Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 20
Fengu öll húsgögn gefins
n Sigurður Guðmundsson rekur kaffihúsið Café Björk í Lystigarðinum á Akureyri
V
iðtökurnar hafa verið frábærar,
segir Sigurður Guðmundsson
á Akureyri en hann rekur kaffi-
húsið Café Björk í Lystigarðin-
um á Akureyri ásamt Njáli Trausta
Friðbertssyni. Kaffihúsið var opnað
um síðustu helgi og að sögn Sigurðar
hefur gengið vel.
„Sérstaða okkar er fyrst og fremst
staðsetningin og svo er þetta eitt af
örfáum kaffihúsum sem er sérhann-
að frá upphafi til enda sem kaffihús.
Þegar húsið var byggt var notast við
formið á gömlu byggingunni,“ útskýr-
ir Sigurður og bætir við að Lystigarð-
urinn eigi 100 ára afmæli á þessu ári.
„Í stofnsamþykkt garðsins frá 1909
var alltaf gert ráð fyrir húsi. Garður-
inn sjálfur var opnaður árið 1912 og
í tilefni 100 ára afmælisins var tek-
in sú djarfa ákvörðun af hálfu Akur-
eyrarbæjar að byggja hér hús. Húsið
er umlukið trjám og gróðri og eftir eitt
ár mun eflaust líta út fyrir að það hafi
verið hérna í áratugi.“
Sigurður segir flest það sem er í
boði búið til í húsinu. „Við stílum inn á
norðlenskt hráefni og erum með sér-
brennt kaffi frá Kaffibrennslu Akur-
eyrar. Innanstokksmunir, stólar, sófar
og annað, eru svo allt húsgögn sem
eru framleitt hér á Akureyri í kring-
um miðja síðustu öld. Allir stólarn-
ir hérna inni voru gefnir af Akureyr-
ingum. Því var ekki einn einasti stóll
keyptur í húsið.“
Að sögn Sigurðar verður nóg um
að vera á kaffihúsinu og í Lystigarðin-
um í sumar. „Við erum að setja saman
dagskrá. Hér verður nokkuð þétt dag-
skrá út af afmæli Akureyrarbæjar sem
og afmæli Lystigarðsins,“ segir hann
og bætir aðspurður við að þótt kaffi-
húsum á Akureyri fari fjölgandi hafi
hann engar áhyggjur. „Það er alltaf
nóg af fólki og ég er viss um að úrvalið
eykur aðsóknina á alla staði.“
indiana@dv.is
20 Lífstíll 18. júní 2012 Mánudagur
Vopnabúr úr silki
S
ysturnar Edda og Sólveig
Guðmundsdætur hafa
hannað fatnað saman
undir heitinu Shadow
Creatures síðastliðin tvö
ár. Þær hafa nú bætt við sig og
senda frá sér sína fyrstu undirfata-
línu á laugardaginn, 16. júní.
Línan ber heitið ,,Season of
the Huntress” og er fyrsta undir-
fatalína Shadow Creatures. Línan
vann hönnunarverðlaun Coka
Cola Light í fatahönnunarkeppni
Reykjavík runway í ágúst 2011.
Undirfötin eru úr silki og nefnd
eftir vopnum. „Það var hugmynd
sem kom upp í undirbúnings-
ferlinu,“ segir Edda og hlær. „Við
nefnum mismunandi undirfata-
sett eftir vopnum og kynnum á
laugardaginn: Crossbow, Dagger,
Blade og Shotgun í Kiosk.“
Langt og strangt ferli
Edda segir ferlið langt og strangt
og þær systur hafa vandað mjög
til verka. „Það er mikið í þetta lagt
og þetta er búið að vera langt ferli.
Fyrst hannar maður flíkina, þá
fáum við prótótýpu og við próf-
um hönnunina. Við gengum í nær-
fötunum sjálf við vönduðum mjög
til verka og lögðum upp með að
hafa nærfötin bæði falleg og þægi-
leg. Nærfötin eru úr teygju og silki.
Silkið er sérlitað og rosalega fínt.“
Í anda fimmta áratugar
Stíllinn er í anda fimmta áratugar
og litirnir beislitaðir, bláir, bleikir
og svartir. „Það er mikið af bönd-
um og rómantík, nærfatalínuna
myndi ég kalla bæði fallega og
skemmtilega,“ segir Edda.
