Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 12. september 2012 Biskupinn iðraðist á dánarBeðinum Í bréfinu segir hann einnig að synir hans hafi farið í sumarbúð- irnar að Riftúni sem kirkjan rak á sumrin en þau séra Georg og Mar- grét voru þar hæstráðandi. „Þegar okkar strákar voru þar urðu þeir aldrei fyrir neinu misjöfnu frá þeirra hendi, en þótti „mórallinn“ dálítið skrítinn. Stundum kom Margret t.d. í svefnskálann og náði í einhvern eða einhverja nemendur og komu þeir síðar aftur og vildu þá ekki tala um, hvað við hefði borið í brottnáminu,“ segir hann. Óeðli viðkomandi skólastjóra Bragi segir svo að lokum í bréfinu að þrátt fyrir að foreldra hafi grun- að eitthvað misjafnt um Georg og Margréti hafi það þó ekki verið neitt í líkingu við það sem kom fram í fjölmiðlum á síðasta ári. „Ég vil að lokum taka það fram, að aldrei, aldrei féll mér í hug, að framkoma sr. Georgs við nemendur skólans hefði verið með þeim hætti, sem nú virðist vera að koma í ljós. Valgarð- ur sonur okkar greindi okkur held- ur ekki frá þeim atvikum, sem hann hefur skýrt fyrir nefndinni, enda var hann 8 eða 9 ára og vissi ekki einu sinni, hvað það var að fróa sér eða hvað það var, sem þar fór fram. Enda bara nemandi og þarna var skólastjórinn, sem var líka góður yfirleitt. Enda tel ég eftir að hafa far- ið æði vandlega yfir þetta með hon- um, að ekki hafi verið um að ræða kynferðislega misnotkun, heldur útrás á óeðli viðkomandi skóla- stjóra og sem betur fer slapp son- urinn við að verða vitni að þessu nema í formi stuna og gæla, sem hann gerði við hann, drengstaul- ann.“ Mærði Hitler við börnin „Ég held, að engum foreldrum, sem voru samtímis okkur með börn í skólanum, hafi dottið í hug neitt því líkt, sem vísbendingar eru nú um. En einhver ástæða er fyrir því, að Margret Müller fyrirkemur sér ekki löngu eftir að sr. George lézt. Það má kannski nefna það hér, að margt einkennilegt heyrðu börn- in hjá Margret, þegar hún var að kenna þeim, t.d. sagði hún: Hitler var góður maður, Hitler var góð- ur maður og hann var líka svo dug- legur og byggði alla þessa fínu vegi í Þýzkalandi. Þannig fræddust blessuð börn- in um alheimsmálin í handavinnu- tímum í Landakotsskóla,“ segir Bragi að lokum. Verið er að leggja lokahönd á skýrslu rannsóknarnefndarinnar en upphafleg skil áttu að vera 1. september síðastliðinn. Fenginn var frestur og er búist við að niður- staðna megi vænta um miðjan október. Samkvæmt heimildum DV hafa fjölmargir komið í viðtal og lýst reynslu sinni af samskiptum sínum við Georg og Margréti. n Rifjaðist upp Valgarður braut rúður í safnaðarheimili kirkjunnar þegar rifjaðist upp fyrir honum ógeðfellt atvik úr æsku. Hann sagði frá reynslu sinni í DV í júní í fyrra. n Nikola lést úr krabbameini n Vildi hjálpa veikum börnum Á endanum vorum við að bíða eft- ir kraftaverki og hjálp frá guði. Það var það eina sem við áttum eftir,“ segir Kristofer Uscio, fað- ir Nikolu Uscio sem lést aðeins 14 ára gömul úr krabbameini í ágúst síðast- liðnum. Nikola bjó á Þórshöfn með for- eldrum sínum og tveimur yngri systk- inum þegar hún veiktist fyrir einu og hálfu ári, en fjölskyldan