Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 2
„Kjósa freKar að sofa úti“ 2 Fréttir 29. ágúst 2012 Miðvikudagur Vildi mótmæla einelti: Ók mótorhjóli inn í grunnskóla „Þetta voru nú mjög saklaus mótmæli af minni hálfu, en við- brögð skólans hafa verið alveg yfirgengileg eins og ég hafi verið þarna eins og geðveikur glæpa- maður,“ segir Björn Steinars- son, foreldri barns í Lágafells- skóla í Mosfellsbæ, sem keyrði á mótor hjóli sínu inn á ganga skólans á mánudag. Atvikið hefur verið kært til lögreglu og foreldrum og for- ráðamönnum hefur verið bent á að hafa samband við stjórn- endur skólans telji þeir að börn- in gætu þurft á áfallahjálp að halda.  Hann vill meina að engin hætta hafi skapast af athæfinu. „Hættan var jafn mikil og ef ég hefði farið þarna reiðhjóli.“ Björn segir ástæðuna fyrir því að hann fór inn á mótorhjólinu vera þá að einelti fái að viðgang- ast í skólanum og að stjórnend- ur skólans loki augunum fyrir vandanum. „Þetta áttu nú bara að vera saklaus mótmæli af minni hálfu en skólinn er gjör- samlega búinn að blása þetta þvílíkt upp að það hálfa væri nóg. Sonur minn kom heim eft- ir fyrsta skóladaginn alveg mið- ur sín út af einhverjum strákum sem voru að hrella hann. Það virðist vera voðalega lítið gert í málinu og því er bara sópað undir teppið og reynt að gera lítið úr því.“ Hann segist vonast til þess að skólinn fari að taka harðar á eineltismálum og að athæfið hafi vakið stjórnendur til um- hugsunar. „Viðbrögðin eiga eftir að koma fram. Mér skilst að það sé búið að gera eitthvað aðeins meira í eineltismálinu sem mig snertir og þá hugsanlega hre- yfir þetta þá við öðrum málum líka. Og þá er svo sem tilgangin- um náð.“ Stálu peningum úr peningaskáp Hundruðum þúsunda króna var stolið úr peningaskáp Jarðbað- anna í Mývatnssveit í byrjun mánaðarins. Framkvæmdastjóri Jarðbaðanna sagði í samtali við RÚV á þriðjudag að greini- lega hafi verið brotist inn í hús- næði Jarðabaðanna og augljóst hafi verið á ummerkjum að til- gangurinn hafi verið að komast yfir peninga sem geymdir voru á staðnum. Rannsóknardeild lögreglunn- ar á Akureyri fer með rannsókn málsins. Þ að er enginn að biðja um að þarna sé einhver hótelgisting en þrátt fyrir að þetta séu úti- gangsmenn eiga þeir rétt á mannsæmandi gistiaðstöðu,“ segir aðstandandi manns sem not- aðist lengi við þjónustu Gistiskýlisins sem Samhjálp rekur í Þingholtsstræti. DV hefur rætt við nokkra núverandi og fyrrverandi skjólstæðinga skýlis- ins sem og aðstandendur nokkurra manna sem þar hafa dvalið. Margir þeirra gagnrýna starfsemi Gistiskýl- isins, segja aðstöðuna slæma og setja spurningarmerki við það hversu mikl- um fjármunum sé varið í reksturinn. Fyrir árið 2012 fékk Samhjálp rúmar 48 milljónir til að reka skýlið, þar af fara 6.537.000 í leigu á húsnæðinu að Þingholtsstræti 25 sem er í eigu borg- arinnar. Heildargreiðslur vegna Gisti- skýlisins eru því rúmar 42 milljónir á ári, eða 3.827.288 krónur á mánuði, sem ætlaðar eru til daglegs reksturs. Það telst samkvæmt þjónustusamn- ingnum vera: laun starfsmanna (þar af eins áfengisráðgjafa), morgunverð- ur alla daga ársins, létt