Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 2
N ýráðinn verkefnastjóri Þró- unarsamvinnustofnunar, staðsettur í Malaví, hefur ekki búið í Afríku, hefur ekki form- lega menntun í þróunarmál- um né hefur hann starfað í geiranum. Þrátt fyrir þessa vankanta var Guð- mundur Rúnar Árnason, forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar og fulltrúi Sam- fylkingarinnar, talinn hæfastur í hópi tæplega 80 umsækjenda um stöðuna. Fyrirtækið Capacent fór með ráð- gjöf við ráðningu Guðmundar en auk þess voru Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, og María Erla Marelsdóttir, sviðsstjóri Þróunarsviðs utanríkisráðuneytisins, með í ráðum. Þá mun einnig hafa ver- ið leitað til Vilhjálms Wiium, umdæm- isstjóra Þróunarsamvinnustofnunar- innar í Malaví. DV hefur heimildir fyrir því að ráðningin sé ekki á forsendum Þróunarsamvinnustofnunar og að innan stofnunarinnar og meðal þeirra sem starfa við þróunarmál hér á landi sé veruleg ólga vegna hennar. Fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofn- unar þvertekur fyrir þrýsting ofan úr ráðuneyti. Traustar heimildir blaðsins herma að Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra hafi með ráðningu Guð- mundar að gera. DV leitaði eftir viðbrögðum frá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráð- herra en fékk ekki. Þá var gerð tilraun til að ræða við Guðmund sjálfan en það tókst ekki heldur. Kannast ekki við þrýsting „Ég skal svara því mjög einfaldlega á þessari stundu og segja að það er bara alls ekki tilfellið,“ segir Engilbert Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Þró- unarsamvinnustofnunar, aðspurður hvort þrýst hafi verið á hann að ráða flokksbróður utanríkisráðherra í starf- ið. „Ráðherra hefur á engu stigi máls- ins beitt mig neinum þrýstingi eða lagt til neitt í málinu og mér þykir ólíklegt að hann hafi verið að hafa samband við einhvern hjá Capacent eða um- dæmisstjóra minn í Malaví.“ Engu að síður hefur DV upplýsingar úr fleiri en einni átt um að ráðningin sé ekki á forsendum stofnunarinnar. Þróunarsamvinnustofnun og Engil bert hafa nokkra reynslu af um- deildum ráðningum. Árið 2007, áður en Engilbert hlaut framkvæmdastjóra- stöðuna, var Stefán Jón Hafsteinn, borgarfulltrúi í Reykjavík, ráðinn til stofnunarinnar. Sú ráðning var gagn- rýnd nokkuð og þótti lykta af sam- tryggingu stjórnmálanna. Ólíkt Guð- mundi hafði Stefán þó nokkra reynslu af því að starfa við þróunarmál en hann var sendifulltrúi Alþjóðasam- bands Rauða kross félaga og Rauða kross Íslands í Genf og Afríku nokkrum sinnum á árunum 1985 til 1988. Engilbert þekkir pólitískar ráðn- ingar á eigin skinni ef marka má heim- ildir DV en árið 2001 sótti hann um starf framkvæmdastjóra Þróunarsam- vinnustofnunar ásamt Sighvati Björg- vinssyni fyrrverandi ráðherra Alþýðu- flokksins. Þrýst var á Engilbert á sínum tíma að draga umsóknina til baka sem hann og gerði. „Það er mál sem ég kæri mig ekki um að ræða,“ segir Engilbert við DV spurður hvort rétt sé að þrýst hafi verið á hann sjálfan á sínum tíma að draga umsókn sína til baka. Ekki fyrir ráðuneytið Utanríkisráðuneytið hefur hingað til ekki átt fulltrúa í matsnefndum við ráðningu verkefnastjóra stofnunar- innar. Öðru gildir þó um ráðningu framkvæmdastjóra. Hjá utanríkis- ráðuneytinu fengust þau svör að María Erla hafi ekki komið að ráðn- ingunni sem fulltrúi ráðuneytisins. „Þróunarsamvinnustofnun óskaði eftir því að sviðsstjóri Þróunarsam- vinnusviðs