Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 22. ágúst 2012 Miðvikudagur
Vinkonur með tískublogg
n Fyrirsætan Tinna Alavis er frekari en stílistinn Brynja Norðfjörð
M
ig langaði að gera eitt-
hvað skemmtilegt með
skólanum og fékk þá
hugmynd að byrja með
tískublogg,“ segir fyrirsætan
Tinna Alavis sem, ásamt Brynju
Norðfjörð vinkonu sinni, stend-
ur fyrir tískublogginu secrets.is
sem fjallar um tísku, hönnun og
heilsu.
Tinna hefur unnið sem fyr-
irsæta um víða veröld en er flutt
heim. „Ég er að læra fatahönnun
en Brynja er stílisti og förðunar-
fræðingur og okkur langaði að
fjalla um áhugamálið okkar.
Við höfum báðar mikinn áhuga
á tísku en ég hef verið mikið í
kringum þennan bransa síðustu
ár og finnst allt sem viðkem-
ur tísku, hönnun og ljósmynd-
un einstaklega spennandi. Okk-
ur finnst báðum gaman að sýna
falleg föt og gefa dömum og
herrum hugmyndir um vöruúr-
val í verslunum á Íslandi í dag.
Tinna og Brynja hafa báðar
verið áberandi í tískuheimin-
um síðustu misserin og hafa auk
þess verið vinkonur um árabil.
„Brynja er vinur í raun, traust og
trygg og ég hlæ aldrei jafn mik-
ið og þegar Brynja mín er ná-
lægt. Samstarfið gengur vel en
við erum báðar skapstórar þótt
ég hugsi nú að ég sé nú frekari,“
segir Tinna hlæjandi.
Aðspurð neitar hún því að
vinna ennþá sem fyrirsæta.
„Ég er alfarið að einbeita mér
að skólanum núna auk þess að
vinna í síðunni. Við komum til
með að sýna falleg föt úr ýmsum
verslunum, gefa hollar og góðar
uppskriftir, setja inn áhugaverð
vídeó og margt fleira skemmti-
legt.“
A
mma á bústað þarna
í grenndinni. Hún
bjóst við að við vær-
um að fara að hitta
bændur og búalið og
hlusta á sögur og fræðast um
ættfræði í sveitinni. Við keyrð-
um hins vegar með hana að
Drumboddsstöðum þar sem
við komum henni á óvart,“ seg-
ir fréttamaðurinn Andri Ólafs-
son sem, ásamt fjölskyldu sinni,
bauð ömmu sinni, Auði Gests-
dóttur, í rafting í Hvítá á 75 ára
afmælisdaginn sem var síðasta
laugardag.
Andri segir uppátækið hafa
komið Auði skemmtilega á
óvart. „Hún var bara hress með
þetta og hikaði ekki við að skella
sér í blautgallann og setja á sig
hjálminn. Afi kom líka með en
hann treysti sér ekki. Það var
allt í lagi. Það var amma sem
átti afmæli og við gerum bara
eitthvað fyrir hann þegar hann
á afmæli,“ segir Andri og bæt-
ir við að það hafi verið mamma
hans sem hafi upphaflega átt
hugmyndina. „Við vorum strax
sammála um að framkvæma
þetta og hugsuðum lítið um það
hvort amma væri til eða ekki.
Eða hvort henni þætti yfir höfuð
gaman að fara í rafting. Amma
er öflug og flott kona og þótt hún
sé orðin 75 ára er hún ennþá
heilsuhraust. Það er því engin
ástæða fyrir hana að fara ekki í
rafting.“
Andri segir ömmu sína ekki
hafa dottið út fyrir. „Bátnum
hvolfdi ekki en það var töluvert
um ærsl og busl. Amma baðst
vægðar í öllu svoleiðis svo ég lét
mér nægja að fleygja mömmu
í Hvítá. Amma var meira að
virða fyrir sér fegurðina í kring
á meðan við hin vorum að slást.
