Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 15
Lúxuseyjur seljast illa
n Yfir 600 eyjur til sölu í heiminum n Kosta allt að 12 milljarða
S
vo virðist vera sem eignarhald
á glæsilegum eyjum sé að
komast úr tísku meðal hinna
frægu og moldríku. Það er að
minnsta kosti þannig ef marka má
söluskrár fyrirtækja sem sjá um að
koma þessum eyjum í verð. Yfir 600
eyjur eru nú til sölu um víða ver-
öld og er verðið á þeim jafn misjafnt
og þær eru margar. Þær ódýrustu
kosta í kringum sex milljónir króna
á meðan þær dýrustu kosta að lág-
marki tólf milljarða. Fjallað var um
málið í Sunday Times um helgina.
Frá árinu 2006 hefur fjöldi eyja í
einkaeigu á söluskrám fasteignafyr-
irtækja þrefaldast. Niðursveiflan í
kjölfar hrunársins 2008 hefur vissu-
lega haft sitt að segja en þrátt fyrir
það eru moldríkir einstaklingar á
borð við Íslandsvininn Paul Allen
hjá Microsoft, söngkonuna Celine
Dion og leikarann Johnny Depp að
reyna að selja eyjur sem þau eiga.
Eftirspurnin eftir þessum glæsieyj-
um virðist einnig vera lítil. Þannig
hefur eyjan Petra, sem stendur
steinsnar frá New York, verið til sölu
í nokkur ár en á eyjunni stendur
glæsileg lúxusvilla sem Frank Lloyd
Wright, einn virtasti og áhrifamesti
arkitekt 20. aldarinnar, hannaði.
Allen-eyja undan ströndum
Washington-fylkis hefur verið á
söluskrá frá árinu 2005. Þá vildu
eigendur hennar fá 25 milljónir
dala í sinn hlut, rúma þrjá milljarða.
Á þeim sjö árum sem liðin eru hef-
ur eyjan enn ekki selst og er verðið
nú komið niður í 13,5 milljónir dala,
1,6 milljarða. Ben Fogle, breskur
sjónvarpsmaður sem fjallar mik-
ið um ferðalög og lífsstíl fólks, seg-
ir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir
gríðarlegum háum viðhaldskostn-
aði sem fylgir því að eiga eyju. Fólk
láti drauminn um eigin eyju oft tál-
draga sig og fórnarkostnaður þess
að eiga eyju sé meiri en ávinningur-
inn af því.
Erlent 15Miðvikudagur 29. ágúst 2012
10 þjóðarleiðtogar
látnir á fjórum árum
n Tíu þjóðarleiðtogar Afríkuríkja látnir frá árinu 2008 n Þrír leiðtogar utan Afríku látist
fólki inngróin í kúltúr margra Afr-
íkjuríkja. En staðreyndin er hins
vegar sú að þjóðarleiðtogar í Afr-
íku eru ekki mikið eldri en þjóðar-
leiðtogar ríkja annarra heimsálfa,
eins og bent er á í umfjöllun BBC:
Meðalaldurinn í Afríku er 61 ár, í
Asíu einnig 61 ár, í Evrópu 55 ár og
í Suður-Ameríku 59 ár.
Þó að meðalaldurinn spili þó
vissulega inn í er annar þáttur
sem spilar stórt hlutverk: Lífslíkur.
Lífslíkur meðal almennra borgara
í Afríku eru töluvert minni en í
Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu.
Þetta er meðal annars vegna þess
að heilbrigðiskerfi eru vanþróuð
í mörgum Afríkuríkjum. Fátækt í
æsku hefur einnig áhrif til lengri
tíma litið, eins og Dr. George
Leeson, öldrunarfræðingur við
Oxford-háskóla, bendir á. „For-
setar í Afríku hafa ekki alltaf haft
það gott. Margir hafa alist upp í
fátækt sem hefur áhrif á lífslík-
ur þeirra þegar til lengri tíma er
litið. Þó að þeir lifi í vellystingum
– og búi við meiri lífsgæði en þeir
gerðu sem börn – þurfa þeir að
borga fyrir það að hafa lifað í fá-
tækt,“ segir Leeson.
Sleppa ekki takinu
Í umfjöllun BBC er þriðju ástæð-
unni einnig velt upp sem er póli-
tískt landslag í Afríku. Staðal-
ímyndin af hinum dæmigerða
leiðtoga Afríkuríkis er sú að hann
hangir í embætti þar til hann
dettur niður dauður. Simon All-
ison, blaðamaður Daily Maver-
ick, segir að þetta sé rétt að hluta.
Þetta hafi átt við Omar Bongo,
sem var forseti Gabon frá 1967
til 2009 þegar hann lést. Þetta
hafi einnig átt við um Lansana
Conte, forseta Gíneu, sem gegndi
embætti frá 1984 til dauðadags
árið 2009. Þetta hafi loks átt við
um Moammar Gaddhafi, forseta
Líbíu, sem var myrtur á síðasta
ári í kjölfar uppreisnar í landinu.
„Þeir voru allir einræðisherr-
ar af gamla skólanum sem hefðu
aldrei farið úr embætti. Hinir eru
öðruvísi,“ segir Allison og bend-
ir á Meles Zenawi í Eþíópíu sem
dæmi. Hann, líkt og aðrir forset-
ar sem hafa látist í embætti, hafi
ekki verið einræðisherra heldur
setið sem forseti og virt stjórnar-
skrá landsins.
