Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 6
„Fáránlegar aukaverkanir“ n Keypti Clenbuterol á spottprís erlendis og seldi þegar heim var komið Þ að er ekkert mál að kaupa þetta án lyfseðils í þessum austantjaldslöndum. Þar kostar þetta ekki neitt. Pakk- inn kostaði 100 krónur úti en það er hægt að selja hann á 10 þúsund hérna heima. Ótrúlegasta fólk var að fylla töskurnar af þessu,“ segir maður sem hefur reynslu af því að taka hestalyfið Clenbuterol, sem fjallað var um í mánudagsblaði DV. Maðurinn, líkt og flestir þeir sem DV hefur rætt við, vill ekki koma fram undir nafni og viður- kenna að hafa neytt efnisins. Hann segist vita um mörg dæmi þess að fólk taki efnið til að auka árangur sinn í líkamsrækt. Hann hafi sjálf- ur kynnst því þegar hann var í æf- ingarferð í austantjaldslandi fyr- ir nokkrum árum og þá hafi hann ásamt flestum æfingafélaga sinna keypt töflur til þess að fara með heim og selja, enda hægt að græða margfalt á því hér heima. Hann segist sjálfur hafa prófað efnið og segir aukaverkanirnar skuggalegar og telur inntöku þess alls ekki hafa góð áhrif á fólk. „Ég prófaði einn skammt af þessu dóti. Maður skalf allur eins og ég veit ekki hvað. Svo rann af mann lýsið eftir svona tvær vikur en þetta hafði alls konar fáránlegar aukaverk- anir. Öfgamatarlyst en samt auk- in brennsla sem er meira en lítið undarlegt. Ég hætti á þessu eftir 3–4 vikur og þá bætti ég strax öllu á mig aftur sem ég missti og rúmlega það,“ segir maðurinn. Lyfið er ólöglegt hérlendis en það er eins og fyrr segir ætlað hestum. 6 Fréttir 12. september 2012 Miðvikudagur Miklar aukaverkanir Maðurinn segist hafa keypt töflurnar mjög ódýrt erlendis og selt þegar heim var komið. Hann segir aukaverkanirnar af lyfinu vera skuggalegar. Hættulegur staður Morðin á Íslendingnum Kristjáni Hinrik Þórssyni og fjölskylduvini hans John White á lóð Quik-Trip verslunar í borginni Tulsa fyrir helgina eru ekki fyrstu morðin sem framin eru á þessum sama stað. Rúmt ár er síðan aðrir tveir voru skotnir til bana við sömu verslun. Mikil sorg ríkir vegna morð- anna en eins og DV greindi frá lést félagi Kristjáns einnig af skotsár- um á sjúkrahúsi á mánudag. Í ljós hefur komið að sá var vinur móður Kristjáns en óljóst er um tengsl þess manns við árásarmanninn sem enn er leitað. Upptökur benda þó ekki til annars en að árásarmaðurinn hafi ógnað White og sakað hann um að aka of nálægt sér. Í kjölfar þess hafi hann fyrirvaralaust dregið upp skot- vopn og hafið skothríð. Kristján Hinrik lést sem kunnugt er af sárum sínum skömmu síðar en White lést á sjúkrahúsi á mánudag. Staðurinn þar sem árásin átti sér stað er illræmdur fyrir skotárásir og vopnuð rán. Í litlum radíus kringum verslun Quik-Trip hafa verið fram- in alls 134 alvarleg brot samkvæmt bókum lögreglu og þar af 89 alvar- leg afbrot. Þar voru skotnir til bana tveir einstaklingar í ágúst í fyrra við svipaðar kringumstæður að tilefn- islausu. Árásarmannsins er enn leit- að en hann er sagður vera 18 til 24 ára blökkumaður. Gefins hús í Grindavík Grindavíkurbær ætlar að gefa hús hverjum þeim sem hefur áhuga gegn því skilyrði að það verði fjarlægt af lóðinni. Húsið sem er úr timbri er um 50 fermetrar að stærð og stendur á gæsluvelli. Það hef- ur staðið autt um þó nokkurn tíma en verið upphitað. Ekki er vitað í hvaða ástandi húsið er. Sigmar Árnason bygginga- fulltrúi sagði á þriðjudaginn að um átta manns væri komnir á lista yfir þá sem hafa áhuga á að kynna sér ástand hússins en áhugasamir geta haft samband við Sigmar í síma 420-1100. Hrina fölsun­ armála Í ágústmánuði síðastliðnum komu fimmtán skilríkjafölsunarmál upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, auk tveggja mála þar sem engin skilríki voru til staðar, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar kemur fram að fjöldi föls- unarmála sé með því mesta sem komið hefur upp á einum mánuði í flugstöðinni. Það sem af er þessu ári hafa 35 fölsunarmál komið upp í Leifsstöð en auk þess hafa fimm einstak- lingar komið við sögu sem engin skilríki hafa haft meðferðis.  