Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 23
Átta þýskar myndir
Þ
ýskaland verður í brenni depli á
RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni í Reykjavík, 27. septem-
ber – 7. október. Sýndar verða
átta nýjar og athyglisverðar þýskar
myndir, í Norræna húsinu sýnir leik-
stjórinn Ulrike Ottinger ljósmynd-
ir, þýski plötusnúðurinn Dj Gaia
Ramona heldur uppi stuðinu og síð-
ast en ekki síst spilar Damo Suzuki
undir myndinni Metropolis, ásamt
hljómsveit. Margar myndanna hafa
vakið mikið umtal og þýskar mynd-
ir dagsins í dag virðast rýna í áleitinn
félagslegan raunveruleika. Í myndinni
Outing er dregin upp mynd af ungum
manni, fornleifafræðinemanum Sven,
sem þjáist af barnagirnd. Í myndinni
Stilleben borgar faðir vændiskonu fyr-
ir að fara í hlutverk dóttur sinnar og í
Was bleibt er fjallað um geðhvörf.
Stríðskonur (Kriegerin)
Leikstjóri: David Wnendt, f. 1977
Marisa er tvítug þýsk kona sem hatar
útlendinga, gyðinga, lögguna og alla
sem henni finnst bera sök á hnign-
un þýsku þjóðarinnar. Hún kann
best við sig í nýnasistaklíkunni sem
hún er í, en þar eru hatur, ofbeldi og
taumlaus veisluhöld daglegt brauð.
Rolling Stone-tímaritið kallaði
myndina „bestu myndina sem hef-
ur komið frá Þýskalandi í áraraðir“.
Myndin er gott dæmi um það þegar
skáldskapurinn passar við raun-
veruleikann. Einn þýsku nýnasist-
anna sem drápu innflytjendur í fyrra
á sláandi líkan bakgrunn og Marisa.
Við sjóndeildarhringinn
(Am Himmel der Tag)
Leikstjóri: Pola Beck, f. 1982
Lara er ráðvillt. Hún er 25 ára og að
ljúka námi í arkitektúr en hún hef-
ur misst áhugann. Hún fer út að
djamma með Noru vinkonu sinni
á kvöldin, en nýtur þess ekki held-
ur. Eftir svakalegt svall kemur í ljós
að hún er ólétt og eftir nokkra um-
hugsun tekur hún áskoruninni um
að verða móðir fagnandi; líf hennar
öðlast skyndilega tilgang. Því lætur
hún eins og ekkert hafi í skorist þegar
hún missir fóstrið. Íslenski leikarinn
Tómas Lemarquis leikur stórt hlut-
verk í myndinni.
Kyrralíf (Stilleben)
Leikstjóri: Sebastian Meise, f. 1976
Faðir borgar vændiskonu fyrir að
leika hlutverk dóttur sinnar. Þegar
duldum þrám föðurins er ljóstr-
að upp tekur fjölskyldan að gliðna
í sundur. Kyrralíf er óþægilegt og
myrkt drama sem líður áfram án
mikilla samtala og veltir sér upp úr
skuggalegum uppljóstrunum. Hér
er kannað hvernig hugsanirnar ein-
ar geta haft eitraðar og hörmulegar
afleiðingar í óvenjulegri mynd um
óhuggulegt efni.
Stigið fram (Outing)
Leikstjóri: Sebastian Meise, f. 1976
Heimildamynd sem er gerð á fjórum
árum. Hún dregur upp mynd af forn-
leifafræðinemanum Sven. Hann þjá-
ist af barnagirnd og er einn af þeim
fyrstu sem stíga fram í dagsljósið til
að tala opinskátt um baráttuna við
þessar forboðnu langanir sínar. Sterk
mynd um afar viðkvæmt málefni.
Gleymdu mér ekki
(Vergiss mein nicht)
Leikstjóri: David Sieveking, f. 1977
Í Gleymdu mér ekki lýsir leikstjórinn
David Sieveking aðstæðum móð-
ur sinnar, sem glímir við Alzhei-
mer-sjúkdóminn líkt og milljónir
annarra. Breytingin á móður hans
knýr fjölskylduna til að tileinka sér ný
viðhorf, sem leiða til nýrra tengsla.
Hreinskilni og húmor er leiðarstefið
og fókusinn er á fólkinu frekar en á
sjúkdómnum.
Lífið er ekki fyrir skræfur
(Das Leben ist nichts für
Feiglinge) Leikstjóri: André Erkau, f. 1968
Saga af fjölskyldu sem splundrast
þegar móðirin hverfur á forvitni-
legan hátt. Á meðan faðirinn,
Markus, leitar huggunar í fortíðinni
ákveður Kim, 15 ára dóttir hans, að
fara til Danmerkur með vini sínum,
en á árum áður fór fjölskyldan þang-
að í fríum. Markus fer þess vegna að
leita að dóttur sinni og finnur sjálfan
sig í leiðinni.