kom hing- að til lands frá Póllandi fyrir fjór- um árum. Þau ákváðu að setjast að á Þórshöfn þar sem Kristofer hafði fengið vinnu og leist vel á umhverfið sem þau segja öruggt og gott að vera með börn í. „Nikola fékk greiningu þann 13. apríl 2011. Viku áður en hún greindist hafði hún verið að spila fótbolta og fékk boltann í höndina. Hún fékk ljótt mar og við fórum til læknis til að láta athuga hvort hún væri nokkuð brotin. Það kom í ljós að hún var ekki brotin en læknirinn lét taka blóðprufu hjá henni þar sem hún hafði verið slöpp og þreytt. Daginn eftir kom læknirinn til mín í vinnuna og greindi mér frá niðurstöðunum úr blóðprufunni – þær höfðu ekki komið vel út.“ Mikið áfall að fá greininguna Það var um hádegið sem læknirinn greindi Kristofer frá niðurstöðunum og sagði honum jafnframt að sjúkra- flugvél væri væntanleg til að flytja Nikolu á Barnaspítala Hringsins þar sem hún átti að leggjast inn, byrja í lyfjameðferð og fara í frekari rann- sóknir. Nikola var síðan greind með hvítblæði. „Það var auðvitað áfall fyrir alla fjölskylduna að fá svona greiningu,“ segir Kristofer. „Sem betur fer var mamma Klaudiu [móður Nikolu, inn- skot blaðamanns] stödd hjá okkur og hún varð eftir á Þórshöfn með yngri börnin á meðan við fylgdum Nikolu til Reykjavíkur. Þetta gerðist svo hratt. Við þurftum að pakka niður og ein- um og hálfum klukkutíma síðar vor- um við komin í flugvélina. Þegar kom í ljós að Nikola myndi dvelja lengi á spítalanum fór ég aftur á Þórshöfn og pakkaði öllum eigum okkar niður. Fyrstu tvo dagana vorum við á spítal- anum, en fluttum síðan í íbúð á veg- um spítalans og Félags krabbameins- sjúkra barna og fórum þá og sóttum yngri börnin okkar tvö.“ Spurði alltaf: Af hverju ég? Fjölskyldan býr enn í íbúðinni og þar má sjá ljósmyndir af Nikolu, bros- andi í faðmi fjölskyldunnar.  Michal og Oliwia, systkini Nikolu, eru í skól- anum og leikskólanum en þau eru 6 og 4 ára. Viðtalið fer fram með aðstoð túlks en Kristofer talar ágæta íslensku. Hann segist hafa þurft að læra hratt, en venjulega sá Nikola um að túlka fyrir fjölskylduna. Það er greinilega erfitt fyrir þau að tala um Nikolu og þegar ég bið þau um að segja mér frá henni, stendur Klaudia upp og gengur út úr stofunni. Kristofer útskýrir að það sé enn of sárt að tala um hana. Þau treysti sér þó til að tala um meðferðina og allt sem tengist veikindunum. Hann segir sjúkdóminn hafa lagst þungt á Nikolu sem hélt þó alltaf í vonina um bata og vildi verða hjúkr- unarfræðingur þegar hún yrði stór og hlakkaði til að verða nógu frísk til að geta farið aftur að æfa fótbolta þar sem hún var markvörður. „Eins og gefur að skilja var erfitt fyrir lífsglaða 13 ára stúlku að veikjast af svo alvarlegum sjúkdómi. Nikola spurði sig alltaf: Af hverju ég? Þetta var mjög erfiður tími fyrir hana. Hún var ekki auðveldasta manneskjan til að eiga samskipti við meðan á lyfja- meðferðinni stóð, enda var hún svo ung í þessu ástandi. En hún hafði eitt- hvað innra með sér, einhverja eigin- leika, þannig að það var mjög auðvelt að nálgast hana.