kvöldhressing, hita-, rafmagns- og símakostnaður, innkaup á matvöru og eldhúsrekstur, hreinlætisvörur og þrif, sængurfatn- aður og umsjónar- og stjórnunar- kostnaður. Gagnrýnir reksturinn Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfull- trúi Vinstri-grænna og fulltrúi flokks- ins í velferðarráði, hefur gagnrýnt að Samhjálp sjái um rekstur skýlisins. Meirihlutinn í velferðarráði braut inn- kaupareglur borgarinnar þegar samið var við Samhjálp um reksturinn án þess að bjóða hann út. Stuttu áður en það var gert hafði rekstur Konukots verið auglýstur eftir innkaupareglum borgarinnar um útboð reksturs. Gistiskýlið var fyrst opnað árið 1969 af Félagsmálastofnun Reykja- víkur. Samhjálp tók við rekstrinum haustið 1990 og rak skýlið til ársins 1999 en þá tók Reykjavíkurborg aft- ur við. Samhjálp kom svo aftur að rekstrinum 2006 og rak það þá mánuð í senn en formlegur samningur var gerður um reksturinn árið 2007 eftir að Velferðarsvið auglýsti eftir rekstr- araðila. Fulltrúar sjálfstæðismanna og vinstri-grænna í velferðarráði Reykja- víkurborgar hafa gagnrýnt að rekstur Gistiskýlisins hafi ekki verið boðinn út fyrir árið 2012. Gildir ekki það sama Þegar samið var við Samhjálp um rekstur Gistiskýlisins voru inn- kaupareglur borgarinnar brotn- ar. Innkaupastofnun borgarinnar og borgarlögmaður hafa staðfest það samkvæmt fundargerðum velferð- arráðs frá 7. júní á þessu ári. Þar segir: „Innkaupastofnun og borgarlögmað- ur hafa staðfest að innkaupareglur borgarinnar voru brotnar þegar samið var við Samhjálp um rekstur gistiskýl- isins fyrir karla að Þingholtsstræti 25. Ljóst er að um er að ræða meðvitað brot þar sem sviðið hafði skömmu áður samið við Rauða kross Íslands um rekstur gistiskýlis fyrir konur og þá fylgt innkaupareglum í hvívetna. Að mati velferðarráðsfulltrúa VG og Sjálf- stæðisflokks er brotið alvarlegt þar sem ekki var auglýst eftir áhugasöm- um eins og gera ber. Full ástæða er til að ætla að áhugasamir hefðu gefið sig fram eins og raunin var þegar síð- ast var auglýst eftir áhugasömum um rekstur gistiskýlis fyrir karla og SÁÁ gaf kost á samvinnu. Það er nöturlegt að fylgjast með því hvernig meirihluti Besta flokks og Samfylkingar leyfir sér að brjóta innkaupa- og siðareglur, þær tvær samþykktir borgarinnar sem helst eiga að verja íbúana gegn spill- ingu í stjórnsýslunni,“ segir í bókun af fundinum. „Þeir sömdu beint við Samhjálp núna í byrjun árs og fóru fram hjá nýj- um innkaupareglum borgarinnar sem segja að það eigi að auglýsa rekstur- inn. Þeir brutu reglurnar og um leið hækkuðu þeir verulega við þá,“ segir Þorleifur. Hann segir að síðast þegar reksturinn var auglýstur hafi SÁÁ boð- ið í hann. „Upphæðin sem þeir buðu var aðeins yfir því sem Samhjálp bauð en langt undir því sem upphæðin er komin í núna. Á sama tíma og samið var um áframhaldandi rekstur við Samhjálp var auglýst eftir áhugasöm- um aðilum við rekstur á Konukoti sem Rauði krossinn hefur rekið. Þannig að það gildir ekki það sama fyrir Rauða krossinn og Samhjálp.