Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 17
„Ég sleit sambandinu“ „Hjartað í mér var brotið“ Tav Macdougall, fyrrverandi kærasti Lindu Pétursdóttur. – DV.isTómas Guðbjartsson læknir um það þegar hann bjargaði lífi Skúla Sigurz. – DV Jussanam Da Silva sem fagnar eins árs ríkisborgararétti. – DV R akst nýlega á gamlan skólafé- laga hér heima. „Finnur“ hefur lengi rekið nokkur fyrirtæki sem gengið hafa upp og ofan. Aðal- lega ofan þó. Samt heldur hann áfram ótrauður, enda hafa „bankarnir“ af- skrifað nokkur hundruð milljónir fyrir hann. Það er ekki að sjá að tapreksturinn og skuldavandamálin (sem vitanlega eru ekki lengur hans vandamál) hafi haft mikil áhrif á „Finn“ og spúsu hans, sem aka á nýjum jeppa og Benz og búa í einbýlishúsinu sínu à la 2007. Fermdu einn barnungann í vor og til að fagna inngöngu barnsins í samfélag heilagr- ar þrenningar dugði ekkert minna en þriggja rétta „sit-down dinner“ fyrir 200 manns. Þegar ég hitti „Finn“ voru þau hjón- in á leið í þriggja vikna frí til Suður- Frakklands. Ég reyndi að halda spari- brosinu en fannst verst að hafa ekki á mér ælupokann úr sætisvasa flugvélar- innar. Mér varð hugsað til annarra kunn- ingjahjóna, launafólks, sem ég veit að eiga í erfiðleikum með að greiða sínar skuldir, sem ekki eru einhverjar fjár- málafyllerísskuldir eins og „Finns,“ heldur einfaldlega húsnæðisskuldir sem þau, eins og þúsundir annarra Ís- lendinga, munu aldrei losna við vegna geðsjúkrar peningastefnu íslenskra stjórnvalda, sama hve þau leggja hart að sér. „Ísland er mjög alkóhólískt þjóðfélag“ Fyrir tveimur árum skrifaði ég grein fyrir tímarit SÁÁ um meðvirkni: Ísland er „mjög alkóhólískt þjóðfélag – í raun erum við ein stór vanvirk fjölskylda... kannski ekki undarlegt þar sem alkó- hólismi er okkar þjóðarsjúkdómur... við [erum því] líka mjög meðvirkt sam- félag. Í starfi mínu sem blaðamaður, á erlendri grund að mestu, fannst mér þjóðarmeðvirkniseinkennin stund- um sláandi. Gagnrýni og skammir sem ég fékk fyrir að lýsa og gagnrýna – af hverju vildi ég tala svona „illa um Ís- land?“ – opinberlega á erlendum vett- vangi það sem gerst hafði á Íslandi minnti mig á sambærileg viðbrögð í vanvirku fjölskyldunni.“ Í dysfúnksjónal eða vanvirkum fjöl- skyldum þjást fjölskyldumeðlimir af hræðslu, reiði, særindum og skömm vegna hegðunar (algengast alkóhól- ismi/lyfjafíkn, spila/fjárhættufíkn) eins eða fleiri fjölskyldumeðlima ... og inn- an fjölskyldunnar er mikilli orku varið – eins og sagt er, „alkóhólismi er ekki áhorfendasport; öll fjölskyldan fær að vera með“ – í að leysa úr og leyna flækj- unum sem hegðunin skapar, sem og auðvitað hegðuninni sjálfri. Svarti sauður þjóðarfjölskyldunnar Mér finnst samlíkingin enn eiga vel við. Foreldrar „bjarga“ fullorðnu af- kvæmi sínu, sem á við, segjum áfeng- isvandamál eða fjárfíkn að stríða, með að þrífa upp eftir það – hringja með afsakanir í vinnuveitendur, víla og díla við lögreglu og lánardrottna, borga skuldir alkóhólistans og sjá honum fyrir fé, sem að sjálfsögðu fer í meira áfengi og önnur föng nauðsyn- leg til viðhalds vandamálsins. Hreini skjöldurinn, fægður af foreldrunum, er notaður til áframhaldandi misferla – fyllería eða og fjársvika. Við sjáum þessa hegðun alls stað- ar í íslensku þjóðfélagi. Það er varla sá fréttatími sem ekki greinir frá ein- hverjum rettirófum eins og „Finni“, sem skilja eftir sig sviðna jörð og tærð tún. Og eftir uppskrift vanvirku fjöl- skyldunnar er áfram hlúð að svarta sauð þjóðarinnar, fjármálafíklum forréttindastéttarinnar, sem