Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 11
IngIbjörg sleppur vIð tuttugu mIlljarða „Skiptum okkar Sivjar er lokið“ Fréttir 11Miðvikudagur 12. september 2012 n 101 Capital eignalaust n Glitnir og Baugur lánuðu n Sérstakur saksóknari rannsakar 101 Capital O kkar skiptum er lokið,“ seg­ ir Þorsteinn Húnbogason en þau Siv Friðleifsdóttir hafa náð sátt hvað varðar eigna­ skipti þeirra. Það var síðasta vetur sem Siv höfðaði mál á hendur Þorsteini vegna eignaskiptanna í kjöl­ far skilnaðar þeirra en málið snerist að hluta til um hlutdeild Þorsteins í lífeyrisréttindum Sivjar, sem eru um­ talsverð eftir þingsetu hennar frá ár­ inu 1995 en hún hefur einnig gegnt ráðherraembætti í sex ár. Siv vildi ekki fallast á kröfu Þorsteins um hlutdeild hans í þessum réttindum og stefndi honum því til opinberra skipta. Baráttan um lífeyrisréttindi Sivj­ ar var umtöluð, enda töldu þeir lög­ menn sem DV ræddi við á sínum tíma að þar væri á ferðinni fyrsta málið af þessu tagi, þar sem tekist var á um hlutdeild í lífeyrisréttindum þingmanna eða annarra ráðamanna fyrir dómstólum. Þorsteinn segir að það hefði vissulega verið áhugavert að láta á þetta reyna en bætir því þó við að auðvitað sé enginn skilnað­ ur eins, og forsendurnar aldrei þær sömu. „Það er ekki hægt að takast á um annað en þau réttindi sem urðu til á meðan á sambúðinni stóð. Við vorum búin að vera saman í 26 ár. Við kynntumst í háskólanum og hún hafði ekki aflað sér mikilla réttinda fyrir þann tíma og reyndar ekki ég heldur,“ segir Þorsteinn. Það var svo í vor sem hjónakorn­ in fyrrverandi náðu samkomulagi. Hvað fólst í þeirri sátt er trúnaðar­ mál og „ég tjái mig ekkert um það,“ segir Þorsteinn og útskýrir af hverju: „Það var hluti af samkomulaginu að um það myndi ríkja trúnaður.“ Vildi losna Hann bendir þó á að eftir skilnaðinn eigi hann hús á Bakkavör og hún á Siglufirði. „Það eru opinberar stað­ reyndir í þessu skilnaðarmáli. Ann­ að er trúnaðarmál og ég hvorki má né vil rjúfa þann trúnað. Þessi fjár­ skipti eiga ekkert erindi í fréttir,“ seg­ ir hann. „Ef þú værir að skilja og ættir hitt og þetta með maka þínum, þið ættuð hús og sumarhús og hann ætti meiri lífeyrisréttindi en þú, þá myndir þú bara vinna að lendingu í málinu og hún kæmi bara í einum pakka. Í raun­ inni var hvorki tekist á um smá atriði né stór atriði með nákvæmum hætti. Ég reiknaði þetta út og hún reikn­ aði þetta út með sínum hætti og svo komumst við að niðurstöðu. Að mínu frumkvæði komumst við að þessu samkomulagi og það var höggvið á þennan Gordíons­hnút. Ég vildi bara losna út úr þessum átökum. Fyrir mér er þetta allt aukaatriði, þetta er bara búið, skiptum okkar Sivjar er lokið.“ Hvort hann sé sáttur vill hann heldur ekki gefa upp en viðurkenn­ ir þó að hann hafi ekki fengið það sem hann lagði upp með í byrj­ un. „Niðurstaðan var langt frá mín­ um ýtrustu kröfum en þegar það er komin niðurstaða í málið þýðir ekk­ ert að tala um það hvort maður sé sáttur eða ósáttur. Þegar maður ger­ ir samkomulag þá þarf maður að lifa með því, það er ekkert öðruvísi,“ seg­ ir hann. Vantreystir kerfinu Í raun leist honum ekkert á að fara með málið fyrir dóm. „Ég meina, ef þú sérð fram á tveggja ára málaferli ári eftir að þú skildir, viltu ekki losna við það?“ spyr Þorsteinn. Aðspurð­ ur hvort málið hafi lagst þungt á sálina segist hann alveg hafa haft þrek til þess að standa í þessu, „en samt. Það var hluti af ákvörðun­ inni að losna við að standa í þessu rugli. Ég taldi ágætt að ljúka þessu, enda hafði ég hreint og klárt efa­ semdir vegna fyrri reynslu minnar af Hæstarétti,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort hann treysti ekki kerfinu fer hann að hlæja og segir: „Ég hef ekki traust á fólki sem hefur brot­ ið á mér lög.“ Þar vísar hann í njósn­ amálið svokallaða, „þú kallar það það,“ segir hann, hlær og segist nú sjálfur kalla það víkingasveitarmálið. „Það sönnuðust aldrei neinar njósn­ ir á mig,“ segir hann og heldur áfram. „Þú áttar þig á því að málið hófst með því að víkingasveitin kom heim til mín klukkan sjö mínútur yfir níu á föstudagskvöldi í kjölfar þess að hún lagði fram kæru. Í forystu þess liðs var maður sem var náinn samstarfsmað­ ur manns sem er náinn Siv.