Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 13
„Svo sem lýst er í héraðsdómi eiga ummælin rót sína að rekja til erja sem átt hafa sér stað undanfarin ár milli nágranna við Aratún 34 og Aratún 36 í Garðabæ, en stefnda er búsett í fyrrgreinda húsinu. Samkvæmt gögnum málsins hefur verið töluvert fjallað um deilur þessar á netinu og í fjölmiðlum. Um- mælin lúta einkum að ámælisverðri hegðan stefndu og eigin- manns hennar, annars vegar gagnvart núverandi nágrönnum sínum og hins vegar fyrrum nágrönnum þeirra á árum áður. Þá varða sum ummælanna ætlaða háttsemi stefndu, eiginmanns hennar og sonar þeirra gagnvart öryggisverði í verslun 11. apr- íl 2009. Með héraðsdómi voru 13 af þessum ummælum dæmd ómerk, en þau eru greind í þremur kröfuliðum eftir því hvenær þau birtust í dagblaðinu. Ummæli í grein 17. september 2010: A 1. „Margdæmd Aratúnshjón.“ B 1. „... og kona hans Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sem búsett eru í Aratúni í Garðabæ og sökuð hafa verið um gróft ofbeldi gegn nágrönnum sínum, voru árin 1978 og 1987 dæmd fyrir líkamsárásir.“ C 1. „Hjónin eru með nokkurn feril ákærumála á bakinu.“ D 1. „Fyrr í sumar voru Sigurður, Margrét og börn þeirra sökuð um að hafa ráðist á Brynju Arnardóttur Scheving, mann hennar Karl Jóhann Guðsteinsson og ungabarn þeirra við heimili þeirra í Aratúni.“ F 1. „Auk þessarar árásar kærði konan þau hjón fyrir að hafa hellt lími yfir bifreið hennar.“ G 1. „Tildrög málsins voru þau að hjónin sátu fyrir konunni og kipptu henni inn í íbúð sína og fóru með inn í baðherbergi þar sem þau köstuðu henni ofan í baðker, sprautuðu köldu vatni á hana, börðu og misþyrmdu kynferðislega.“ I 1. „Hjónin eru með nokkurn feril kæru- og dóms- mála á bakinu en í dómsskjölum sem DV hefur undir hönd- um kemur fram að 5. maí 1978 hafi þau bæði greitt sektir fyrir að ganga í skrokk á manni á Klúbbnum 28. ágúst árið 1977.“ L 1. „Samkvæmt öruggum heimildum DV liggur nú inni kæra hjá ríkissaksóknara vegna ásakana um árás þeirra hjóna og sonar þeirra á öryggisvörð í Fjarðarkaupum ...“ M 1. „Í kjölfarið hófst atburðarás sem leiddi til þess að hann kærði þau til lögreglu fyrir grófa líkamsárás.“ Ummæli í grein 20. september 2010: A 2. „Eins og fram kom í helgarblaði DV eiga Aratúnshjón- in, Sigurður Stefánsson og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sér sögu ofbeldisverka og ofsókna.“ Ummæli í grein 24. september 2010: A 3. „... eftir að hafa í tvígang orðið fyrir aðkasti og ofbeldi af hálfu Aratúnshjónanna svokölluðu, þeirra Sigurðar Stefáns- sonar og konu hans Margrétar Lilju Guðmundsdóttur.“ B 3. „Hjónin eru með nokkurn feril ákærumála á bakinu ...“ C 3. „Aratúnshjónin ... eiga sér langa sögu ákærumála ...“ Með vísan til forsendna héraðsdóms verður fallist á niður- stöðu hans um ómerkingu ummæla í stafliðum A 1, B 1, C 1, D 1, I 1, A 2, A 3, B 3 og C 3. Ummælin í liðum F 1 og G 1 eru tekin úr grein er birtist í dagblaðinu Tímanum á árinu 1987. Fram er komið að þegar áfrýjandi ritaði grein sína 17. september 2010 hafði hann und- ir höndum dóm sakadóms Reykjavíkur frá árinu 1989 og var niðurstaða dómsins ekki í samræmi við ummælin. Samkvæmt því gat áfrýjandi ekki verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra ummæla sem hann birti í grein sinni um málefnið. Verður því staðfest niðurstaða héraðsdóms um ómerkingu þeirra. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 10. maí 2011 var eig- inmaður stefndu dæmdur í 45 daga fangelsi og sonur hennar í 30 daga fangelsi fyrir líkamsárás 11. apríl 2009 samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var refsing þeirra bundin almennu skilorði. Samkvæmt dóminum voru málsatvik þau að öryggisvörður í Fjarðarkaupum hugðist hafa tal af stefndu vegna þess að hann taldi hana hafa tekið vörur úr versluninni ófrjálsri hendi. Skipti þá engum togum að eigin- maður stefndu og sonur réðust á öryggisvörðinn, jafnframt því sem sá fyrrnefndi réðist gegn öðrum manni er hugðist koma öryggisverðinum til hjálpar. Umþrætt ummæli í liðum L 1 og M 1 lúta að fullyrðingu áfrýjanda um að öryggisvörðurinn hafi kært stefndu til lögreglu fyrir aðild að líkamsárásinni. Stefnda var hvorki yfirheyrð sem grunuð hjá lögreglu né ákærð vegna þessa. Við meðferð málsins í héraði var bókað í þingbók að af hálfu stefndu væri ekki vefengt að í umræddri blaðagrein áfrýjanda væri rétt haft eftir öryggisverðinum um efni kæru hans. Þá lýsti lögmaður stefndu því jafnframt yfir fyrir Hæsta- rétti að ekki væri andmælt staðhæfingu áfrýjanda um að ör- yggisvörðurinn hafi kært stefndu til lögreglu fyrir líkamsárás. Samkvæmt þessu og að virtum aðdraganda áðurnefnds saka- máls verður áfrýjandi sýknaður af kröfu stefndu um ómerk- ingu ummæla í liðum L 1 og M 1. Fallist er á kröfu stefndu um birtingu forsendna og niður- stöðu þessa dóms. Skal sú birting vera í síðasta lagi í öðru tölu- blaði DV sem kemur út eftir uppsögu dómsins, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 57/1956, sem var í gildi er umræddar greinar birtu- st í blaðinu. Framangreind ummæli sem ómerkt verða eru til þess fallin að valda þeim miska sem fyrir þeim verður, sbr. b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Verða miskabætur ákveðn- ar 300.000 krónur með dráttarvöxtum eins og í dómsorði greinir. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Framangreind ummæli í kröfuliðum A 1, B 1, C 1, D 1, F 1, G 1, I 1, A 2, A 3, B 3 og C 3 skulu vera ómerk. Birta skal forsendur og niðurstöður þessa dóms í síðasta lagi í öðru tölublaði DV, sem út kemur eftir uppsögu dómsins. Áfrýjandi, Jón Bjarki Magnússon, greiði stefndu, Margréti Lilju Guðmundsdóttur, 300.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð- tryggingu frá 28. nóvember 2010 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefndu samtals 800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.“ Að beiðni Hæstaréttar Blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, ljóðskáld og smali, var dæmdur fyrir meiðyrði í Hæstarétti Íslands í svokölluðu Aratúnsmáli á fimmtudaginn í síðustu viku. Í dómi Hæstaréttar var meðal annars kveðið á um að forsendur og niðurstöður dómsins skyldu birtar í DV. Þessi hluti dómsins er birtur hér að neðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.