Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 25
Sport 25Miðvikudagur 22. ágúst 2012 Nám í plastbátasmíði Boðið verður upp á nám í plastbátasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra skólaárið 2012-1013. Námið er afrakstur samstarfsverkefnis sem styrkt er af Leonardo-hluta Menntáætlu- nar Evrópusambandsins, en að því koma Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sveitarfélagið Skagafjörður, Salpaus Further Edu- cation í Finnlandi og Den jydske Haandværkerskole í Dan- mörku. Námið er skipulagt í samvinnu við Siglingastofnun sem viðurkennir námið. Námið hefst með lotu á Sauðárkróki í byr- jun september. Námið er skipulagt sem lotubundið fjarnám, en kennsla í verk- legum áföngum, vika í senn hvora önn, fer fram við FNV á Sauðárkróki. Námið samanstendur af 18 einingum á þessu skólaári og veitir viðurkenningu til plastbátasmíði fyrir þá sem hafa tilskylda starfsreynslu hjá viðurkenndu plastsmíðafyrirtæki. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans og í síma 455-8000. Skráningu lýkur 30. ágúst. B elginn Marouane Fellaini átti að líkindum besta leik ferils síns á mánudag þegar hann leiddi Everton til sigurs gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fellaini skoraði eina mark leiksins með góðum skalla á 57. mínútu leiksins. Sparkspekingar hafa vart haldið vatni yfir frammistöðu þessa stóra og stæðilega Belga sem gekk í rað- ir Everton frá Standard Liege í Belg- íu árið 2008. Phil McNulty, einn helsti sérfræðingur BBC um fótbolta, sagði í pistli á heimasíðu sinni að Fella- ini hafi aldrei litið betur út. „Óað- finnanlegur í baráttunni á miðjunni, tengdi saman vörn á sókn á frábær- an hátt og virtist hafa ótakmark- aða eiginleika til að taka hvaða bolta sem er niður á kassann og losa hann frá sér á samherja sína,“ sagði hann. Michael Owen, fyrrverandi leikmað- ur Manchester United, jós lofi yfir frammistöðu hans á Twitter-síðu sinni. „Eins og ég hef sagt þá er hann frábær leikmaður. Var á þeirri skoðun í fyrra og í kvöld staðfesti hann það. Hann er svo grannur, hvernig fer hann að því að vera svona sterkur?,“ spurði Owen og það ekki að ósekju. Beindi stráknum á rétta braut Fellaini er fæddur 22. nóvem- ber árið 1987 í bænum Etterbeek í Belgíu. Foreldrar hans eru fædd- ir í Marokkó en fluttu til Belgíu á ní- unda áratug liðinnar aldar. Fellaini byrjaði ekki að æfa knattspyrnu fyrr en hann var orðinn átta ára en þá fór hann á æfingar hjá akademíu stór- liðsins Anderlecht. Fellaini stund- aði þó aðrar íþróttir meðfram fót- boltanum því hann stundaði einnig frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og hafði mest gaman af hlaupum, þá einna helst 10 kílómetra hlaupi. Fað- ir hans, sem sjálfur var atvinnumað- ur í knattspyrnu, beindi syni sínum á rétta braut, ef svo má segja, og fékk hann til að einbeita sér algjörlega að knattspyrnunni. Fellaini var í akademíu Ander- lecht í tvö ár en þegar hann var tíu ára fluttu foreldrar hans til Mons þar sem hann komst í samnefnda akademíu knattspyrnuliðs borgarinnar. Sautján ára atvinnumaður Óhætt er að segja að ferill Fellaini hafi komist á mikið flug á unglingsárunum þegar hann tók að þroskast og stækka. Þegar hann var sautján ára fór stórliðið Standard Liege að bera víurnar í hann og varð áhugi þeirra til þess að hann gekk í raðir félagsins og skrifaði und- ir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Aðeins einu ári síðar, eða árið 2006, lék Fellaini sinn fyrsta leik með Standard og á árunum 2006 til 2008 lék hann 84 leiki fyrir félagið og skoraði 11 mörk. Hann vann Ebony-verðlaunin árið 2008, en það eru verðlaun sem veitt eru besta leikmanni belgísku deildar- innar af afrískum uppruna. United hafði áhuga Fellaini, sem er 194 sentímetrar á hæð, ógnaði stöðugt með hæð sinni og dugnaði á miðju Standard. Fjöl- mörg stórlið fóru að sýna honum áhuga og meðal liða sem sögð eru hafa haft áhuga á leikmanninum má nefna Manchester United, Aston Villa, Real Madrid, Tottenham og Bayern Munchen. Fellaini ákvað hins vegar að ganga í raðir Everton árið 2008 og greiddi enska félagið 15 millj- ónir punda fyrir þjónustu hans og varð hann þar með dýrasti leikmað- urinn í sögu félagsins. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Everton í 3:2 útisigri á Stoke og skoraði sitt fyrsta mark í 2:2 jafntefli gegn Newcastle þann 5. október 2008. Á sínu fyrsta tímabili skoraði hann 9 mörk og nældi sér í 13 gul spjöld. Þrátt fyrir það varð hann útnefndur besti ungi leikmaður Everton vorið 2009. Ánægður með hárið Fellaini þykir með hárprúðari leik- mönnum ensku úrvalsdeildarinnar eins og sést á meðfylgjandi mynd og sitt sýnist hverjum um hárgreiðslu hans. „Það er ómögulegt að dekka Fellaini. Á æfingum höldum við honum í skefjum með því að toga í hár hans en það má víst ekki í leikj- um,“ sagði Phil Jagielka eftir sigur- inn á mánudagskvöld. Sjálfur kveðst Fellaini kunna vel við hár sitt. „Ég byrjaði á þessu á öðru ári mínu hjá Standard. Síðan ég byrjaði að greiða hárið svona hefur allt gengið eins og í sögu hjá mér þannig að ég ætla að halda þessu,“ sagði hann í viðtali við Daily Mail árið 2009. Miðað við þetta – og frammistöðu hans gegn United á miðvikudag – er ólíklegt að Fellaini muni nokkurn tíma skerða hár sitt. n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Ætlar ekki að skerða hár sitt n Marouane Fellaini funheitur fyrir Everton Hárprúður Marouane Fellaini segir að síðan hann breytti hárgreiðsl- unni hafi allt gengið eins og í sögu. Ólíklegt er að hann breyti um hár- greiðslu á næstunni. „Síðan ég byrjaði að greiða hárið svona hefur allt gengið eins og í sögu hjá mér n Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna Áhorfendum fer fjölgandi Þ að er of snemmt að segja til um það núna. Við verðum að sjá hvað gerist þegar nær dregur,“ segir Þórir Hákonar- son, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), um það hvort hann búist við því að áhorfendamet verði sett á laugardag þegar Stjarnan og Valur mætast í úr- slitaleik Borgunarbikars kvenna. Á heimasíðu KSÍ eru rifjaðar upp áhorfendatölur á úrslitaleik bikar- keppni kvenna undanfarinna ára en athygli vekur að síðastliðin fjögur ár hafa ávallt mætt fleiri en þúsund áhorfendur á völlinn. Áhorfendamet var sett árið 2010 þegar þessi sömu lið, Stjarnan og Valur, mættust í úr- slitum en þá létu 1.449 manns sjá sig á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að tvö af sterk- ustu liðum landsins mætist í úr- slitaleiknum á laugardag. Valsstúlkur eru núverandi bikarmeistarar en þær hafa leikið til úrslita síðastliðin fjög- ur ár. Stjörnustúlkur eru hins vegar Íslandsmeistarar eftir glæsilegan sig- ur í deildinni á síðasta tímabili. Valur situr sem stendur í fjórða sæti Pepsi- deildarinnar með 26 stig í 14 leikjum en Stjarnan er í öðru sæti deildarinn- ar með 29 stig, sex stigum minna en Þór/KA sem er á toppnum. Eins og sést á meðfylgjandi töflu er augljóst að áhorfendum á úr- slitaleik bikarkeppni kvenna hefur fjölgað talsvert undanfarin áratug. Áhorfendatölur síðustu ára Ár Lið Áhorfendur 2011 KR – Valur 1.121 2010 Stjarnan – Valur 1.449 2009 Valur – Breiðablik 1.158 2008 Valur – KR 1.019 2007 Keflavík – KR 757 2006 Breiðablik – Valur 819 2005 Breiðablik – KR 743 2004 ÍBV – Valur 735 2003 ÍBV – Valur 1.027 2002 KR – Valur 729

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.