lifa í vel- sældum meðan almenningur berst í bönkum, bókstaflega. Öll aðföng fara í björgunarað- gerðir Þjóðfélagið, rétt eins og vanvirka fjölskyldan, logar í illdeilum vegna hegðunar fíkilsins og vandamálanna sem hann og hans vandamál skapa. Heilbrigð markmið og áform fyrir fjölskylduna eru vonlaus því öll orka fer í viðbrögð við vandamálunum; öll athygli og aðföng fara í björgunarað- gerðir fyrir fíkilinn meðan hin börnin, þau heilbrigðu (eða sem höfðu alla burði til heilbrigðis), eru vanrækt. Verst er að þetta baneitraða fjöl- skyldumunstur fær sjálfstæða til- veru sem erfist milli kynslóða. Fjölskyldumeðlimirnir endurtaka hegðunina í eigin fjölskyldum og samböndum – og stofnunum þjóðfé- lagsins. Nú mun eitthvað breytast! Fjölskyldumeðlimirnir hugsa með sér, þegar einhverjum hræðileg- um botni er náð – eins og íslenska bankahrunið – að nú muni „eitt- hvað“ gerast og breytast, að nú muni fíkillinn hætta, foreldrarnir sjá að sér og hætta að fjármagna hegðun- ina. En sjaldnast er raunin sú, eins og Íslendingar vita. Áratugalangri afneitun og meðvirkni verður ekki breytt yfir nótt án utanaðkomandi inngrips og jafnvel þó til slíkrar að- stoðar komi er hjálpin sem þar býðst oft notuð – ekki til þess að hefja nýtt, heilbrigt líf – heldur til þess einung- is að slökkva stærstu eldana eftir fík- ilinn og viðhalda hegðunarmunstr- inu. Heilbrigðu börnin, sem eru orðin langþreytt og þjáð, hugsa sem svo, jæja, best að leyfa þeim bara að fá skellinn á Botninum. En eins og reynslan sýnir virðist ekki skipta máli hve djúpur og hrjúfur botninn er. Og biðin eftir Botninum getur verið afar löng. Oft er eini botninn sex fetum undir torfu. Íslenska alkafjölskyldan Spurningin „Ég fékk mér ávaxta frappuccino.“ Lóa Björk Björnsdóttir 19 ára nemi „Ég lagði mig nú bara.“ Harpa Hilmarsdóttir 19 ára vinnur við aðhlynningu á dvalarheimili aldraðra „Labbaði um í bænum.“ Thelma Haraldsdóttir 18 ára nemi „Ég fékk mér börger á Búllunni.“ Eysteinn Eyvindsson 18 ára nemi „Ég var að vinna í allan dag á hátíðarkaupi.“ Alfreð Jóhann Eiríksson, 18 ára tónlistarmaður Hvað gerðir þú á 17. júní? 1 Guðbergur um Gillz: „Meyj-arhaftavörn sem kallast femínismi“ Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson bloggaði um lyktir máls Egils Einarssonar. 2 Slys á Bíladögum: „Forvitni á ekki heima í svona óheppni“ Kynnir á Bíladögum á Akureyri bað áhorfendur um að standa ekki yfir þeim slösuðu eftir að bíl var ekið í áhorfendahóp. 3 Ruddust inn á heimili og réðust á húsráðanda Þrír menn ruddust inn á heimili á Akur- eyri og gengu í skrokk á húsráðanda. 4 „Er Guðbergur ekki bara orðinn elliær?“ María Lilja Þrastardóttir spurði hvort Guðbergur Bergsson væri orðinn elliær vegna bloggs um Gillz-málið. 5 Kvensköpum skolaði á land Eftirlíkingu af æxlunarfærum kvenna skolaði á land í Reykjafirði. 6 Bjartmar: „Aldrei án hennar“ Söngvarinn Bjartmar Guðlaugsson er búinn að vera með konu sinni í 30 ár. 7 Lán til Páls ofmetin um 1.400 milljónir Lán til eignarhaldsfélaga í eigu athafnamannsins Páls Guðfinns Harðarsonar voru ofmetin um 1.400 milljónir. Mest lesið á DV.is 17. júní Líf og fjör í miðbænum á þjóðhátíðardaginn. MyNd: Eyþór ÁrNaSoNMyndin Kjallari Íris Erlingsdóttir Umræða 17Mánudagur 18. júní 2012 „Þjóðfélagið, rétt eins og vanvirka fjölskyldan, logar í illdeil- um vegna hegðunar fíkils- ins og vandamálanna sem hann og hans vandamál skapa. „Aldrei án hennar“ Bjartmar Guðlaugsson poppari um konu sína. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.