Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Page 23
Mér tekst að plata hana út í allt Öllum hollt að íhuga breytingar Garðar Gunnlaugsson bauð kærustunni að snorkla. – DVBrynjar Níelsson íhugar framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. – DV.is Aumingjar og fábjánar Spurningin „Nei, ríki og kirkja eiga að vera aðskilin og engin trú ofar annarri út frá ríkinu.“ Dögg Ásgeirsdóttir 29 ára sálfræðinemi „Nei, ríki og kirkja eiga að vera aðskilin.“ Íris Klein 28 ára atvinnulaus „Já, það er hefðin.“ Guðjón Smári Guðmundsson 50 ára öryrki „Nei, trúarbrögðin eiga ekki að tengjast þingstörfum.“ Gauti Dan 25 ára kerfisstjóri „Nei, er ekki hægt að setja Alþingi án þess að þingmönnum sé troðið inn í kirkju?“ Jóhann Gunnarsson 55 ára athafnamaður Eiga þingmenn að sækja messu fyrir þingsetningu? 1 Fann fyrrverandi kærasta á háaloftinu Kona í Suður-Karólínu komst að því sér til hrellingar að fyrrverandi kærastinn hennar hafði haldið til á háa loftinu í tvær vikur. 2 Fallegustu mæðgur Hollywood Stutt samantekt um Hollywood- mægður sem taldar eru fallegar. 3 Biskupinn iðraðist á dánar-beðinum Bragi Kristjónsson bóksali segir frá því að biskup kaþólsku kirkjunnar hafi iðrast þess að hafa ekki skipt sér af málum séra Ágústs Georgs og Margrétar Müller. 4 Úps! Omega-3 gagnslaust gegn hjartasjúkdómum Umfangsmikil rannsókn sýnir að omega-3 vinni nánast ekkert gegn hjarta- eða æðasjúkdómum. 5 Afskriftakóngur fær krónur á afslætti Nýtt félag í eigu Karls Wernerssonar, sem oft er kenndur við Milestone, hefur keypt íslenskar krónur með umtalsverðum afslætti af Seðlabanka Íslands. Mest lesið á DV.is Kúgun kvenna Í eina tíð las ég bók eftir John Stuart Mill, bók sem hafði á sínum tíma afar víðtæk áhrif á frelsisbaráttu kvenna í okkar fögru veröld. En þarna færir Mill rök fyrir því að kúgun kvenna hljóti ávallt að virka letjandi á þann sem valdinu beitir og að fjötraleysið muni þá ávallt verða öllum til heilla. En þegar þetta var pælt hafði Jean- Jacques Rousseau ritað bók sína um Samfélagssáttmálann. Þar sem sagt er nauðsynlegt, að á milli yfirvalds og þegna séu afar skýrar línur – í formi sáttmála – sem tryggja jafnan rétt allra. Og nokkru áður en Rousseau setti fram sáttmála sinn hafði sá ágæti heimspekingur John Locke boðað sáttmála á svipuðum nótum, þar sem hann boðaði að óhugsandi væri að gera ráð fyrir því, að tiltekið ríkisbákn gæti ætlað sér það vald, að beita þegna sína misrétti. Hann taldi að óréttlæti yfirvaldsins myndi sjálfkrafa leysa þegnana undan þeirri skyldu að fara að lögum. Og núna vill svo skemmtilega til, kæru Íslendingar, að í þeirri stjórnarskrá sem við eigum, er ekki að finna neinn sáttmála. Okkar samfélagssáttmáli er löngu runninn úr gildi enda gerður með samningi við Hákon gamla árið 1262, þ.e.a.s. löngu áður en almennar og fágaðar pælingar komust inní slíka sáttmála. Við eigum semsagt engan samfélagssáttmála. En þar eð slíkt er ekki að finna í stjórnarskrá okkar, leyfa yfirvöld útvalinni hjörð að kúga konur, með því að greiða þeim lægri laun er körlum. Vitaskuld væri gott að hafa slíkan sáttmála í stjórnarskrá. Og þá er gott til þess að hugsa, að slíkan sáttmála er að finna í okkar nýju stjórnarskrá. Já, í stjórnarskránni sem okkur gefst kostur á að veita stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október næstkomandi, er að finna samfélagssáttmála sem getur orðið okkar leiðarljós inní framtíðina. Við fáum hér á landi alltaf upplýsingar um launamun kynjanna. Við fáum upplýsingar um valdhroka og kúgun kvenna. Meira að segja góðhjartað fólk, einsog Ögmundur, vinur minn, Jónasson, á það til að misstíga sig og mismuna fólki. En þetta er þó öllu algengara hjá þeim sem eru svarnir andstæðingar nýrrar stjórnarskrár. Enda skilst mér að sjálfstæðismenn séu að missa allar konur úr þingliði sínu og það eins sem guðlaxinn í Framsókn fær