Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Page 25
Sport 25Mánudagur 18. júní 2012 Hvað gerir van Persie? n Framtíð hollenska framherjans ræðst á næstunni U m fátt er meira talað meðal knattspyrnu­ áhugamanna en hugs­ anlega brottför Robins van Persie frá Arsenal en þar á leikmaðurinn aðeins ár eft­ ir af samningi sínum og hef­ ur þegar hafnað framlengingu einu sinni. Persie er eitt allra stærsta nafnið í boltanum sem hugsanlega gæti skipt um félag fyrir næstu leiktíð. Líkurnar á brottför frá Arsenal telur faðir hans þó ekki miklar. Bob van Persie segir í við­ tali við spænska dagblaðið El Mundo Deportivo að úti­ lokað sé að sonurinn haldi til Manchester City sem vitað er að hefur áhuga og þar séu seðlar einnig lítið sem ekkert vandamál. „Það er alveg úti­ lokað að Robin spili fyrir ann­ að félag á Englandi en Arsenal. Spænsku liðin, Real Madrid og Barcelona, eru heldur ekki líklegir kostir. Hjá Barcelona er varla pláss fyrir hann enda Messi á staðnum og mér vit­ andi er áhuginn á að fara til Madrid ekki til staðar.“ Sjálfur hefur Robin van Persie alfarið neitað að gefa út yfirlýsingu um hvað hann hyggist fyrir fyrr en að loknu Evrópumótinu í knattspyrnu. Fregnir herma að nýr og enn betri samningur við Arsenal standi Hollendingnum til boða en hann er algjör lykil­ maður í því félagi. Hvort boð frá Ítalíu er líklegt til að hafa áhrif skal ósagt látið en enskir miðlar fullyrða að Juventus og eitt annað ítalskt félagslið hafi haft samband og forvitnast um Persie. Persie hefur verið hart gagnrýndur fyrir leik sinn á EM hingað til og sumir kenna honum um að Hollendingar hafi ekki staðið sig betur en raun ber vitni. Undrast einnig margir hvers vegna Persie leik­ ur mun betur með Arsenal en raunin hefur verið með lands­ liðinu. n Ólafur Kristjánsson segir leik enska liðsins gamaldags og leiðinlegan E nn einu sinni sést hvað Englendingar eru aftarlega á mer­ inni knattspyrnulega,“ segir Ólafur Kristjáns­ son, þjálfari Breiðabliks, að­ spurður um það sem upp úr stendur á Evrópumótinu í knattspyrnu það sem af er því móti. Fátt hefur sérstaklega komið honum á óvart nema hvað enska landsliðið sé í standandi vandræðum og þá taldi Ólafur, eins og flestir, að Hollendingar yrðu brattari en raunin hefur verið. Mótið skemmtilegt „Mér finnst enginn leikur enn sem komið er hafa verið leiðin­ legur þó það verði að segjast að leikir Grikkjanna hafa ekki ver­ ið mikið til útflutnings. Á móti kemur að landslið eins og Rúss­ land, Úkraína, Frakkland, Tékk­ land og jafnvel Danmörk hafa komið sterk til leiks jafnvel þó Rússarnir hafi klúðrað sínum málum og séu úr leik. Allir leik­ irnir hafa verið tiltölulega frísk­ ir og fjörugir og það segir ým­ islegt að Rússar, sem spiluðu frískan bolta fyrstu leiki sína, eru úr leik þrátt mjög ferska og skemmtilega byrjun. Keppn­ in það sem af er er ekki síðri en síðustu Evrópumót sem hafa verið í skemmtilegri kantinum. Persónulega finnst mér þau mót yfirleitt skemmtilegri en heimsmeistaramótin.“ Daprir og daprari Enska landsliðið er í litlu upp­ áhaldi hjá Ólafi sem segir það ekki nýtt að lið þeirra sé í bull­ andi vandræðum á stórmót­ um. „En þeir leika leiðinlegan bolta aftan úr fornöld og virðast ekki komast á næsta stig eins og Frakkar hafa til dæmis gert síð­ an á HM 2010. Það tala flestir um ensku deildina sem þá allra bestu í heimi en það er vand­ séð ef mið er tekið af landsliði þeirra. Þeir voru bara heppnir gegn Svíum og hefði Walcott til dæmis hitt boltann sem rataði í netið er vandséð að þeir hefðu unnið þann leik.