Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 18
Góð upplifun en sár Þ essi hátíð er frábrugðin þeim hátíðum sem hafa ver- ið haldnar hérna áður, með miklum ágætum, að því leyti að við erum að fá fólk frá Skandinav- íu. Þar sem við höfum mikið verið að vinna sjálfir á festivölum og þekkjum mikið til,“ segir húðflúrarinn Fjöln- ir Geir Bragason um húðflúrhátíð- ina Icelandic tattoo expo sem fer fram í Súlnasal Hótel Sögu dagana 14. til 16. september. 45 húðflúrarar munu sýna listir sínar á hátíðinni, 35 erlendir og 10 íslenskir, og er um að ræða stærstu hátíð sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi. Fjölnir segir Skandinavíu vera það landsvæði í heiminum þar sem hvað mest sé leyfilegt þegar kemur að húðflúri, líkamsgötun og öðrum breytingum á líkamanum. Þar sé í raun fátt forboðið. „Það er orðin svo- lítið mikil mettun í flúri hérna heima, það eru allir að fá sér flúr og mikið að gera. Þannig að okkur langaði að sækja hingað bestu flúrara í heimi og erum komnir með nokkra af þeim hingað til landsins.“ Komast fram fyrir biðlista Fjölnir segir hátíðina gott tækifæri fyrir fyrir þá sem hafa áhuga á að fá sér húðflúr að komast fram fyrir biðlista hjá erlendu húðflúrmeistur- unum, því margir þeirra eru jafn- vel með margra ára biðlista. „Það er bæði hægt að hafa samband við húð- flúrarana í gegnum netsíðurnar sem er að finna á icelandictattooexpo. com og síðan er hægt að labba bara beint inn af götunni. Það er svo mik- ið af flúrurum að þú kemst örugglega að. Þú verður ekkert svikinn, sama á hverjum þú lendir. Það verða all- ir með möppurnar sínar frammi og þú getur séð hvað þeir hafa upp á að bjóða og hvort þér líkar við mann- eskjuna eða ekki. Það hefur mikið að segja, þetta er ákveðin upplifun sem þú vilt geyma og hún verður að vera góð þótt hún sé sár,“ útskýrir Fjölnir. Eðlumaður með klofna tungu Það eru þó ekki eingöngu húðflúr- meistarar sem munu sýna listir sín- ar á hátíðinni því þar munu einnig koma fram ýmsir skemmtikraftar. Í fyrsta skipti á Íslandi verður boðið upp á sýningu með Lizardman eða Eðlumanninum líkt og hann myndi kallast á íslensku. Eins og nafnið gefur til kynna líkist hann eðlu tölu- vert. Lizardman mun vera einn húð- flúraðasti maður heims og er í raun búinn að breyta sér hálfgerða eðlu með ýmsum inngripum. Hann er meðal annars með klofna tungu og fyllingar fyrir ofan augabrúnirnar. Þá verður á svæðinu japanskt leikhús sem nefnist Sanaxxx, en um er að ræða listræna sýningu sem gef- ur innsýn í japanska húðflúrmenn- ingu. Myndar þjóðflokka og húðflúr Húðflúrljósmyndarinn Travelling Mick verður einnig með ljósmynda- sýningu í Súlnasalnum. Hann hefur lagt sig fram við að mynda húðflúr- menningu víðs vegar um heiminn og býður upp á ljósmyndir af hinum ýmsu þjóðflokkum sem eru þekktir fyrir húðflúr sín. Þá mun hann fræða gesti hátíðarinnar um þjóðflokkana og hvað húðflúrin tákna. Á hátíðinni fer jafnframt fram keppni um húðflúr í hinum ýmsu flokkum og geta allir húðflúraðir gestir tekið þátt með því að sýna húð- flúrin sín. Þau mega vera gömul og flúrarinn þarf ekki að vera á staðnum. Eitt elsta listformið Fjölnir segir mikinn áhuga á hátíð- inni erlendis og blaðamenn frá hin- um ýmsu húðflúrtímaritum munu koma hingað til lands til að gera há- tíðinni skil. Hann segir húðflúrið sí- fellt fá meiri viðurkenningu sem listform og tekur því fagnandi. „Tattú hefur fylgt okkur í árþúsundir og margir telja það eitt elsta listform- ið. Ég vil til dæmis meina að fyrsta tattúið hafi orðið til þegar menn sátu við eldinn og skáru bein af kjöti með frumstæðum vopnum, svo kom sót í sárið og þá var komið tattú. Enda er í dag svarti liturinn í tattúum sót, það hefur ekkert breyst. Hún er aðeins fíngerðari formúlan í dag reyndar, en sama konseptið.