Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 4
Óraunhæfur réttlætishÓpur Ræddu um endurreisnina n Aðrar þjóðir gætu lært af Íslendingum, sagði Helle Thorning-Schmidt H elle Thorning-Schmidt, for- sætisráðherra Danmerkur, og sendinefnd hennar hafa yfirgefið Ísland og haldið áleiðis til Grænlands. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra tók á móti henni á Þingvöllum á mánu- dag. Gengu þær niður Almanna- gjá og að Lögbergi áður en sest var að fundarborði í Þingvallabústaðn- um ásamt embættismönnum og ráðgjöfum. Samkvæmt tilkynningu forsætisráðuneytisins var rætt um stöðu efnahagsmála, bæði á Íslandi og í Danmörku, svo og stöðu efna- hagsmála í Evrópu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að danski for- sætisráðherrann telji aðdáunarvert hvernig Íslandi hafi tekist til í efna- hagsmálum eftir fjármálahrunið 2008. Telur hún að aðrar þjóðir geti dregið lærdóm af árangri Ís- lendinga. Meðal annarra mála sem bar á góma á fundinum voru makríld- eilan, málefni norðurslóða og að- ildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu. Danir styðja Ísland eindregið í samningaferlinu eins og áréttað er sérstaklega í stjórnarsátt- mála danskra stjórnvalda. Að fundarhöldum loknum fylgdi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, danska forsætisráð- herranum um Alþingishúsið. Heim- sókninni lauk svo með kvöldverði í Þjóðmenningarhúsinu en þar fékk forsætisráðherrann að skoða ýmis skinnhandrit frá miðöldum, svo sem Konungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu. johannp@dv.is 4 Fréttir 29. ágúst 2012 Miðvikudagur Forsætisráðherrar spjalla Jóhanna Sigurðardóttir og Helle Thorning-Schmidt ræddu sérstaklega um stöðu efnahagsmála á Íslandi og í Danmörku. Sveddi tönn trúlofaður Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er kallaður, trú- lofaði sig nýlega í Brasilíu. Sverr- ir dvelur nú í fangelsi þar í landi, grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til Bras- ilíu frá Lissabon í Portúgal. Sam- kvæmt heimildum DV er unnusta Sverris íslensk, en hún mun hafa farið til Brasilíu eftir að Sverrir var handtekinn þar í júlí síðastliðnum. Parið setti upp hringana í fangels- inu Ary Franco í úthverfi Rio og er sagt alsælt með ráðahaginn. Neitað um fjar- skiptagögn Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um að Símanum yrði gert að afhenda lög- reglunni á Selfossi upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskipta- möstur í Herjólfsdal í Vestmanna- eyjum meðan Þjóðhátíð stóð yfir. Lögreglan á Selfossi krafðist þess að fá upplýsingarnar afhentar vegna rannsóknar á kynferðisbroti sem framið var á Þjóðhátíð. Í úrskurði Héraðsdóms Suður- lands frá 17. ágúst síðastliðnum kemur fram að brotaþoli hafi gefið lýsingu á manninum og þeim fatnaði sem hann hafi klæðst. Við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal megi sjá karlmann sem svipi til lýsingarinnar hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiða- stæði í dalnum. Á upptökunni sést maðurinn tala í síma og nauðsyn- legt sé vegna rannsóknar málsins að afla umræddra fjarskiptagagna. Lögreglustjórinn á Selfossi þurfi á fyrrnefndum úrskurði að halda, enda geti upplýsingarnar skipt sköp- um fyrir rannsókn málsins. Hæstiréttur hafnaði kröfunni á þeim forsendum að krafa lög- reglunnar á Selfossi hafi ekki beinst að tilteknum síma eða fjarskipta- tæki, heldur að því að veittar yrðu allar upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í um fjar- skiptamöstrin á tilgreindum tíma. Því hafi krafa lögreglustjóra gengið lengra en rúmaðist innan orðalags lagagreinar. E kkert varð úr vinnu starfshóps sem núverandi ríkisstjórn sam- þykkti að tillögu fjármálaráð- herra að skipa á fundi sínum í lok ágúst 2009. Átti hópurinn að kanna möguleika ríkisins á að hefja og reka skaðabótamál á hendur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hugsanlega hefðu valdið ríkinu og al- menningi í landinu fjárhagslegu tjóni í aðdraganda bankahrunsins og í því. Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar með hópnum fengu hins vegar skell, álitn- ar ótímabærar og óraunhæfar, og enn virðist þjóðin og ríkið engu nær því réttlæti sem vonast var til að næðist með einhverskonar uppgjöri á hrun- inu. Réttlætishópurinn mikli Tilkynnt var um stofnun þessa rétt- lætishóps ríkisstjórnarinnar með fréttatilkynningu og um hann fjallað í öllum fjölmiðlum meðan reiðin kraumaði hvað mest í þjóðfélaginu eft- ir hrun. Tilkynningin bar með sér að nú ætti loks að sækja peningana „okk- ar“ í hendur útrásarvíkinga og með- reiðarsveina þeirra og fólk fékk það á tilfinninguna að nú ætti að gera eitt- hvað varðandi þá aðila sem taldir voru hafa knésett þjóðina. Það var þó ekki fyrr en í apríl 2011, með álitsgerð rík- islögmanns, að ljóst varð að verkefni