Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn Þ egar ég sagði spænskum vini mínum frá „kreppunni“ á Ís- landi, í spjalli fyrir nokkrum dögum, skellti hann upp úr. Við vorum að bera saman efna- hags- og samfélagsástandið á Spáni og á Íslandi í skugga alþjóðlegu fjár- málakreppunnar og hrunsins 2008. „Já, atvinnuleysið á Íslandi fór frá því að vera 2,3 prósent 2007 yfir í að vera mest rúmlega 7 prósent á landsvísu og var rúm 4 prósent í júlí á þessu ári,“ sagði ég við hann og bætti við að hagvöxtur hefði verið rúm þrjú prósent í fyrra. Atvinnuleysið á Spáni er nú tæp 25 prósent á landsvísu og um 50 pró- sent hjá ungu fólki á aldrinum 20 til 35 ára. Hagvöxturinn á þessu ári verður neikvæður um eitthvað innan við pró- sent. Aldrei áður í sögu Spánar á síð- ustu áratugum hafa eins margir íbúar landsins þurft að reiða sig á matargjaf- ir frá hjálparstofnunum og um þess- ar mundir. Ungt fólk flytur í hrönnum aftur heim til foreldra sinna. Spænski vinur minn er verulega smeykur; bæði er hann hræddur við að upp úr sjóði í landinu vegna þess að fólk er svo reitt út af ástandinu og eins er hann hræddur um sína eigin stöðu, hann vill komast í fasta vinnu en er ekkert allt of vongóður. Slíkar áhyggjur heyri ég ekki oft á Íslandi í dag, þær eru vissulega til, eins og alltaf, en tilheyra ekki verulegum hluta þjóðarinnar líkt og á Spáni. Þegar „góðærið“ var sem mest á Spáni fyrir 2008, árið 2007, var at- vinnuleysið þar í landi í sögulegu lág- marki rúm 8 prósent – um einu pró- senti hærra en þegar atvinnuleysið var sem mest hér á landi eftir hrun. Spánn hafði náð þessu lágmarki eftir um það bil tíu ára baráttu við þetta böl, tala atvinnulausra þar í landi var rúm 22 prósent árið 1996 þegar hægri stjórn José María Aznar tók við völdum. Núverandi forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, veltir því nú fyrir sér á hvaða forsendum landið getur sótt um neyðarlán til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og von- ast til að þurfa ekki að skerða ellilífeyri gamla fólksins. Framtíð Spánar er í fáum orðum háð mikilli óvissu; spænski vinur minn veltir því fyrir sér að flytja hing- að til lands eða til Suður-Ameríku til að finna sér vinnu. Svipaða sögu er að segja af efnahags- og samfélags- ástandinu í Portúgal og Grikklandi. Atvinnuleysi er ekki alveg eins mikið og á Spáni en er þó ekki langt frá því. Framtíðin er óljós og í dimmara lagi í þessum löndum. Ég velti því fyrir mér í kjölfar sam- tals okkar hvort það hefði í reynd einhvern tímann verið raunveruleg kreppa á Íslandi eftir bankahrunið 2008 þrátt fyrir að umræðan sé og hafi verið þannig um langt skeið. Að minnsta kosti telst ástandið hér síð- astliðin fjögur ár varla vera kreppa, að minnsta kosti ekki alvarleg kreppa, þegar litið er til þess hvernig staðan er í öðrum löndum. Kannski var kreppan hér íslensk kreppa, afstæð kreppa þar sem góðærið íslenska var samanburð- urinn. Atvinnuleysið hér, þegar það var sem mest eftir hrun, var svipað og það var minnst á Spáni og var álíka mikið og það er yfirleitt í mörgum löndum Evrópu. Breytingin á tölu at- vinnulausra á milli áranna 2007 og 2009 var auðvitað talsverð. En tveggja prósenta atvinnuleysi þrátt fyrir mikið erlent vinnuafl sem hér bjó í góðær- inu telst nú varla vera eðlilegt ástand. Enda byggði það ástand á sýndargern- ingum í fjármála- og viðskiptalífinu sem viðhéldu efnahagsbólunni og of háu gengi krónunnar á Íslandi þar til haustið 2008. Var einhvern tímann kreppa á Íslandi eftir hrunið 2008? Það var vissulega, og er, fjármálakreppa. Ís- lendingar urðu að aðhlátursefni í augum erlendra bankamanna og eru líkast til enn rúnir trausti; bankarnir hrundu með öllum þeim erfiðleikum sem því