Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 18. júní 2012 Kynlíf selur n Kynferðislegum auglýsingum fjölgar með árunum K ynlíf selur. Um það eru aug- lýsendur sannfærðir. Sam- kvæmt nýlegri rannsókn, við háskólann í Georgíu, hefur notkun á kynlífi í tímaritsauglýsing- um aukist á síðustu þrjátíu árum. „Auglýsendur nota kynlíf af því að það virkar,“ segir Tom Reichert, pró- fessor við UGA Grady-háskólann í blaðamennsku og almannatengslum en Reichert er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. „Kynlíf selur af því að það dregur að sér athyglina. Fólk tekur eftir auglýsingum sem inni- halda kynferðislegt efni og lætur oft telja sig á að kaupa vöruna. Sumir karlmenn trúa því virkilega að Axe- líkamsspreiið geri konur brjálað- ar í sig,“ úrskýrir Reichert sem segir ímynd ýmissa vörutegunda mótaða með auglýsingum. „Calvin Klein og Victoria‘s Secret eru í rauninni ekkert ólík Hanes og Vassarette en ímyndin er tengd kynþokka. Sumir neytendur vilja slíkt.“ Reichert og félagar skoðuðu heil- síðuauglýsingar í vinsælum tímarit- um á borð við Cosmopolitan, Red- book, Esquire, Playboy, Newsweek og Time frá árunum 1983, 1993 og 2003. Kynlíf var notað til að selja allt frá áfengi til bankaþjónustu og fór vaxandi í gegnum árin. Í 15 prósent auglýsinganna frá árinu 1983 var kynlíf notað en hlutfallið fór upp í 27 prósent árið 2003. Vísindamenn rannsóknarinnar flokkuðu auglýsingar sem kynferð- islegar eða ekki eftir því hvort fyrir- sæturnar voru klæddar eða ekki og eftir því hvernig samskiptum fyrir- sætanna var háttað. Samkvæmt Reichert notuðu áfengis-, skemmt- anaiðnaðar- og snyrtivöruauglýs- ingar helst kynlíf í auglýsingum sín- um á þessu þriggja áratuga tímabili. „Í niðurstöðunum kom í ljós að kyn- líf er oftast notað til að selja vörur sem vanalega eru keyptar án áhættu og af geðþótta. Kynlíf er hins vegar sjaldan notað þegar varan er fræði- leg.“ Af 18 vöruflokkum voru vörur tengdar heilsu og hreinlæti í 38 pró- sent tilvika, snyrtivörur í 36 prósent, lyf í 29 prósent, fatnaður í 27 prósent, ferðalög í 23 prósent og skemmtan- ir í 21 prósent tilfella. Þær vörur sem eru sjaldan eða aldrei auglýstar með kynlífi eru góðgerðasamtök og tölvu- fyrirtæki. Í 92 prósent auglýsinga sem auglýstu snyrtivörur og höfðu kynferðislega skírskotun voru fyrir- sæturnar kvenkyns. Í helmingi allra auglýsinganna voru engar fyrirsætur. 10 endur- vinnsluráð Skipulag er lykilatriði þegar kemur að endurvinnslu. 1 Finndu besta staðinn á heim-ilinu til að endurvinna. Flest af því sem við endurvinnum kemur úr eldhúsinu svo flestir velja þann stað. 2 Merktu fötur fyrir hvern flokk. 3 Fjárfestu í margnota innkaupapoka eða taktu plastpoka með þér í búðina. 4 Skoðaðu botninn á plastílátinu til að athuga hverslags plast er um að ræða. Veldu vörur sem eru endurvinnanlegar. 5 Notaðu ruslpóstinn sem gjafapappír. 6 Nýttu plássið með því að stafla hreinum þurrum fernum saman. 7 Safnaðu rafhlöðum í poka og kipptu með þér næst þegar þú heimsækir endurvinnslustöðina í þínu hverfi. 8 Komdu upp skipulagi á endurvinnsluna og láttu hvern fjölskyldumeðlim fá sitt hlutverk. 9 Skrifaðu reglurnar á blað og límdu innan á kústaskápinn til að einfalda málið á meðan fjölskyld- an kemst upp á lagið. 10 Mundu að það er í lagi að byrja smátt. Hvert einasta atriði telur. Smokkar með vanillubragði. Hárgreiðslustofa: Elskaðu það sem þú sérð. Wonderbra. Mikil vakning í endurvinnslu n Helgi Pálsson, hjá Gámaþjónustu Norðurlands ehf., segir betra að henda skyrdós en að sleppa skolun frá bændum á Eyjafjarðarsvæðinu í mörg ár enda sést það ekki lengur á girðingum líkt og vandamál er víða. Að mínu mati er þetta kerfi hér til mikillar fyrirmyndar og það sama á við þar sem endurvinnslutunnan er við heimilin í staðinn fyrir að vera með grenndarstöðvarnar. Það þykir mér líka góð lausn þótt hún sé að- eins kostnaðarmeiri vegna þess að þá þarf að flokka allt það efni.“ Aðspurður segist Helgi finna fyrir mikilli vakningu þegar kem- ur að endurvinnslu. „Eftir tíu ár sé ég fyrir mér að flokkunin eigi eft- ir að aukast enn meira. Vonandi verða komnar leiðir svo við getum endurnýtt þessi efni hér á landi. Ég held líka að urðunin komi alltaf til með að minnka auk þess sem með vakningu heimilanna fara menn að haga innkaupum öðruvísi og setja þannig þrýsting á framleiðendur. Ég sé fyrir mér mjög jákvæða þró- un í þessu næstu árin og við erum alls ekki of sein til að taka við okk- ur.“ indiana@dv.is Endurvinnsla í tölum n Hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu fleygir að meðaltali um 223 kílóum af úrgangi í tunnuna á ári. n Skv. könnun Capacent Gallup frá árinu 2008 er viðhorf almennings til endurvinnslu mjög jákvætt en tæp 94 prósent landsmanna telja endurvinnslu mikilvæga. n Kannanir sýna þó að sá hópur sem síst flokkar úrgang er á aldrinum 16–24 ára. n Stór hluti þess úrgangs sem er flokk- aður til endurvinnslu á Íslandi er fluttur til útlanda. n Flutningur á flokkuðum úrgangi til endurnýtingar eða endurvinnslu losar gróðurhúsalofttegundir rétt meðan á flutningum stendur. Sé úrgangurinn urðaður gefur hann frá sér gróðurhúsa- lofttegundir í allt að 100 ár. n Árlega eru notaðir um 10 milljarðar smokka í heiminum sem enda í heimil- issorpinu. Hægt er að kaupa náttúrulega gúmmísmokka. n Það er hægt að endurvinna flest en ekki er hægt að endurvinna tyggjó, svamp, dömubindi og einnota bleiur. n Það þarf 1,5 kíló af hráefnum til að búa til tannbursta en það þarf 1,5 tonn af hráefnum til að búa til fartölvu. Í 32 megabæta tölvukubb fara 72 kíló af kemískum efnum, 700 grömm af hreinum gastegundum, 32 kíló af vatni og 1,2 kíló af jarðefnaeldsneyti. Heimild: urvinnslusjodur.is og ust.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.