Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 22. ágúst 2012 Miðvikudagur Þ að er vonlaust að fá íbúð, maður fer á milli íbúða og er að berjast um pínulitl­ ar íbúðir á uppsprengdu verði við 100 aðra,“ seg­ ir einstæð móðir á leigumarkaðn­ um. Hún fékk á dögunum, eftir margra mánaða leit, loksins leigða íbúð og segir þungri byrði af sér létt. Hún var þó einungis ein af mörgum sem leita sér að íbúð á höfuð borgarsvæðinu og gengur illa að finna. Fjölmargir leigjendur sem DV hefur rætt við hafa sömu sögu að segja. Erfitt er að fá íbúð­ ir til leigu, baráttan er hörð um þær fáu íbúðir sem eru í boði og leiguverðið er hátt, mun hærra en margir ráða við. Hún segir þó verst hversu ótryggt ástandið sé en núna er sá tími þegar hvað mest hreyf­ ing er á leigumarkaðnum. „Þótt ég sé komin með íbúð núna finnst mér ég samt ekki vera örugg, það er svo algengt að fólk leigi út íbúð­ ir í stuttan tíma í senn og það vant­ ar eitthvert öruggara úrræði,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getið. Biðlistinn aldrei verið lengri Samkvæmt mælingum frá Þjóð­ skrá Íslands hækkaði leiguverð á höfuð borgarsvæðinu um 3,2 pró­ sent í júlí. Það er mun meiri hækk­ un en hefur verið undanfarna mánuði en að meðaltali hefur sú hækkun verið 0,9 prósent. Dæmi eru um að 2–3 herbergja íbúð­ ir á almennum leigumarkaði séu leigðar á í kringum 150.000 krónur á dýrari svæðum höfuðborgarinn­ ar þó er það misjafnt eftir því hvar þær eru staðsettar í bænum. Staða ungs fólks á leigumark­ aðnum virðist frekar slæm. Til að mynda hefur biðlisti eftir íbúðum hjá Stúdentagörðum Háskóla Ís­ lands aldrei verið lengri og margir nemar eiga erfitt með að finna leiguhúsnæði sem hentar þeirra fjárhag. Þegar íbúðum var úthlutað hjá Stúdentagörðum þann 1. ágúst síðastliðinn voru 1.018 umsækj­ endur á biðlista eftir íbúðum sem ekki fengu úthlutað. Það er lengsti biðlisti sem hefur verið en áður var sá lengsti frá árinu 2008 en þá voru 985 á lista. Í fyrra voru 658 umsækjendur á listanum en árið 2005 voru þeir 427. Leigja frekar til ferðamanna Rebekka Sigurðardóttir upplýsinga­ fulltrúi hjá Félagsstofnun stúdenta segir ýmsar ástæður vera að baki löngum biðlista. „Þótt ég geti auð­ vitað ekki fullyrt neitt þá finnst mér líklegt að á meðal þess sem veldur þessum mikla fjölda sé að margir sem eiga litlar íbúðir virðast hafa gert þær upp til að leigja ferða­ mönnum með meiri hagnaðarvon í huga. Þar með eru íbúðirnar ekki lengur í langtímaleigu. Þannig að margt af því húsnæði sem stúdent­ ar höfðu ráð á að leigja er farið af markaðnum og er orðið að gistihús­ næði sem leigt er til ferðamanna á verði sem stúdentar ráða ekki við. Aðalvandinn er svo sá sami og alltaf hefur verið, það er ekki hefð fyrir neinu sem heitir langtímaleigu­ markaður á Íslandi. Framboð á litl­ um leigueiningum er lítið og það er stórt vandamál fyrir hópa eins og stúdenta og aðra sem hafa litla pen­ inga á milli handanna.“ Leigja svart Þegar skoðaðar eru nokkrar þeirra vefsíðna sem auglýsa íbúðir til leigu má að fjöldi íbúða í boði er ekki gríðarlegur. Skilmálar leig­ unnar eru líka misjafnir. Í sumum tilfellum er hússjóður og rafmagn reiknað inn í leiguverð en oft borg­ ar leigjandinn það aukalega. Þegar íbúð er tekin á leigu þarf yfirleitt að borga tryggingargjald, stundum allt upp í sem nemur þriggja mánaða leigu. Auk þess virðast sumir vilja leigja íbúðir sínar út án þess að gefa það upp en þá getur leigjandinn ekki fengið húsaleigubætur hafi