Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Miðvikudagur 29. ágúst 2012
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
M
argir slaka á í tilhugsun
um mataræði á sumrin
og leyfa sér aðeins meiri
óhollustu en ella. Nú
þegar haustið er gengið í
garð er hins vegar um að gera að taka
upp þráðinn aftur. Það er sérstaklega
mikilvægt að hafa hollustuna í huga
þegar kemur að nesti barnanna.
Flestir skólar bjóða upp á heitan mat
í hádeginu en margir taka þrátt fyrir
það nesti með sér og þá er tilvalið að
hafa eftirfarandi ráðleggingar í huga.
Þær má finna á heimasíðu Politiken.
1 Ræðið um nestiðTalið saman um nestið og verið
viss um að barnið viti hvað er í nestis-
pakkanum. Þá veit það hvað bíður þess í
nestistímanum.
2 Mikilvægt að barnið borði Ef barnið er mjög matvant, látið
þá matvæli sem þið vitið að það borðar
í nestisboxið. Þá er ekki átt við óhollan
mat heldur þann mat sem þið vitið að
það borðar. Það að barnið borði nestið
er mikilvægara en vilji foreldranna til að
börnin borði ákveðin matvæli.
3 Útbúið nestið samanHafið börnin hjá ykkur þegar
nestið er tekið til eða fylgist með þeim
gera það. Það er gott ráð að smyrja
nestið kvöldinu áður, til dæmis strax
eftir matinn þegar allir eru enn í eldhús-
inu eða borðstofunni.
4 Auðvelt að borðaÚtbúið nestið þannig að það sé
auðvelt að borða það. Ekki flækja það
í mörgum boxum eða skreyta það of
mikið. Nestið má alveg vera einfalt.
5 Saman að verslaTakið börnin með í búðina og
leyfið þeim að hjálpa til við að velja
brauð, álegg og ávexti. Það er ekki
alltaf nauðsynlegt að vera stífur þegar
kemur að því að fylgja ráðleggingum um
hollustu og mataræði.
6 Grænmeti mikilvægtLátið alltaf eitthvað grænmeti í
nestisboxið. Agúrkur, gulrætur, baunir
og sellerí er til dæmis gott að narta í.
Það er líka alltaf fínt ráð að koma græn-
metinu að með því að nota það í smá
skreytingar, til dæmis ofan á brauð.
7 Heilkorn undirstaðanGróft rúgbrauð og heilkornabrauð
ætti að vera undirstaðan í nestisboxinu
og óþarfi að spara það. Þá má gjarnan
hafa brauð, bollur, beyglur og pítubrauð
til skiptis í nesti. Passið bara að það séu
heilkornavörur.
8 Mismunandi áleggMunið að hafa fjölbreytt álegg og
skiptið hinu hefðbundna út öðru hvoru.
Það gerir brauðið meira spennandi.
Einnig er gott ráð að nota afganga frá
kvöldinu áður ofan á brauðið.
9 Fiskur er hollurPrófið að gefa börnunum til
dæmis fiskibollur, síld, lax, makríl í sósu,
rækjur eða þorskhrogn. Hver veit nema
þeim finnist það gott. Túnfiskur í dós
getur líka slegið í gegn. Kannið hvaða
fiskálegg er til í verslunum.
10 Ferskir ávextirÞað er alltaf gott að fá sér nokkra
ávaxtabita í eftirmat og má nefna
ananas, appelsínur, banana, plómur,
ber, kiwi, melónur, mandarínur, perur,
vínber, ferskjur og epli. Þá er gott að
skera ávextina niður í litla bita og hafa
þá í sér boxi.
11 Hið fullkomna nestisboxMiðið við að hafa alltaf þetta í
nestisboxi barnanna: grænmeti, heil-
korn, fisk og ávexti.
Hollt nesti
í skólann
n Undirstaðan í nestisboxinu ætti að vera heilkorn en ávextir og grænmeti er einnig mikilvægt