Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 24
Tíu TekjuhæsTu kylfingar heims 24 Sport 22. ágúst 2012 Miðvikudagur Áfram krísa hjá United Rio Ferdinand, Jonny Evans, Chris Smalling og Phil Jones verða ekki klárir í slaginn þegar Manchest- er United mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Þetta þýðir að einungis tveir hreinræktaðir varnarmenn eru leikfærir hjá United, þeir Nemanja Vidic og Patrice Evra. United tap- aði sem kunnugt er fyrir Everton á mánudag 1:0 en í þeim leik lék miðjumaðurinn Michael Carrick í hjarta varnarinnar við hlið Vidic á meðan vængmaðurinn Antonio Valencia lék sem hægri bakvörður. Sir Alex Ferguson, stjóri United, segir að Jonny Evans verði von- andi klár í slaginn eftir tvær vikur. Lengra sé í hina þrjá. Chelsea að fá Azpilicueta Forsvarsmenn Chelsea vonast til þess að félagið nái að landa spænska hægri bakverðinum Ces- ar Azpilicueta hjá Marseille fyrir helgina. Félögin hafa átt í viðræð- um um leikmanninn og er talið að þau hafi komist að samkomu- lagi um að Chelsea greiði á bilinu 6,5 til 8 milljónir punda fyrir leik- manninn. Azpilicueta er 22 ára og er honum ætlað að veita Serban- um Branislav Ivanovic samkeppni. „Ef brottför mín þýðir að fjár- hagur Marseille komist á rétt- an kjöl þá tel ég að þetta verði góð skipti,“ sagði Azpilcueta eft- ir 2:0 sigur Marseille á Sochaux í frönsku deildinni á sunnudag. Barton til Marseille? Og meira af Marseille. Franska félagið er nálægt því að fá enska vandræðagemlinginn Joey Barton að láni frá QPR. Barton var sem kunnugt er úrskurðaður í tólf leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins þegar hann missti stjórn á sér í lokaleik tímabilsins á Englandi í vor. Barton var sektaður um sex vikna laun í kjölfarið og þá missti hann fyrirliðabandið hjá QPR. Hvort af lánssamningnum verður er væntanlega háð því hvort forsvarsmenn QPR takist að sannfæra Marseille um að láta miðjumanninn Stephane Mbia í skiptum fyrir Barton. Barton var orðaður við enska annarrar deild- ar liðið Fleetwood Town en ekkert varð af því að Barton gengi í raðir þess félags. Þ rátt fyrir mikla erfiðleika í einkalífinu undanfar- in ár og erfiðan tíma á golf- vellinum í kjölfarið er Tig- er Woods lang tekjuhæsti kylfingur heims. Þetta kemur fram í úttekt sem bandaríska blaðið Forbes birti fyrir skemmstu. Þar eru tekn- ar saman upplýsingar um tíu tekju- hæstu kylfinga heims og er óhætt að segja að tekjumöguleikarnir í þessari vinsælu íþróttagrein séu talsverðir. Tiger Woods hefur þénað 61,2 milljónir dala, eða 7,3 milljarða króna, á síðastliðnum 12 mánuð- um; tímabilinu frá 1. ágúst 2011 til 1. ágúst 2012. Magnaður árangur Árangur Tigers undanfarin fimmt- án ár hefur í raun verið ótrúlegur. Hann hefur verið tekjuhæsti kylfing- ur heims frá árinu 1996, en það ár var hann einungis 21 árs. Árið 2001 tókst honum í fyrsta skipti að verða tekju- hæsti íþróttamaður heims og hélt þeirri nafnbót samfleytt þar til í fyrra þegar boxarinn Floyd Mayweather skaust á toppinn. Þó svo að Tiger sé langtekjuhæsti kylfingur heims eru tekjur hans nú aðeins helmingur af því sem þær voru árið 2009, eða sama ár og upp komst um framhjáhald hans með fjölda kvenna. Árið 2009 þénaði Tig- er 120 milljónir dala, eða rúmlega 14 milljarða króna á núverandi gengi, en það ár vann hann sex mót, þar á meðal FedEx-bikarinn sem færði honum 10 milljónir dala, eða 1200 milljónir króna á núverandi gengi, í verðlaunafé. Í kjölfarið tók ferill hans mikla dýfu og liðu 30 mánuðir þar til hann vann mót á PGA-mótaröð- inni. Tiger virðist vera búinn að ná sér eftir áfallið árið 2009 og er hann sem stendur í öðru sæti á heimslist- anum. Það sem af er ári hefur hann auk þess unnið