Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 12
Stela kakóbaunum af fátækum bændum Nota kafbáta í meira mæli n Bandaríska strandgæslan hefur áhyggjur af fíkniefnasmygli F íkniefnasmyglarar eru í síaukn- um mæli farnir að reiða sig á kafbáta til að koma efnum frá Suður-Ameríku til Bandaríkj- anna. Þó að þessi aðferð hafi verið þekkt í nokkuð mörg ár virðist tilfell- um sem þessum fara fjölgandi og eru fíkniefnasmyglarar farnir að notast við tæknilega fullkomnari kafbáta til verksins. Á undanförnu ári hafa kom- ið upp þrjú tilfelli þar sem mjög full- komnir kafbátar hafa verið notaðir til að smygla efnum til Bandaríkjanna. Í september í fyrra lagði strandgæslan hald á kafbát með 60 kíló af kókaíni – smáræði miðað við það magn sem þessir kafbátar geta borið. Bandaríska blaðið The New York Times fjallaði um málið á dögunum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að ný áskorun bíði yfirvalda í Bandaríkj- unum og ríkjum Suður-Ameríku; að stemma stigu við fíkniefnasmygli af þessu tagi. Þeir kafbátar sem smyglarar eru farnir að nota í auknum mæli geta ferðast þúsundir mílna neðansjáv- ar án þess að koma upp á yfirborðið. Báturinn sem lagt var hald á í sept- ember í fyrra var ófullkomnari og búinn lofttúðu sem er alltaf á yfir- borðinu. Fullkomnari kafbátarnir hafa auk þess meiri flutningsgetu og geta til dæmis flutt allt að tíu tonn af kókaíni í einni ferð. Það er því ekki nóg með að kafbátarnir séu orðn- ir stærri og með meiri flutningsgetu heldur eru þeir þannig útbúnir að nánast ómögulegt er að koma auga á þá. Þá óttast strandgæslan að notkun hraðbáta – sem auðvelt er að koma auga á – sé á undanhaldi. Þrátt fyrir þessar áhyggjur lagði bandaríska strandgæslan hald á gríðarlegt magn kókaíns í fyrra, eða 124 tonn. Og það sem af er þessu ári hefur strandgæslan lagt hald á 50 prósentum meira magn fíkniefna en á sama tíma í fyrra. 12 Erlent 12. september 2012 Miðvikudagur V ið höfðum nýlokið við að ganga frá uppskerunni í stór- ar geymslur, sem eru baka til við húsin okkar, þegar við vöknuðum við þá martröð að búið var að stela öllu saman,“ seg- ir Amory, 62 ára bóndi í þorpinu Antanimandririna á Madagaskar. Á svæðinu eru ræktaðar einhverjar verðmætustu kakóbaunir heims en bændum á svæðinu gengur illa að verjast árásum þjófagengja sem ræna uppskerunni. BBC greinir frá þessu. „Þeir komu hingað í gegnum skóginn með byssur og hótuðu bændunum. Við höfum heyrt af fleiri þorpum sem hafa orðið fyrir árásum vopnaðra þjófagengja.“ Súkkulaðiæði rennur á þjófa Á Madagaskar eru ræktaðar ein- hverjar bestu kakóbaunir í heimi; bæði appelsínugular og rauð- ar, sem í auknum mæli eru notað- ar í dýrasta súkkulaði sem fram- leitt er í Evrópu og Ameríku. Í frétt BBC segir raunar að aldrei hafi eft- irspurn eftir óunnum kakóbaun- um verið meiri. Baunir frá bænd- um á svæðum eins og Madagaskar eru sérstaklega eftirsóttar á meðal súkkulaðigerðarmanna en það hef- ur gert bændunum erfitt fyrir. Í stað þess að eiga kost á að auka lífsgæði sín hafa þeir í síauknum mæli orðið fórnarlömb ræningja. Verðið fyr- ir bestu baunirnar hefur tífaldast á nokkrum árum og segja má að eins konar gullæði, eða súkkulaðiæði, hafi runnið á glæpamenn. Geta ekki fætt börnin sín Af sumum bændum hafa þjófar rænt baunum fyrir meira en hundrað þús- und krónur, sem er há upphæð fyr- ir hvern sem er í einu fátækasta ríki veraldar. „Við erum í miklum vanda. Kakóbaunirnar okkar eru þær bestu fáanlegu en við höfum ekki bolmagn til að vernda uppskeruna,“ hefur BBC eftir öðrum bónda sem heitir Floren. „Hér er engin lögregla held- ur ríkir hér lögleysa. Þeir geta gert það sem þeim sýnist og skilja okk- ur eftir snauða. Við getum ekki einu sinni brauðfætt börnin okkar. Það getur vel verið að þessir menn séu fátækir en þeir eru að ræna enn fá- tækari menn.