu.“ Skyr í dós skemmir Gámaþjónusta Norðurlands hefur einnig komið upp grenndarstöðvum á tólf stöðum í bænum þar sem einn gámur er fyrir hvern flokk af endur- vinnsluefni. Þeir sem vilja geta svo keypt afnot af tunnu til að hafa við hús sitt. Helgi segir flokkunina heilt yfir vandaða. „Það er erfiðast að eiga við plastið þar sem margar tegundir af plasti berast inn á heimilin. Í stað þess að kenna íbúunum að flokka allt þetta plast erum við sjálfir að koma okkur upp aðstöðu til að flokka nið- ur í fjóra flokka. Auðvitað má alltaf gera betur en það er engin ástæða til að kvarta. Það koma slæm tímabil og eins og við vitum þarf ekki mörg skemmd epli í kassann til að eyði- leggja allt saman. Oftast eru dósir og plast vel þvegið en það ber stundum á því að til dæmis skyrdósirnar séu ekki skolaðar nógu vel. Ef þú setur fulla dós af skyri í gám ertu ekki að- eins að skemma dósina þína held- ur heilan gám af dósum. En þetta er sjaldnast vandamál og þar sem þess- ir gámar standa óvaktaðir úti í bæ og treyst er á að fólk geri þetta skynsam- lega þá held ég að ástandið sé mjög gott.“ Plastið er erfiðast Raddir þess efnis að allt rusl í bæn- um endi hvort sem er á sama stað hafa verið lífseigar. Helgi kannast við það en vill meina að slíkt sé fyrst og fremst frá fólki sem nenni ekki að endurvinna. „Þetta er töluverð fyrir- höfn en þess vegna hafa einhverj- ir talið sér trú um að það sé verið að hafa þá að fíflum. Það sem er safn- að hérna fer fyrst og fremst til jarð- gerðar en ekki í urðun eins og í Kópa- vogi. Dagblöðin eru að stórum hluta nýtt í moltugerðina sem stoðefni eða kolefni og drykkjarfernurnar fara í útflutning. Fernurnar eru tættar nið- ur og úr þeim búnir til alls kyns hlut- ir,“ segir Helgi og bætir við að pappa sé hægt að endurvinna allt að sjö sinnum. „Verðmætasta plastið, glæra plastfilman, er flutt út og komið í verð en eins og ég sagði áðan eigum við í mestum erfiðleikum með plastið þar sem það er ekki alltaf gefið hvort hægt sé að endurvinna það. Hins vegar höfum við safnað baggaplasti Indíana Ása Hreinsdóttir blaðamaður skrifar indiana@dv.is n Helgi Pálsson, hjá Gámaþjónustu Norðurlands ehf., segir betra að henda skyrdós en að sleppa skolun Af hverju að endurvinna? n Nýtir hráefni og viðheldur hringrás efna í náttúrunni. Dregur úr urðun og sparar þannig landsvæði. n Dregur úr ýmiss konar umhverfis- mengun. n Orka sparast . n Það er ódýrara fyrir samfélagið að endurvinna en urða. n Gerir okkur meðvituð um eigin neyslu. n Minnir okkur á að við erum ábyrg fyrir umhverfi okkar. n Ferðum með ruslapoka út í tunnu fækkar. n Úrgangur er afgangshráefni. Hráefni í notkun eru verðmæti. Hráefni sem úrgangur er mengun . Heimild: urvinnslusjodur.is og ust.is „Ef þú setur fulla dós af skyri í gám ertu ekki að- eins að skemma dósina þína heldur heilan gám af dósum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.