Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 3
Þ etta er eilíf barátta við þessa skotsóða, þetta eru örfáir menn sem haga sér svona,“ segir Örn Þorleifsson, bóndi og eigandi farfuglaheimilisins Húseyjar á Austurlandi. Veiðimenn notuðu flugvél á laugardagskvöldið til þess að hrekja hóp hreindýra frá jörð Arnar og á stað þar sem þeir gátu skot- ið þau. „Þetta er bara svo ljótt,“ ítrekar Örn. Hann leyfir ekki veiðar á hrein- dýrum á sinni jörð og því er ólöglegt að skjóta þau þar. Venjulega leita þau af sjálfsdáðum út fyrir jörðina í sept- ember en Örn segir veiðimennina hafa verið óþreyjufulla og æsta í að ná í tarfana, sem hafi verið einstaklega stórir og glæsilegir. Hann vill halda verndarhendi yfir dýrunum og ferða- menn eru almennt mjög hrifnir af þeim. „Þetta er spurning um náttúru- vernd og svo er hreindýrið aðalsmerki ferðaþjónustunnar hér,“ segir Örn um málið. „Ekki í anda veiðimennsku“ Örn rekur farfuglaheimilið Húsey. Hann segir dýrin hafa verið mjög gæf þar sem umgangur manna hafi verið mikill í kringum þau. „Þau voru ekki mjög stygg dýrin – við höfum riðið framhjá þeim með gesti tvisvar sinn- um á dag og það þótti ekkert sport að veiða þau. Þetta var bara slátrun sem slík,“ segir Örn og bætir við að þau hafi verið skotin af stuttu færi. Hann kveðst ekkert hafa á móti veiðum en svona veiði sé ekki til eftirbreytni: „Það er ekki í anda veiðimennsku að gera svona. Þetta er ekki það sem veiðimenn eiga að stunda. En þess- ir menn eru mjög hreyknir af þessu.“ Það voru sautján tarfar á jörðinni og nú eru ellefu eftir. Dýrin sem voru felld voru stór og mikil. Á skjön við siðareglur Samkvæmt siðareglum Skotvíss eiga menn að ráðfæra sig við landeigendur þegar þeir veiða, en það var ekki gert í þessu tilfelli. Eins og áður segir leyf- ir Örn ekki veiðar á jörð sinni. Það er einnig gegn siðareglunum að stæra sig af bráð sinni. Örn leitaði bæði til flug- turnsins á Egilsstöðum og lögreglunn- ar vegna málsins enda taldi hann að athæfi veiðimannanna hlyti að vera glæpsamlegt – þannig hafi tilþrifin verið hjá flugmanninum. Hann segir að flugvélinni hafi ítrekað verið steypt niður til þess að reka dýrin af jörð hans og þangað sem þau væru löggilt bráð. Lögreglan á Egilsstöðum sagðist í samtali við DV þekkja til málsins þó að það hafi ekki verið kært til hennar formlega. Segir Umhverfisstofnun að- gerðalausa Örn kveðst hafa leitað til Um- hverfisstofnunar vegna málsins og segir að lítið hafi verið um við- brögð hjá stofnuninni. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofn- un er ólöglegt að smala hreindýr- um, með hvaða hætti sem er, en sé það gert er það í höndum lög- reglunnar að framfylgja þeim lög- um. Starfsmaður stofnunarinnar sem DV ræddi við sagðist þó ekki þekkja nægilega mikið til um mál- ið til þess að geta tjáð sig um það. Örn segist lengi hafa barist fyrir því að dýrin séu ekki skotin á hans jörð enda rekur hann ferðaþjónustu á svæðinu, en litla hjálp sé að fá hjá yfirvöldum vegna málsins. Flugvél til að reka hreindýr í dauðann n Landeigandi segir veiðimenn hafa steypt flugvél að hreindýrum Öfgafemínista blæðir n Umdeildur pistill á Knúz.is H eimurinn er þannig að blæð- ingar eru kvenna og aðeins kvenna. Það er mín reynsla að blæðingar eru jaðarsettari sem umræðuefni í kynjablönduðum hópum en kynlíf, hægðir og jafn- vel sjálfsfróun,“ skrifar Hildur Lilli- endahl á vefsíðuna Knúz.is á þriðju- dag, en þar fjallar hún um blæðingar og vitnar til orða Gloriu Steinem um það hvernig heimurinn væri ef blæðingar væru hlutskipti karla en ekki kvenna. Þar að auki segir Hild- ur frá sinni eigin reynslu um það hvernig það er að byrja skyndilega á túr, óviðbúin í strætó. Pistillinn reyndist vera mjög umdeildur og setti athugasemdakerfi DV.is nánast á hliðina þegar fjallað var um málið. Í pistlinum bendir Hildur á að Gloria Steinem, sem er banda- rískur femínisti, blaðamaður og að- gerðasinni, taldi að ef það væri hlut- skipti karla að hafa á klæðum þá myndi hægri vængur stjórnmála- manna og bókstafstrúarmenn túlka blæðingar sem ótvíræða sönnun þess að einungis karlar gætu þjón- að Guði og þjóð í stríði, setið í æðstu pólitískum embættum og fleira. Í stað þess að gera