“ Það var í október á síðasta ári sem Þorsteinn var dæmdur til þess að greiða Siv sekt upp á 270 þúsund krónur fyrir að hafa komið ökurita fyrir í bíl sem hún hafði til umráða án hennar vitneskju. Grunsemd­ ir hennar vöknuðu þegar Þorsteinn virtist vita allt um ferðir hennar, auk þess sem hann kom reglulega á sömu staði og hún. Hún lét því skoða bílinn og við leit í bílnum fannst ökuritinn. Hún lagði fram kæru og Þorsteinn var ákærður og dæmdur í héraðsdómi. Leitar leiða Ákæran byggði á kafla í fjarskiptalög­ unum um vernd og friðhelgi einka­ lífsins. Þorsteinn stendur hins vegar í þeirri meiningu að skilgreiningar að baki þessari lagagrein – bæði í Evróputilskipunum og íslenskri reglu­ gerð, útiloki það að bifreið geti ver­ ið endabúnaður notenda. „Þannig að það mátti ekki dæma mig eftir þessari lagagrein þótt það hafi verið gert,“ seg­ ir hann ósáttur. Í málum þar sem dómar eru svo mildir er ekki hægt að áfrýja nema til þess fáist sérstakt leyfi. Þorsteinn reyndi að fá slíkt leyfi með rökstuðn­ ingi um að þessi lagagrein ætti ekki við en því var hafnað. Þorsteinn er því svekktur og segir að þótt málinu sé lokið í bili sé „framganga lögreglu, saksóknara, ríkissaksóknara og fram kvæmd héraðsdóms og Hæsta­ réttar í þessu máli er eitthvað sem ég þarf að vinna betur með. Núna er ég að skoða hvaða leiðir eru færar. Ein leiðin væri að upplýsa um fram göngu þeirra sem brutu bæði saka málalöggjöfina og hegningar­ lög gjöfina í þessu máli. Ég á öll þessi gögn,“ segir Þorsteinn og bætir því við að nú sé hann að sækja sér ráð­ gjöf, fara yfir þær leiðir sem eru færar og hugsa hvað best sé að gera. Húsið á sölu Það kemur í ljós. En sem stendur er nóg að gera. Í sumar hefur hann starfað sem veiðivörður í Elliða­ ánum og því lýkur ekki fyrr en þann 20. september. Síðan hefur hann ver­ ið að taka húsið í gegn, mála, skipta um parket og hluta af þakinu. Það stendur nefnilega til að selja. „Ég hef ekkert með svona stórt hús að gera,“ segir hann og þvertekur fyrir að vera blankur. „Ég get alveg haldið hús­ inu, ég þarf ekkert að selja það. Hús­ ið verður stutt á sölu og ef það selst ekki ætla ég að skipta því og leigja út annan helminginn. Hrunið keyrði fasteignaverð niður og ef ég verð ekki sáttur við þau tilboð sem ég fæ ætla ég að fara þá leiðina,“ segir hann að lokum og bendir á að á næstunni standi til að vera með opið hús fyrir áhugasama. n n Siv og Þorsteinn sömdu um eignaskipti n Hann vantreystir kerfinu Í öðrum tölvupóstinum sagði Jón Ásgeir við Lárus að Glitnir ætti að hætta innheimtuaðgerð­ um sínum gagnvart Ingibjörgu og 101 Capital. Ingibjörg hafði beðið Glitni um framlengingu á vaxta­ greiðslu af láninu. Starfsmaður Glitnis, sem sá um beiðnina, hafn­ aði henni og krafði Ingibjörgu um greiðslu um 200 milljóna króna. Í tölvupósti til Lárusar sagði Jón Ásgeir: „Ég kem heim á mið­ vikudaginn. Haltu aftur af þessu [starfsmanni Glitnis] þar til þá.“ Heldur helstu eignum sínum Auk 101 Capital átti Ingibjörg eignarhaldsfélagið ISP ehf. en það félag skuldaði 6,2 milljarða í árs­ lok 2008. Félagið stofnaði til frek­ ari skulda árið 2008. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2007. Ingibjörg á því önnur félög sem skulda mikið í bankakerfinu og má ætla að þær nemi milljörðum, jafnvel tugmilljörðum, til viðbótar við skuldir 101 Capital. Þrátt fyrir þessar skuldir heldur Ingibjörg eftir helstu eignum sín­ um, eins og fjölmiðlafyrirtækinu 365 – sem er með veltu upp á um 9 milljarða króna – og 101 hóteli á Hverfisgötunni. Ingibjörg svaraði ekki tölvu­ pósti sem henni var sendur við vinnslu fréttarinnar. n „Öllum hefði átt að vera ljóst að Project Para-viðskiptin voru lögbrot. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Ég hef ekki traust á fólki sem hefur brotið á mér lög Þorsteinn Húnbogason Var dæmdur fyrir að koma ökurita fyrir í bíl Sivjar án hennar vitneskju. Hann er mjög ósáttur við dóminn og vill meina að á sér hafi verið brotið. Siv Friðleifsdóttir Fór fram á eignaskipti fyrir dómi en gat síðan samið við Þorstein utan dómstóla. Selur húsið Þorsteinn hefur sett húsið á sölu en þvertekur fyrir að vera blankur, ef hann fær ekki rétt verð þá ætlar hann frekar að skipta húsinu og leigja helminginn út heldur en að selja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.