ráðuneytisins hefði að- komu að ráðningunni í krafti sér- þekkingar sinnar á málaflokknum. Sviðsstjórinn varð við þeirri beiðni, en aðkoman var ekki sem fulltrúi ráðuneytisins, heldur vegna þekk- ingar á málaflokknum sem um ræðir,“ segir í svari ráðuneytisins. Svör Þróunarsamvinnustofnun- ar voru samsvarandi og því bætt við að Þórdís Sigurðardóttir skrifstofu- stjóri stofnunarinnar sem fer með starfsmannamál hafi talið sig van- hæfa og óskað eftir að víkja úr ráðn- inganefndinni vegna tengsla við um- sækjendur. Capacent án valds DV óskaði eftir aðgengi að nafnalista þeirra áttatíu sem sóttu um starf- ið frá Þróunarsamvinnustofnun. Þar fengust þau svör frá Capacent að nauðsynlegt sé að aðvara þá sem sóttu um áður en nafn þeirra birt- ist í umfjöllun fjölmiðla. Listinn var því ekki afhentur áður en blaðið fór í prentun. Þá hefur Þróunarsam- vinnustofnun þegar borist ósk um nánari röksemdarfærslu fyrir ráðn- ingu Guðmundar. Þótt gjarnan sé vitnað til aðkomu ráðningafyrirtækja líkt og Capacent sem stimpil á faglega ráðningu er vert að taka fram að fyrirtækin veita að- eins ráðgjöf. DV leitaði til Capacent og Hagvangs og óskaði upplýsinga um í hverju ráðgjöf fyrirtækjanna fælist. Báðir aðilar staðfestu við blað- ið að ákvörðunartaka er ávallt í hönd- um verkkaupa. Fulltrúum hans er því ávallt í sjálfvald sett að breyta, hafna eða bæta við einstaklingum sem taka á í mat eða færa fram í næsta stig ráðningarferlisins. Samkvæmt þessu fara fyrirtækin með ráðgjöf en ekki ráðningu. Stjórnmála- og embættis- menn geta því ekki sjálfkrafa skýlt sér að baki fyrirtækjunum. Lokaritgerð um kosningar 1987 Árið 1991 útskrifaðist Guðmund- ur, sá sem ráðinn var, með doktors- gráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics. Guðmundur er samkvæmt upplýsingum frá Þró- unarsamvinnustofnun ekki einn úr hópi umsækjenda með doktorspróf. Guðmundur var einn með dokt- orspróf sem fór í viðtal. „Sá aðili sem var valinn var klárlega með mesta menntun þeirra sem þóttu alvarlega koma til greina en það var ekki bara menntunin heldur líka reynslan. Sér- staklega á sviði stjórnsýslu, fjármála- stjórnar og annarra slíkra hluta sem teknir voru fram í auglýsingunni. Það réði þessari ákvörðun,“ segir Engilbert en bætir við að meðal um- sækjenda hafi meðal annars verið læknir. Hann hafi verið í hópi sem verulega kom til greina en valdist þó ekki í lokahópinn. Hvort læknirinn sé með doktorspróf segir Engilbert; „Það minnir mig en ég þori ekki að fullyrða það. Ég fullyrði að í hópi þeirra sem þetta teymi sá ástæðu til að að eiga viðtal við var Guðmundur sá eini með doktorspróf,“ svarar Eng- ilbert. Þekking á lýðheilsumálum var talinn kostur í auglýsingu Þróunar- samvinnustofnunar um starfið. Frá Hafnarfirði til Malaví Guðmundur var til loka júní bæjar- stjóri í Hafnarfirði í skjóli meirihluta Samfylkingar og VG en var ætlað að víkja úr sæti bæjarstjóra sam- kvæmt samkomulagi flokkanna um mitt kjörtímabil. Umsóknarfrestur í starf þróunarstjóra rann út fimmta júní síðastliðinn en starfið var fyrst auglýst í maí. Í starfslýsingu sem birtist í Vefriti um þróunarmál sem stofnunin gefur reglulega út seg- ir að starfið feli í sér verkefnastjórn og undirbúning vegna verkefna stofnunarinnar. Þá segir að í starf- inu felist áætlanagerð og eftirfylgni með verkefnum, samskipti við stjórnvöld, þar með talið samskipti við héraðsstjórn í Mangochi. Sam- vinna og stuðningur við hagsmuna- samtök, stofnanir og hagsmunaað- ila er hluti af starfinu sem og ráðgjöf við umdæmisstjóra stofnunarinnar í landinu. 