Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 22
L istamanninn Erró þarf vart að kynna fyrir ís- lenskum listunnendum. Þann 19. júlí mun Erró, Guðmundur Guðmunds son, fagna áttræðis- afmæli sínu. Hann fæddist í Ólafsvík árið 1932 og bjó um tíma á Kirkjubæjarklaustri en flutti síðan til Frakklands þar sem hann hefur búið allar götur síðan. Í tilefni af áttræðisafmæli hans verður, þann 16. júní, opn- uð sölusýning á grafíkverkum hans frá árunum 1990–2010. Óhætt er að segja að sýningin verði haldin á óvenjulegum stað því Brekkugerði 19 í Reykja- vík mun hýsa sýninguna. Það hús er teiknað af arkitektinum Högnu Sigurðardóttur, en hún og Erró hafa þekkst um árabil og hafa bæði verið búsett í París lungann úr ævi sinni. Íslenskur innblástur Högna er vel kunn sem frum- kvöðull á sviði byggingalistar á Íslandi og var fyrst kvenna til að hasla sér völl sem arkitekt hér- lendis. Hún er þekkt fyrir að feta ókunnar slóðir í verkum sínum og var hús sem hún teiknaði að Bakkaflöt 1 í Garðabæ valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í Evrópu. Högna útskrifaðist sem arki- tekt frá École Nationale Supéri- eure des Beaux-Arts í París árið 1960 og hlaut þá sérstaka viður- kenningu skólans fyrir lokaver- kefni sitt. Um var að ræða Garð- yrkjubýli í Hveragerði og er það mat þeirra sem til þekkja að þá þegar hafi gætt áhrifa sérkenna landsins, íslenskrar náttúru og veðurfars í verkum hennar og þann innblástur þróaði hún áfram í síðari verkum sínum. Sundlaug í forstofunni Brekkugerði 19, sem hýsir sölu- sýninguna, er um margt sér- stakt hús. Húsið var byggt árið 1963 og er á tveimur hæðum og hefur hlotið viðurkenningar fegrunarnefndar Reykjavíkur; árið 1971 fyrir snyrtilegt hús og lóð, og 1973 sem fallegt mann- virki. Innan dyra er náttúruefni afar áberandi – fallegt grjót, steinar og viður. Einnig má telj- ast einstakt að berja augum sundlaug í forstofunni. Högna Sigurðardóttir tók sæti í Frönsku byggingalist- arakademíunni árið 1992 og var hún kjörin heiðursfélagi Arki- tektafélags Íslands árið 2008 auk þess sem hún hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Erró hefur líkt og Högna hlotið fjölda alþjóðlegra viður- kenninga og meðal annars verið sæmdur orðu frönsku Heiðursfylkingarinnar í tvígang. Það fer án efa vel á því að verk þessara tveggja þekktustu listamanna Íslands á franskri grundu séu kynnt saman. Sýningin stendur 16. júní–2. júlí í Brekkugerði 19 í Reykjavík, opnunarathöfnin stendur frá klukkan 14.00 til 17.00 og það- an í frá verður hún opin daglega frá klukkan 12.00 til 17.00. 22 Menning 18. júní 2012 Mánudagur Saga úr geimnum n Ridley Scott snýr aftur á heimavöll Í ár sneri Ridley Scott aft- ur á heimavöll með Prometheus, eftir 30 ára hlé frá vísindaskáldskap. Prometheus fjallar um atburði sem gerast á undan Alien-þríleiknum. Myndin rekur í raun upprunann á geimverunni, sem skelfdi áhorfendur fyrir rúmum 40 árum með því að vekja upp óhuggulegar kennd- ir um innilokun og kyn- líf (þökk sé m.a. illræmdri hönnun H.R. Giger). Helsti fræðilegi munurinn á Alien og Prometheus er sá að Prometheus glímir nefnilega við guðfræðileg og stjarn- fræðileg viðfangsefni, sem Alien kemur ekki nálægt. Kosmískur leyndardómur Myndin hefst árið 2089 þegar tveir fornleifafræðingar (Noomi Rapace, Logan Mars- hall-Green) finna það sem þau telja vera stjörnukort meðal margra mismunandi fornra menningarsamfélaga. Þau líta á þetta sem skilaboð frá fyrirrennurum mann- kynsins, svokölluðum „verk- fræðingum“. Síðan er hopp- að tíu ár fram í tímann en þá hefur leiðangur til plánet- unnar, sem vísað er til í forn- um hellaristum, verið fjár- magnaður af stórfyrirtækinu Weyland Corporation í þeim tilgangi að reyna að svara stærstu spurningum