Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 16
16 Neytendur 12. september 2012 Miðvikudagur Algengt verð 261,6 kr. 262,7 kr. Algengt verð 259,2 kr. 262,4 kr. Höfuðborgarsvæðið 259,1 kr. 262,3 kr. Algengt verð 259,4 kr. 262,6 kr. Algengt verð 261,6 kr. 262,7 kr. Melabraut 259,2 kr. 262,4 kr. Eldsneytisverð 10. september Bensín Dísil Kurteisi og elskulegheit n Hrósið að þessu sinni fær Cint­ amani en ánægður viðskiptavinur sendi eftirfarandi: „Ég keypti mér gönguskó hjá þeim sem reyndust gallaðir og ég gat aldrei notað. Ég trassaði óralengi að fara og ræða málið. Þegar ég loks lét verða af því fékk ég frábærar móttökur og lof­ að var að reyna að laga skóna. Það gekk ekki og reyndar leið svolítið langur tími án þess að ég heyrði frá fyrirtækinu. Þegar ég hafði samband var ég boðin velkomin til þeirra til að sækja nýja skó. Við­ mót starfsmanns var alveg til fyrir­ myndar; kurteisi og elskulegheit. Ég þakka fyrir mig.“ Undrandi á starfsfólki n Lastið að þessu sinni fær Saffran Express á Ártúnshöfða. Viðskipta­ vinur hafði samband við blaðið og kvaðst vera undrandi á starfsfólki staðarins þegar hann kom þar við rétt fyrir klukkan 18 á miðvikudag í síðustu viku. „Ég leit upp og skoð­ aði matseðilinn og varð svo litið niður. Þá tók ég eftir því að stúlkan sem var að afgreiða á kassanum var með stærðarinnar sleikjó í munn­ inum. Ekki nóg með það heldur voru að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn með sleikjó í munnin­ um, þar á meðal starfsmaður sem var að útbúa matinn. Mér fannst þetta miður geðslegt, snéri mér við og fór á Subway.“ Haft var samband við Odd Smára Rafnsson, fram­ kvæmdastjóra Saffran sem vildi fá að koma eftirfarandi á framfæri: „Ég vil biðjast afsökunar á þessu. Þetta er mjög óheppilegt atvik sem á ekki að eiga sér stað og erum við búnir að gera viðeigandi ráðstaf­ anir. Ég vona að þessi afsökunarbeiðni gefi viðskiptavin­ um fullvissu um að þeir geti borið fullt traust til okk­ ar þegar að það kemur að góðri þjón­ ustu og góðum mat,“ segir Oddur Smári. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Hækkaðu verðgildi bílsins n Smá þrif og bón geta gert gæfumuninn þegar kemur að sölu gamla bílsins M eð því að gefa bílnum alls­ herjar andlitslyftingu geta bíleigendur aukið verðmæti hans. Eigir þú gamlan bíl sem farið er að láta á sjá og sem þú vilt losa þig við getur verið gott ráð að þrífa hann vel og vandlega. Þó það fari ekki á milli máli að um gamlan og notaðan bíl sé að ræða þá verður hann töluvert söluvænlegri ef hann er þrifinn vel, pússaður og bónaður, auk þess sem þú gætir fengið meira fyrir hann. Þetta gæti á hinn bóginn orðið til þess að þú sérð gamla bílinn í nýju ljósi og leyfir honum að vera hluti af fjölskyldunni í nokkur ár í viðbót. Í danska blaðinu Politiken er því haldið fram að með slíkri yfirhalningu sé hægt að hækka verðgildi gamalla bíla um tugi ef ekki hundruð þúsunda. Það sakar ekki að reyna, auk þess sem þrif á bílnum er nauðsynlegt viðhald sem sinna þarf reglulega til að auka líf­ tíma hans. sparaðu þér þrifin Það er gott að fara með bílinn og láta atvinnumenn sjá um að þrífa hann rækilega. Ef bíleigendur vilja spara sér þann pening er þó auðvelt að þrífa bíl­ inn sjálf/ur. Það þarf einungis að gefa sér smá tíma í það en hægt er að kaupa öll hreinsiefnin á bensínstöðvum og öðrum bílavöruverslunum. 1 Byrjið á því að fara með bílinn á þvottastöð. Vélarnar þar taka heilmikið af óhreinindunum en farið þó sjálf vel í öll horn, rifur, hurðarföls og skott. 2 Þrífið vélarhúsið með sérstöku hreinsiefni. Úðið efninu yfir og skolið vandlega. Ef það er mikill þrýstingur á vatninu er gott ráð að standa í góðri fjarlægð svo vatn þrýstist ekki inn í raflagnir. Þá gæti verið ráð að hylja slíkar lagnir til að hlífa þeim við vatninu. 3 Felgur þarf að handþvo, með felgusápu og bursta. Skolið vandlega á eftir. 4 Ef það eru grunnar rispur og skemmdir í lakkinu má laga þær með þar til gerðum lakkpenn­ um. Eins er hægt að gera við slíkar smáskemmdir og rispur með grunni og glæru. 