Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 18. júní 2012 Mánudagur n Karl segir sér hafa verið hafnað um skólavist vegna aldurs synjað um skólagöngu M aður fær bara á tilfinn- inguna að maður sé al- gjör aumingi, af því að ég er 31 árs og lesblindur þá er bara ómögulegt að komast inn,“ segir Karl Olsen. Hann segir farir sínar ekki sléttar við Fjöl- brautaskólann við Ármúla þar sem hann hafi sótt um að hefja nám í haust. Hló nánast að mér Karl sótti um á nuddbraut en til vara á almennri braut að ráðum náms- ráðgjafa. Hann er ekki með stúd- entspróf. „Konan mín hringdi niður eftir og fékk að tala við námsráðgjafa sem sagði mér að sækja um á netinu. Það var eitthvað vesen þannig að ég fór niður í skóla. Þar talaði ég við að- stoðarskólastjórann og fékk að vita að það væri nánast tilgangslaust fyrir mig að sækja um af því ég væri 31 árs og lesblindur. Það væru engar líkur á því að ég kæmist inn. Hann nánast hló að mér,“ segir Karl sem ákvað þrátt fyrir það að freista þess að sækja um. Lengi langað í skóla Hann segist hafa viljað skrá sig í nám til þess að geta vænkað hag sinn og fjölskyldu sinnar en hann og eiginkona hans eiga samtals fjögur börn. „Ég vinn hjá borginni í þjónustu fyrir fatlaða og það er ekki vel borgað. Ég var búinn að ræða við yfirmann minn um að ég gæti verið í skólanum og unnið með. Mig hef- ur lengi langað til að læra eitthvað en út af lesblindunni þá hef ég ekki þorað að kýla almennilega á það fyrr en núna. Svo fær maður svona neitun og þetta er bara högg í and- litið,“ segir hann en synjunarbréfið barst honum fyrir helgi. „Mig lang- aði bara að fara í skóla og klára eitt- hvað þannig að ég gæti aflað meira fjár og ég gæti gert meira fyrir mig og fjölskyldu mína.“ Útilokað að komast inn núna Ólafur H. Sigurjónsson, aðstoðar- skólastjóri Fjölbrautaskólans við Ár- múla og sá sem Karl segir að hafi nánast hlegið að sér, kannast ekki við tiltekið atvik. „Ég kannast nú ekki við þessa lýsingu og þetta mál,“ seg- ir hann. Ólafur segir metaðsókn hafa verið í skólann í ár. „Hún hefur aldrei verið meiri,“ segir hann. Þeir nem- endur sem koma beint úr 10. bekk grunnskólans ganga fyrir. „Síðan allir sem eru undir 18 ára, þar á eft- ir allir undir 25 ára og svo þeir sem eru yfir 25 ára eru aftastir í röðinni,“ segir hann og því ljóst að Karl fell- ur í þann hóp. Samkvæmt upplýs- ingum frá Ólafi sóttu 70 manns um að komast inn á nuddbraut við skól- ann en aðeins 15 fengu inngöngu. „Meirihluti þeirra sem eru að sækja um á nuddbraut er stúdentar eða fólk með BA-próf,“ segir hann og því ljóst að ekki hafi verið miklar líkur á að Karl kæmist inn á nuddbrautina. „Það er útilokað já, eins og er núna,“ segir Ólafur. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ármúli Aðstoðarskólameistari segir ekki óeðlilegt að Karl hafi ekki komist inn vegna þess að það sé tekið inn eftir aldri. Þeir sem yngri eru hafi forgang. Sár Karl segist hafa viljað skrá sig í skóla til að vænka hag fjölskyldu sinnar. Hann fékk neitun og er ósáttur. Hópslagsmál og húsbrot n Erill hjá lögreglunni á Akureyri á Bíladögum Þ rír menn ruddust inn á heim- ili á Akureyri og gengu í skrokk á húsráðanda á laugardags- kvöld. Í tilkynningu frá lög- reglunni á Akureyri segir að málið tengist deilum milli húsráðanda og árásarmanna. Húsráðandi slapp með minniháttar meiðsl. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri um helgina en þar voru haldnir Bíladagar. Segir í tilkynningu frá lögreglunni að mikið hafi verið um að vera í bæn- um og margir úti að skemmta sér. Þurfti lögregla því aðallega að sinna verkefnum tengdum skemmtanalíf- inu. Voru fimm fluttir á slysadeild af lögreglu eftir að hafa lent í slagsmál- um í miðbænum. Einn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild eftir líkamsárás. Einnig barst tilkynning um nokkur hópslagsmál í miðbænum eftir að skemmtistöðum bæjarins var lokað en mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan staðina eftir lokun. Nokkrar tilkynningar og afskipti af aðfinnsluverðu aksturslagi öku- manna komu upp en aðallega var um að ræða menn sem voru að spóla í hr- ingi með tilheyrandi hávaða og látum. Tveir aðilar voru teknir fyrir ölvun við akstur en annar þeirra ók á staur í miðbænum og utan í bifreið. Þá voru tveir handteknir eftir að hafa sparkað í og skemmt bifreið á bif- reiðastæði í miðbænum. Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur innanbæjar á Akur- eyri en annar þeirra var á mótorhjóli og mældist á 93 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 50. astasigrun@dv.is Mikið um að vera Lögregla sinnti verkefnum tengdum skemmtanalífinu. Kvensköpum skolaði á land Feðgunum Grétari Erni og Daða Snæ varð ekki um sel þegar þeir rákust á afar sérkennilegan hlut í fjöruferð á Reykjafirði um helgina. Daði Snær ætlaði að handleika hlutinn en faðirinn bannaði hon- um það, enda var honum ljóst að hér var enginn venjulegur hlutur á ferð, heldur eins konar eftirlík- ing af kvensköpum. Grétar seg- ist enga hugmynd um það hafa hvers vegna þessi hlutur endaði í fjörunni. „Það er margt sem end- ar í fjörunni án frekari skýringa og verður ímyndunaraflið oft að ráða.“ Vefurinn vestur.is greindi frá. Forseti og stríð Stefán Pálsson, formaður Sam- taka hernaðarandstæðinga, skrif- aði opið bréf til forseta Íslands á bloggsíðu sína um helgina. Þar víkur hann að ummælum Ólafs Ragnars um að forsetinn eigi að reka sjálfstæða utanríkisstefnu og spyr hvers vegna Ólafur, með sína sjálfstæðu utanríkisstefnu, hafi aldrei beitt sér gegn stuðningi Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás- grímssonar við Íraksstríðið. Tveir forsetaframbjóðendur skilja eftir athugasemdir við grein Stefáns. Hannes Bjarnason segist telja að forsetinn hefði átt að bregðast við stuðningsyfirlýsingu Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar með einhverjum hætti og Andr- ea Jóhanna Ólafsdóttir skrifar að forsetinn hefði einfaldlega getað veitt þessum ráðherrum lausn ef sterk krafa hefði komið frá fólkinu um það. Reginn á markað Hlutafé í fasteignafélaginu Reg- in verður boðið út í Kauphöll Ís- lands í dag, mánudag. Regin er fasteignafélag í eigu Landsbank- ans og stefnt er að því fá allt að 11,6 milljarða króna fyrir hlutaféð. Reginn á meðal annars verslun- armiðstöðina Smáralind, íþrótta- og afþreyingarhúsið Egilshöllina í Grafarvogi og JL-húsið. Þá á félag- ið nýlegt háhýsi á Bíldshöfða 9 og fasteign á Suðurlandsbraut 14 þar sem Íslandsbanki er meðal annars til húsa. Á síðustu þremur árum hefur félagið selt margar eign- ir sínar en stærstu eignirnar hef- ur verið erfitt að selja. Erfiðleikar hafa verið í rekstri bæði Egilshall- ar og Smáralindar undanfarin ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.