Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 18
Veljum skólavörur án skaðlegra efna n Börn freistast oft til að naga strokleður og plasthluti S kaðleg efni má finna víða og ekki síst í vörum ætluðum börnum. Nú þegar skólarn- ir eru að hefjast þá flykkjast foreldrar og forráðamenn í verslanir til að kaupa skólavörur fyr- ir börnin. Á síðu Umhverfisstofnunar eru leiðbeiningar um hvað skal hafa í huga þegar slíkar vörur eru valdar. Þar segir að algengt sé að mjúkt plast og strokleður séu úr PVC-plasti sem inniheldur þalöt. Sumir plasthlut- ir séu þannig að börn freistist til að naga þá og séu því óvarin fyrir skað- legum efnum. Þá er bent á að hægt er að kaupa strokleður án PVC og fólk hvatt til þess. Þalöt geti einnig losnað út í umhverfið í örlitlum mæli frá hlut- um, loðað við ryk og verið langtímum saman í andrúmslofti innanhúss en börn komist þó í mesta snertingu við þalöt við notkun á drykkjarflöskum úr plasti. Ráð Umhverfisstofnunar: Veljið CE merktar vörur en CE merkið þýðir að varan er framleidd í samræmi við evrópska staðla og reglur. Verið vandlát á gæði en vandað- ar vörur endast betur og skila um- hverfislegum ávinningi í minna sorpi. Forðist drykkjarílát úr mjúku plasti með endurvinnslumerkinu PVC 3 og hörðu glæru plasti með endur- vinnslumerkinu 7. Hvetjið börn til að naga hvorki strokleður né plast. gunnhildur@dv.is 18 Neytendur 22. ágúst 2012 Miðvikudagur Algengt verð 249,7 kr. 252,7 kr. Algengt verð 249,5 kr. 252,5 kr. Höfuðborgarsvæðið 249,4 kr. 252,4 kr. Algengt verð 249,7 kr. 252,7 kr. Algengt verð 251,6 kr. 252,9 kr. Melabraut 249,5 kr. 252,5 kr. Eldsneytisverð 21. ágúst Bensín Dísil Smáatriðin skipta máli n Lofið fær Ísak hjá KFC í Kópavogi en DV fékk eftirfarandi sent: „Á sunnudagskvöld var brjálað að gera á staðnum. Viðskiptavinur, sem var númer tuttugu og eitthvað í röð- inni, þurfti að bíða í 45 mínútur eft- ir máltíð númer átta. Tveir til þrír voru að afgreiða og vinnustaður- inn var greinilega undirmannaður. Þegar viðskiptavinurinn fékk loks- ins borgarann baðst Ísak innilegrar afsökunar á biðinni og óskaði þess af einlægni að viðskipta- vininum yrði máltíðin að góðu og að kvöldið yrði gott. Þetta eru litlir hlutir sem skipta máli.“ Börn ekki fullgildir kúnnar n Subway í Skeifunni fær lastið að þessu sinni en óánægt foreldri vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Subway í Skeifunni fær mitt last en ég er ósátt við hvernig börn eru af- greidd þar. Mér finnst þau ekki vera talin fullgildir kúnnar heldur er horft yfir höfuðið á þeim og svo þegar þau fá loksins afgreiðslu er þeim sagt að drífa sig. Þessu þarf að breyta.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Kemst lengst á Audi A2 n Ný reiknivél á síðu Orkuseturs aðstoðar bíleigendur við að meta bíla Á heimasíðu Orkuseturs hef- ur nú verið opnaður Sam- gönguvefur sem inniheld- ur fjöldann allan af nýjum og uppfærðum reiknivélum sem aðstoða neytendur við minnka eldsneytisnotkun sína eða jafnvel skipta yfir í innlent og umhverfis- vænna eldsneyti. sparsamari og umhverfisvænni bílar Á síðunni má finna upplýsingar um stöðu bílaflotans og hvernig okk- ur gengur að að minnka olíunotk- un og útblástur í samgöngum. Þar eru reiknivélar sem bera saman bíla og reikna út hve miklu bensíni þeir eyða auk þess hve mikill koltví- sýringsútblástur er frá þeim. Þar er reiknað út fyrir bíleigendur hve langt þeir komast á bensínlítran- um en þá má annað hvort setja inn fastanúmer bílsins eða velja tegund og gerð bílsins. Auk þess gefur síð- an bílnum þínum einkunn hvað varðar mengun. Þá er gefið upp hve mörg kíló af koltvísýringi bíll- inn losar á einu ári og hve mörg tré eða hektara skógar þarf til að binda þann koltvísýring sem bíllinn losar. Reiknivélarnar geta nýst neytend- um vel þegar þeir huga að bílakaup- um, bæði þegar kemur að því að velja sparneytinn bíl og umhverfis- vænan. DV hefur tekið saman upplýs- ingar um sparneytnustu bílana auk nokkurra orkufrekari og reiknað út hve langt þeir komast á eldsneyti fyrir 10.000 krónur. Hér er miðað við að bensín- lítrinn sé á 249,9 krónur og verð á dísil sé 252,6 krónur. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Smábílar Sparneytnasti bíllinn er Audi A2 Framleiðandi Gerð Vél Meðaleyðsla CO2 g/km Audi A2 Dísil(3) 3 81 CO2 útblástur á ári 972 kg Stærð skógar 0,2 hektarar Fjöldi trjáa 485 tré Aðrir sparneytnir smábílar Framleiðandi Gerð Vél Meðaleyðsla CO2 g/km Skoda Fabia Dísil (3) 3,4 89 Toyota Yaris Hybrid Bensín (4) 3,5 79 Opel Corsa EcoF Dísil (4) 3,6 95 Fiat Punto Evo ECO Dísil (4) 3,6 95 Jepplingar Sparneytnasti bíllinn er Nissan Qashqai Framleiðandi Gerð Vél Meðaleyðsla CO2 g/km Nissan Qashqai Dísil (4) 5,2 137 CO2 útblástur á ári 1.644 kg Stærð skógar 0,3 hektarar Fjöldi trjáa 821 tré Aðrir sparneytnir jepplingar Framleiðandi Gerð Vél Meðaleyðsla CO2 g/km Dacia Duster Dísil (6) 5,3 139 Hyundai ix35 Dísil (4) 5,3 139 Kia Sportage Dísil (4) 5,3 139 Meðal bílar Sparneytnasti bíllinn er KIA RIO Framleiðandi Gerð Vél Meðaleyðsla CO2 g/km KIA RIO Dísil (4) 3,6 85 CO2 útblástur á ári 1.020 kg Stærð skógar 0,2 hektarar Fjöldi trjáa 509 tré Aðrir sparneytnir meðalbílar Framleiðandi Gerð Vél Meðaleyðsla CO2 g/km Skoda Octavia GreenL Dísil (4) 3,8 99 Citroen DC3 98 Dísil (4) 3,8 99 Citroen C3 Dísil (4) 3,8 99 Toyota Auris Hybrid Bensín (4) 3,8 89 Volkswagen Golf BM Dísil (4) 3,8 99 Jeppar Sparneytnasti bíllinn er KIA Sorento Framleiðandi Gerð Vél Meðaleyðsla CO2 g/km KIA Sorento Dísil (4) 6,6 174 CO2 útblástur á ári 2.088 kg Stærð skógar 0,4 hektarar Fjöldi trjáa 1.043 tré KIA Sorento er eini jeppinn sem eyðir minna en 7 L/100 km samkvæmt reiknivél Orkuseturs skólinn fer að hefjast Fólk er ráðlagt að kaupa strokleður án PVC. MynD PhOtOs.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.