Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 6
„Hafa ekki einu sinni hitt hann“ n Ingi fékk mjög óskýrt svar frá menntamálaráðuneytinu Þ etta er eiginlega svona ekki svar, við vitum ekki hvort þetta þýð- ir nei eða já. Ráðuneytið sendi okkur rökstuðning Fræðslu- ráðs fyrir því af hverju hann ætti ekki heima í Klettaskóla. Byggt á ein- hverjum gögnum. Þau hafa ekki einu sinni hitt hann en samt halda þau að þau geti sagt til um það í hvaða skóla hann eigi að vera,“ segir Ágúst Krist- manns, faðir Inga Kristmanns. Ingi og foreldrar hans hafa beðið eftir svör- um frá mennta- og menningarmála- ráðuneytinu síðan þau kærðu synjun sem Ingi fékk um skólavist í Kletta- skóla. Eftir þriggja mánaða bið fengu þau loks bréf sem þau héldu að myndi skera úr um það hvort Ingi fengi inn- göngu í Klettaskóla. Vonbrigðin voru mikil þegar kom í ljós að ráðuneytið gaf ekki skýrt svar í bréfinu. „Það kem- ur ekkert frá ráðuneytinu í þessu og við erum engu nær.“ Foreldrar Inga segja hann vera kominn á endapunkt í almenna skóla- kerfinu. Í Klettaskóla eru þroskahöml- uð börn en þar sem Ingi er með væga þroskahömlun og ekki næga viðbótar- fötlun þá telst hann ekki gjaldgeng- ur í skólann. Foreldrar hans vilja að hann fái að njóta sín í jafningjasam- félagi með öðrum þroskahömluð- um í Klettaskóla þar sem hann upplifi sig ekki einan og yfirgefinn. Greining á þroskahömlun Inga sem liggur til grundvallar ákvörðun fræðsluráðs um synjun í skólann er gerð þegar Ingi var fimm ára gamall. „Það virð- ist vera að þar sem hann er með væga þroskahömlun eins og hún er skil- greind en ekki nógu mikla viðbótar- fötlun þó að hann sé með viðbótar- fötlun, að þá komist hann ekki inn,“ segir Ágúst sem var að vonum von- svikinn eftir langa bið um framtíðar- skólagöngu Inga. „Þetta eru mikil von- brigði. Við vitum í raun ekkert. Ég er búin að panta fund með menntamála- ráðherra en veit ekki hvenær sá fund- ur verður,“ segir Ágúst og segir þau ekki ætla að gefast upp. viktoria@dv.is 6 Fréttir 22. ágúst 2012 Miðvikudagur N emakort Strætó í ár kostar 38.500 krónur og er það tæp- lega þriðjungs hækkun frá því í fyrra, þegar það kostaði 30.000 krónur. Reynir Jóns- son, framkvæmdastjóri Strætó BS, segir að tvær ástæður liggi að baki hækkuninni. „Í fyrsta lagi þá var þetta þannig að árið 2007 var ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni – sem var að gefa nemendum á framhaldsskóla- stigi frítt í strætó. Í kjölfarið á því var búist við stóraukinni notkun á strætó á meðal þessa hóps. En það gerðist ekki.“ Um 5.000 manns hafi verið að nýta sér nemakortið, sem hafi verið langt undir væntingum, sem voru um að helmingur nemenda myndi nýta sér tilboðið. Seinni ástæðan ku vera sú að sveitarfélögin hættu að niður- greiða kortin. Sagði börnum mismunað Reynir segir að vendipunkturinn í málinu hafi verið þegar umboðsmað- ur barna sendi Strætó BS bréf í október í fyrra. Inntak bréfsins var að sveitarfél- ögin og Strætó BS væru að mismuna grunnskólanemum með því að bjóða framhalds- og háskólanemum nema- kort á góðum kjörum, sem grunn- skólanemum stóð ekki til boða. „Þá var ákveðið að fara í afnám kerfisins,“ seg- ir Reynir en nú geta grunnskólanem- ar einnig sótt um kortið. Verð í strætó hefur farið hækkandi frá 2008, þegar sveitarfélögin hófu að draga sig úr verk efninu en ekki var eining á meðal þeirra um framkvæmd málsins. Ákvörðunin hörmuð Gjaldskrárhækkanirnar hafa ver- ið gagnrýndar. Á mánudag sendi stjórn Ungra Vinstri Grænna á höfuð- borgarsvæðinu frá sér ályktun þar sem ákvörðun Strætó BS að hækka verð á nemakortum er hörmuð. „Lágt verð þeirra hefur verið forsenda þess að nemar ferðist á umhverfisvænan máta. Nemar eru stærsti notenda- hópur strætó og er því hætt við að þeir muni í auknum mæli hætta að nýta sér umhverfisvænar almenningssam- göngur, hafi þeir ekki efni á því. Nem- ar eru eðli málsins samkvæmt ekki með sömu ráðstöfunartekjur og fólk á vinnumarkaði og því er nauðsyn- legt að sú þjónusta sem þeim stend- ur til boða taki mið af því. Nemar hafa treyst á ódýr nemakort Strætó BS síð- ustu ár og er þessi breyting því óásætt- anleg. Þriggja mánaða lenging gild- istíma, sem nemar hafa takmörkuð not af enda eru skólar