Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 22
22 Fólk 12. september 2012 Miðvikudagur n Meðlimir JCI auglýsa ræðunámskeið Siglir á kanó í Vatnsmýrinni Jón Gnarr, borgarstjóri Reykvík­ inga, ætlar að sigla á kanó í gegn­ um sýkin í Vatnsmýrinni og opna þannig sýningu í Norræna húsinu sem ber nafnið Lífið í Vatns­ mýrinni og hefst á fimmtu­ daginn. Jón Gnarr verður þannig fyrstur manna til að sigla þessa leið en það er sigl­ ingaklúbburinn Siglunes sem sér um að sigla með borgarstjóra. Fleiri óvæntar uppákomur verða á dag­ skrá opnunarinnar. Það er Norræna húsið, Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg sem hafa nú í sameiningu hafist handa við að endurheimta votlendið í Vatnsmýrinni og virkja friðinn í varplandinu; opna rásirnar, auka vatnsflæðið um svæðið og tengja það hringrás vistkerfanna. Í til­ kynningu frá Norræna húsinu seg­ ir frá því að gamalt iðnaðarrusl, ágeng dýr og stórvaxnar jurtir hafi stuðlað að líffræðilegri einhæfni og raskað jafnvægi lífríkisins. Mesti spillikötturinn af öllum sé mann­ skepnan. Fá vatnasvæði í heimin­ um eru enn óspillt, segir enn frem­ ur í tilkynningunni. Um 80 prósent alls votlendis hér á landi sé nú ónýtt og virki ekki. M ér tekst að plata hana út í allt,“ seg­ ir Garðar Gunnlaugs­ son knattspyrnumaður sem bauð kærustunni að snorkla með sér í Silfru á dögunum. Garðar hafði aldrei snorklað áður og kærastan, Skagamærin Alma Dögg Torfadóttir, ekki heldur. „Hún stóð sig mjög vel og henni tókst meira að segja að kaffæra mig. Þá kom hún aftan að mér fyrir ofan djúpan hyl. Hún hoppaði á mig svo ég fór beint niður. Hún er líka nautsterk,“ seg­ ir Garðar brosandi og bætir við að sama dag hafi þau Alma einnig skellt sér í gókart. „Hún fær kannski vinninginn í snorklinu en það var ég sem sigraði í gókart inu. Hún á örugglega eftir að rífa kjaft en hún kom langsíðust í mark.“ Aðspurður hvort allir dagar séu svona skemmtilegir hjá par­ inu segist hann dyggur viðskiptavinur vefsíð­ unnar hopkaup.is. „Ég keypti snorklferðina þar og sama dag mundi ég að ég hefði keypt gókart­ tilboð fyrr í sumar og þar sem það rann út þennan dag ákváðum við að gera bara dag úr þessu. Maður er alltaf opinn fyrir ein­ hverju skemmtilegu og á þessari síðu fær maður ýmsar hugmyndir. Mig hafði lengi langað til að prófa að snorkla svo við skelltum okkur bara á þetta og sáum ekki eftir því.“ Eins og alþjóð veit er Garðar fyrrverandi eiginmaður ís­ drottningarinnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur en fréttir af skilnaði þeirra skóku landsbyggðina í upp­ hafi árs. Garðar hefur nú fundið ástina að nýju í Ölmu Dögg og gæti ekki verið hamingjusamari. Þótt þau séu bæði frá Akranesi þekkt­ ust þau ekki fyrr en leiðir þeirra lágu saman á árinu en parið er nú byrjað að búa. „Ég hafði aldrei séð hana áður. Alma er yngri en ég og ég kom ekki oft hingað. Við pöss­ um mjög vel saman – erum með svipaðan húmor og getum talað endalaust saman og sitjum oft langt fram á kvöld og spjöllum. Svo skemmir ekkert fyrir hvað hún er falleg og góð. Það er alveg ótrú­ legt hvað hún virðist þola gamla karlinn,“ segir Garðar hlæjandi en Hektor sonur þeirra Ásdísar býr hjá þeim á Akranesi. „Strákurinn er ánægður enda er Alma Dögg mjög barngóð.“ Garðar og Alma Dögg hafa not­ ið lífsins í sumar. „Þetta er búið að vera frábært sumar og sérstak­ lega seinni hlutinn eftir að mað­ ur komst í gang í boltanum. Samt verður líka þægilegt þegar tímabil­ inu lýkur. Við erum búin að vera að æfa síðan í nóvember í fyrra og það verður gott að komast í smáfrí.