Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 12
Ný stjórnarskrá á næsta ári
n Jóhanna vongóð um stjórnarskrárbreytingarnar
J
óhanna Sigurðardóttir sagði í
hátíðarræðu sinni þann 17. júní
að jákvæðar breytingar hefðu átt
sér stað á Íslandi eftir hrunið.
„Á fáum árum hefur á Íslandi ver-
ið lagður grunnur að nýju og betra
samfélagi, þar sem ríkir mun meiri
fjárhagslegur jöfnuður, meira félags-
legt réttlæti og leikreglurnar eru heil-
brigðari en fyrir hrun,“ sagði hún og
benti á að böndum hefði verið kom-
ið á hallarekstur ríkissjóðs, atvinnu-
lausum hefði fækkað, skuldir heimila
lækkað og kaupmáttur launa vaxið
jafnt og þétt. „Þegar litið er til auk-
ins jöfnuðar höfum við satt að segja
náð mun lengra en mig dreymdi um
þegar ég stóð hér fyrir þremur árum.“
Jóhanna benti á að efnahags-
batinn væri talsvert meiri hér en
í flestum þeim löndum sem við
berum okkur saman við og sagði
leiðtoga annarra ríkja fylgjast með
þessum breytingum af áhuga. Jó-
hanna brýndi fyrir þingmönn-
um að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að endurvinna traust
þjóðarinnar. Jafnframt sagði Jó-
hanna mikilvægt að frumvarp
um veiðigjald yrði samþykkt á Al-
þingi og gerði tillögurnar að nýrri
stjórnarskrá að umtalsefni. Hún
telur að ef allt gangi að óskum geti
ný stjórnarskrá tekið gildi þegar á
næsta ári, jafnvel á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní árið 2013.
Óvissa með
hina kæruna
R
íkissaksóknari hefur fellt
niður mál gegn Agli „Gillz“
Einarssyni og unnustu
hans Guðríði Jónsdóttur,
en þau voru bæði kærð fyr-
ir að nauðga átján ára stúlku í nóv-
ember. Eftir rannsókn lögreglu var
málið sent til ríkissaksóknara um
miðjan janúar sem sendi það svo
aftur til lögreglu til frekari rann-
sóknar. Í millitíðinni kærði önn-
ur kona Egil fyrir nauðgun sem
sögð var hafa átt sér stað fyrir átta
árum. Málið vakti mikla athygli, en
Egill hefur alltaf neitað sök. Þegar
DV leitaði eftir upplýsingum hjá
lögmanni Egils, Brynjari Níelssyni
hæstaréttarlögmanni, um seinna
málið kvaðst hann ekki geta gef-
ið upplýsingar um málið þar sem
hann byggi ekki yfir þeim og væri
staddur erlendis.
„Einhver vitleysa“
Stúlkan sakar Egil um að hafa brot-
ið gegn sér kynferðislega þegar
hún var aðeins fimmtán ára, sam-
kvæmt heimildum DV. Það mál var
rannsakað óháð fyrri kæru. Það
var einnig sent til ríkissaksóknara.
„Málið sem snéri að þeim báð-
um hefur allavega verið fellt niður,“
sagði Brynjar. „Ég veit ekki um hitt
nei. Það gæti verið komið eitthvað
til mín á skrifstofuna sem ég veit
ekki um,“ segir hann. „Hitt málið var
náttúrulega einhver vitleysa, algjör
svo ég hef nú ekki miklar áhyggj-
ur af því,“ sagði Brynjar á laugardag
en hann var þá staddur í útlöndum.
„En ég veit ekki hvort það sé búið að
fella það niður,“ segir Brynjar.
Fellt niður á föstudag
Egill og unnusta hans fengu upp-
lýsingar um niðurfellingu fyrra
málsins á föstudag. Í samtali við
DV sagði Brynjar að ekki væri búið
að taka ákvörðun um framhald
málsins af hendi Egils og hennar
eða hvort kæra ætti stúlkuna fyrir
rangar sakargiftir. „Ég kem heim
eftir helgi og þá förum við bara yfir
málið, hvort það verður óskað eft-
ir einhverjum frekari upplýsingum
í kringum þetta, eða þá að menn
láti bara gott heita og haldi áfram
með líf sitt, ef menn geta það,“ sagði
Brynjar. Brynjar segir málið og fjöl-
miðlaumfjöllun um það hafa skað-
að Egil mjög mikið, það sé þó ekki
helsta áhyggjuefnið. „Svona um-
fjöllun fylgir bara fólki sem er áber-
andi í samfélaginu og það er lítið
við því að gera. Það er ekki það sem
hann hefur áhyggjur af – heldur
hefur hann áhyggjur af því hvern-
ig kæran er tilkomin,“ segir Brynjar.
Ákvörðun tekin á næstu
dögum
Aðspurður um frekari skýringar
á þessum ummælum segir hann:
„Bara hvernig þetta mál gat farið
í þennan farveg og tekið svona
langan tíma, mál sem honum finnst
tóm þvæla frá upphafi. Það er ekki
það sem veldur honum áhyggjum,
heldur hvernig þetta fór af stað,
hvað gerðist í kjölfarið og hann
vill kannski fá að vita hvernig það
gat gerst að þetta tók svona langan
tíma, mál sem var ekki neitt neitt
í hans huga.“ Það liðu tæpir átta
mánuðir frá kæru að lyktum máls-
ins. Kynferðisbrot eru almennt for-
gangsmál hjá rannsóknardeild lög-
reglunnar og var það gefið út frá
ríkissaksóknara að málið færi í for-
gang hjá honum einnig.
