Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Side 10
IngIbjörg sleppur vIð tuttugu mIlljarða K röfuhafar eignarhaldsfélags- ins 101 Capital ehf., sem var í eigu Ingibjargar Pálma- dóttur, þurftu að afskrifa rúmlega 20 milljarða króna lán sem veitt voru til félagsins. Gjald- þrotaskiptum á félaginu lauk í síð- ustu viku, samkvæmt skiptastjóra þess, Áslaugu Árnadóttur, og fékkst ekkert upp í kröfurnar sem lýst var þar sem félagið var eignalaust. Ingi- björg er eiginkona Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, ráðandi hluthafa í bæði Baugi og Glitni fyrir hrunið 2008. 101 Capital var stofnað árið 2007 og keypti 19 prósenta hlut í fast- eignafélaginu Landic Property af Baugi í ágúst 2007. Viðskiptin gengu undir nafninu Project Para. Í kjöl- farið keypti Landic Property danska fasteignafélagið Keops A/S. Þá fjár- festi 101 Capital í framvirkum samn- ingum um hlutabréf í FL Group, nú Stoðum, en þau bréf voru seld yfir til félagsins Styrks Invest í apríl 2008. Fjármagnað af Glitni og Baugi Áslaug segir aðspurð að Glitnir og Baugur hafi verið stærstu kröfuhaf- ar 101 Capital. „Skiptum er lokið [...] Þetta voru rúmlega 20 milljarða króna kröfur [...] Skiptum var lokið á grundvelli 155. greinar sem þýð- ir að búið var eignalaust [...] Stærstu kröfurnar voru frá Glitni og þrota- búi Baugs [...] Um var að ræða lána- samning og samning um framvirk verðbréfaviðskipti [...] Þetta voru við- skipti með Landic Property annars vegar og FL Group hins vegar,” seg- ir Áslaug. Stærstu lánveitendur 101 Capital voru því félög sem Jón Ás- geir Jóhannesson, eiginmaður Ingi- bjargar, stýrði með beinum eða óbeinum hætti. Aðspurð hvort hún hafi sent ein- hverjar ábendingar eða athugasemd- ir um viðskipti 101 Capital til eftirlits- aðila eða ákæruvalds segir Áslaug að svo hafi ekki verið. Tóku gögn um 101 Capital Viðskipti 101 Capital hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara um nokkurt skeið. Í rassíu sem tengdist rannsókn emb- ættisins á Glitni í nóvember 2010 var lagt á hald á gögn um Project Para viðskiptin í húsleit sem gerð var á 101 hóteli, sem er í eigu Ingibjargar. Þetta sagði Jón Ásgeir í viðtali við DV í nóv- ember 2010 eftir að húsleitin hafði farið fram. „Ég veit um Keops-yfir- tökuna og ég veit um yfirtöku Glitn- is á Aurum-bréfunum. Það er svona það sem ég þekki í þessu og sem oft hefur verið reifað. Ég kom að Keops á sínum tíma í gegnum eignarhald okkar á fasteignafélaginu [Stoðum hf., síðar Landic Property, innskot blaðamanns],“ sagði Jón Ásgeir í við- talinu en einu gögnin sem sérstakur saksóknari tók í húsleitinni voru áð- urnefnd gögn um Project Para. Talið brot á lánareglum Fjallað er um viðskipti 101 Capi- tal í stefnu slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri og fleiri ráðandi aðil- um og stjórnendum Glitnis, í skýr- slu sem franska rannsóknarfyrirtæk- ið Cofisys vann fyrir slitastjórnina og í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Í skýrslu sinni sagði Cofisys að fé- lagið væri sannfært um að embætti sérstaks saksóknara ætti að rannsaka kaup 101 Capital á hlutnum í Landic Property af Baugi. Ástæðan er sú, líkt og fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar, að talið er að viðskiptin hafi átt sér stað til