Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn
S
ex umsóknir hafa borist í
stöðuna. Það sérstaka er að
hver og einn umsækjandi
hefur skrifað eigin starfslýs
ingu fyrir starfið, því þeir eru
ekki sammála um hvað það snýst.
Vinnuveitandinn, sem ert þú, þarf
því að ákveða hvernig starfið á að
vera, hver á að fá það og hvaða til
gangi starfið á að þjóna, vitandi að
fljótlega eftir valið gæti komið ný
stjórnarskrá með enn annarri starfs
lýsingu.
Forsetaembættið er í grunninn
undarleg tilraun til að búa til íslenskt
aðalsfólk, sem hægt er að senda til
útlanda til að hitta önnur heldri
menni, eða taka á móti þegar þau
koma hingað til lands. Við höfðum
lengst komist með því að eiga einn
jarl og danskan hundrað daga kon
ung, en bættum það upp við stofnun
sjálfstæðs ríkis með því að setja á fót
konunglegt forsetaembætti sem kom
í stað danska konungsins í stjórnar
skránni.
Fram á síðustu ár hafa störf for
setans verið fyrst og fremst tvíþætt,
að ýta undir samstöðu þjóðarinn
ar, einna helst með því að tala upp
íslenskt þjóðarstolt, og svo stunda
markaðssetningu á Íslandi gagn
vart útlendingum. Í raun mætti kalla
þetta innri og ytri markaðssetningu.
Sameiningartáknið er hluti af innri
markaðssetningu. Liður í henni
var að réttlæta árangur íslenskra
viðskiptamanna með tengslum Ís
lendinga við orku landsins og eðlis
læga útrásargetu þeirra. Hann tók
þátt í því að búa til sjálfsmynd og
ímynd Íslendinga, og selja þær Ís
lendingum sem útlendingum.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dor
rit Moussaieff hafa fyllt upp í þetta
hlutverk íslenska aðalsins og mark
aðsfólksins. Hann var sölumaður
lýðveldisins númer eitt. Hún dem
antadrottning, sprottin úr elítu Bret
lands. Forsetinn fyrir hrun var í raun
þjóðkjörinn kokteilboðsfulltrúi og
ræðuhaldari; konunglegur sölumað
ur Íslands.
Ólafur Ragnar býr að ótrúlegri
aðlögunarhæfni mannsins sem fór
úr hálfgerðum kommúnisma yfir
í þjóðerniskapítalisma og svo víð
ar. Þegar þjóðarstoltið brast vegna
ósamrýmanleika markaðssetningar
innar og raunveruleikans setti Ólaf
ur Ragnar trompið út. Hann virkjaði
þriðja hlutverk forsetans, að færa
ákvörðunarrétt til almennings frá
stjórnmálamönnum. Mótframbjóð
endur mæta trompi Ólafs Ragnars
ýmist með því að spila nóló eða
grand:
Gerandinn: Andrea Ólafsdóttir
ætlar að ganga lengra en Ólafur í því
að breyta forsetanum úr tákni í ger
anda í umdeildum þjóðfélagsmál
um. Í starfslýsingu hennar kemur
fram hugtakið „dagskrárvald“, sem
snýst um að forsetinn geti komið
ákveðnum málum inn í umræðuna.
Hún vill að forsetinn berjist gegn
verðtryggingu lána, of lágum launum
og of mikilli hækkun lána. Reynd
ar eru 63 stöður sem bjóða upp á
slík störf lausar til umsóknar fram
á næsta vor, en án hins konunglega
ívafs.
Sameinandinn: Þóra Arnórsdótt
ir vill draga úr gerandahlutverki for
setans og leggja þess í stað áherslu á
það sem hann segir, enda hafi hann
takmörkuð völd umfram áhrifa
valdið. Hún vill fylgja ríkisstjórninni
í ríkari mæli og færa forsetaemb
ættið nær sameiningartákninu sem
það var.
Umræðustjórinn: Ari Trausti
Guðmundsson ætlar á svipaðan hátt
að verða vettvangur fyrir samhljóm
þjóðarinnar. Hann vill forðast átök
og verða þess í stað „umræðustjóri
þjóðarinnar“, til að forða henni frá
því að lenda alltaf í illdeilum. Starfs
lýsingin á við upplýstan landsföður
eða þjóðargúrú, sem reynir að bjarga
lýðræðinu frá heimskulegri umræðu.
Alþýðuforsetinn: Hannes Bjarna
son vill vera alþýðlegur forseti.
