Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 29. ágúst 2012 Miðvikudagur Hættulegar hringferðir n Sífellt fleiri hjóla í kringum landið n Óvitlaust að finna aðra aðferð, segir yfirlögregluþjónn„Vegfarendur hringja gjarnan inn og lýsa yfir áhyggjum sín- um af því að þetta skapi hættu og sé óþægilegt.Þ að er ekki spurning að þetta veldur stundum hættu,“ seg­ ir Kristján Þorbergsson, yfir­ lögregluþjónn á Blönduósi. Færst hefur í aukana undan­ farin ár að fólk fari hringinn í kring­ um landið á öðrum farartækjum en bílum. Bara í sumar má finna mörg dæmi þess að fólk fari hringinn í kringum landið með óhefðbundn­ um hætti. Einn fór til dæmis á skútu á meðan annar lagði land undir fót á hjólabretti, svo tvö dæmi séu nefnd. DV er kunnugt um nýlegt dæmi þar sem minnstu mátti muna að illa færi þegar hjólreiðamenn fóru um eina heiðina fyrir austan. Svarta­ þoka var á heiðinni og ökumaðurinn ók skyndilega fram á hóp hjólreiða­ manna í einni beygjunni. Gekk aftur á bak Mikill fjöldi hjólandi vegfarenda fer um hringveginn, sérstaklega á sumr­ in. En sumir kjósa aðra fararmáta. Þannig greindi fréttastofa RÚV frá því um daginn að ævintýramaður­ inn Andrew Baldwin ætlaði að sigla til Íslands á skútu en því næst keyra á henni hringveginn. Annað dæmi er Þjóðverjinn Tobi­ as Grotendiek sem var á hringferða­ lagi um Ísland nú í ágúst. Hann var ekki á bíl, ekki hjóli og ekki gangandi. Hann var á hjólabretti. „Þetta er bara sá ferðamáti sem ég kann best við,“ sagði hann glaður í bragði við blaða­ mann. Fleiri nýleg dæmi er um að menn fari um þjóðvegi á óhefðbundinn hátt. Þannig er skemmst að minnast þess þegar ungur maður gekk aftur á bak frá Reykjavík til Selfoss, vegna þess að hann tapaði veðmáli. Ökumenn hættulegastir Einar Magnús Einarsson, upplýsinga­ fulltrúi hjá Umferðarstofu, bendir á að í lögum séu ökumenn bifreiða ekki rétthærri en hjólreiðamenn enda séu reiðhjól skilgreind sem öku­ tæki. Hætta á vegum úti stafi fyrst og fremst af vélknúnum ökutækjum og því stærri sem þau eru því meiri er hættan. Afleiðingarnar af tillitsleysi og athyglisbresti bílstjóra geta ver­ ið mjög alvarlegar og því er ábyrgð hans mikil. Með þetta í huga verða hjólreiðamenn að gæta fyllstu varúð­ ar. Einar segir að brýnt hafi verið fyrir hjólreiðamönnum að vera ekki á ak­ brautum þar sem hámarkshraði er meiri en 60 kílómetrar á klukkustund, séu aðrir kostir til staðar. Á þjóðvegin­ um sé því sjaldnast að dreifa. Hann segist hafa tilfinningu fyrir því að umferð hjólandi vegfarenda á þjóðvegum landsins hafi aukist mjög undanfarin ár og að stundum sé hún í þágu góðra málefna. Hann segist vita til þess að stundum hafi menn látið lögreglu vita og jafnvel fengið fylgd hennar einhverja kafla, eða séu í fylgd bíla með blikkandi ljós. Það sé hið besta mál á meðan það hafi ekki veru­ leg hamlandi áhrif á umferð. Lítið þarf til að út af bregði Einar segir aðspurður að það geti farið illa saman að bílar og hjólandi eða gangandi vegfarendur deili vegi. „Það er ekkert launungarmál. Það er oft mjög þröngt á þessum vegum og aðstæður erfiðar.“ Hann segir að Umferðarstofa hafi lengi brýnt fyrir ökumönnum og öðrum vegfarend­ um að sýna þolinmæði í umferðinni og tillitssemi. Lítið þurfi þó til að eitt­ hvað bregði út af.