að fara í kringum reglur Glitn- is um stórar áhættuskuldbindingar til tengdra aðila. Ingibjörg flokkaðist ekki sem tengdur aðili Baugs, félags Jóns Ásgeirs, hjá Glitni þrátt fyrir að gera það hjá Landsbankanum. Til- gangur viðskiptanna á milli Baugs og Ingibjargar var sá að fjármagna þurfti kaup Landic Property á danska fjár- festingarfélaginu Keops A/S, að því er kemur fram í stefnu slitastjórnar Glitnis. Baugur var einn stærsti hlut- hafi Landic en vegna þess hversu mikið Baugur hafði fengið lánað frá Glitni gat félagið ekki aukið á áhættu- skuldbindingar sínar í bankanum. Þess vegna voru bréf Baugs í Landic færð yfir til 101 Capital. Glitnismenn kölluðu viðskiptin Project Para sam- kvæmt stefnunni. Glitnir veitti svo Stoðum hf. 7 milljarða króna lán, Baugi tæplega 5 milljarða króna og 101 Capital 5 milljarða króna lán til til að kaupa Keops. Um þetta segir í stefnunni: „Lán- veitingar Glitnis til Landic, móðurfé- lags þess Baugs og til aðila sem voru fjárhagslega tengdir Jóni Ásgeiri voru þá þegar langt fyrir ofan lögbund- in mörk. Tilgangur Project Para var að fara í kringum þessi lögbundnu mörk með því að láta 101 Capital, að- ila sem var tengdur Jóni Ásgeiri og sem eiginkona hans Ingibjörg átti, kaupa 19 prósent af hlutabréfum Landic frá Baugi svo hægt yrði að líta svo á að Baugur og Landic væru ekki tengdir aðilar.“ Í stefnunni er komist að eftirfarandi niðurstöðu um við- skiptin: „Öllum hefði átt að vera ljóst að Project Para-viðskiptin voru lög- brot þar sem litið var á öll þrjú félög- in, Baug, 101 Capital og Landic, sem tengda aðila í gögnum frá Landic.“ Jón Ásgeir skammaði Lárus Í stefnunni segir enn frekar að Baug- ur hafi í raun bara „plantað“ bréfun- um í Landic Property hjá 101 Capital og að viðskiptin hafi ekki haft neina fjárhagslega merkingu heldur hafi þau eingöngu verið gerð í þeim til- gangi að vera til hagsbóta fyrir Jón Ásgeir. Í stefnunni er vitnað í nokkra tölvupósta sem sýna aðkomu Jóns Ásgeirs að Project Para-málinu. Í fyrsta tölvupóstinum skamm- aði Jón Ásgeir forstjóra Glitnis, Lárus Welding, vegna þess að starfsmaður Glitnis hafði haft samband við Ingi- björgu til að láta hana vita að 101 Capital væri í vanskilum með lánið frá Glitni. Jón Ásgeir sagði þá við Lár- us: „... fólk sem fær slíka tölvupósta mun hugsa sig tvisvar um þegar þú segir því að það sé best fyrir það að nota einkabankaþjónustu Glitnis.“ 10 Fréttir 12. september 2012 Miðvikudagur n 101 Capital eignalaust n Glitnir og Baugur lánuðu n Sérstakur saksóknari rannsakar 101 Capital „ ... fólk sem fær slíka tölvupósta mun hugsa sig tvisvar um þegar þú segir því að það sé best fyrir það að nota einkabankaþjónustu Glitnis. 20 milljarða afskriftir Skiptum er lokið á félagi Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Capital, og fékkst ekkert upp í rúmlega 20 milljarða króna kröfur. Félagið er talið hafa verið stofnað til að fara í kringum reglur um stórar áhættuskuldbindingar í viðskiptum Landic Property. Mynd pressphoTos.Biz Lárus skammaður Jón Ásgeir skammaði Lárus Welding þegar starfsmaður Glitnis sótti að Ingibjörgu vegna lánveitinga til 101 Capital. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Mynd pressphoTos.Biz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.