lítið úr þeim fyr- ir að hafa tíðir væri þeim því þess í stað hampað. En Hildur bendir á það að í raunveruleikanum eru blæðingar kvenna og aðeins kvenna og kon- ur eiga það til að afsaka sig þegar þær ræða blæðingar þannig að karl- menn heyri til. „Af því að við erum allar búnar að læra að beygja okk- ur undir þá hugmynd að karlar eigi ekki að þurfa að hlusta á blæðinga- tal,“ segir Hildur „Mig langar að snúa þessu við. Mig langar að geta sagt hverjum sem er að ég sé á bull- andi túr án þess að uppskera grettur eða taugaveiklun eða hroll eða skilaboð sem segja á einn eða ann- an hátt: þú hefðir ekki átt að segja mér þetta, ég vil ekki vita þetta, láttu mig í friði, ég er vandræðalegur, mig langar að æla etc.“  Hildur segir í kjölfarið sína eigin sögu af því hvernig það er að byrja skyndilega og óviðbúið á túr í strætó á leiðinni í vinnuna og hvernig hún þurfti að fara rakleiðis heim, sitjandi á plastpoka. Fréttir 3Miðvikudagur 22. ágúst 2012 „Þetta er ekki það sem veiðimenn eiga að stunda. En þess- ir menn eru mjög hreyknir af þessu. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Ósáttur Örn Þorleifsson landeigandi segist þurfa að heyja eilífa baráttu við skotsóða. Smalað Hreindýrunum var smalað af landi Arnar með flugvél og síðan voru þau skotin. Á túr í strætó Hildur seti netheima í talsvert uppnám með pistli sínum. Pólitísk ráðning Reynsla frá þróunarlöndum „æskileg“ Góðir kostir fyrir starfið eru tald- ir háskólamenntun sem nýtist í starfi, þekking af verkefnastjórn og áætlanagerð sem og „Þekking á þróunarmálum og á að minnsta kosti einu af þeim sviðum sem stofnunin vinnur að í Malaví, eink- um lýðheilsu.“ Lipurð í samskipt- um og upplýsingamiðlun eru kostir en sama gildir um reynslu af störfum í þróunarlöndum sem er talin „æskileg“. Almennt virð- ist sem starf Guðmundar í bæjar- stjórnarmálum í Hafnarfjarðarbæ sé talið honum til kosta en Þró- unarsamvinnustofnun starfar náið með héraðsstjórn Mangochi-hér- aðs. Lipurð í samskiptum Reynsla Guðmundar af sveitar- stjórnarmálum er töluverð. Auk bæjarstjórnarstólsins hefur hann setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2002 og var varabæjar- fulltrúi kjörtímabilið þar á undan. Hann hefur meðal annars átt sæti í bæjarráði og var formaður þess. Hann hefur jafnframt verið for- maður Fjölskylduráðs og forseti bæjarstjórnar. Guðundur Rún- ar tók þátt í forvali Alþýðubanda- lagsins árið 1982 og var kosninga- stjóri flokksins í Hafnarfirði árið 1994. Hann hefur ítrekað skrifað stuðningsgreinar til handa Lúðvík Geirssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þingmanni Sam- fylkingarinnar en Lúðvík sest nú aftur í bæjarstjórn í fjarveru Guð- mundar enda fyrsti varamaður Samfylkingarinnar. Guðmund- ur beitti sér innan Samfylkingar- innar í formannsslag Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrver- andi utanríkisráðherra og Össur- ar. Guðmundur virðist almennt vel liðinn, varkár og hófsamur ef marka má ummæli þeirra sem til hans þekkja. n Ísland og Malaví Malaví er land á stærð við Ísland í suðausturhluta Afríku og telst lítið land á afrískan mælikvarða, eða um 120 þúsund ferkílómetrar að stærð. Landið er eitt það þéttbýlasta í Afríku með um 13 milljónir íbúa og jafnframt meðal fátækustu landa í heimi. Fjöl- breytt náttúra einkennir landið, með hásléttum og gróðursælu láglendi. Landið er þéttbýlt en frjósamt og mikill meirihluti landsmanna lifir af landbúnaði; te-, kaffi-, gúmmí-, og tóbaksrækt til útflutnings, en maís, kassavarót, hrísgrjón og kartöflur eru helstu matvælategundirnar sem ræktaðar eru til neyslu innanlands. Flest verkefni Þróunarsamvinnu- stofnunarinnar í Malaví eru í Mangochi héraði. Verkefni ÞSSÍ eru á sviði heilbrigðismála, menntunar, fiskimála og vatns- og hreinlætisver- kefna. Auk þess styður ÞSSÍ fjárhags- lega við sjúkrahús í höfuðborginni Lilongwe og styður við verkefni sem snýr að konum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Þróunarsamvinna ÞSSÍ og malavíska ríkisins hófst árið 1989 og af verkefn- um Þróunarsamvinnustofnunar fær Malaví stærstan hluta aðstoðarinnar. HEiMiLd: VEfSíða ÞRÓUnaRSaMVinnUStofnUnaR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.