fylgdi; hér eru ríkjandi gjald- eyrishöft í kjölfar hrunsins sem gætu leitt til annars hruns þegar þeim verð- ur loks aflétt. En var einhvern tímann hér á landi sú djúpstæða kreppa, sem teygir sig inn á flest heimili, sem við verðum nú vitni að í Suður-Evrópu? Þegar hið opinbera hefur þurft að skera svo mikið niður að jafnvel er talað um að afnema ellilífeyrinn hjá gömlu fólki. Mannlegar afleiðingar „kreppunnar“ á Íslandi urðu aldrei svo miklar sem í Suður-Evrópu að stór hluti þjóðarinnar væri atvinnulaus og ætti vart til hnífs og skeiðar. Eitt hið besta sem ritað hefur verið um nærsýni Íslendinga kom úr penna Jóns Kalmans Stefánssonar rithöfund- ar skömmu eftir hrun. Jón vísaði með orðum sínum til þróunarríkja í Afríku en þau eiga alltaf við þegar við hugs- um um ástandið hjá okkur í saman- burði við aðrar þjóðir: „Ég veit að það eru erfiðir tímar fram undan hjá okkur. Mjög erfiðir, þrengingar, atvinnuleysi og hið dimma vonleysi sem gjarn- an fylgir slíkum tímum. Við þurfum að skera ýmislegt niður, en við mun- um þó tæplega svelta, hvað þá deyja úr hungri. Við munum ekki krókna úr kulda, deyja úr vatnsskorti, eða vegna algjörs skorts á læknisþjónustu.“ Stundum held ég, þegar barlómur- inn um ástandið á Íslandi verður of mikill, að Ríkissjónvarpið ætti að inn- leiða það sem fastan lið í dagskrána hjá sér, og líta á sem mikilvæga sam- félagsþjónustu, að segja sögur um ástandið í löndum þar sem miklu verr árar en hér. Slíkt gæti haft fælingaráhrif og komið í veg fyrir óþarfa væl þar sem skrattinn er málaður á vegginn. Þannig munu Íslendingar neyðast til að líta upp úr naflanum á sjálfum sér og bera sig saman við aðrar þjóðir. Þau sam- félagslegu vandamál sem Ísland hefur glímt við í kjölfar hrunsins eru smá- vægileg miðað við þau vandamál sem steðja að löndunum í sunnanverðri álfunni og víða annars staðar í heim- inum. Gleymum því ekki að líta okkur fjær – alltaf – og hafa það í huga hversu mikil blessun fylgir því í reynd að búa hér þrátt fyrir hrunið og allan skítinn sem því hefur fylgt. Löggan gegn Árna n Á meðal þeirra nýju kandídata sem líklegt er að taki slaginn í yfirvofandi prófkjörum Sjálfstæðis- flokksins er sá vinsæli lög- reglumaður Geir Jón Þórisson. Hann er Vestmannaeyingur og fer því fram í Suðurkjör- dæmi. Ólíklegt er að hann leggi Ragnheiði Elínu Árna- dóttur alþingismann en lík- legt er að hann nái að velgja Árna Johnsen undir uggum. Það bíður því Sunnlendinga að velja á milli Árna og lögg- unnar. Fegurðar- drottning hugsi n Í Kraganum, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, er óljóst hverjir taka slaginn. Þannig er varaþing- maðurinn Óli Björn Kára- son óráðinn hvað varðar framhaldið og allt eins líklegt að hann dragi sig í hlé. Aftur á móti er líklegt að Hildur Dungal, fyrrver- andi forstjóri og fegurðar- drottning, muni bjóða sig fram. Hildur var kosin bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi en mörgum til furðu tók hún sig upp og flutti til Garðabæjar. Jafn- framt sagði hún af sér sem bæjarfulltrúi. Afsökunarbeiðni n Í Sandkorni mánudags var ranghermt að Margrét Tryggvadóttir, alþingismaður Hreyfingar- innar, væri orðin þátt- arstjórnandi á ÍNN sem rekin er af Ingva Hrafni Jónssyni. Þetta er rangt því Margrét var einungis gestur í þætti á vegum samtakanna Ísland Panorama til að ræða mál- efni hælisleitenda. Margrét er beðin afsökunar á rang- herminu. Týnd kona n Björn Guðni Guðnason, grá- sleppukarl á Drangsnesi, er sauðtrygg- ur aðdáandi útvarps- konunn- ar Sirrýjar á Rás 2. Flesta sunnudaga sendir hann inn vísu sem tengist líð- andi stund. Þegar kona á rútuferðalagi týndist og leit- aði að sjálfri sér orti hag- yrðingurinn eftirfarandi: Það að týna sjálfum sér, sumum