nýtt kvenkyns á sinn lista, er stólpípudrottning. Væntanlega sýnir flótti kvenna úr þingliði Sjálfstæðisflokksins okkur það öðru fremur að konur tilheyra hinu gáfaða kyni. En betur má ef duga skal; við viljum segja álit okkar á öllu sem máli skiptir. Við viljum að í sáttmála þjóðarinnar sé að finna ákvæði sem tryggja jafnan rétt þegnanna, viljum afstýra kúgun kvenna. Við viljum nýja stjórnarskrá fyrir nýtt og betra Ísland. Á það hérna minna má að magnað skal það kalla að heimta sterka stjórnarskrá sem styður landsmenn alla. S varthöfði er einlægur aðdáandi Þráins Bertelssonar alþingis- manns. Þráinn er einn ör- fárra manna sem þora að segja og skrifa hug sinn. Hann fer engar krókaleiðir heldur segir hlutina beint út. Hann er svolítið eins og togarajaxl á vaktaskiptum í brjáluðu veðri. Þráinn hefur lengi verið ástmögur þjóðar sinnar. Lengi var hann rithöf- undur og kvikmyndaleikstjóri. Seinna gerðist hann framsóknarmaður en var svikinn af flokknum. Hann fór á Aust- urvöll og þaðan í Borgarahreyfinguna sem fleytti honum á þing ásamt fleiri gulleplum eftirhrunsins. Þráinn var byltingarmaðurinn sem komst á þing. En það var ekki lengi friðsælt í her- búðum Borgarahreyfingarinnar. Sam- þingmaður Þráins, veittist að honum í bréfkorni til þriðja aðila, og efaðist um andlega heilsu hans. Þá varð fjandinn laus og Þráinn gerðist utangátta. Eftir nokkurt þóf smeygði hann sér síðan inn í Vinstri-græna og gerðist þá bandamaður Steingríms J. Sigfús- sonar. Þá tók við friðsamt tímabil í lífi þingmannsins sem safnaði alskeggi og tók á sig marxískt yfirbragð. það var svo í útvarpsþætti á Bylgj- unni sem allt varð snælduvitlaust. Þá var umræða um listamannalaun en Þráinn er einmitt með slík laun og það verðskuldað vegna bæði bóka og kvik- mynda. Gagnrýnin á listamannalaun- in varð kveikjan að reiðikasti þing- mannsins. „Það er eðlilegt að í öllum þjóðfélögum eru fábjánar og þeir eiga rétt á skoðunum sínum eins og aðr- ir. Hins vegar finnst mér að fjölmiðl- ar eigi ekki að gera skoðunum fábjána jafn hátt undir höfði eins og úthugs- uðum skoðunum hjá greindu fólki,“ sagði Þráinn. Þegar hann var beðinn um nánari skilgreiningu á hlutfalli fábjána meðal þjóðarinnar svar- aði hann alveg skýrt. „Það eru svona fimm prósent af þjóðinni fábjánar.“ Og allt ætlaði um koll að keyra. Samfé- lagið bókstaflega fór á hliðina vegna ummæla sem Svarthöfði telur vera nærri lagi. Um langa hríð var kyrrð í kring- um Þráin. Hann hefur lítið haft sig í frammi opinberlega en setið við að svara tölvupóstum og semja frum- vörp. En í einsemdinni og eljunni lá meinvættur í leynum. Þingmaðurinn fékk tölvupóst með grófu orðbragði um að hann væri ekki að standa sig. Þetta var nafnlaust en undirritað Tunnurnar. Þráinn fylltist af réttlátri reiði og svaraði með þjósti að hann svaraði ekki nafnlausum aumingj- um. Tunnurnar stigu þá fram í dagsljósið og enn blésu napr- ir vindar um þingmanninn sem var sakaður um að kalla mótmælendur aumingja. Enn þarf hann í löngu máli að út- skýra hvað liggur í því að vera aumingi eða fábjáni, nema hvorutveggja sé. Svarthöfði bíður spenntur eftir út- reikningum þingmanns- ins á því hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er aumingjar. Og er skörun á aumingj- um og fábjánum? Blautir túristar Eftir óvenju þurrt sumar hefur vætan svo sannarlega látið á sér kræla undanfarna daga og vikur. Fyrir norðan fellur hún í formi snjóa en hér syðra rignir, stund- um eins og hellt sé úr fötu. Þessir útlendingar voru vel búnir, þegar ljósmyndara DV bar að garði í miðbænum, en voru svolítið hissa á uppákomunni. mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Svarthöfði Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 23Helgarblað 14.–16. september 2012 Skiptum okkar Sivjar er lokið Þorsteinn og Siv sömdu um eignaskipti. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.