Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 22. ágúst 2012 „Hann minnir okkur á að elska“ n Minningartónleikar um Sigurjón Brink (29. ágúst 1974 – 17. janúar 2011) M inningartónleikar fyr- ir hann elsku Sjonna bróður minn verða á afmælisdegi hans, 29. ágúst, þá hefði hann orðið 38 ára gamall,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir. Hún segir að innan fjölskyldunnar hafi ver- ið ákveðið að heiðra minn- ingu hans á afmælisdegi hans og á sama tíma vilji þau minn- ast og heiðra þau gildi sem hann var þekktur fyrir. „Sjonni var mikill fjölskyldumaður, góður faðir og trúr og traust- ur vinur. Hann var sífellt að gefa af sér, með söng, tónlist og leik, og fjölskyldu og vinum gaf hann hlýju, ást og gleði. Hann minnir okkur á að elska og hversu gott það er að vera elskaður. Þegar svona gerist er lífinu kippt undan manni. Þetta verður eilífðarvinna að vinna úr þessari sorg. Okkur langar mjög mikið að halda tónlistinni hans á lofti. Við ætlum að flytja lögin hans og nokkur lög sem hann flutti eft- ir aðra. Leyfa öðrum að njóta.“ Fjölmargir tónlistarmenn og söngvarar ætla að heiðra minningu Sjonna og flytja tónlistina hans og að sögn Nínu Daggar vilja þeir styrkja fjölskylduna en Sjonni átti fjögur börn. Aðgangseyririnn rennur því í sjóð til styrktar börnum Sjonna. Meðal þeirra listamanna og vina sem koma fram eru: Magni Ásgeirsson, Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Jógvan Hansen, Vignir Snær Vigfússon, Guð- rún Árný Karlsdóttir, Soffía Karls, Matthías Matthíasson, Hreimur Örn Heimisson, Gunnar Ólason, Erna Hrönn, Pálmi Sigurhjartarson, Benni Brynleifs, Róbert Þórhalls, Bjarni Ara og fleiri.  Miðasala er hafin á  midi. is  og einnig í miðasölu Borg- arleikhússins. Fjölskyldan heiðrar minn- ingu Sjonna „Sjonni var mikill fjölskyldumaður, góður faðir og trúr og traustur vinur,“ segir Nína Dögg um bróður sinn heitinn. M arga rak í rogastans er Patti Smith tróð upp með Russell Crowe á óvæntum tónleikum í Reykja- vík á Menningarnótt. Fyrst í bakgarði Ellefunnar og síðan á Kex hosteli. Patti á sér marga heita að- dáendur á Íslandi, enda eitt virtasta söngvaskáld rokks- ins. Hún hefur bæði markað sér sérstöðu í heimi tónlistar og annarra lista og varð líklega fyrst heimsfræg þegar hún söng lag Bruce Springsteen, Because the Night, sem hún flutti einmitt fyrir gesti Menn- ingarnætur með Russell Crowe. Patti kom við á Íslandi vegna vinnu sinnar við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina Noah, sem Darren Aronofsky leikstýrir. Færri vita að goðsögn- in Patti hefur heimsótt Ísland þó nokkrum sinnum. Fyrst kom hún til landsins árið 1969 og var þá í bakpokaferðalagi með vinkonu sinni. Árið 1972 fylgdist hún með heimsmeist- araeinvíginu í skák á milli Spasskys og Fischers, úr fjar- lægð reyndar. Árið 2005 hélt hún svo tón- leika á Nasa og þá var eitt af því fyrsta sem hún gerði að heim- sækja Skáksamband Ísland. Hún vildi sjá og taka mynd- ir af borðinu sem Fischer og Spassky tefldu á. Ljósmynd- irnar notaði hún í listsköpun sinni. Seinna heimsótti hún sjálfan Fischer og þá var það Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Ís- lands, sem kom þeim fundi á. Hefur brennandi áhuga á skák Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, var einn þeirra sem hittu Patti á þessum tíma. „Þegar hún kom hing- að á Menningarnótt fór ég að rifja upp gamlar minningar og ég fann nokkrar myndir af því þegar hún heimsótti Skáksam- bandið. Það kom í ljós að Patti Smith hafði mikinn áhuga á skák og vildi vita sem flest um einvígið 1972. Hún vissi líka af því að Fischer bjó á Íslandi og hafði lengi fylgst með afdrif- um hans,“ rifjar hann upp. „Síðan gerðust hlutirn- ir hratt. Patti var mætt. Hrafn Jökulsson var forsprakki Hróksins var ekkert verið