hann rétt á þeim. Viðmælandi DV kannast við það úr íbúðaleit sinni. „Þá er leigan í einhverjum tilfell­ um aðeins lægri, þó alls ekki öll­ um, en þá fær maður ekki leigu­ bætur þannig að eins og fyrir mig þá myndi ég aldrei hafa efni á því,“ segir konan. Verð á þeim íbúðum sem aug­ lýstar eru á vefsíðunum sem skoð­ aðar voru er misjafnt en sjald­ gæft er að finna tveggja herbergja íbúðir undir 100 þúsund krónum á mánuði. Auk þess geta alls kyns gjöld bæst við, svo sem hiti, raf­ magn og hússjóður sem ekki er alltaf reiknaður inn í kostnaðinn. SlegiSt um leiguíbúðir n Leiguverð hækkar n Aldrei verið fleiri á biðlista hjá Stúdentagörðum„Aðalvandinn er og hefur alltaf verið sá, að það er ekki hefð fyrir neinu sem heitir leigumarkaður á Íslandi. Dæmi um íbúðir til leigu Hverfi Stærð Herbergi Verð 111 43 2 95.000 kr 108 75 3 155.000 kr 104 90 3 190.000 kr 101 117 3 250.000 kr 108 107 4 150.000 kr 170 64 2 140.000 kr 200 55 2 110.000 kr Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Baráttan hörð Erfitt er að fá íbúðir til leigu og baráttan um þær sem eru í boði er hörð. 1000 á biðlista Rebekka segir vanta minni húsnæði á leigumarkaðinn en rúm- lega 1000 manns eru á biðlista eftir íbúð á Stúdentagörðum. Suðurlandsskjálftarnir 2008: Rúmlega hundrað mál enn ókláruð Hundrað og níu tjóna­ og við­ bótartjónamál vegna jarðskjálft­ anna á Suðurlandi árið 2008 hafa enn ekki fengið fullnað­ arafgreiðslu. Þetta kemur fram í svari efnahags­ og viðskipta­ ráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Sigurð­ ur spurði ráðherra hver staða tjónþola hvað varðar viðlaga­ tryggingar væri eftir skjálftanna 2008. Í svarinu kemur fram að sam­ kvæmt upplýsingum Viðlaga­ tryggingar Íslands hafi þann 1. júlí síðastliðinn tilkynntir tjóns­ staðir vegna skjálftanna verið 4.493. Þar af eru tjón á fasteign­ um í 3.914 tilvikum og í 579 mál­ um var eingöngu tilkynnt um inn­ bús­ eða lausafjártjón. Tilkynnt hefur verið um viðbótarfasteigna­ tjón í 828 málum og viðbótarinn­ bústjón í 2 málum. Ef litið er á tjónstilkynningar á fasteignum eftir árum voru 3.169 tjónsatvik tilkynnt árið 2008. Árið 2009 voru tilkynnt 536 tjón og 424 viðbótartjón, árið 2010 voru tilkynnt 131 tjón og 177 viðbótartjón, árið 2011 voru tilkynnt 60 tjón og 154 við­ bótartjón og það sem af er af ár­ inu 2012 hafa verið tilkynnt 18 tjón og 86 viðbótartjón. Tjóna­ og viðbótartjóna­ mál sem enn hafa ekki feng­ ið fullnaðarafgreiðslu eru 109 talsins. Þar af voru þann 1. júlí sl. 5 mál í greiðsluferli, í 47 mál­ um var frestur tjónþola til and­ mæla ekki liðinn, matsgerð var í vinnslu í 46 málum og óskoðuð mál voru 11. Af óskoðuðum málum voru þrjú mál tilkynnt árið 2008, eitt var með ranga skráningu í gagnagrunni, eitt er á Vestfjörð­ um og telst utan áhrifasvæð­ is jarðskjálfta á Suðurlandi og í þriðja tilfellinu hefur verið beðið eftir viðbrögðum tjónþola við fyrirspurnum matsmanna. Tvö málanna voru tilkynnt 2010 og þrjú 2011 og hafa þau ekki ennþá verið skoðuð. Síðustu þrjú málin voru öll tilkynnt á þessu ári og eru í vinnslu. Í þeim tilfellum sem tjónaskoðun hef­ ur dregist hefur nú þegar verið brugðist við og haft samband við málsaðila til að ljúka skoðun og tjónamati. Unglingadeild “Þvert á stíl” Einsöngsdeild Grunnnám, miðnám, framhaldsnám Innritun til 28. ágúst Inntökupróf 30. ágúst Skólasetning 31. ágúst kl. 18 Sjá nánar á www.songskoli.is Sími: 552-0600 og 893-7914

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.