Jákvæðar breytingar
Í umfjöllun BBC er tekið fram að
þessi háa dánartíðni á undan-
förnum árum geti verið einfald-
lega tölfræðilegt frávik. Hvað
sem því líður, skapi tíð dauðsföll
leiðtoga Afríkuríkja óvissu í við-
komandi löndum sem geti ver-
ið hættulegt og skapað ófrið. „Við
sjáum hvað gerist í Gíneu-Bissá,“
segir Allison. „Þegar Sanha lést
fylgdi ófriður í kjölfarið. Þetta er
erfitt fyrir mörg Afríkuríki því í
sögulegu tilliti hafa breytingar í
æðstu embættum ekki gefist vel,“
segir hann. Allisson segir að þrátt
fyrir það sé tilefni til bjartsýni. „Í
Sambíu, Malaví, Ghana og Ní-
geríu hefur andlát þjóðarleiðtoga
leitt af sér stjórnarskrárbreytingar
í þágu fólksins. Það er mjög já-
kvæð þróun fyrir ríki Afríku.“ n
Grátið Þúsundir
manna minntust
forseta Gana, John
Atta Mills, sem lést
í júlí síðastliðnum.
Fjórir þjóðarleið-
togar í Afríku hafa
látið lífið á árinu og
tíu frá árinu 2008.
MYnd ReuteRS
Hvenær Aldur dánarorsök
Meles Zenawi
forseti Eþíópíu ágúst 2012 57 Sýking, krabbamein
Bingu Wa Mutharika
forseti Malaví apríl 2012 78 Hjartaáfall
Muammar Gaddafi
forseti Líbíu október 2011 69 Drepinn
Omar Bongo
forseti Gabon júní 2009 73 Hjartaáfall
Lansana Conte
forseti Gíneu desember 2008 74 Ekki vitað
John Atta Mills
forseti Gana júlí 2012 68 Krabbamein
M. B. Sanha
forseti Gíneu-Bissá janúar 2012 64 Langvinn veikindi
Umaru Yar‘Adua
forseti Nígeríu maí 2010 58 Nýrna- og hjartabilun
J. B. Vieira
forseti Gíneu-Bissá mars 2009 69 Drepinn
Levy Mwanawasa
forseti Sambíu ágúst 2008 59 Hjartaáfall
Leiðtogar sem dóu í embætti
„Þeir voru
allir ein-
ræðisherrar af
gamla skólan-
um sem hefðu
aldrei farið úr
embætti
Selst ekki Eyjan Petra er í fimmtán mínútna fjarlægð frá New York – með þyrlu. Á eyjunni
stendur lúxusvilla sem Frank Lloyd Wright hannaði. Hún hefur verið til sölu frá árinu 2005.
M
Y
n
d
P
R
iv
A
te
iS
lA
n
d
S
o
n
li
n
e
Gifitist mann-
inum sem
bjargaði henni
Nenad Padova, 32 ára, og Tatj-
ana Rasevic, 30 ára, gengu í það
heilaga á dögunum. Það væri ekki
í frásögur færandi nema vegna
þess hvernig þau kynntust. Fyr-
ir tveimur árum lenti Tatjana í
snjóflóði á Suva Planina-fjall-
inu í Serbíu. Björgunarsveitir
voru ræstar út og í þeim hópi var
einmitt núverandi eiginmaður-
inn, Nenad Padova. Padova gróf
Tatjönu upp en það mátti ekki
tæpara standa enda var hún mjög
hætt komin vegna súrefnisskorts.
„Ég trúði ekki að ég væri á lífi
þegar þessi ótrúlega myndarlegi
maður gróf mig upp. Ég hélt að
hann væri engill,“ sagði brúðurin
Tatjana við fjölmiðla.
Ungmenni
kveiktu í sér
Tveir ungir Tíbetar kveiktu í sér
fyrir utan klaustur í suðvestur-
hluta Kína á þriðjudag með þeim
afleiðingum að þeir létust. Vildu
unglingarnir með þessu mótmæla
yfirráðum Kínverja í Tíbet. Sam-
kvæmt mannréttindasamtökun-
um Free Tibet hefur að minnsta
kosti 51 Tíbeti kveikt í sér frá árinu
2009 en allir hafa þeir mótmælt
yfirráðum Kínverja. Ungmenn-
in sem kveiktu í sér á þriðjudag
hétu Lobsang Kalsang 18 ára, og
Damcoek 17 ára, en þeir voru báð-
ir munkar.
Reknir úr
hernum
Níu bandarískir hermenn sem
ollu mikilli reiði í Afganistan eftir
að þeir brenndu kóraninn og köst-
uðu af sér vatni á lík uppreisnar-
manna Talíbana verða ekki sótt-
ir til saka. Mennirnir munu þó
ekki sleppa án refsingar því þeir
hafa allir verið reknir úr hern-
um. Mennirnir tóku meðal annars
myndband af því þegar þeir köst-
uðu af sér þvagi á lík uppreisnar-
manna sem fallið höfðu í átökum
við bandaríska herinn. Stiklur úr
myndbandinu voru birtar á frétta-
miðlum víða um heim og olli
athæfi mannanna mikilli reiði í
Afganistan.