Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 12. september 2012 Miðvikudagur Í bréfi sem Bragi Kristjónsson ritar til rannsóknarnefndar um starfs- hætti kaþólsku kirkjunnar, segir hann frá því að biskup kaþólsku kirkjunnar hafi á dánarbeði iðr- ast þess að hafa ekki skipt sér af mál- um séra Ágústs Georgs og Margrétar Müller. Mál tengd þeim séra Georg og Margréti voru áberandi á sumar- mánuðum í fyrra. Þá stigu fjölmargir fram og lýstu harðræði og andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem þau töldu sig hafa sætt af hendi þeirra en þau eru talin hafa átt í leyni- legu sambandi. Ógeðfellt atvik rifjaðist upp Sonur Braga, Valgarður, var einn þeirra sem stigu fram en í viðtali við DV lýsti hann því hvernig það rifjaðist upp fyrir honum ógeðfellt atvik sem hann varð fyrir af hálfu séra Georgs. „Ég man eftir því að Georg leiddi mig inn í herbergi sem hann bjó í, í gamla prestsbústaðnum. Ég man bara að ég sat við stórt borð og svo man ég eft- ir honum með hneppt frá skyrtunni og hann var að strjúka mér eitthvað á efri hluta líkamans og sífellt að lykta af mér. Hann talaði um að honum væri heitt og eitthvað svona. Því næst fór hann afsíðis og stundi eitthvað.“ Valgarður virtist hafa lokað á minninguna frá því að atvikið átti sér stað þegar hann var um 8–9 ára gam- all. Atvikið rifjaðist upp þegar hann las lýsingu annars fórnarlambs í Fréttatímanum og eftir það fór hann og braut 21 rúðu í safnaðarheimili kirkjunnar. Valgarður ætlaði þá að segja sig úr kirkjunni en fjölskyldan hafði lengi verið í söfnuðinum. Faðir hans gekk í skólann sem og Valgarð- ur og bræður hans tveir. Sérstæður kennsluhættir umtalaðir Þegar rannsóknarnefndin var stofnuð bauðst fyrrverandi nem- endum í skólanum sem og fólki tengdu starfi hans að koma í viðtal hjá nefndinni og segja frá reynslu sinni. Bragi var einn þeirra sem sendu nefndinni bréf en hann þekkti vel til starfsins, bæði sem fyrrver- andi nemandi, foreldri nemenda við skólann sem og vegna þess að hann starfaði sem bréfritari fyrir séra Ge- org í 10–15 ár sem mun aldrei hafa náð nægilega góðum tökum á ís- lenskunni. Bragi segir í bréfinu að það hafi verið umtalað innan skólans að kennsluhættir Margrétar væru sér- stæðir. „Einn daginn tók hún til dæmis einn nemanda fyrir og hældi á hvert reipi, en daginn eftir lét hún skammirnar dynja á sama nemanda. Var hún því ekki sérlega vel þokkuð meðal nemenda og barst þetta auð- vitað til foreldra, sem voru margir mjög ósáttir við kennslu- og upp- eldisaðferðir hennar. Annars lifði og starfaði umrædd Margret fyrir börnin, var þeim mjög góð, kenndi handavinnu og börnin voru jafn- an velkomin í vistarverur hennar, sem voru í turni skólans,“ segir Bragi en segir syni sína yfirleitt ekki hafa kvartað undan kennslukonunni. Greindi biskupnum frá Hún hafi „kannski vegna þessara tengsla við skólastjórann“ látið syni hans nánast í friði. „En þó kom það fyrir í nokkur skipti, að þeir kvörtuðu undan framkomu hennar við þá,“ seg- ir Bragi í bréfinu. Hann, ásamt þá- verandi eiginkonu sinni Nínu Björk Árnadóttur, fór þá á fund Georgs til þess að ræða framkomu kennslukon- unnar við syni þeirra. „Vorum við ekki búin að bera fram erindi okkar, fyrr en skólastjórinn bókstaflega trylltist, jós úr sér fúkyrðum og sagðist vera orðinn þreyttur á að hlusta á lygasög- ur um nefnda Margret.