Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 18. júní 2012 Mánudagur Úrslit ÚRSLIT EM Danmörk - Þýskaland 1-2 0-1- (Podolski 19.), 1-1 (Krohn-Delhli 24.), 1-2 (Bender 80.) Portúgal - Holland x-x 1-0 (vaan der Vaart 11.), 1-1 (Ronaldo 28.), 1-2 (Ronaldo 74.) Tékkland - Pólland 1-0 1–0 Jiracek (72.) Grikkland - Rússland 1-0 1–0 Karagounis (45.) Svíþjóð - England 2-3 0–1 Carroll (23.), 1-–1 Mellberg (49.), 2–1 Mellberg (59.), 2–2 Walcott (64.), 2–3 Welbeck (78.) Úkraína - Frakkland 0-2 0–1 Menez (53.), 0–2 Cabaye (56.) A riðill 1. Rússland 2 1 1 0 5:2 4 2. Tékkland 2 1 0 1 3:5 3 3. Pólland 2 0 2 0 2:2 2 4. Grikkland 2 0 1 1 2:3 1 B riðill 1. Þýskaland 2 2 0 0 3:1 6 2. Portúgal 2 1 0 1 3:3 3 3. Danmörk 2 1 0 1 3:3 3 4. Holland 2 0 0 2 1:3 0 C riðill 1. Spánn 2 1 1 0 5:1 4 2. Króatía 2 1 1 0 4:2 4 3. Ítalía 2 0 2 0 2:2 2 4. Írland 2 0 0 2 1:7 0 D riðill 1. Frakkland 2 1 1 0 3:1 4 2. England 2 1 1 0 4:3 4 3. Úkraína 2 1 0 1 2:3 3 4. Svíþjóð 2 0 0 2 3:5 0 M argt má segja um hinn eitilharða Roy Keane, fyrr- verandi leikmann Manchester United og írska landsliðsins, en seint verður sagt að hann tali undir rós. Karlinn hefur nú vakið miklar deilur í heimalandi sínu fyrir að skamma leikmenn írska landsliðsins blygðunarlaust fyrir hörmulega frammistöðu á EM hingað til. Lét Keane þau orð falla að Írland væri eina landsliðið í Evrópukeppninni sem væri þar meira og minna upp á punt. Keane lét ekki þar við sitja heldur lét stuðnings- menn Íra heyra það líka. Hvar er neistinn? Ekki þarf að efa að margir sem fylgst hafa með leikjum Íra hingað til í keppninni geta tekið undir gagnrýni Keane en liðið er þegar úr leik þó einn leik- ur sé enn eftir í C-riðli. 3–1 tap gegn Króatíu í fyrsta leik og 4–0 tap gegn Spánverjum er niður- staða í leikjum Íra hingað til og í dag mætir liðið Ítölum og óhætt að segja afar langsótt að Írar sæki þangað stig með fyrri frammistöðu þeirra í huga. Írar hafa fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sín- um og í þeim báðum var liðið komið 2–0 undir eftir fáeinar mínútur. Þessi slaka frammi- staða þykir enn merkilegri fyrir þá sök að fyrir Evrópukeppnina hafði Írland ekki tapað síðustu fjórtán landsleikjum sínum. Til sanns vegar má senni- lega færa það sem Keane segir að ólíkt Írum á öðrum stórmót- um sem landsliðið hefur kom- ist á undanfarin ár þá virðist allt hjarta vanta í liðið. Neista og eða leikgleði meðal írsku landsliðs- mannanna væri hvergi að sjá í leikjum liðsins hingað til. „Leik- menn á borð við Robbie Keane, Shay Given, Richard Dunne, John O´Shea og Damien Duff er valdir í landsliðið ár eftir ár sök- um þess að þeir þykja hafa getið sér gott orð. En gott orð fyrir hvað? Þeir hafa ekki unnið neitt um tíu ára skeið.“ Ítrekaði Roy Keane að gagn- rýni sín væri til að byggja upp en ekki rífa niður því augljóst væri að eitthvað þyrfti að gera. Endurnýjun þyrfti að eiga sér stað. Ítrekaði hann að hann skyldi og mæta og standa fyr- ir máli sínu gagnvart hverjum þeim landsliðsmanni sem ekki væri sér sammála. Súr sannleikur Sannleikanum er fólk yfirleitt sárreiðast og kannski er það ástæða þess að bæði leikmenn og þjálfari írska landsliðsins hafa tekið gagnrýni Keane afar óstinnt upp. Þjálfarinn, hinn ítalski Trappatoni, lét hafa eft- ir sér að Keane ætti nú bara að hugsa um sinn eigin þjálf- araferil og láta óuppbyggilega gagnrýni eiga sig. Þó viður- kenndi Ítalinn í öðru viðtali eftir tapið gegn Spánverjum að leik- ur sinna manna á mótinu hefði sannarlega komið sér á óvart. Leikmenn hafa að mestu látið gagnrýni Keane sem vind um eyru þjóta. Fyrrverandi þjálfari írska landsliðsins, Mick McCarthy, segist viss í sinni sök að Írar muni reka af sér slyðru- orðið í lokaleik sínum gegn Ítal- íu. Þar hafi leikmennirnir ekkert að spila fyrir annað en stoltið. Í ruglinu Roy Keane lét ekki nægja að senda þjálfara og leikmönn- um tóninn heldur lét stuðn- ingsmenn liðsins í Póllandi heyra það líka. Sagði hann aumkunarvert að írskir stuðn- ingsmenn héldu áfram gleði- söngvum sínum jafnvel löngu eftir að leikjum lyki enda væri engu að fagna eða gleðjast yfir. Þvert á móti gætu lands- liðsmennirnir fengið á tilf- inninguna að ef stuðnings- mennirnir væru svona sáttir þrátt fyrir tapleik þyrfti litlar áhyggjur að hafa. n Hörð gagnrýni Roy Keane fer fyrir brjóstið á Írum n Trappatoni svarar Lætur menn heyra það Roy Keane er ekkert að hlífa löndum sínum í írska landsliðinu. Þvert á móti húðskammar hann þá fyrir að sýna engan neista í leikjum sínum á Evrópumótinu Írar bara á EM upp á punt Hörmulegir Er þetta lélegasta landsliðið á Evrópumótinu í knattspyrnu þetta árið? 3–0 sigur á Ungverjalandi Glæsilegur sigur stelpn- anna okkar Þriggja marka sigur íslenska kvennalands- liðsins á Ungverjalandi, í undankeppni Evrópu- meistaramótsins 2013, í gær var einkar glæsilegur Margrét Lára Viðars- dóttir skoraði fyrsta mark Íslands á sjöundu mín- útu og fyrir leikhlé skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir annað mark íslensku kvennanna. Þá gerði Sandra María Jessen mark eftir hálfleik. Svo skemmtilega vildi til að þetta var fyrsta mark Söndru, en einnig fyrsta snerting hennar í A-lands- leik. Tvö mörk voru dæmd af í leiknum, eitt af Ungverj- um og annað af íslensku konunum. Íslenska liðið á þrjá leiki eftir í riðlinum. Þær kljást við Búlgaríu, Norður-Ír- land og Noreg. Vinni Ís- land riðilinn fer það beint í lokakeppni EM en ef liðið lendir í öðru sæti tekur það þátt í umspili. Albert Eyþórsson albert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.