“ Sumir kjósa frekar að sofa úti Þeir sem DV ræddi við sögðu aðbún- að vera slæman í Gistiskýlinu. Vont loft væri þar og starfsemin hentaði engan veginn í því húsnæði sem hún væri í en samkvæmt heimildum DV er leitað að hentugra húsnæði und- ir starfsemina. Rúmin sem skjól- stæðingar skýlisins svæfu í væru kom- in vel til ára sinna. „Rúmin eru mjög léleg og óþægileg. Auðvitað er maður þakklátur fyrir að sofa ekki úti en ég veit að sumir kjósa frekar að sofa úti, allavega þegar það er ekki kalt, það er varla skárra að sofa inni,“ segir einn útigangsmannanna sem DV ræddi við og sagði sængurfötin líka gömul og léleg og að sjaldan væri skipt um þau. Reyndar nefndu nokkrir að að- eins væri skipt á rúmunum einu sinni í viku, burtséð frá því hvort mismun- andi aðilar notuðu rúmin. „Ef maður kemur seint eða missir úr dag og miss- ir þá rúmið sem maður vanalega hef- ur þá getur maður lent í því að sofa í rúmi sem einhver annar hefur dval- ið í, stundum er búið að míga í þau og það er ekki skipt um á þeim,“ seg- ir maðurinn. Bara rugl Þórir Haraldsson, dagskrárstjóri Gisti- skýlisins, segist kannast við að menn þurfi að sofa í rúmum sem aðrir hafi sofið í, með sömu rúmföt. „Já, já, og það er ekkert athugavert við það ef rúmið er hreint. En við setjum engan í rúm sem er búið að míga í, það er nátt- úrulega bara rugl,“ segir hann. „Hitt er annað mál að þetta er gistiskýli og það á enginn rúm. Þetta er allt önnur hug- myndafræði en ef þetta væri heimili. Það gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir hann. Viðmælendur DV töluðu einnig um að matvara sem boðið væri upp á í skýlinu væri oft útrunnin. „Þetta er eldgamall og vondur matur. Nú er hætt að vera brauð á morgnana og maður fær bara hafragraut og súr- mjólk,“ segir útigangsmaður sem sef- ur oft í skýlinu. Þórir vísar því á að bug að boð- ið sé upp á útrunninn mat. „Það er bara rangt. Við fáum gjarnan brauð að kvöldinu sem er dagsgamalt úr bak- aríinu. Það er yfirleitt ekki söluvara og því er annars hent að kvöldi til. Það er ekkert að þessu brauði og maður borðar oft dagsgamalt brauð heima hjá sér,“ segir hann. Boðið er upp á morgunmat í skýlinu og hressingu að kvöldi til. Ekki faglærðir starfsmenn Þorleifur hefur gagnrýnt ýmislegt er snýr að rekstri Gistiskýlisins. Til að mynda vill hann að borgin taki reksturinn yfir og telur það ekki sam- ræmast vinnureglum borgarinnar að Samhjálp, sem séu trúarleg samtök, sjái um rekstur á vegum borgarinnar. Í enda árs 2010 var gerð úttekt á starfsemi Gistiskýlisins. Þá var rætt við starfsmenn og skjólstæðinga. Þar kem- ur fram ýmislegt sem snýr að rekstrin- um og sumt setja skýrsluhöfundar út á. Meðal annars að starfsemin sé ekki Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Gistiskýlið Viðmælendur DV sögðu aðbúnað í Gistiskýlinu vera lélegan. Rúmin væru gömul og það kæmi fyrir að menn svæfu í hlandblautu rúmi eftir aðra. Dagskrárstjóri skýlisins vísar þessu á bug. „Auðvitað er maður þakklátur fyrir að sofa ekki úti en ég veit að sumir kjósa frekar að sofa úti, allavega þegar það er ekki kalt, það er varla skárra að sofa inni. n Segja aðbúnað í Gistiskýlinu lélegan n Innkaupareglur brotnar þegar samið var við Samhjálp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.