Samtals er því um að ræða 40 mál. Á sama tímabili í fyrra höfðu komið upp 19 mál. Samtals urðu fölsunarmálin 34 talsins, sem upp komu í flugstöð- inni á síðasta ári. H alli upp á 2,8 milljarða verð- ur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Oddný G. Harðardóttir fjármála- ráðherra, sem talar fyrir frumvarp- inu á þingi, sagði á þriðjudag að ekki væri hægt að tala um niðurskurðar- frumvarp heldur væri aðeins gert ráð fyrir ströngu aðhaldi í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir bæði hækkun tekna og útgjalda ríkisins. Áætlun ríkis- stjórnarinnar gerir ráð fyrir því að 2013 verði síðasta árið þar sem ríkis- sjóður verði rekinn með halla. Skuldastaða ríkissjóðs er þrátt fyrir betri jöfnuð fjárlaga enn mjög dökk. Ekki verður hægt að borga nið- ur gríðarlegar skuldir ríkisins, sem nú nema 84 prósentum af lands- framleiðslu, nema á löngum tíma. Þess var getið í kynningu fjárlaganna að þó að ríkissjóður gæti skilað 50 milljarða afgangi sem nýta mætti til niðurgreiðslu skulda tæki það tíu ár að greiða niður skuldir um þriðjung. Það er því ekki útlit fyrir annað en að áfram verði mikið aðhald í ríkisfjár- málum. Skattar upp á 500 milljarða Skatttekjur samkvæmt fjárlagafrum- varpinu verða í heild sinni 508 millj- arðar króna. Þar af er gert ráð fyrir að einstaklingar greiði með beinum hætti 172 milljarða af þeirri upphæð. Aðrir skattar, svo sem eignaskattar og skattar á vöru og þjónustu, standa svo undir hinum 336 milljörðunum sem ríkið reiknar með í skatttekj- ur. Þar til viðbótar reiknar ríkið með um það bil 51 milljarði króna í aðrar rekstrartekjur, svo sem arðgreiðslum úr fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir því að auðlegðar- skattur skili ríkissjóði tæpum helm- ingi alls eignaskatts sem lagður verð- ur á einstaklinga á næsta ári. Aðrir helstu eignaskattar eru stimpilgjöld og erfðafjárskattur. Auðlegðarskatts- tekjur ríkissjóðs eiga að aukast um tæpan milljarð á næsta ári og mið- ast það við óbreytta þrepaskiptingu skattsins. Ríkið reiknar með 7,44 milljörðum króna í tekjur af slíkum skatti en áætlanir vegna ársins 2012 sýna að tæpar 500 milljónir króna vantar upp á að fjárlög ársins haldi. Gistiskatturinn ekki sleginn af Ríkisstjórnin ætlar að standa við fyr- irhugaða hækkun á virðisaukaskatti úr lægra skattþrepi í það hærra. Að- ilar í ferðaþjónustu hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun á skattinum og hafa sumir jafnvel gengið svo langt að segja að hækkunin muni gera út af við greinina. Oddný sagði á fundi með fréttamönnum í hádeginu á þriðjudag að fundir með hagsmuna- aðilum hefðu verið gagnlegir en að það stæði alls ekki til í að slá skatta- hækkunina út af borðinu. Gera má ráð fyrir að fjárlaga- frumvarpið taki breytingum áður en það verður samþykkt á Alþingi sem fjárlög næsta árs. Frumvarpið var í gær, þriðjudag, lagt fram á Al- þingi til þingmeðferðar og mun fjár- laganefnd þingsins fara í saumana á frumvarpinu og koma með tillög- ur um breytingar á því. Ekki er þó við því að búast að frumvarpið taki stakkaskiptum enda ríkisstjórnin með meirihluta þingsins á bak við sig. Útfærsla á gistiskatti gæti þó tek- ið einhverjum breytingum frá því sem hún lítur út núna og þar til frum- varpið verður samþykkt sem lög. n Reiknað með bæði tekjuaukningu og hærri gjöldum hjá ríkissjóði 500 milljarðar í skatt árið 2013 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Ánægð Oddný virtist vera ánægð með frumvarpið en gert er ráð fyrir talsvert betri stöðu ríkissjóðs á næsta ári en síðustu ár. Það er engu að síður gert ráð fyrir 2,8 millj- arða króna halla á fjárlögunum. Mynd Eyþór ÁrnaSon Hvert fara skattarnir? Langstærsti útgjaldaliður ríkissjóðs tengist velferðarráðuneytinu. Innan þess ráðuneytis er meðal annars rekstur heil- brigðisstofnana. Þar á eftir eru vaxta- gjöld ríkisins sem áætlað er að nemi 88 milljörðum króna á næsta ári. Það er 22 milljörðum meira en útgjöld mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Ódýrasta ráðuneytið er hins vegar forsætisráðu- neytið en verkefni á vegum þess kosta rúman milljarð króna. Tölurnar sem hér er stuðst við eru rekstrargrunnur hvers ráðuneytis eins og hann birtist í fjárlaga- frumvarpinu. Allar tölur sem sýndar eru á myndinni eru í milljónum króna. Fjármála- ráðuneytið 62.823,8 Innanríkis- ráðuneytið 66.088,8 Mennta- og menningarmála- ráðuneytið 66.273,9 Vaxtagjöld ríkissjóðs 88.097,0 Velferðarráðuneytið 233.557,4 Forsætis- ráðuneytið 1.040,4 Æðsta stjórn ríkisins 3.649,6 Efnahags- og viðskiptaráðuneytið 4.198,9 Iðnaðar- ráðuneytið 7.411,8 Umhverfis- ráðuneytið 8.894,8 Utanríkis- ráðuneytið 11.051,3 Sjávarútvegs- ráðuneytið 20.057,3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.