þrjú mót og þá skrif- aði hann undir nýjan samning við lúxusúraframleiðandann Rolex í lok síðasta árs. Tveir góðir Tiger Woods og Phil Mickelson eru tveir tekjuhæstu kylfingar heims. Tiger raunar lang tekjuhæstur. Hér sjást þeir saman á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór fyrr í sumar. n Tiger Woods enn langtekjuhæstur n Kunnugleg andlit á topp 10 Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is 3 Ernie Els 42 ára Tekjur: 22,3 milljónir dala (2,7 milljarðar króna) n Els vann sigur á Opna breska meistara- mótinu sem fram fór í júlí síðastliðnum. Það var fjórði sigur hans á stórmóti og sá fyrsti í áratug. Meðfram golfiðkun sinni á Els fyrirtæki sem sérhæfir sig í að búa til glæsilega golfvelli. 4 Luke Donald 34 ára Tekjur: 20 milljónir dala (2,4 milljarðar króna) n Luke Donald er besti kylfingur heims ef marka má styrkleikalista kylfinga, en hann hefur verið á toppnum í 55 vikur í röð. Síðasta ár var afar gott hjá Luke Donald en þá halaði hann inn 13,2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. 5 Rory McIlroy 23 ára Tekjur: 16,4 milljónir dala (2 milljarðar króna) n Þessi 23 ára Norður-Íri er einn allra efnilegasti kylfingur heims og bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. Hann er samningsbundinn Titleist, FootJoy, Jumeirah Hotels og Oakley sem færa honum miklar tekjur. 6 Sergio Garcia 32 ára Tekjur: 16,2 milljónir dala (1,9 milljarðar króna) n Þessi spænski kylfingur er samnings- bundinn TaylorMade-Adidas Golf, en samningur hans við fyrirtækið er einn sá verðmætasti í golfheiminum. 7 Bill Haas 30 ára Tekjur: 16,1 milljónir dala (1,9 milljarðar króna) n Þessi þrítugi kylfingur vann lokamót FedExCup, Tour Championship, á síðasta ári og hlaut fyrir vikið 10 milljónir dala í bónus, eða tæplega 1,2 milljarða króna. 8 Lee Westwood 39 ára Tekjur: 12,8 milljónir dala (1,5 milljarðar króna) n Lee Westwood hefur unnið 39 mót á ferli sínum, þar á meðal eru 22 sigrar á Evrópumótaröðinni. Westwood er næst sigursælasti kylfingur Evrópumótaraðarinn- ar en á þeim mótum hefur hann þénað 34 milljónir dala, eða rúmlega fjóra milljarða króna á núverandi gengi. 9 Matt Kuchar 34 ára Tekjur: 12,5 milljónir dala (1,5 milljarðar króna) n Kuchar skorar hátt á listanum yfir tekjuhæstu kylfinga heims og það ekki að ástæðulausu. Í maí síðastliðnum vann hann Players Championship-mótið en verðlauna- féð á því móti er með því hæsta sem gerist í golfinu. Fyrir sigurinn fékk hann 1,7 milljónir dala, eða rúmar 200 milljónir króna í sinn hlut. 10 Adam Scott 32 ára Tekjur: 11,9 milljónir dala (1,4 milljarðar króna) n Ástralinn Adam Scott hefur unnið átján mót á ferli sínum. Hann varð fyrir vonbrigðum á Opna breska meistaramótinu í júlí þegar hann tapaði titlinum á ótrúlegan hátt. Hann var með fjögurra högga forystu þegar fjórar holur voru eftir en tapaði for- ystunni niður. Fyrir annað sætið fékk hann rúma 800 þúsund dali, eða 96 milljónir króna í sinn hlut. 1 Tiger Woods 36 ára Tekjur: 61,2 milljónir dala (7,3 milljarðar króna) n Eins og kemur fram hér að framan hafa tekjur Tiger Woods minnkað um 50 prósent frá árinu 2009. Þá missti hann stóra samn- inga við fyrirtæki á borð við AT&T, PepsiCo og Gillette. Hann er þó enn samningsbund- inn Nike og Electronic Arts sem færa honum miklar tekjur í vasann á hverju ári. 2 Phil Mickelson 42 ára Tekjur: 46,7 milljónir dala (5,6 milljarðar króna) n Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson var tekinn inn í frægðarhöll golfsins (e. World Golf Hall of Fame) í maí síðastliðnum. Á ferli sínum hefur hann halað inn 66 milljónir dala í verðlaunafé fyrir velgengni sína á hinum ýmsu mótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.