Amma og fjölskylda hennar
tengist þessu svæði og eru ætt-
uð frá sveitinni þarna í grennd,“
segir hann en bætir við að hann
viti ekki hvort hún ætli að skella
sér aftur. „Ég efast um að hún
sé komin með „bakteríuna“ en
ég held að hún hafi haft mjög
gaman að fá að upplifa þetta að
minnsta kosti einu sinni.“
Andri þvertekur fyrir að fjöl-
skyldan sé eitthvað ævintýra-
gjarnari en gengur og gerist.
„Það held ég ekki. Við erum
bara voðalega venjuleg. Eftir
ferðina fórum við svo öll saman
í bústaðinn þar sem við borðuð-
um saman stórfjölskyldan um
kvöldið og fögnuðum afmælinu
á sjálfri Menningarnótt.“
„Ég efast um
að hún sé
komin með „bakterí
una“ en ég held að
hún hafi haft mjög
gaman að fá að upp
lifa þetta að minnsta
kosti einu sinni.“
Bauð
ömmu
í rafting
n Andri Ólafsson gaf ömmu sinni heldur óvenjulega 75 ára afmælisgjöf
Með ömmu Andri og Auður amma
hans tilbúin í fjörið.
Andri Ólafsson
Andri er fréttamaður
á Stöð 2. Hann eyddi
síðasta laugardegi með
stórfjölskyldunni þar
sem amma hans átti
afmæli.
Fyndin sund-
drottning
Sunddrottningin og fyrirsæt-
an Ragnheiður Ragnarsdóttir
heldur úti vefsíðunni mdes-
igniceland.tumblr.com þar
sem hún birtir myndir af fal-
legri hönnun og hlutum sem
veita henni innblástur. Þar
er einnig að finna svokallaða
gif-brandara sem segja má
að sé nýjasta æðið á netinu.
Um stuttan texta undir
hreyfimyndum er að ræða en
önnur vinsæl íslensk gif-síða
er The Berglind Festival.
Inga Lind
til Spánar
Fjárfestarnir Árni Hauks-
son og Hallbjörn Karls-
son eru þekktir fyrir að vera
séðir í viðskiptum og hafa
veðjað rétt í gegnum tíðina
í stormasömu íslensku við-
skiptalífi. Nú veðja þeir báð-
ir á Barcelona.
Hallbjörn hefur búið í
borginni um tíma með eig-
inkonu sinni Þorbjörgu
Helgu Vigfúsdóttur, fyrrver-
andi borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, og nú flytj-
ast hjónin Árni og Inga Lind
búferlum til borgarinnar.
Það er orðið æði fjöl-
mennt af athafnafólki í
borginni en þar búa einnig
Hannes Smárason og
kærasta hans Brynja X. Víf-
ilsdóttir og Magnús Ármann
og Margrét Baldursdóttir.
Bræður
saman í fríi
Útvarpsmaðurinn og vöðva-
tröllið Ívar Guðmunds-
son nýtur lífsins í sumar-
leyfi þessa dagana en hann
er staddur í Bandaríkjunum
ásamt stóra bróður sínum,
fyrrverandi N1 forstjóranum
Hermanni Guðmundssyni.
Þeir bræður skelltu sér ein-
ir saman í frí og hafa það nú
gott í sólinni og á golfvellin-
um. Samkvæmt heimildum
DV er síðasta vika sumarleyfis
Ívars runnin upp. Líklegt þyk-
ir að útvarpsmaðurinn verði
extra duglegur við æfingar og
taki ærlega til í matarræðinu
fyrir átök næstu daga en Ívar
mun svo mæta endurnærður
á Bylgjuna í byrj-
un næstu viku.
Forstjórinn
fyrrverandi er
stóri bróðir út-
varpsmanns-
ins en heil
fjögur
ár skilja
bræð-
urna að. Vinkonur Stelpurnar segja
samstarfið ganga vel.
Fyrirsæta Tinna hefur unnið sem
fyrirsæta víðs vegar um heiminn.
Stílisti Brynja Norðfjörð er bæði
stílisti og förðunarfræðingur.