“ n n Garðar Gunnlaugsson er ástfanginn upp fyrir haus „Hún á örugglega eftir að rífa kjaft en hún kom lang- síðust í mark farin að búa Ástfangin Garðar og Alma Dögg eru dugleg að gera eitthvað skemmti- legt saman. Kaffærður Kærastan gerði sér lítið fyrir og kaff ærði sinn heittelskaða. Flott par Garðar og Alma Dögg skelltu sér í snorkl og gókart sama daginn. Í hæsta turni í heimi Stjörnuförðunarfræðingurinn Elín Reynisdóttir, sem er búsett í Dúbaí ásamt fjölskyldu sinni, þurfti að takast á við lofthræðsluna þegar hún var fengin til að starfa við auglýsingu á 123. hæð skýjaklúfs­ ins Burj Khalifa. „Verð uppá 123. hæð (Burj Khalifa) í allan dag og alla nótt að vinna í auglýsingu, þyrluskot og alles en ég neyðist víst til þess hef aldrei þorað þang­ að upp áður, Wish me luck ;),“ skrifaði Elín á fésbókarsíðu sína. Turninn er sá hæsti í heimi, tæp­ ir 830 metrar og heilar 160 hæðir. Elín er einn þekktasti förðunar­ fræðingur Íslands og því kem­ ur ekki á óvart að heimamenn í Dúbaí falist eftir kröftum hennar. Báðust afsökunar Meðlimir Sigurrósar báðu þá tón­ leikagesti afsökunar sem urðu fyrir vonbrigðum með tónleika þeirra sem fram fóru á Bestival­hátíð­ inni á sunnudagskvöld. Á heima­ síðu sveitarinnar segir að þeir hafi átt að spila að kvöldi til en vegna krafna Stevie Wonder hafi sveitin verið færð til. Það hafi eyðilagt sýningu sveitarinnar að spila í björtu og þar með upplifun aðdá­ enda. Tónleikagestir virðast ekki hafa verið eins ósáttir og meðlimir Sigurrósar því flestar athugasemd­ ir á síðunni lofa hljómsveitina sem og tónleikana. Nakin í sófa úti í hrauni E ftir að hafa stenslað eitt stykki sófa með JCI­merkinu fóru fimm vaskir JCI­félagar út í Hafnarfjarðarhraun og smelltu sér í sófamyndatöku,“ segir Silja Jóhannesdóttir, félagi í Junior Cham­ ber á Íslandi, í samtali við DV en óhætt er að segja að ný auglýsing fyrir ræðunámskeið á vegum samtakanna veki mikla eftirtekt. Á myndinni sem prýðir auglýsinguna sitja þrjú nak­ in ungmenni í sófa með fullklædda stúlku í ræðupúlti fyrir framan sig. Er þar verið að vísa til þeirrar aðferðar sem sumir notast við, að ímynda sér að áheyrendur séu naktir til að losna við sviðsskrekk. Það er hins vegar markmið ræðunámskeiðsins hjá JCI að þjálfa fólk þannig að það þurfi ekki að notast við aðferðina. Undir myndinni stendur einmitt: „Þú þarft ekki að ímynda þér að áheyrendurn­ ir séu naktir.“ Samtökin JCI hafa það að mark­ miði að veita ungu fólki tækifæri til að efla hæfileika sína með því að stuðla að jákvæðum breytingum. Hluti af þessu er að bjóða upp á sex kvölda ræðunámskeið þar sem reyndir fram­ sögumenn þjálfa fólk. „Boðið er upp á þjálfun í ræðuskrifum, mismunandi flokkum af ræðum; tækifærisræð­ um, söluræðum og á endanum er sett upp alvöru ræðukeppni. Námskeiðið kostar 30.000 krónur og kjósi fólk að gerast félagsmenn í JCI gengur nám­ skeiðsgjaldið upp í félagsgjaldið. Nú er að hrökkva eða stökkva!“ Aðspurð út í auglýsinguna seg­ ir hún hugmyndina vissulega ansi djarfa en hún hafi kviknað meðal nokkurra meðlima JCI sem ákváðu að taka hana alla leið og framkvæma þrátt fyrir að kalt væri í veðri. „Hópur túrista sem fór framhjá varð upprifinn af framtakinu og eflaust eru í þessum töluðu orðum talsvert margar mynd­ ir úti um allan heim á Facebook af furðulegum hálfnöktum Íslendingum úti í hrauni berandi ræðupúlt og sófa,“ segir Silja. „Eftir eitt stykki ræðunám­ skeið ertu til í hvað sem er!“ bætir hún hlæjandi við. solrun@dv.is Nakin! Nokkrir meðlimir JCI drösluðu sófa út í Hafnarfjarðarhraun og létu mynda sig nakta. MyNd guðbJörg ÁgústsdóttIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.