“ Því næst hafi þau farið af vettvangi. „Skömmu síðar greindi ég þáverandi biskupi, Henrik Frehen, af sömu reglu, frá framgöngu frökenarinnar og sagði hann okk- ur, að hann hefði fengið margar svip- aðar kvartanir um hana. Það orð lék á innan skóla og utan, að þau sr. Ge- orge og Margret væru svo nánir vinir og hlífiskjöldur hans yfir henni alger, að stappaði nærri því að vera óeðli- legt. Margt er jú skrafað og var talað um að þau væru ekki bara vinir held- ur elskendur, en satt að segja hef ég aldrei, sem von er, vitað sannleikann í því máli. En dálítið var þetta dularfullt allt saman og þótti mörgum foreldr- um þetta hið fúlasta mál. Bar ég þetta einnig undir áðurnefndan biskup, en hann vildi ekki svara því með neinum hætti í það skipti,“ segir Bragi. Iðraðist á dánarbeðinum Bragi heimsótti svo áðurnefndan biskup nokkrum sinnum þegar hann lá banaleguna. „Heimsótti ég hann nokkrum sinnum, enda hafði alltaf farið mjög vel á með okkur. Nokkrum dögum áður en hann lézt heimsótti ég hann í hið þá nýlega prestahús við Hávallagötu. Var þá mjög af honum dregið. Sem ég sat þarna hjá honum, rétti hann mér hendi og mælti veikum rómi: Kæri Bragi, þetta sem þú talaðir um við mig fyrir nokkrum árum, hefði ég átt að stöðva eða grípa inn í með einhverjum hætti. Tók ég það sem gef- ið að þar ætti hann við þau skötuhjú Margret og sr. George. En ekki skýrði hann þetta nánar, enda við dauðans dyr,“ segir Bragi. Biskupinn iðraðist á dánarBeðinum n Bréf Braga lýsir upplifun hans af séra Georg og Margréti Müller Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Hitler var góður maður, Hitler var góður maður og hann var líka svo duglegur og byggði alla þessa fínu vegi í Þýzkalandi Leynilegt samband Margrét Müller og séra Georg kenndu við skólann í tugi ára. Þau eru sögð hafa verið leynilegir elskendur. Landakotsskóli Rannsóknarnefndin fer ofan í kjölinm á því sem gerðist. Ritaði bréf fyrir séra Georg Bragi segir í bréfi til rannsóknarnefndarinnar frá því hvernig biskupinn iðraðist þess á dánarbeði að hafa ekki skipt sér af málum séra Georgs og Margrétar. Ölvaður reykti í flugvél Rúmlega fimmtugur karlmaður var staðinn að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair á leið til landsins á dögunum. Maður- inn var að koma frá heimalandi sínu, Noregi, og reyndist hann vera verulega ölvaður þegar lög- reglan á Suðurnesjum ræddi við hann. Í tilkynningu frá lög- reglunni á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn hafi í fyrstu sagt að hann hafi ekki reykt í vélinni. Hann breytti síðan framburði sín- um og sagðist sjá eftir athæfi sínu, sem ekki myndi endurtaka sig. Hann var frjáls ferða sinna að svo búnu, en málið er í höndum lög- reglunnar á Suðurnesjum. Stal samloku og heyrnartólum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir þjófnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í ársbyrjun stolið samloku að verðmæti 529 krónur í verslun Stöðvarinnar við Suðurfell. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í mars stolið heyrnar- tólum af gerðinni Sennheiser að söluverðmæti 5.995 krónur. Mað- urinn játaði brot sitt fyrir dómi en á talsverðan brotaferil að baki sem nær aftur til ársins 2005. Þannig hefur hann meðal annars hlot- ið sex dóma vegna auðgunar- brota, síðast í desember í fyrra þegar hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið í tvö ár. Fíkniefni í bílskúr Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af manni, sem var að reyna að brjótast inn í hús með barefli. Í ljós kom að þarna var að verki húsráð- andi sem hafði læst sig úti. Hann var kominn inn í inngang að bílskúr húsnæðisins þegar lögreglumenn komu á vettvang og fundu þeir sterka kannabis- lykt þar. Þeir leituðu í bílskúrn- um og fundu kannabisefni í skúffu innst í honum. Hús- ráðandinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar var tekin af honum skýrsla og hon- um sleppt að því loknu. Þá var lögreglunni á Suðurnesjum tilkynnt á mánu- dag um að brotist hefði verið inn í verkfæragám í Svartsengi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist hafa verið klippt á tvo hengilása á öðrum af tveimur gámum sem eru á svæðinu. Ekki var ljóst hvort einhverju hafði verið stolið. Þá var búið að eiga við hengilás á hinum gámnum, en þar höfðu hinir óprúttnu ekki haft erindi sem erfiði, því þeir urðu frá að hverfa við svo búið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.