Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 4
Ólafur stofnar félag um fasteignir sínar Kyrrlátt við þingsetningu n Óvenjulítið mótmælt við Alþingishúsið Þ ingsetningin sem fór fram um miðjan þriðjudag var lík­ lega sú kyrrlátasta frá því bús­ áhaldabyltingin svokallaða átti sér stað. Fáeinir tugir mótmæl­ enda mættu fyrir utan Alþingishúsið en lögreglan hafði girt af stórt svæði við Austurvöll. Nokkrir blésu í flautur og sumir börðu búsáhöld. Öryrkja­ bandalagið var með stóran fána auk þess sem á skiltum mátti lesa slag­ orð eins og: „Fatlaðir eru líka fólk“, „Stjórnvöld afætur án ábyrgðar“ og „200.000 kr. skattleysismörk strax“. Mótmælin höfðu ekki áhrif á þing­ setninguna en þó mátti heyra hróp og köll að utan á meðan forsetinn ávarp­ aði þingið. Þingmenn sluppu alveg við eggjakast eða annað slíkt en skemmst er að minnast setningu þingsins fyrir ári þegar þingmaðurinn Árni Þór Sig­ urðsson fékk egg í höfuðið af slíku afli að hann missti jafnvægið og féll um koll. 4 Fréttir 12. september 2012 Miðvikudagur Ó lafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, hef­ ur stofnað nýtt fjárfestingar­ félag sem kallast Festir ehf. Félagið varð til við upp­ skiptingu á fasteignafélagi Ólafs, Festingu ehf., en það félag held­ ur utan um umtalsvert magn fast­ eigna sem fjárfestirinn á hér á landi. Stjórnarmenn í hinu nýja félagi eru tveir af starfsmönnum fjárfestingar­ félags Ólafs, Kjalars ehf. Þeir heita Heimir Sigurðsson og Jónas Guð­ björnsson. Þeir eru einnig stjórnar­ menn Festingar ehf. Skráningu Festingar ehf. hjá ríkis skattstjóra var breytt þann 7. september síðastliðinn miðað við skiptingaráætlun sem dagsett er 11. maí 2012. Eftir breytinguna lækk­ aði hlutafé Festingar ehf. úr rúm­ um hundrað milljónum og niður í 500 þúsund krónur. Svo virðist sem Festir ehf. hafi tekið við meirihluta hlutafjár Festingar ehf. þar sem hlutafé síðarnefnda félagsins er nú rúmar 90 milljónir króna. Stofnandi Festis ehf. var móðurfélag Sam­ skipa, SMT Partners B.V. í Hollandi, en það félag á einnig Festingu. Tilgangur hins nýja fjárfestingar­ félags Ólafs er sagður vera „kaup, sala og eignarhald á verðbréfum, kaup, sala og rekstur fasteigna og lausafjár ásamt lánastarfsemi tengd rekstrinum og annar skyldur rekstur.“ Á 16 milljarða eignir Fyrir skiptinguna á Festingu ehf. átti félagið meðal annars fasteign­ irnar sem hýsa starfsemi Sam­ skipa á Íslandi í Kjalarvogi, skrif­ stofuhúsnæði kennt við Olís á Suðurlandsbraut 18 og höfuð­ stöðvar bifreiðaumboðsins Öskju á Krókhálsi. Askja sér meðal annars um innflutning og sölu á Mercedes Benz­bifreiðum. Festing skilaði hagnaði upp á rúmlega milljarð króna árið 2010 og eru eignir félagsins verðmetn­ ar á meira en 16 milljarða króna. Skuldir félagsins nema nærri 16,5 milljörðum króna og eru skuldirn­ ar meiri en eignirnar sé tekið mið af fasteignamati eigna Festingar en ekki bókfærðu virði þeirra. Festing kemur því vel undan hruninu og er til marks um hversu staða Ólafs Ólafssonar sem fjárfestis er enn góð eftir hrunið, þó svo að hann hafi tapað stórum eignarhluta í Kaupþingi og þriðjungs eignarhlut í HB Granda svo dæmi séu tekin. Allar fasteignir