2 Fréttir 22. ágúst 2012 Miðvikudagur „Þetta er hundrað prósent ósatt“ „Ég hef aldrei átt eða tengst smá- lánafyrirtæki á Íslandi,“ segir Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri, í viðtali við DV um það hvort hann tengist rekstri um- deildra smálánafyrirtækja á Íslandi. Mikil umræða hefur verið í sam- félaginu og í netheimum um slík fyrirtæki og hefur nafn Bjarna oftar en ekki komið fram í tengslum við það. Mynd hefur meðal annars gengið á Facebook þar sem Bjarni er bendlaður við smálánafyrirtæki en rekstur þeirra þykir afar um- deildur, eins og DV hefur fjallað um undanfarið. Bjarni hefur meðal annars verið sagður eigandi smá- lánafyrirtækisins Hraðpeningar, en hann segist hins vegar ekki tengjast því á einn eða neinn hátt og segir: „Þetta er hundrað prósent ósatt.“ Pólitísk ráðning n Flokksbróðir ráðherra ráðinn til Þróunarsamvinnustofnunar Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Reynslulaus Guðmundur Rúnar Árnason var ráðinn úr hópi áttatíu umsækjenda. Hann hefur hvorki reynslu né menntun á sviði þróunarmála. Flokksfélagi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Guðmundur eru flokksfélagar. Framkvæmdastjórinn Engilbert Guðmundsson var ráðinn til Þróunarsam- vinnustofnunar árið 2011. Umdeild ráðning Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra var árið 2001 ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri stofnunar- innar. Aftur í bæjarstjórn Lúðvík Geirsson fyrrverandi bæjarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar sest væntanlega aftur í bæjarstjórn vegna fjarveru Guðmundar. Bjóst við ákæru Ríkissaksóknari hefur ákært Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og starfsmann Landsbankans fyr- ir að brjóta gegn þagnarskyldu bankaleyndar. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær. Tví- menningarnir eru kærðir fyrir að hafa aflað gagna um persónuleg fjármál Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, og komið þeim til DV í gegnum þriðja aðila. „Þetta kemur ekki á óvart því þarna var aflað gagna með ólöglegum hætti,“ sagði Guð- laugur Þór um kæruna í viðtali á Bylgjunni. Hann sagði þó kald- hæðnislegt að lekinn hafi ekki komið illa við sig þar sem upp- lýsingarnar sem fram komu hafi ekki verið neitt launungarmál. Málið er afar athyglisvert í ljósi þess að Gunnar Andersen hefur sjálfur sakað Guðlaug Þór um að leka gögnum um hann til Kastljóssins. Sagði Gunnar þau gögn einnig hafa verið fengin úr Landsbankanum. Að auki voru fréttastjóri DV og lektor við Há- skóla Íslands á meðal sakborn- inga í fyrstu, en mál saksóknara á hendur þeim hafa verið látin niður falla. Dans dans dans á RÚV RÚV hefur ákveðið að ráðast í fram- hald af þáttunum Dans dans dans þrátt fyrir nýlegar fréttir um hið gagnstæða. Í frétt Viðskiptablaðsins í byrjun ágúst kom fram að hætt hefði verið við að framleiða og sýna aðra seríu þáttarins Dans Dans Dans. Ástæðan var sögð peninga- leysi ríkismiðilsins. Þetta staðfesti dagskrárstjóri RÚV, Sigrún Stefáns- dóttir, á dögunum. Þá kom fram í fréttinni að í stað dansþáttarins myndi Þórhallur Gunnarsson stýra þætti þar sem sýnd yrðu brot úr þáttunum Á tali með Hemma Gunn, sem Hermann Gunnarsson stýrði til fjölda ára. Dansprufur fara fram í Hörpu í september og eru áhuga- samir hvattir til að taka þátt. Dóm- ararnir verða þeir sömu og í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.