“ Von um kraftaverk það eina sem þau áttu Nikola gekk í gegnum erfiða lyfjameð- ferð hér á landi sem ekki bar árangur og fór hún því til Svíþjóðar í aðgerð þar sem hún fékk beinmerg frá Klau- diu móður sinni. Klaudia var ekki fyrsti kostur sem beinmergsgjafi en þar sem enginn gjafi fannst sem pass- aði henni fullkomlega var látið á það reyna. Kristofer og litlu systkini henn- ar fóru með út en fljótlega kom í ljós að aðgerðin bar ekki árangur. „Það sem einkenndi veikinda- tímabilið var bið,“ segir Kristofer. „Bið eftir að sjá hvort lyfjameðferðin bæri árangur, en þegar kom í ljós að svo var ekki, tók við bið eftir að réttur merggjafi fyndist. Þegar við komum aftur til Íslands var ákveðið að hætta lyfjameðferðinni og öllum meðferð- um þar sem það var útséð um að þetta virkaði. Þá biðum við eftir hvað væri næst hægt að taka til ráða. Á end- anum vorum við að bíða eftir krafta- verki og hjálp frá guði. Það var það eina sem við áttum eftir.“ Allir tilbúnir að hjálpa Þegar Nikola var flutt á Barnaspít- ala Hringsins hafði fjölskyldan aldrei áður komið til Reykjavíkur. Kristofer segir lækna og hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum hafa hjálpað þeim mikið og að allir hafi verið boðn- ir og búnir að aðstoða fjölskylduna. „Til dæmis hjálpaði Brynja, hjúkr- unarfræðingur á spítalanum, okkur að finna leikskólapláss handa krökk- unum. Það var erfitt að koma frá litlu þorpi til Reykjavíkur, við höfðum aldrei komið hingað áður. Við vissum ekki nein heiti á götum eða hvar neitt væri. Þekktum ekki neitt til neinna stofnana eða hvernig við ættum að bera okkur eftir hlutunum. Öll hjálp sem við fengum frá einstaklingum og stofnunum hefur verið okkur ómet- anleg.“ Of erfitt að fara aftur til Þórshafnar Nikola lést á Barnaspítala Hrings- ins þann 8. ágúst síðastliðinn. Kristo- fer og Klaudia ætla ekki að flytja aftur á Þórshöfn þar sem of margar sár- ar minningar tengjast staðnum. Þau leita sér nú að leiguhúsnæði í Reykja- vík þar sem þau vilja hefja nýtt upp- haf en þau þurfa að flytja úr íbúðinni þar sem þau hafa dvalið í vikunni. „Börnin eru byrjuð í skóla og leikskóla hérna og við viljum ekki raska þeirra lífi meira en þú þegar hefur orðið. Á meðan Nikola var á spítalanum voru allar heimilisreglur spítalareglur og núna viljum við bara koma lífinu í eðlilegan farveg. Byrja upp á nýtt.“ Foreldrar Nikolu vilja koma á framfæri þakklæti til alls þess fjölda sem hefur styrkt fjölskylduna með beinu fjárframlagi inn á reikning þeirra, mætt á styrktarsamkomur, gefið vinnu sína og allra þeirra fyrir- tækja sem lagt hafa fram styrki í ýmsu formi. Þá vilja þau þakka Ísfélagi Vest- mannaeyja, Langanesbyggð, Styrktar- félagi krabbameinssjúkra barna, starfsfólki Barnaspítala Hringsins og pólska sendiráðsins sérstaklega. Síðast en alls ekki síst færa þau þakkir til ættingja og góðra vina á Þórshöfn og í Reykjavík. n Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „áfall fyrir alla fjölskylduna“ Fjölskyldan Foreldrar Nikolu, Kristofer og Klaudia, ásamt Michal og Oliwiu. Á spítalanum Nikola ásamt systkinum sínum þegar hún lá á Barnaspítala Hringsins. „Nikola spurði sig alltaf: Af hverju ég?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.