almennt ekki starfræktir á sumrin, er alls ekki rétt- læting fyrir tvöföldun þess gjalds sem krafist var ári fyrr. Þess utan er upp- hæðin sem krafist er fyrir nemakortin í ár einfaldlega of há, sérstaklega með tilkomu hækkaðra skólagjalda Há- skóla Íslands,“ segir í ályktuninni. Endapunktinum náð Reynir telur að gjaldið muni ekki hækka frekar, nema mögulega vegna almennra hækkana á gjaldskrá. Verðið muni líklegast haldast svipað. „Ég myndi telja að við séum komnir á endapunkt með þetta,“ segir hann en bendir þó á að það sé stjórn Strætó BS sem sjái um gjaldskrána. Hann segir verðhækkanir ekki valda fækk- un á farþegum strætó. Heldur þvert á móti hefur farþegum fjölgað lítillega frá árinu 2008, sem er þá til marks um það að verkefnið hafi ekki verið að hafa þau áhrif sem skyldi. En tekin var ákvörðun um að selja tólf mánaða kort á verði níu mánaða korts, á verði eldri gjaldskránnar. Spurningar um hlutverk strætó Reynir segir málið einnig leiða til spurninga um hlutverk strætó í al- mennum skilningi: „Það vakna ýms- ar spurningar í kjölfar þessa alls. Af hverju á til dæmis að vera að niður- greiða fargjöld fyrir einn hóp en ekki annan? Hvar enda þá þessi sérkjör? Er strætó í félagsmálahlutverki eða er það ekki hlutverk sveitarfélaganna? Hvar á strætó heima?“ spyr Reyn- ir. Sveitarfélögin geta enn sem áður styrkt nemendur sína með einum eða öðrum hætti, segir hann, þó að niður- greiðslu nemakortanna sé nú hætt. n Nemakort Strætó hækkar um tæpan þriðjung eftir misheppnaða tilraun„Af hverju á að vera að niðurgreiða far- gjöld fyrir einn hóp en ekki annan? Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Ósátt við þriðjungs hækkun nemakorta Á endapunkti Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætó BS, telur að verð á nema- kortinu muni líklegast ekki hækka frekar, nema þá í takt við almennar hækkanir á gjaldskrá. Dræmar viðtökur Viðtökurnar á nemakortinu voru undir væntingum. Um 5.000 nýttu sér það en vonast var til þess að helmingur háskóla- og framhaldsskólanema myndu nýta sér tilboðið. Blótað í þágu Rauða krossins Fjögur börn sem leika börn Nóa í stórmynd leikstjórans Darrens Ar- onofsky, Noah, hér á landi sektuðu Russel Crowe og aðra aðalleikara myndarinnar um þúsund krónur fyrir hvert blótsyrði sem féll af vör- um þeirra við tökur myndarinnar og færðu Rauða krossinum ágóð- ann sem styrk fyrir innanlands- starf félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Rauði kross- inn sendi frá sér í dag, en börn- in heita Nola Gross, 9 ára, Mím- ir Bjarki Pálmason, 12 ára, Gavin Gasalenga,12 ára og Skylar Burke, 9 ára, og höfðu þau innheimt sekt- ir fyrir fjórtán blótsyrði þegar þau komu færandi hendi í Rauða kross- inn með samtals 14.000 krónur. Krakkarnir segja að aðalleik- arinn, Russel Crowe, sem leikur pabba þeirra Nóa í myndinni væri ábyrgur fyrir flestum blótsyrðanna og því væri orðfæri Ástralans ekki síst ástæðan fyrir þessum góða ár- angri. Þá eru einhverjir leikarar sem hafa ekki gert upp við krakkana og verður viðbótarfé skilað til Rauða krossins við fyrsta tækifæri þegar þeir hafa borgað. Rauði krossinn þakkar þess- um upprennandi leikurum fyrir frábært framtak og ekki síst fyrir frumlega hugmynd að söfnun til góðgerðamála.  Vill vera eins og hinir Biðin ruglar Inga að sögn föður hans. Þau hafa beðið í allt sumar eftir svari frá ráðuneytinu. Einkatímar á pianó Hljómborðsnámskeið Byrjendur og lengra komnir Börn og fullorðnir Ármúli 38 Rvík. | S.551 6751 og 691 6980 pianoskoli@gmail.com | pianoskolinn.is Innritun hafin á haustönn Gengislán í flýtimeðferð „Eftir að hafa metið gögn máls- ins telja sérfræðingar stjórnvalda nærtækasta kostinn í stöðunni að fá niðurstöðu dómstóla eins fljótt og kostur er og fá þannig heildarniðurstöðu í málinu þannig að hægt sé að ljúka endurútreikningi gengistryggðra lána,“ að því er segir í tilkynn- ingu frá stjórnvöldum. Inn- heimta gengislána var rædd á fundi ráðherranefndar, þann 20. ágúst. Rætt var um álitamál sem snúa að því hvort innheimta fjár- málastofnana standist lög en fundinn sátu Jóhanna Sigurðar- dóttir, Oddný Harðardóttir og Ögmundur Jónasson – auk að- stoðar- og embættismanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.