að tvínóna við hlutina. Hann kom því í gegn að það var haldið svokallað Patti Smith-skák- mót í Þjóðmenningarhúsinu, sama dag og tónleikarnir voru haldnir. Hann hringdi í mig og bað mig um að aðstoða sig og ég dreif keppendur þarna nið- ur eftir. Þetta var skemmtilegt skákmót sem haldið var um klukkan 11 að morgni og ég man að hún var ekkert mjög grannt að fylgjast með krökk- unum að tefla en hún var áhugasöm um skáklistina og var við þetta tækifæri gerð að heiðursfélaga Hróksins. Það var Hrafn sem ávarpaði hana og gerði hana að heiðursfé- laga og höfðu allir gaman af. Tónlistarmyndband á Íslandi Russell Crowe virðist hafa átt góðar stundir á Íslandi. Framkoma hans og Patti vakti heimsathygli. Hann var af- kastamikill og vann ekki að- eins að tökum á kvikmyndinni Noah heldur tók hann einnig upp tónlistarmyndband sitt og Alans Doyle hér á landi. Þeir félagar hafa unnið saman síð- ustu ár og í fyrra gáfu þeir út níu frumsamin lög og syngur eigin- kona Russells með í nokkrum þeirra. Við eitt þessara laga hef- ur nú verið gert myndband og fóru tökur fram í Árbæjarsafni þar sem starfsmenn safnsins léku í myndbandinu og höfðu gaman af. Patti Smith er heiðursfélagi n Rokkarinn heimsfrægi er með sterkar taugar til Íslands Patti við skákborðið Rokkgyðjan vildi taka myndir af skákborðinu sem Spassky og Fischer tefldu við. Gerð að heiðursfélaga Patti hlýðir á ávarp Hrafns. Tóku lagið saman Patti Smith og Russell Crowe vöktu heimsathygli þegar þau tróðu upp saman og sungu Because the Night. Hróksins Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 TOYOTA AURIS TERRA DIESEL 11/2007, ekinn aðeins 82 Þ.km, dísel, 5 gíra. Verð 1.990.000. Raðnr. 103707 - Bíllinn er á staðnum! BMW 320I S/D E90 04/2007, ekinn 94 Þ.km, sjálfskiptur, leður, lúga ofl. Einn eigandi! Verð 3.290.000 (gott verð). Raðnr. 192635 - Bíllinn er á staðnum! PORSCHE CAYENNE S Árgerð 2004, ekinn 89 Þ.km, sjálfskiptur, virkilega fallegt eintak! Verð 3.990.000. Raðnr. 190698 - Jeppinn er í salnum! YAMAHA FZ6 NAKED 07/2008, ekið 12 Þ.KM, 5 gíra, nýleg dekk, óaðfinn- anlegt hjól! Verð 1.190.000. Raðnr. 310322 - Hjólið er í salnum! JEEP GRAND CHEROKEE SRT 8 12/2007, ekinn 75 Þ.km, 426 hö, sjálfskiptur, geggjaður jeppi sem var innfluttur nýr! Skoðar allskonar! Verð 4.850.000. Raðnr. 290081 - Urrrrrrrr BMW 3 S/D E46 06/2003, ekinn 115 Þ.km, sjálfskiptur, flottur bíll! Verð 1.350.000. Raðnr. 290057 - Fínn þessi! HONDA ACCORD TOURER 08/2003, ekinn 149 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.190.000. Raðnr. 322524 - Bíllinn er á staðnum! HYUNDAI TERRACAN GLX 35“ breyttur 07/2006, ekinn 105 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Einn eigandi, gott eintak! Verð 2.990.000. Raðnr. 192700 - Jeppinn er á staðnum! HONDA ACCORD SEDAN 2,4 EXECUTIVE 03/2006, ekinn 100 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 2.390.000. Raðnr. 322503 - Sá fallegi er staðnum! Tek að mér að hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@ hotmail.com Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Flutningar Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti- vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur ,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690 SUBARU IMPREZA WAGON GX 4WD 05/2007, ekinn 80 Þ.km, sjálf- skiptur. Verð 1.990.000. Gott lán ca. 1,6mkr. Auðveld kaup! Raðnr. 270881 SKODA OCTAVIA AMBIENTE COMBI 4X4 12/2003, ekinn 163 Þ.km, 5 gíra. Verð 850.000. Raðnr. 310312 - Flottur í fríið! INFINITI FX45 4wd. Árgerð 2003, ekinn 62 Þ.M, leður, sjálfskiptur, 316 hö. Sumartilboðsverð 2.890.000. Raðnr. 310343 - Sjóðheitur jeppi! Tilboð Óska eftir smið Ég óska eftir trésmið til að smíða útidyratröppur. Endilega hafið samband í síma 551-3456.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.