Reiknaði með að það yrði
ákært
Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður
stúlkunnar sem kærði Egil og Guð-
ríði fyrir nauðgun, sagði í samtali
við DV á sunnudag að hann hefði
reiknað með að reynt yrði á málið
fyrir dómi. „Auðvitað hafði maður
kannski reiknað með að það yrði
ákært,“ sagði hann. Saksóknari,
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, hefur
ekki viljað tjá sig um mál Egils við
fjölmiðla.
Guðjón segir að stúlkan sem
kærði vilji ekki tjá sig um málið.
Óskar Agli alls hins besta
Eftir að kæran var lögð fram
á hendur Agli Einarssyni setti
fjölmiðlafyrir tækið 365 Egil út í
kuldann. Hann var látinn hætta
í útvarpsþáttunum FM95BLÖ á
FM957 og fyrirtækið ákvað að sýna
ekki sjónvarpsþættina Lífsleikni
Gillz á Stöð 2 eins og til stóð á með-
an málið færi sína leið í kerfinu. Að-
spurður hvort Egill ætti afturkvæmt
á skjáinn hjá Stöð 2 segist Ari Ed-
wald, forstjóri 365, ekki hafa neitt
svar við því á þessari stundu. „Það
er bara ómögulegt að segja,“ seg-
ir Ari og bætir því við að hann óski
Agli bara alls hins besta.“
Ekki náðist í Egil sjálfan við
vinnslu fréttarinnar þátt fyrir marg-
ítrekaðar tilraunir.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
Fellt niður Egill og Brynjar funda í vikunni til að taka ákvörðun um næstu skref Egils í
málinu.
n Lögmaður stúlkunnar sem kærði nauðgun hélt að Egill yrði ákærður „En ég
veit ekki
hvort það sé
búið að fella
það niður
Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðar-
dóttir fagnaði auknum jöfnuði í hátíðar-
ræðu sinni þann 17. júní.
Laun forstjóra Landsnets
Í samræmi
við úrskurð
kjararáðs
Þau mistök urðu við vinnslu
fréttar um launakjör Þórðar
Guðmundssonar, forstjóra
Landsnets, í helgarblaði DV að
sagt var að ekki hefði náðst í
Geir A. Gunnlaugsson stjórnar-
formann. Það er rangt. Hið rétta
er að eftir að blaðamaður hafði
skrifað fréttina náði hann
sambandi við Geir og uppfærði
fréttina. Röng útgáfa af fréttinni
birtist hins vegar í blaðinu. Geir
er beðinn velvirðingar á þessum
mistökum.
„Eins og kunnugt er þá beitti
ríkisstjórnin sér snemma árs
2009 fyrir samþykkt laga sem
meðal annars kváðu á um að
laun forstjóra ríkisfyrirtækja og
stofnana mættu ekki vera hærri
en laun forsætisráðherra. Í
framhaldi af samþykkt laganna
kvað kjararáð upp úrskurð um
mitt ár 2009 þar sem kveðið var
á um verulega lækkun launa
forstjóra ríkisfyrirtækja. Laun
forstjóra Landsnets voru þá
lækkuð í samræmi við úr-
skurðinn,“ segir Geir.
„Síðar kom í ljós að flest
ríkisfyrirtæki og ríkisstofnanir
túlkuðu úrskurðinn svo að hér
væri um að ræða uppsögn
launaliðs ráðningarsamninga
viðkomandi og kæmi því ekki til
framkvæmda fyrr en í lok
uppsagnarfrests viðkomandi,
sem í flestum tilvikum var 12
mánuðir. Með hliðsjón af
framangreindu þá ákvað stjórn
Landsnets snemma árs 2011 að
framkvæmd launalækkunarinn-
ar hjá fyrirtækinu skyldi vera
eins og almennt hafði verið
framkvæmt hjá öðrum ríkisfyrir-
tækjum. Í samræmi við það var
forstjóranum greidd leiðrétting
á launum sem svaraði til
mismunarins á fyrri launum og
þeim launum sem úrskurður
kjararáðs kvað á um fyrir 12
mánaða tímabil. Hér er því ekki
um að ræða að tekjuskerðing
forstjóra hafi gengið til baka að
stóru leyti eins og fram kemur í
frétt DV heldur hefur hún verið
framkvæmd í fullu samræmi við
eðlilega túlkun á ráðningar-
samningi hans. Staðreynd
málsins er sú að forstjóri
Landsnets hefur eins og aðrir
forstjórar ríkisfyrirtækja orðið
fyrir verulegri kjaraskerðingu
vegna umræddra laga og laun
og kjör hans eru í fullu samræmi
við úrskurð kjararáðs. Hann
hefur ekki fengið 6 milljóna
launauppbót né kjaraskerðing
hans gengið til baka. Laun hans
og hlunnindi sem eru um 1,3
milljónir króna á mánuði geta
heldur á engan hátt flokkast
undir ofurlaun eins og gefið er
til kynna á forsíðu DV.“
12 Fréttir 18. júní 2012 Mánudagur