“ Einar segir að auk­ in umferð annarra en bíla um þjóð­ vegi landsins geti hæglega verið vandamál, sérstaklega þegar bílstjór­ ar gæta ekki fyllstu varúðar. Að þessu verði að huga í vegaframkvæmd­ um. „Draumastaðan væri auðvitað breiðari vegir, vegaxlir og/eða hjól­ reiðastígur í kringum landið,“ seg­ ir hann og bætir við: „Ég held að við hönnun umferðarmannvirkja og skipulagningu samgangna þurfi menn alvarlega að huga ráðstöfun­ um með tilliti til stóraukinnar um­ ferðar hjólreiðamanna. Það er orðið mjög brýnt.“ Óvitlaust að finna aðra leið Í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi er gjarnan mikil og þung umferð auk þess sem vegirnir eru oftar en ekki án sérstaks öryggissvæðis. Það þýð­ ir að þeim vegfarendum sem hjóla eða ganga stendur ekki annar kostur til boða en að vera á sjálfri akrein­ inni eða í jaðri hennar. Þetta getur skapað mikla hættu að sögn Krist­ jáns Þorbergssonar. „Það sem styður það er að vegfarendur hringja gjarn­ an inn og lýsa yfir áhyggjum sínum af því að þetta skapi hættu og sé óþægi­ legt.“ Hann segir dæmi þess að lög­ reglan hafi beint þeim tilmælum til hjólandi vegfarenda, eða annarra slíkra, að bíða af sér mestu um­ ferðina en að það hafi alltaf verið gert í góðu, enda geti verið stórvarasamt að hjóla á þröngum vegum í mikilli umferð. Stundum hafi fólk samband að fyrra bragði og leiti ráðlegginga. „Það er misjafnt hvað þetta hef­ ur mikil áhrif á umferð,“ segir hann og bætir við að stundum sé fylgdar­ sveit með þeim sem hjóli eða hlaupi. Spurður hvort hann ráði fólki frá því að hjóla um umdæmi lögreglunnar á Blönduósi til þess að styrkja góð mál­ efni segist hann ekki vilja ganga svo langt. „Það er ekki óvitlaust að finna aðra aðferð.“ n „Mér leið bara mjög vel“ „Atvinnubílstjórarnir tóku mikið tillit til mín,“ segir Snorri Már Snorrason, sem hjólaði hring­ inn í kringum landið í sumar. Hann greindist með Parkinson­sjúkdóminn fyrir átta árum en með ferðinni vildi hann hvetja til aukinnar hreyfingar. Snorri segir við DV að fyrir ferðina hafi hann aðallega verið smeykur við fellihýsin, þar sem fólk geri sér ef til vill ekki alltaf grein fyrir breidd þeirra. Hann segir þó að þegar á hafi reynt hafi hann lítið orðið var við þau, enda hafi hann verið á ferðinni snemma í júní, fyrir mestu traffíkina. Hann segist hafa verið vel merktur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, og þegar skyggni var slæmt hafi hann verið með blikkljós. Hann hafi hins vegar veitt því athygli að margir hafi alls ekki verið vel merktir og jafnvel í dökkum klæðnaði. Snorri segir að hann hafi, þegar á reyndi, ekki óttast um öryggi sitt. „Mér leið bara mjög vel, það var enginn að flauta eða neitt þannig.“ Hann segist hafa notið ferðarinnar og að hún hafi opnað augu hans fyrir þessum ferðamáta. „Þetta er alveg þrælskemmti­ legt,“ segir hann við DV. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Besti ferðamátinn? Tobias Grotendiek var ekki af baki dottinn þegar DV hitti hann í sumar, enda á hjólabretti. Lítið má klikka Á fæstum vegum er öryggissvæði eða öxl fyrir aðra en akandi vegfarendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.