Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Side 38
Í dag finnum við fyrir því að fólk vill kynæsandi undirfatn­ að, blúndur, háa sokka og fylgi­ hluti. Ég trúi að þetta séu áhrif vegna vinsælda erótískra bók­ mennta um þessar mundir,“ segir Sigríður Hallgrímsdóttir hjá Deben­ hams. „Þessu ætlum við hreinlega að bregðast við og auka úrvalið hjá okkur,“ bætir hún við. Áhrifanna er einnig að greina hjá mörgum vinsælustu undir­ fatamerkjum heims. Hjá Agent Provocateur sem reyndar hefur lengi daðrað við það forboðna má greina áhrif kvalalosta og hjá öðrum merkjum einnig, svo sem Lasvis­ cious. Annars eru helstu straumar og stefnur öllu þægilegri viðureign­ ar. Gagnsæi er lykilorð í tískunni í haust. Bæði eru efni í undirfötum gagnsæ og þá mega þau vel sjást í gegnum þunnar blússur og kjóla. Hjá Dolce & Gabbana eru undirföt­ in í barokkstíl og þau fá að njóta sín í gegnum annan fatnað eða ein og sér sem flíkur. Fallegt korselett gæti not­ ið sín eitt og sér við jakka og buxur. Kvalalosti Meira um Agent Provocateur. Mað­ ur að nafni Joseph Corré á heiður­ inn af merkinu sem í dag er eitt vinælasta undirfatamerki heims. Þess má geta að Joseph er sonur Vivienne Westwood fatahönnuð­ ar. Joseph leggur metnað sinn í að hanna hágæða, ögrandi undirfatn­ að. Herferðir þeirra eru jafnan áber­ andi og mikið umtalsefni. Fyrsta konan til að auglýsa undirfötin var tónlistarkonan Kylie Minoque, á eftir henni voru það til að mynda Kate Moss og Maggie Gyllenhaal sem sátu fyrir. Nú er það systir Penelope Cruz, Monica Cruz, sem situr fyr­ ir. Herferðin kallast „Wilhelmina: Show your true self“. Umgjörðin er frá Viktoríutímabilinu í London og segir sögu af dularfullri konu sem heillar og tælir. Litapallettan er dimm, rauðir og svartir, dökk­ brúnir litir. Kvenlegar línur eru ýkt­ ar og það fer ekki á milli mála að vísað er í kvalalosta með nærfötum sem samanstanda af böndum. Ef til vill hafa vinsældir 50 grárra skugga eitthvað haft um þetta að segja. En í herferðinni sjálfri situr Monica fyr­ ir á mynd með keðjum og stól sem virðist helst ætlaður til pyntinga. Austræn áhrif Ítalski undirfatnaðurinn frá La Perla er ávallt í fremsta flokki. Í haust­ og vetrarlínunni eru smáatriðin fengin úr heimsmenningu fjarlægra og ólíkra staða. Japönsk og kínversk áhrif er helst að greina, kímónósloppar og litir sem minna á blátt blek, bleik blóm kirsuberjatrjáa og gulan við. Blúndur, silki og satín og gagnsæ efni eru áberandi. Vegna þess að í ár er ár drekans framleiddi La Perla sérstök undirföt úr svörtu tjulli og satíni með ísaumuðum gylltum dreka. Gagnsætt og nútímalegt Í versluninni GK fæst nú undirfata­ merkið Forrest & Bob. Merkið er tiltölulega nýtt af nálinni og þyk­ ir nútímalegt. Haust­ og vetrarlín­ an samanstendur af mjaðmabuxum í anda fimmta áratugar og látlaus­ um höldurum með engum spöng­ um eða nærbuxum sem liggja mjög langt niðri. Efnin eru gagnsæ nælonefni. Hreint og án hafta Ekki eru allir uppteknir af kvalalosta og því að vitna í klúrar sögur. And­ stæðan við umgjörð og höft er einnig í tísku. Náttúra og laus form og fatn­ aður án hafta. Hjá Chloe mátti sjá þykk ullarnærföt. Og haftaleysið og hreinleikinn var ráðandi í hausttísku Jil Sander. Þar svifu fyrirsæturnar um í pastellitum og gagnsæum bolum, engir brjóstahaldarar og ekkert mál. 38 Lífsstíll 14.–16. september 2012 Helgarblað Forboðin og heit hausttíska n Nærföt geta skapað heilmikla stemningu n DV skoðaði haust- og vetrartískuna í ár„Áhrif vegna vinsælda erótískra bókmennta Svona finnur þú réttu stærðina Flestar konur ganga í rangri stærð brjóstahalda. Talið er að 95% kvenna gangi í of þröngum eða of víðum brjóstahaldara. Flestar konur þora heldur ekki að láta mæla stærð sína. Hér á eftir fara leiðbeiningar um hvernig má finna réttu stærðina. Skref 1: Undirmálið mælt Taktu málbandið og leggðu það utan um líkamann rétt undir brjóstunum. Ef þú kaupir brjóstahaldara sem er þrengri að ummáli en líkamsvöxturinn sýnist þú feitlagnari en þú ert í raun og veru. Ef þú kaupir brjóstahaldara sem er stærri en þú ert að ummáli þá veitir hann engan stuðning. Skref 2: Skálastærðin mæld Nú rennir þú málbandinu utan um líkamann yfir mið brjóstin. Flestar konur detta í þá gryfju að hugsa sem svo: Ég er með lítil brjóst, því hlýt ég að vera í skálastærð A. það er ekki endilega rétt. Skálastærðin er alltaf í einhverju hlutfalli við ummálið. Skála- stærðin er hugsanlega í A-stærð ef þú ert mjög grönn. Eftir því sem ummálið stækkar, því líklegra er að skálastærðin sé C eða D og það þrátt fyrir að brjóstin séu ekki endilega risastór. Hér eru nokkrar leiðbeiningar um hvernig góður brjóstahaldari á að vera 1. Brjóstahaldarinn passar vel ef skálin hylur allt brjóstið, það er, lyftist ekki upp á það og nær vel út til hliðanna. 2. Fáðu einhvern til að aðstoða þig. 3. Því lengra sem brjóstahaldarinn nær niður á bakið, því betur passar hann þér. Taktu eftir ef hann lyftist upp að aftan því þá er ummálið of vítt. 4. Ummál stærða brjóstahaldara hleypur á 5 sentímetrúm. Því verður þú að námunda stærð þína. Það er, ef þú mælir 77 sentímetra um brjóstkassann þá tekur þú stærð 75 og ef þú mælir 78 sentímetra þá tekur þú stærð 80. 5. Strekktu síðast á hlýrunum þannig að þeir veiti þéttan stuðning undir brjóstin. n 95% kvenna í rangri stærð brjóstahalda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.