Hann segist vera venjulegur mað
ur sem treystir sér til þess að spjalla
við hvaða hefðarmenni sem er. En
Hannes virðist vera of grandvar til að
vera aðalsmaður eða bílasali, hvað
þá Íslandssali númer eitt. Hann yrði
því „einn af okkur“ á Bessastöðum.
Hugsjónaforsetinn: Herdís Þor
geirsdóttir vill gera forsetaemb
ættið að farvegi fyrir hugsjónir, eins
og mannréttindi. Stuðningsmaður
hennar skrifaði á þjóðmálavefinn
Eyjuna á Pressunni að styrkur henn
ar væri að „gróðursetja hugmyndir
og hlúa að þeim“. Hugmyndin virðist
vera að hún sé sameinandi umræðu
forseti.
Flestir frambjóðendur eiga það
sameiginlegt að hafa gert að einu
aðalatriði kosningabaráttu sinnar
að umræðan í landinu sé óeðlileg
og að fjölmiðlar standi sig illa. Þeir
eiga það líka flestir sammerkt, að
trúa því að ef athyglin færðist meira
á þá sjálfa myndu þeir vera öðrum
Íslendingum slík fyrirmynd í orð
um, fasi og framkomu, að þjóðin yrði
betri fyrir vikið.
Allir frambjóðendurnir hafa sína
kosti og galla, sem eru afstæðir eftir
því hvern er talað við. Andstæðingar
ríkisstjórnarinnar virðast vilja forseta
sem tekur völd frá ríkisstjórninni, en
fylgjendur hennar forseta sem trufl
ar ekki ríkisstjórnina. Lýðræði eins er
sundrung annars.
Ekki nóg með að starfslýsing sé
í höndum hvers umsækjanda fyr
ir sig, heldur mun starfslýsingin
mögulega taka miklum breyting
um á kjörtímabilinu. Ef ný stjórnar
skrá stjórnlagaráðs verður samþykkt
mun lýðræðislegt hlutverk forsetans
dvína, og eftir situr markaðsforset
inn, sameiningartáknið og/eða hinn
upplýsti umræðustjóri, eins konar
þjóðargúrú.
Val á konunglegum umræðu
stjóra, markaðsmanni eða samein
ingartákni er nógu erfitt, þótt vídd
irnar séu ekki svona margar. Til að
auðvelda valið verður sett upp próf
á DV.is í dag, þar sem fólk getur valið
áherslur sínar sem viðkoma forseta
embættinu og fengið sjálfkrafa út
reikninga á því hvaða frambjóðend
ur samræmast þeim best.
Barnalán Sveins
n Sveinn Andri Sveinsson lög
maður á að fagna miklu
barnaláni. Þessi tæplega
fimmtugi
lögmaður
á börn sem
komin eru á
fullorðinsár.
Þá er löngu
frægt orðið
að hann eign
aðist á þessu ári erfingja með
Kristrúnu Ösp sem er áratug
um yngri. Nú er fullyrt að ást
arsamband Sveins og 17 ára
stúlku hafi borið ávöxt sem
stúlkan rekur til lögmannsins
og vill meðlag. Sjálfur þrætti
hann aðspurður af DV fyrir
barnið.
Höskuldur á flótta
n Þingmaðurinn Höskuldur
Þórhallsson er í talsverðu
klandri eftir að upp komst um
ölvunarakstur
hans. Hann
sagði í DV að
hann þekkti
vel til alkó
hólisma eftir
að hafa fylgst
með baráttu
vina sinna. Sjálfur væri hann
alls ekki alki. Skömmu síðar
snérist honum hugur og hann
upplýsti að hann hygðist bera
vanda sinn undir Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfirlækni á Vogi. Hann
hefur síðan verið á flótta und
an fjölmiðlum og svarar ýmist
ekki eða lofar að hafa sam
band síðar og stendur síðan
ekki við það.
Baptistinn Bubbi
n Myndband af Bubba þar
sem hann fór hamförum á
ársfundi Orkuveitu Reykjavík
ur hefur vakið mikla athygli.
Þar leiddi
hann mann
skapinn í
sannleikann
um ágæti
rafmagns
bíla og sagði
að það eina
sem þyrfti til væri að segja:
„Já gerum ´etta!“ Sagði Bubbi
að bensínverð væri kom
ið yfir sársaukamörk, og tók
fram að hann eyddi sjálfur
200 þúsund krónum í bensín
á mánuði. Bubbi var eins og
baptistaprestur í suðurríkjum
Bandaríkjanna þar sem hann
þrammaði um gólf og predik
aði um rafmagnið af sannfær
ingarkrafti.