og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar með starfshópnum væru óraunhæfar mið- að við gefnar forsendur og þar að auki ótímabærar. Þar með staðfesti ríkislög- maður í raun skoðun fulltrúa hópsins sjálfs. Ekki á launum DV óskaði eftir upplýsingum um hinn gleymda starfshóp í fjármálaráðu- neytinu og fengust þau svör að skip- að hafi verið í hann í lok árs 2009 og hann starfað þar til bréf ríkislögmanns barst í apríl 2011. Samkvæmt sam- þykkt ríkisstjórnarinnar átti hópurinn að vera skipaður fulltrúum forsætis-, fjármála-, dómsmála- og viðskipta- ráðuneytis auk tveggja til þriggja lög- fræðinga. DV fékk þær upplýsingar að fulltrúar hópsins hafi reyndar fengið greidd laun fyrir setu sína. Verkefni hópsins voru tilgreind sem þau að gera „… á því athugun í hvaða tilvikum líklegt er að hefja megi slík mál með árangri, skilgreina einstök mál og velja þau sem líklegt er að geti haft hraðan framgang og hafi fordæm- isgildi. Að lokinni þessari undirbún- ingsvinnu verður svo ákveðið hvort og með hvaða hætti staðið verður að málshöfðun og þá meðal annars hvort hún yrði í höndum ríkislögmanns eða annarra.“ Samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn DV hefur starf hópsins ekki verið reglulegt síðan álit ríkislögmanns í raun kæfði verkefni hans og fyrirætl- anir ríkisstjórnarinnar. Leitað var þó til hópsins síðastliðinn vetur þar sem hann tók saman upplýsingar fyrir ut- anríkismálanefnd vegna umfjöllunar í nefndinni um þingsályktunartillögur um málshöfðun á hendur Bretum og fleiri aðilum vegna beitingar hryðju- verkalaganna hrunveturinn 2008. Óskýr verkefni En það kemur einmitt fram í álits- gerð Einars Karls Hallvarðssonar rík- islögmanns, sem DV fékk afrit af, að verkefni starfshópsins samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar væru afar víðtæk. „Til að raunhæft sé að reka skaðabótamál verður í fyrsta lagi að skilgreina og afmarka með ótvíræð- um hætti hvaða tjón áformað er að fá bætt,“ segir í álitsgerðinni. Þá verði að liggja fyrir hvers eðlis tjónið er, hvernig unnt sé að mæla það og meta til fjár og margt fleira. „Er með öðrum orðum ekki raun- hæft að hefja málarekstur nema að hann grundvallist á sakarreglunni og með því þarf að liggja fyrir að meiri líkur en minni séu á að háttsemi einstakra manna séu saknæmar og ólögmætar.“ Í álitinu rifjar Einar Karl upp að lög- gjafinn hafi brugðist með ýmsu móti við hruninu en nefnir sérstaklega skip- an rannsóknarnefndar Alþingis og stofnun embættis sérstaks saksóknara. Benti hann á að ljóst væri að heimild- ir og úrræði sem sérstakur saksóknari hefur yfir að ráða til gagnaöflunar væri miklu meiri en „ætla má að ráðuneyt- um væri fært að hlutast til um“. Gæti skaðað önnur mál Að auki gæti það hreinlega reynst skaðlegt öðrum málum sem til rann- sóknar eru. „Viss hætta er á að ótíma- bær málsókn af hálfu ríkisins þar sem afmörkun tjóns væri þar að auki ómarkviss gæti truflað þann farveg sem löggjafinn hefur markað rann- sókn mála með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar.“ Í niðurlagi álitsgerðarinnar segir: „Að framansögðu er það mat embætt- isins að málarekstur á þeim grund- velli sem starfshópnum var ætlað að kanna sé ekki tímabær. Er ítrekað að málshöfðun er ekki raunhæf nema af- markað sé á skýran hátt hvert tjón rík- isins er og á hvern hátt það hafi orsak- ast.“ Ekki fór hins vegar jafn mikið fyr- ir niðurstöðu ríkislögmanns og stofn- un starfshópsins á sínum tíma og tals- verðan tíma tók fyrir DV að fá svör frá ráðuneytinu um örlög þessa hóps. Leitin að sökudólgum og einhvers konar réttlæti í formi fébóta sem upp- haflega var lagst í af mikilli hugsjón er því fjarri því að ljúka. Þess utan hefur risið verið lágt á embætti sérstaks sak- sóknara sem meirihluti þjóðarinn- ar ber svo mikið traust til samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Gagnrýnisraddir á skilvirkni og árangur þess embætt- is verða sífellt háværari og hefur DV heimildir fyrir því að innan stjórn- arráðsins séu menn sömuleiðis orðn- ir langeygir eftir árangri. n Engar bætur sóttar til hrunverja á næstunni n Starfshópur greip í tómt Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fréttaskýring Vanhugsað Þó upphafleg hugmynd Steingríms J. Sig- fússonar með starfshópnum hafi verið góðra gjalda verð reyndist hún á endanum vanhugsuð. Dæmd ótíma- bær og tæpast raunhæf. Mynd: SiGTRyGGuR ARi „Er með öðr- um orðum ekki raunhæft að hefja málarekstur. Fujitsu Lifebook AH530 Omnisverð 89.900 Fartölvan þín fær betri þjónustu hjá okkur. 444-9900 www.omnis.is REYKJAVÍK Ármúla 11 REYKJANESBÆR Tjarnargötu 7 AKRANES Dalbraut 1 BORGARNES Borgarbraut 61 Öflug Lifebook á ótrúlegu verði. 15,6” LED glossy skjár, Intel Core i3 örgjörvi, 4GB af DDR3 vinnsluminni og 500GB diskur. Vökvavarið lyklaborð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.