mann- kynssögunnar. Könnunar- geimskipið Prometheus lendir þá á þessari fjarlægu plánetu og reyna vísindamennirnir að komast til botns í þessum ko- smíska leyndardómi. Tvífættur HAL 9000 Ljóst er að gríðarleg vinna hefur verið lögð í myndina en leikararnir eru góðir og sjón- rænt séð er hún mjög falleg. Handritið er framsækið en ófáa hluti hefði þó mátt skýra betur. Fyrir utan að skerpa tæknibrellurnar og útlitið gerir þrívíddin reyndar ekki mikið fyrir myndina sjálfa og að mati undirritaðs hefði eins vel mátt njóta hennar án asnalegra rammagleraugna. Áhugaverð- asti karakterinn er án efa vél- mennið David (Michael Fass- bender), sem minnir sterklega á persónu úr Blade Runn- er (sem er einnig eftir Scott) eða tvífættan og myndarlegan HAL 9000 úr 2001: A Space Odyssey. Það er ekkert smá verk- efni að fylgja Alien-þríleiknum eftir en í tilfelli Prometheus heppnast það ágætlega þó að áttin sem stefnt var í hafi verið allt önnur. Erró í húsi högnu n Lungamjúkir draumar n Sölusýning og sundlaug í forstofunni Brekkugerði 19 Fallegt hús, byggt 1963. Sundlaug í forstofunni Náttúruefni, grjót og vatn, gríðarlega fallegt. Langt á undan sinni samtíð Högna var merkur arkitekt, langt á undan sinni samtíð og þekkt fyrir að feta nýjar slóðir. Verkum stillt í rýmið Verkum Erró er stillt upp innan íbúðarinnar og úr verður hin skemmtilegasta sölusýning. Framsækið handrit Það er ekkert smá verkefni að fylgja Alien-þrí- leiknum eftir en í tilfelli Prometheus heppnast það ágætlega. Þórður Ingi Jónsson ritstjorn@dv.is Bíómynd Prometheus IMDb 7,7 RottenTomatoes 74% Metacritic 6,6 Leikstjóri: Ridley Scott Handrit: Jon Spaihts, Damon Lindelof Aðalleikarar: Noomi Rapace, Logan Marshall-Green and Michael Fass- bender 124 mínútur Mögnuð ræða Högni Egilsson veitti verð- laun á Grímunni í Hörpu á fimmtudag í síðustu viku. Hann hélt langa ræðu áður en hann kynnti tilnefn- ingarnar og var hugstæð „kakófónía“ skipstjór- anna við höfnina þar sem þeir þeyttu skipsflauturn- ar og drukku svart kaffi úr fanti. „Sjálfur drekk ég bara espressó,“ sagði Högni og baðst svo afsökunar á að hafa ælt út úr sér sín- um ófullkomleika yfir gesti Grímunnar. Leikarinn prúði, Ólafur Darri, aðalkynnir Grímunn- ar, brosti út í annað þegar hann steig á svið á eftir Högna og þakkaði honum háðslega fyrir að leiðrétta allan misskilning um latte- lepjandi trefla. Tengdó grét Valur Freyr Einarsson, leik- ari og leikskáld, var verð- launaður í bak og fyrir á hátíðinni. Sýningin Tengdó hreinlega rakaði inn verð- launum. Var það sannkall- aður fjölskyldusigur fyrir Val Frey og eiginkonu hans, Ilmi Stefánsdóttur, en Ilmur var verðlaunuð fyrir leikmynd sína í sýningunni Hreinsun. Sýningin Tengdó sem Val- ur samdi og lék í fjallaði um móður Ilmar, Magneu Rein- aldsdóttur, og leit henn- ar að föður sínum. Magnea tók á móti verðlaununum með Val. Valur sagði gestum á Grímunni frá því að hann hefði verið dauðhræddur um að hafa sært tilfinningar tengdamóður sinnar á frum- sýningu verksins þar sem hann sá hana gráta úti í sal og hversu feginn hann varð þegar hann komst að því að tárin sem runnu hafi verið vegna hrifningar og gleði. Tríó Óskars Guð- jónssonar á Kex Á næstu tónleikum djass- tónleikaraðarinnar á Kex Hostel, Skúlagötu 28, þriðjudaginn 19. júní kl. 21 kemur fram tríó sax- ófónleikarans Óskars Guðjónssonar. Auk hans skipa tríóið gítarleikar- inn Eðvarð Lárusson og trommuleikarinn Matthí- as Hemstock. Tríóið mun meðal annars flytja eigin útsetningar á tónlist úr „Dýrunum í Hálsaskógi“ eftir Torbjörn Egner. Tón- leikarnir hefjast standa í um tvær klukkustundir, með hléi. Sem fyrr er að- gangur ókeypis, en bar- inn og hið vinsæla eldhús Kex er auðvitað opið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.