“ Óöld Mikil átök hafa verið í landinu und- an farin misseri og ár. Marc Ravlom- anana forseti lét af völdum vor- ið 2009 eftir ásakanir um spillingu. Stjórnarandstæðingar höfðu mót- mælt í margar vikur og herinn lagði að lokum undir sig forsetahöllina áður en hann leiddi Andry Andry Rajoelina til valda. Síðan hefur ástandið versnað og pólitísk upp- lausn ríkir í landinu. Viðskiptabanni hefur verið beitt auk þess sem utan- aðkomandi aðstoð hefur nánast gufað upp. Hátt matvælaverð og bágt heilsufarsástand landsbúa, meðal annars vegna malaríufaraldurs, hef- ur leitt af sér vaxandi glæpatíðni. Ör- væntingu gætir á meðal eyjarskeggja enda eiga bændur eins og Amory og fjölskylda hans beinlínis líf sitt undir miskunnsemi ræningjanna sem hafa tekið lögin í eigin hendur. Þeir ræna þá lífsviðurværinu. Neyðast til að vopnbúast Fréttir bárust af því í júní að bændur hefðu verið rændir um 900 nautgrip- um í grennd við þorpið Ilambohazo en ránin leiddu af sér blóðug átök á milli glæpagengja og bænda; með þeim afleiðingum að margir féllu. Þá voru öryggissveitir stjórnvalda send- ar á vettvang en annars eru afskipt- in lítil, enda viðurkenna stjórnvöld að glæpagengi ráði ríkjum á stór- um svæðum í landinu. BBC hefur eftir lögreglumanni að illa gangi að hafa stjórn á aðstæðum, enda séu þeir ekki nægilega vel vopnum búnir til að standa í hárinu á glæpagengj- unum. Haft er eftir honum að þeim svíði að sjá bændur svona illa leikna. Kakóbaunarækt er þó ekki mikil- vægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Í landinu er mikið framleitt af vanillu sem er jafnframt stærsta útflutnings- varan. En þar eru glæpir ekki vanda- mál. Strangar reglur gilda um með- ferð vanillunnar, sem yfirvöld sjá um að vakta, en til að mynda má ekki flytja uppskeruna á næturnar. John Ferry, framkvæmdastjóri Madecasse, einu verksmiðjunnar á Madagaskar sem framleiðir súkkulaði til útflutn- ings, vill að yfirvöld veiti kakóbauna- ræktendum sams konar vernd. Ekki gangi til lengdar að bændur þurfi að ráða sér öryggisverði eða sofa með baunirnar undir koddanum til að forðast rán. Amory segist ekki sjá fram á ann- að en að þurfa að vopnbúast. Hann er þó ekki hrifinn af þeirri lausn. „Hvar mun það enda?“ spyr hann áhyggjufullur. n Bændur Verðið á kakóbaunum hefur tífaldast á nokkrum árum. n Kakóbaunabændur geta illa varist ræningjum n Faraldur þjófnaða „Við getum ekki einu sinni brauðfætt börnin okkar Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Laumufarþegi féll úr flugvél Fréttastofa Sky greinir frá því að lík sem fannst í vesturhluta London á sunnudaginn er talið vera af laumufarþega. Íbúar við Portman Avenue í Portlake heyrðu dynk á sunnudagsmorgun en skömmu síðar gengu þeir fram á illa leik- ið lík. Talið er að maðurinn hafi falið sig í hjólabúnaði flugvélar sem kom frá Suður-Afríku í von um að komast til Bretlands. Lík- ið fannst beint undir þeim stað sem vélar koma inn til lendingar á Heathrow-flugvellinum. Obama með gott forskot á Romney Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fimm til sex prósentustiga forskot á Mitt Romney, samkvæmt nýjustu könnunum CNN og ORC. Obama hefur forystu í átta af níu fjölmennustu ríkjunum en afar fáir hafa ekki tekið afstöðu eða ætla að kjósa einhvern annan en þá tvo, aðeins þrjú prósent, sam- kvæmt könnun ORC. Þó Obama hafi gott forskot nú er ómögulegt að segja til um hvað verður, að mati stjórnmála- skýrenda. Staðreyndin er sú að ríkið skuldar 14 þúsund millj- arða dollara og atvinnuleysi í Bandaríkjunum er mikið. Þær staðreyndir gætu reynst Obama þungar í skauti. Kosið verður um forseta þann 6. nóvember. Ellefu ár frá árásinni í New York Enn er langur vegur frá því að framkvæmdum sé lokið á þeim stað þar sem Tvíburaturnarn- ir í New York stóðu þegar verstu hryðjuverk í Bandaríkjunum voru framin fyrir ellefu árum. Aðeins er lokið hluta þeirra framkvæmda sem átti að gera á svæðinu þó ekki hafi vantað loforðin um slíkt strax í kjölfar árásanna. Sérstakt safn til minningar um þau þrjú þúsund sem létust er varla hálfklárað. Til stóð að opna safnið á staðnum í viðbót við fjóra minnisvarða en enn er aðeins hluti þess risinn. Það hefur ekki komið í veg fyrir að fólk sæki stað- inn heim og votti þeim virðingu er létust í árásunum en talið er að tæplega fimm milljón manns hafi heimsótt staðinn á síðasta ári. Sérstök athöfn fer fram í dag auk þess sem forseti Bandaríkj- anna, Barack Obama, ætlar að minnast fórnarlamba hryðjuverk- anna, sérstaklega í Washington. Er þetta þó í fyrsta skipti frá 2001 sem engir sérstakir þing- eða embætt- ismenn verða viðstaddir minn- ingarathöfnina í New York að því er fram kemur í breska blaðinu The Guardian. Dópkafbátur Fíkniefnasmyglarar nota kafbáta sem þennan til að smygla fíkniefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.