auðvelt reynist. Víst ég leita víða að mér, veit þó hvar ég leynist. Algjörlega Ég lifi í voninni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skilgreinir sig sem hluta af elítunni. – DV Jón Kristinn leitar enn að vespu sonar síns. – DV Lítum okkur fjær – alltaf„Ég velti því fyrir mér eftir samtal okkar hvort það hefði í reynd einhvern tím- ann verið raunveruleg kreppa á Íslandi Von Alþingis og okkar hinna A lþingi var sett í gær. Girðingar voru reistar óvenju langt út á Austurvöll og ákveðið að hafa í fyrsta sinn háværa beina út- sendingu úr Dómkirkjunni til að hróp mótmælenda heyrðust ekki. Með öðr- um orðum, þingmenn sáu hvorki um- bjóðendur sína, sem vildu mótmæla vinnubrögðum þeirra, né heyrðu. Alþingi er sem sagt byrjað á sínu amstri, þjóðinni til heilla og mun nú starfa fram að næstu kosningum að því að rétta bök hinna beygðu og treysta grunn ríkisins til að takast á við komandi efnahagskatastrófur sem vondir menn í útlöndum kalla yfir okkur. Forsetinn hélt ræðu í þingsal af þessu tilefni og hvatti þingmenn til að standa saman að því að auka traust og virðingu þingsins með því að gefa löggjafarvaldinu þann sess sem til er ætlast. Traustið er þó ekkert sem stendur og ekkert sem bendir til þess að það muni aukast í komandi ístruslag um nógu þægilegt þingsæti til ársins 2017. Er þá einhver von til þess að ástandið skáni? Hvað þarf að ger- ast til að landsmenn fái trú á því að kjörnir fulltrúar þeirra fari að sinna vinnunni sinni með sóma með hag allra umbjóðenda sinna að leiðar- ljósi, en ekki hag flokka sinna, sam- starfsmanna og helstu ættingja og vina? Jú – það er von, hún er að við kjósendur semjum fyrir þá reglur sem auðveldar þeim að starfa í sátt – en veiti hver öðrum hæfilegt aðhald á sama tíma. Það er von þegar við fáum tækifæri á því að velja þá þing- menn inn á þing sem við viljum, en ekki bara þá lista sem einhver annar vill og matar ofan í okkur. Það er von þegar kjósendur geta sjálfir kom- ið málum sem þeim hugnast inn á þing og geta stöðvað þau mál sem þeir vilja ekki. Það er líka aukin von þegar þessir sömu kjósendur hafa aðgang að öllum gögnum sem þeir þurfa til að geta tekið upplýsta af- stöðu til hvers sem er. Allt þetta, og mikið meira til, er í frumvarpi til nýrrar stjórnar- skrár. Það hefur verið mikil þrauta- ganga að búa til þetta plagg, en við erum öfunduð af bæði ferlinum og afrakstrinum. Enda eru mjóróma raddir þeirra sem nú gráta að enginn hafi spurt þá, að þeim hafi ekki gefist tími til að ræða málið og að einhverjir hnökrar séu á frum- varpinu. Því rúmir þrettán mánuð- ir eru nú liðnir síðan frumvarpið var afhent fullmótað og engum hefur tekist að benda á einn einasta galla, þó ekki séu allir á því að allt sé eftir þeirra höfði í frumvarpinu ... skárra væri það nú. Nú er því tími til kominn fyrir þingmenn að rísa upp úr þeirri lág- kúru sem þeir ásaka hver annan um og taka í auðmýkt við þeim grunn- lögum sem þjóðin hefur samið fyrir þá. Því það var þjóðin sem krafðist þess, þjóðin sem lagði grunn að því, þjóðin sem kaus fulltrúa til að festa það í orð og nú, 20. október, staðfest- ir þjóðin það, sinn eigin sáttmála. Það er því kominn tími til að þing- menn rífi niður girðingar í stað þess að reisa þær og slökkvi á gargandi hátölurum hagsmunaaðila til að heyra í þeim sem vilja heiðarleika, jafnrétti, virðingu, réttlæti og annað sem þjóðin ákvað á fundi sínum að ætti að vera sinn aðall. Það er kom- inn tími til að Alþingi kveiki von. Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 12. september 2012 Miðvikudagur Kjallari Daði Ingólfsson „Það er því kominn tími til að þingmenn rífi niður girðingar í stað þess að reisa þær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.