5 Tæmið bílinn af öllu lauslegu og ryksugið hann hátt og lágt. Mottur, sæti og áklæði er best að þrífa með sérstökum efnum. Passið ykkur á að skilja ekki eftir bletti. Bíl, sem hefur verið reykt í, þarf að þrífa sérstaklega vel og vandlega og jafnvel tvisvar. 6 Strjúkið af mælaborði og pússið með vínyl­hreinsiefni. Notið matt hreinsiefni, alla vega á efstu hlutana þar sem sólargeislar geta endurspeglast. Eyrnapinnar geta komið að góðum notum þegar þarf að komast að litlum stöðum. 7 Notið glerhreinsiefni á rúðurnar. 8 Þegar þrífa á og gera eldri bíla glæsilega aftur er mikilvægt að byrja á því að lakkhreinsa þá vel þar sem ryk og skítur er fjarlægður. Talið við sölumenn og fáið ráð­ leggingar um hvaða efni skulu notuð og hvaða styrkleika sé gott að nota. 9 Það er mikilvægt að ljúka verkinu á því að bóna bílinn vel. Takið ykkur góðan tíma í það og bónið bílinn rækilega. Passið að bóna bílinn jafnt en þannig kemur maður í veg fyrir að mynstur og rendur myndist á lakkinu. 10 Að lokum skal fara yfir rúðuþurrkur, lista, ljós og annan aukabúnað og athuga hvort þessir hlutir séu í góðu ásigkomu­ lagi. n Er lakk skemmt eða sést ryð? n Athugið með segli hvort gert hafi verið við með plastfylliefnum. Segullinn dregst aðeins að járni. n Bendir eitthvað til að bíllinn hafi skemmst í árekstri ? n Bankið í brettafestingar og í kringum luktir. n Athugið hugsanlega ryðmyndun og frágang ryðvarnar í hjólbogum. n Móða innan á bílrúðum í þurrviðri getur verið vísbending um ryð. n Athugið hvort yfirbygging hafi skekkst. n Falla hurðir vel að ? n Er framrúða rispuð eða skemmd eftir steinkast? n Lyftið gólfmottum til að kanna hugsan lega ryðmyndun. Athugið einnig undir mottu í farangursgeymslu og undir varadekkið. n Þefið af teppum, myglulykt getur bent til leka. n Skrúfið rúðurnar upp og niður, athugið slit í lömum með því að lyfta undir hurðir. n Athugið kælivatn á vél – engin olía má vera í vatninu. Olía í kælivatni gæti bent til þess að „headpakkning“ sé léleg eða að blokkin sé sprungin. n Eru óhreinindi eða olía utan á vélinni ? n Athugið hvort dropar séu undir bif­ reiðinni. Kanna þarf hvort um sé að ræða vélarolíu, bensín, bremsuvökva, kælivatn eða annað. Sé leki getur viðgerð verið kostnaðarsöm. n Lítur bifreiðin almennt út fyrir að vera illa hirt? n Athugið rafgeymi, er útfelling við pólana ? n Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðlilega þykk olía bendir til að vélin sé mjög slitin. n Athugið smurþjónustubók. n Athugið hjólbarða. Raufar í mynstri skulu vera a.m.k. 1,6 mm á dýpt þar sem þeir eru mest slitnir. Hjólbarðar eiga allir að vera af sömu gerð. Skoða þarf hvort hjólbarðar séu misslitnir. Ekki má vera hlaup í hjólum. n Eru felgur dældaðar, það getur verið ábending um að bílnum hafi verið ekið óvarlega. n Ræsið vélina. Hlustið eftir óeðlilegum hljóðum. n Athugið útblásturskerfið. n Er hlaup í stýri? n Stígið fast á hemlafetil. Fótstig á ekki að fara alveg í botn, heldur á að vera gott bil niður að gólfi. n Athugið höggdeyfa með því að ýta á aurbretti yfir hverju hjóli. Haldi bíll áfram að fjaðra geta höggdeyfar verið bilaðir eða ónýtir. n Athugið kílómetramæli. Berið álestur saman við almennt útlit og aldur bifreiðarinnar. Reikna má með að meðal­ akstur sé frá 15.000 – 18.000 km á ári. Athugunarlisti FÍB Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Fyrir kaupendur notaðra bíla Á hinn bóginn má benda væntanlegum bílakaupendum á hvað þarf að athuga þegar bíllinn er skoðaður. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að gott sé að fara í gegnum meðfylgjandi athugunarlista og sé niðurstaðan jákvæð sé óhætt að reynsluaka bifreiðinni. Þá er fólki ráðlagt að taka nægan tíma í prufuaksturinn og aka bílnum á vegi með 90 kílómetra hámarkshraða því á 80 til 90 kílómetra hraða má oft greina óeðlileg hljóð, titring og eins finna hvort bíllinn sé afllítill. Bíll til sölu Það getur margborgað sig að hafa bílinn eins hreinan og vel bónaðan og mögulegt er þegar hann er auglýstur til sölu. MynD Photos.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.