Barbara
Leikstjóri Christian Petzold, f. 1960
Árið er 1980 og það er sumar. Lækn-
irinn Barbara hefur sótt um leyfi
til að yfirgefa Austur-Þýskaland. Í
refsingarskyni er starf hennar flutt
frá Berlín á lítinn spítala á lands-
byggðinni. Jörg, elskhugi henn-
ar vestan megin, er þegar farinn
að skipuleggja flótta hennar yfir
járntjaldið. Myndin verður fram-
lag Þýskalands til Óskarsverðlaun-
anna árið 2013.
Heim um helgina
(Was bleibt)
Leikstjóri: Hans-Christian Schmid, f. 1965
Svo virðist sem ró og spekt milli-
stéttarfjölskyldu sé ógnað þegar
móðirin tilkynnir tveimur upp-
komnum sonum sínum sem eru
komnir í helgarheimsókn frá
Berlín að hún ætli að hætta á lyfj-
unum sem hafa alla tíð haldið geð-
hvörfum hennar í skefjum. Stíl-
hrein og frábærlega leikin mynd
sem magnar upp sálfræðilega
undirtóna í fjölskyldutengslum.
kristjana@dv.is
Menning 23Miðvikudagur 12. september 2012
Guðrún Gunn-
ars og lögin
hans Fúsa
Guðrún Gunnarsdóttir, ásamt
hljómsveit, fer yfir söngbók Sig-
fúsar Halldórssonar. Lögin hans
verða flutt í gömlum og nýjum
útsetningum í bland við frásagn-
ir um líf skáldsins og lögin sem
hann gaf okkur. Með Guðrúnu
verða Gunnar Gunnarsson, Ás-
geir Ásgeirsson, Hannes Frið-
bjarnarson og Þorgrímur Jóns-
son. Þægileg kvöldstund með
perlum Sigfúsar í Salnum þann
13. september klukkan 20.
Margverðlaunað
meistarastykki
Það eru fleiri markverðar sýningar
í bíóhúsum landsins en á Reykja-
vík Film Festival. Á föstudag verður
frumsýnd myndin Separation í Bíó
Paradís.
Myndin er margverðlaunað
meistarastykki sem hlaut meðal
annars óskarsverðlaun sem besta
erlenda myndin. Myndin fjallar um
hjón í Teheran sem standa frammi
fyrir erfiðri ákvörðun.
Eiga þau að freista þess að bæta
lífsgæði sín og barns síns með því
að flytja úr landi eða dvelja áfram
í Íran og líta eftir öldruðum föð-
ur eiginmannsins sem er með
Alzheimer-sjúkdóminn?
Myndin er með „99% Fresh
Rating“ á Rotten Tomatoes og 95
stig af 100 mögulegum á Metacritic.
Seldi málverk
eiginmannsins
Herdís Þorvaldsdóttir hefur barist
fyrir því í rúma þrjá áratugi að
stöðva lausagöngu búfjár. Mynd
hennar, Fjallkonan hrópar á
vægð, verður frumsýnd í Bíó Para-
dís á fimmtudag.
Heimildamyndina fjármagnaði
hún sjálf, og seldi meðal annars
málverk sitt Skammdegisnótt eftir
Gunnlaug Scheving, sem hún fékk
í brúðkaupsgjöf fyrir um 50 árum
frá Gunnlaugi Þórðarsyni fráfölln-
um eiginmanni sínum.
Útgangspunktur myndarinnar
er að þó mikið hafi verið gert í að
hefta gróður- og jarðvegseyðingu
hér á landi og margar leiðir farn-
ar til framdráttar hefur enn ekki
verið ráðist í að taka á grunnorsök
vandans – búskaparháttum sem
eiga að heyra fortíðinni til – lausa-
göngu búfjár.
Ljósmyndir Ottinger Á meðan
RIFF stendur yfir verða sýndar ljós-
myndir eftir Ulrike Ottinger í Nor-
ræna húsinu. Ulrike er ljósmyndari
og kvikmyndaleikstjóri og á að
baki fjölmargar leiknar myndir.
n Áleitinn félagslegur raunveruleiki í forgrunni
1
2
3
4
5
6
7
8
Dj Gaia Ramona Gaia Ramona er ung
og hress og á uppleið í dj-bransanum og
spilar í Norræna húsinu þá daga sem hátíðin
stendur yfir.