Innt eftir því af hverju þær
ákváðu að hanna heila nærfata-
línu segir Edda þær hafa ákveðið
að taka áhættu.
„Okkur langaði bara að prófa
eitthvað nýtt og taka þessa áhættu.
Nærföt eru sjaldan verkefni fata-
hönnuða og það er ástæða fyrir
því. Þau eru dýr og vandasöm í
framleiðslu. Vonandi verður vör-
unni vel tekið, segir hún von-
góð en undirfatnaður Shadow
Creatures verður fáanlegur í versl-
uninni Kiosk á Laugavegi.
n Systurnar í Shadow Creatures kynna nærfatnað úr silki
Systur með vopn úr silki Systurnar Edda og Sól-
veig Guðmundsdætur hafa hannað undirfatalínuna
Season of the Huntress.
Fallegt úr silki Undirfötin eru úr teygjanlegu silki og nefnd eftir vopnum.
Frönsk súkkulaði-
kaka Café Bjarkar:
4 egg
2 dl sykur
200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði
1 dl hveiti
Aðferð:
Þeytið egg og sykur vel. Blandið
hveiti saman við. Bræðið smjör
og súkkulaði við vægan hita og
bætið varlega út í deigið. Bak-
ið í vel smurðu formi við 170°C
í 30 mínútur. Kakan á að vera
blaut í miðjunni.
Café Björk Kaffihúsinu var komið á lagg-
irnar í tilefni af 100 ára afmæli Lystigarðsins
á Akureyri.
Sólgleraugnatískan í sumar:
Kisuform
og klassík
Sólgleraugnatískan er sterk í
ár. Stella McCartney var með
skemmtileg mynstruð gleraugu á
pöllunum á meðan gleraugun hjá
Dolce og Gabbana voru afar litlrík.
Heitustu gleraugun í ár eru bæði
litrík og svolítið pönkuð. Helstu
tískufyrirmyndirnar hafa ekki far-
ið á mis við tískuna. Alexa Chung
gengur um með mynstruð gler-
augu, Olivia Palermo er með kisu-
lórugleraugu og Anna Dello Russo
með skreytt og pönkuð.
Í öllum
litum
Pastellitir eru
sérstaklega heitir
í ár. Jessica Alba
gengur um með falleg gleraugu
í pastellit frá Elizabeth og James.
Hvað litina varðar eru engar reglur
aðrar en að skemmta sér við inn-
kaupin. Kaupið liti sem skera sig úr
og ykkur líkar.
Kisu-
lórur
Það allra
heitasta í ár eru
kisugleraugu í anda sjötta ára-
tugarins. Olivia Palermo gengur
oft með þessi fallegu gleraugu úr
smiðju Dior.
Gleraugun ganga með öll-
um fatnaði, fínum og hversdags
og ekki síst á ströndina við sæt-
an sumarkjól. Það er vandasamt
að finna gleraugu sem henta.
Ef að andlitið er v-laga þá skal
hafa mýktina í fyrirrúmi en því
kringluleitari sem þið eruð, því
lengra má ganga með formið.
Hvít og
stíl-
hrein
Rachel Bilson er hér með falleg
Chanel gleraugu sem henta vel
bæði hversdags og við fínni tæki-
færi. Varist að hafa umgjörðina of
stóra ef þið eruð með smágerða
andlitsdrætti. Ray Ban Wayfarer
gleraugu fást í hvítri umgjörð.
Skreytt
og pönkuð
Anna Della
Russo er
óhrædd
við nýja og ferska tískustrauma.
Skreytt og svolítið pönkuð gler-
augu eru inni í ár. Þau eiga að
vekja eftirtekt og vera öðruvísi.
Tískan minnir svolítið á níunda
áratuginn. Hafið andlitslagið í
huga þegar þið veljið gleraugun og
ef þið eruð með grannt andlit þá
þarf að passa að hafa umgjörðina
ekki of stóra og freka.
Mynstruð og
skemmtileg
Alexa Chung hefur lagt Ray-Ban
gleraugunum og hefur sett upp
mynstruð og
skemmtileg
gleraugu. Æ
fleiri ganga
með mynstr-
uð gleraugu
svipuð þeim
og Stella
McCartney
gerði rómuð er hún kynnti vor og
sumarlínu sína fyrir nokkru.