Hrollur í sjöllum
n Nokkur hrollur er í sjálf
stæðismönnum eftir að
upplýst var að tæplega fjór
ir milljarð
ar voru af
skrifaðir
vegna brasks
Jónmundar
Guðmarsson-
ar, fram
kvæmdastjóra flokksins,
sem í umboði Bjarna Bene-
diktssonar stýrir fjármálum
flokksins. Þykir einhverj
um sem ekki halli mikið á
með þeim félögum þegar
litið er til fortíðar Bjarna
hjá olíufélaginu N1 og hinu
margslungna fyrirtæki Vafn
ingi. Til eru þeir sem óttast
að tvíeykið muni stórskaða
flokkinn í kosningum.
„Meyjarhaftavörn sem
kallast femínismi“
„Ég þurfti að
hugsa hratt“
Guðbergur Bergsson um niðurfellingu nauðgunarákæru. – Eyjan Tómas Guðbjartsson læknir um það þegar hann bjargaði lífi Skúla Sigurz. – DV
Umsóknir hafa borist
Sumarsól á þingi
Á
meðan við hin tökum út þann
munað að fara í sumarfrí blaðra
alþingismenn út í eitt um veiði
gjöld. Allt er gert til að tefja mál
lýðræðiskjörinnar ríkisstjórnar. Og nú
hefur það tekist, veiðigjöldin lækka að
ósk stjórnarandstöðunnar og frum
varp um fiskveiðistjórn sett í salt, líka
að ósk stjórnarandstöðunnar. Það er
því ljóst að Steingríms J. Sigfússon
ar verður ekki minnst fyrir að breyta
kvótakerfinu.
Sem er kannski eins gott því sér
stakt frumvarp um veiðigjald er vond
hugmynd. Ríkisstýring á veiðigjaldi
er villandi og sértæk lög um að skatt
leggja sérstaklega hagnað sjávarút
vegsfyrirtækja eru óréttlát. Það sem
vantar er almenn löggjöf um auð
lindanýtingu, þar sem allir landsmenn
sitja við sama borð. Gjald af afnotum
auðlinda ætti að ákvarðast á almenn
um markaði og aðgengi að auðlind
um sömuleiðis. Engin leið er að finna
það hámarksgjald sem útgerðin þolir
nema með almennu útboði þar sem
þátttakendurnir sjálfir stýra greiðslu
getunni, ekki ríkið eða riddarahring
borð.
Í dag er úthlutun aflaheimilda
ófrjáls og rennur til afmarkaðs hóps
sem telur sig eiga veiðiréttinn þó lög
kveði á um annað. Þessi hópur rekur
sitt eigið markaðstorg í skjóli ríkis
afskipta, bankarnir spila með enda
viðheldur óbreytt fiskveiðistjórn auð
lindarentunni í þeirra vösum. Andi
laga um fiskveiðistjórn er hins vegar
skýr eins og fram kemur í ummæl
um fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
Halldórs Ásgrímssonar frá 1991:
„Útvegsmenn sem fá framselda til
sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskip
um vita að þeir eru ekki að fjárfesta
í varanlegum réttindum. Það verð
sem þeir eru tilbúnir að greiða fyr
ir slíkar heimildir hlýtur því að taka
mið af þeim raunveruleika að Alþingi
getur hvenær sem er breytt lögun
um um stjórn fiskveiða, komist Al
þingi að þeirri niðurstöðu að annað
fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í
landinu.“
Í hnotskurn hefur ríkisstjórnin
klúðrað markmiðum sínum í sjávar
útvegsmálum. Bæði frumvörpin,
annars vegar um fiskveiðistjórn, hins
vegar um veiðigjald, eru í andstöðu
við það sem til stóð og ljósárum frá
hinni upphaflegu fyrningarleið. Úr
því sem komið er ætti ríkisstjórnin að
boða til kosninga. Hún gerir þjóð
inni lítið gagn með þrásetuna eina að
markmiði.
„Gjald af
afnotum
auðlinda ætti að
ákvarðast á al-
mennum markaði
Kjallari
Lýður Árnason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 18. júní 2012 Mánudagur
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
„Til að auðvelda
valið verður sett
upp próf á DV.is í dag.