“ Hollendingar eru annað lið sem ekki hefur staðið undir væntingum að mati Ólafs og er hann vart einn um þá skoðun. Lið þeirra virðist heillum horfið en það samanstendur af tiltölu­ lega sama hópi knattspyrnu­ manna og þá. „Ég hélt í barns­ legri einfeldni minni að þeir yrðu betri en raunin hefur ver­ ið enda með vel skipað lið. Þeir eru hins vegar með leikmenn innanborðs sem skemma fyrir liðinu í heild og það hefur haft mikil og slæm áhrif.“ Nýstirnin vantar Oftar en ekki hefur það ver­ ið raunin á Evrópumótum að einn eða fleiri lítt þekktir leikmenn koma sérstaklega sterkir inn og vekja athygli stórliða strax í fyrstu leikjum EM. Ef frá eru taldir nokkrir frambærilegir hefur ekkert nýstirni beinlínis skinið skært það sem af er og undir það tekur Ólafur. „Auðvitað hafa nokkrir leikmenn sérstaklega vakið athygli. Rússinn Dza­ goev kemur strax upp í hug­ ann en hann var þó nokk­ uð þekktur fyrir og kemur kannski lítt á óvart. Annar sem mér finnst hafa staðið sig afar vel er pólski fyrirliðinn Blaszczykowski en hann er vitaskuld enginn nýliði held­ ur. Varnarmaðurinn þýski Hummels hefur líka verið frá­ bær en hann sömuleiðis er ekki alveg óþekktur. Englendingar aftan úr fornöld Englendingar Þjálfari Breiðabliks hefur lítið álit á enska landsliðinu sem hann segir spila bolta aftan úr fornöld. Liðið hafi verið stálheppið að vinna sigur á Svíum á EM en sé vart á pari við betri liðin í þeirri keppni. Óvissa Faðir van Persie segir soninn alls ekki geta hugsað sér að spila fyrir önnur lið á Englandi en Arsenal. Bosque framlengir Spænska knattspyrnu­ sambandið var ekkert að bíða eftir að niðurstaða fengist í Evrópukeppn­ inni í knattspyrnu. Ákveðið var að framlengja samning sambandsins við hinn þétt­ vaxna Vicente del Bosque, þjálfara landsliðsins, um helgina um eitt ár til viðbót­ ar en fyrri samningur náði til næsta sumars. Fram­ lengingin hefur í för með sér að Bosque stýrir Spánverj­ um á heimsmeistaramótinu í Ríó árið 2014 ef Spánverjar komast þangað. Sem má telja mun líklegra en ekki. Puyol fær sín verðlaun Ekki alls fyrir löngu var skýrt frá því að varnarbolurinn Carles Puyol hjá Barcelona hefði alfarið hafnað vænleg­ um tilboðum annars staðar frá til þess eins að enda feril sinn hjá Barcelona en samn­ ingur hans átti að renna út í júní 2013. Nú hefur Pu­ yol fengið sín verðlaun því samningur hans hefur ekki aðeins verið framlengdur til 2014 heldur hyggst fé­ lagið ráða karlinn í starf hjá Barcelona í kjölfar þess. Ekki liggur þó fyrir hvers kyns það starf verður en jákvætt að menn njóti þess að sýna félagsliðum sínum hollustu eins og Puyol hefur gert. Lukkudýrið Torres Fernando Torres hefur verið öfugu megin við mikla gagn­ rýni undanfarna mánuði og það ekki síst hjá Chelsea en þar hefur hann vart þótt tækur nema til setu á vara­ mannabekknum. En þótt gengi hans í ensku deildinni sé fallvalt er kappinn í guða­ tölu hjá Spánverjum enda hefur spænska landsliðið aldrei tapað landsleik þegar Torres skorar mark. Og mörk hans gegn Írlandi í Evrópu­ keppninni þýddu að hann er nú fjórði markahæsti maðurinn sem leikið hefur í landsliðstreyjunni spænsku. Torres hefur alls skorað 30 mörk í 22 landsleikjum og eru nú aðeins David Villa, 51 mark, og goðsögnin Raúl, 44 mörk, honum grimmari fyrir framan markið. Albert Eyþórsson albert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.