Festingar ehf. eru hins vegar ennþá skráðar á það félag inni á vefsvæði ríkisskatt­ stjóra og hafa því ekki færst form­ lega yfir til Festis ehf., sem hlýtur að vera ætlunin ef litið er til hluta­ fjárlækkunarinnar hjá félaginu. Gert til hagræðingar Heimir Sigurðsson, stjórnarmaður Festingar og Festis, segir að skipt­ ingin á fyrrnefnda félaginu sé gerð til hagræðingar í rekstri félags­ ins. „Það er nú ekkert á bak við þetta annað en það að við erum við rekstur sem er tvískiptur. Annars vegar er um að ræða fasteignir sem tengjast rekstri Samskipa og hins vegar aðrar fasteignir sem ekki tengjast þeim rekstri.“ Heimir seg­ ir að eignarhaldsfélagið Festing ehf. muni því halda eftir þeim eignum sem tengjast Samskipum og Fest­ ir ehf. taki við hinum eignum fé­ lagsins. „Þetta er hugsunin hjá okk­ ur. Gagnvart leigutökunum þá mun þetta ekki breyta neinu. Þetta er bara af praktískum ástæðum sem við viljum hafa þetta í tveimur fé­ lögum.“ Heimir segir að staða Festingar sé fín um þessar mundir. „Þetta félag hefur farið í gegnum þetta hrun án þess að lenda í neinum vandræðum.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Félag fjárfestisins á 16 milljarða eignir n Sterk staða eftir hrun Sterkt félag Staða fasteignafélags Ólafs Ólafssonar fjárfestis er sterk eftir hrunið. Ólafur sætir nú ákæru í Al-Thani málinu svokallaða og sést hér í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrr á árinu. Mynd SiGtryGGur Ari „Þetta fé- lag hefur farið í gegnum þetta hrun án þess að lenda í neinum vand- ræðum Mótmælt Fáir mótmæltu við þingsetningu á þriðjudag. Sveik út leikjatölvu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 19 ára karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjár­ svik og tilraun til fjársvika. Mað­ urinn var ákærður fyrir að hafa síðasta sumar pantað leikjatölvu á vefsíðunni BT.is. Maðurinn gaf upp nafn sitt og kennitölu en not­ aði stolið greiðslukortanúmer. Hann fékk tölvuna afhenta sama dag. Fjórum dögum síðar reyndi maðurinn sama leik aftur. Í þetta skiptið fékk hann ekki tölvuna þar sem upp komst að hann var ekki handhafi greiðslukortsins sem greitt hafði verið með á vef­ síðunni. Maðurinn játaði sök en hann var einnig ákærður fyrir að hafa smáræði af fíkniefnum í fór­ um sínum. Dómurinn er skilorðs­ bundinn til tveggja ára. Drengurinn á batavegi Askur Nói, fimm ára drengur sem höfuðkúpubrotnaði þegar hann kastaðist úr hoppukastala í Para­ dísarlandi á Glerártorgi fyrir viku, hefur verið útskrifaður af spítala og er á batavegi. Móðir Asks seg­ ir líðan hans vera góða miðað við aðstæður en hann fari þó ekki í leikskólann næstu tvær vikurn­ ar. „Það lítur sem betur fer út fyrir að hann muni alveg ná sér.“ Askur Nói var í afmæli sem haldið var í Paradísarlandi þegar slysið varð, en hann kastaðist úr hoppukast­ alanum og lenti með höfuðið á steinsteyptu gólfi. Kallað var strax á sjúkrabíl sem flutti drenginn á spítala. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið og fyrirtækið sem rekur Paradísarland hefur nú þegar gripið til öryggisráðstafana til að koma í veg fyrir að viðlíka slys hendi aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.