“ solrun@dv.is Erfitt að fjarlægja húðflúr n Leisermeðferðir eru kostnaðarsamar og sársaukafullar Þ rátt fyrir að húðflúr geti ver- ið mjög falleg og hafi tilfinn- ingalegt gildi fyrir þá sem þau bera er alltaf ákveðinn hópur sem sér eftir að hafa fengið sér húð- flúr og vill ekkert frekar en losna við þau. Það er þó hægara sagt en gert. Einhverjir fara þá leið að láta breyta húðflúrum sem þeir vildu helst losna við. Samkvæmt umfjöllun um húðflúr í fyrsta tölublaði Læknablaðsins árið 2011 eru í raun ekki til tæki á Íslandi sem fjarlægja húðflúr með góðu móti. Þrátt fyrir það hefur í einhver ár verið boðið upp á leisermeðferð- ir á ýmsum læknastofum hér á landi með misjöfnum árangri, en þær meðferðir eru bæði kostnaðarsamar og sársaukafullar. „Vissulega hefur leisertækninni farið fram en engu að síður er alltaf verið að ganga á húðina, eyða hár- um, svita- og fitukirtlum svo hún er mun verri en áður. Þar sem liturinn liggur mjög djúpt er hægt að skera þetta burtu og græða á nýja húð eins og eftir brunasár, en ummerkin sjást alltaf greinilega, auk þess sem einnig verður sýnilegur „gluggi“ á þeim stað þar sem ágræðsluhúðin var tek- in. Það er hægt að slípa, hefla, skera og brenna burt húðflúr en allt skilur þetta eftir ör. Ég held að ég tali fyrir fleiri lýtalækna en einungis sjálfan mig þegar ég segi að helst vilji maður ekki gera þetta því árangurinn er ein- faldlega ekki nógu góður,“ segir Rafn Ragnarsson lýtalæknir í samtali við Læknablaðið. Hann bendir á að það sé algengur misskilningur að halda að það sé hægt að fjarlægja húðflúr með auðveldum og einföldum hætti. Fjölnir Geir Bragason, húðflúrari á Íslenzku húðflúrstofunni, sagði í samtali við DV að það kæmi reglu- lega fyrir að hann væri beðinn um að breyta húðflúri sem fólk væri ósátt við við. Tók hann sérstaklega dæmi um fólk sem hefði látið flúra á sig nöfn maka, sem síðar urðu fyrr- verandi. 18 Lífsstíll 12. september 2012 Miðvikudagur n Húðflúrhátíðin Icelandic tattoo expo verður haldin um helgina Lizardman Eðlumaðurinn er talinn vera einn húðflúraðasti maður heims og hann hefur einnig látið kljúfa í sér tunguna til að líkjast eðlu. Húðflúrhátíð Icelandic tattoo expo fer fram í Súlnasal Hótel Sögu dagana 14. til 16. september. Húðflúr Lýtalæknir segir það algengan misskilning að hægt sé að fjarlægja húðflúr með auðveldum hætti. Ættgengt bragðskyn Löngun þín í súkkulaði eða kryddaðan mat gæti átt upptök sín að rekja til forfeðra þinna ef marka má niðurstöður nýrr- ar rannsóknar sem birtust í tímaritinu Nature. Þær sýna fram á að löngun í ákveðinn mat gæti verið ættgeng. Sem dæmi má nefna að í rannsókninni fannst gen sem gerir það að verkum að þeir sem það bera eiga erfitt með að borða mjög kryddaðan mat, þar sem þeim finnst hann sterk- ari en þeim sem ekki hafa genið. Sama genið virðist hafa þau áhrif að fólk er lítið fyrir sætindi og rauðrófur. Bragðskynið er talið þróast á fósturstigi, en vísindamenn fundu það jafnframt út að börn mæðra sem borðuðu anísfræ á meðgöngunni virðast sækja í matvæli sem lykta af anís. Mikil vinna eykur líkur á hjarta- sjúkdómum Þeir sem vinna meira en átta tíma á dag eru í allt að 80 pró- sent meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma, samkvæmt stórri nýrri rannsókn. Í niður- stöðunum, sem birtust í Amer- ican Journal of Epidemiology, kemur fram að þeir sem vinna endurtekið yfirvinnu auka líkur sínar á að fá hjartaáfall. Finnsku vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni telja orsökina vera sambland af streitu, háum blóð- þrýstingi og óhollu mataræði. Niðurstöðurnar ríma við niður- stöður breskrar rannsóknar sem gerð var í fyrra. Þar kom fram að þeir sem vinna meira en 11 stundir á dag auka líkur á hjarta- sjúkdómum um 67 prósent. Verðum þreyttari ef við sofum út Ef þú leyfir þér þann munað að sofa út um helgar muntu fá það í bakið í vikunni á eftir. Sam- kvæmt rannsókn, sem leidd var af svefnsérfræðingnum Gregory Carter, verðum við þreytt næstu virku daga ef við sofum út um helgar. Carter segir að við getum ekki unnið upp tapaðan svefn. Þeir sem það reyni verði einung- is syfjaðri fyrir vikið þar sem allur sá svefn rugli líkamsklukku okk- ar. Hann segir enn fremur að þeir sem vilji safna orku með svefni eigi frekar að fara snemma í rúmið en sofa út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.