Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Síða 2
2 Fréttir 17. september 2012 Mánudagur
F
járlög ríkisins fyrir árið
2013 voru kynnt með mik-
illi viðhöfn í síðustu viku.
Samkvæmt þeim má
landsmönnum vera ljóst
að áframhaldandi niðurskurður
blasir við flestum stofnunum sam-
félagsins. Við lestur fjárlaganna
getur verið áhugavert að rýna í
smáa letrið, svo að segja, en þar
má finna fjölda lítilla stofnana og
sjóða sem hljóta fjárstuðning frá
ríkinu á komandi ári.
Oft er ekki um háar fjárhæðir að
ræða, settar eru tíu milljónir til að
styðja við íslenska fornritafélag-
ið og 18 milljónir í sjóð til síldar-
rannsókna, en þegar þessir „litlu
molar“ eru teknir saman blasir við
dágóð upphæð. Þannig mun rík-
ið greiða um 3.600 milljónir króna
með þeim 25 stofnunum, samtök-
um og sjóðum sem DV fjallar um í
eftirfarandi úttekt. Hafa ber í huga
að í þessari úttekt eru þó einnig
stærri samtök eins og Bændasam-
tök Íslands.
Þess má einnig geta að listi DV
yfir smærri pósta í fjárlögum er
engan veginn tæmandi og ýmsu
mætti við hann bæta.
Hið íslenska fornritafélag
10 milljónir króna
Hið íslenska fornritafélag, eða Forn-
ritafélagið, er félag sem var stofnað
í Reykjavík árið 1928 til þess að gefa
út íslensk fornrit í vönduðum útgáf-
um.
Vest-norrænt menningarhús
í Kaupmannahöfn
11,9 milljónir króna
Fyrsta skóflustungan að hinu Vest-
norræna menningarhúsi var tek-
in í Kaupmannahöfn í lok ágúst síð-
astliðins. Samkvæmt upplýsingum
sem finna má á vefsíðunni nordatl-
antiskhus.dk á menningarhúsið í
senn að vera samkomustaður Græn-
lendinga, Íslendinga og Færeyinga
jafnframt því að vera sýningargluggi
vestnorrænnar menningar í Dan-
mörku.
Óbyggðanefnd
80,4 milljónir króna
Á vefsíðu óbyggðanefndar segir að
nefndin sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd
sem hafi það þríþætta hlutverk að
kanna og skera úr um hvaða land
telst til þjóðlendna og hver séu mörk
þeirra og eignarlanda. Að skera úr
um mörk þess hluta þjóðlendu sem
nýttur er sem afréttur, sem og að
úrskurða um eignarréttindi innan
þjóðlendna.
Menntastofnun Íslands
og Bandaríkjanna
12 milljónir króna
Menntastofnun Íslands og Banda-
ríkjanna, eða Fulbrightstofnunin
eins og hún er jafnan kölluð í dag-
legu tali, var stofnsett með samningi
milli ríkisstjórna Íslands og Banda-
ríkjanna árið 1967. Stofnunin starfar
með fjárveitingum beggja samnings-
aðila og styrkir Íslendinga til náms
og rannsóknarstarfa í Bandaríkjun-
um og Bandaríkjamenn til náms og
kennslu- og rannsóknarstarfa á Ís-
landi. Stofnunin miðlar einnig upp-
lýsingum um nám og framhalds-
menntun í Bandaríkjunum, svo og
námsstyrki í bandaríska háskóla.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
199,6 milljónir króna
Hlutverk FA er að vera samstarfs-
vettvangur ASÍ, SA, BSRB, Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
fjármálaráðuneytis um fullorðins-
og starfsmenntun á íslenskum
vinnumarkaði í samstarfi við aðrar
fræðslustofnanir á vegum aðildar-
samtakanna. Markmiðið er að veita
starfsmönnum, sem ekki hafa lok-
ið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri
til að afla sér menntunar eða bæta
stöðu sína á vinnumarkaði.
Safnasjóður
130 milljónir króna
Fjallað er um safnasjóð í safnalögum
nr. 106/2001, en þar segir um hlut-
verk og tilgang sjóðsins: „Hlutverk
safnasjóðs er að styrkja starfsemi
safna sem heyra undir lög þessi.
Safnaráð úthlutar úr sjóðnum styrkj-
um til safna samkvæmt sérstökum
úthlutunarreglum sem ráðið setur
og menntamálaráðherra staðfestir
[…] Kostnaður af starfsemi safnaráðs
greiðist úr safnasjóði.“
Listskreytingasjóður
1,5 milljónir króna
Markmið Listskreytingasjóðs ríkis-
ins er að fegra opinberar byggingar
og umhverfi þeirra með listaverk-
um og stuðla þannig að listsköpun í
landinu.
Hafréttarstofnun Íslands
8 milljónir króna
Hafréttarstofnun Íslands er rann-
sókna- og fræðslustofnun á sviði haf-
réttar við Háskóla Íslands sem lýtur
sérstakri stjórn og hefur sjálfstæðan
fjárhag.
Sjóður til síldarrannsókna
18 milljónir króna
Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem
hefur þann tilgang að efla vöruþróun
síldarafurða og afla nýrra markaða
fyrir síldarafurðir.
Bændasamtök Íslands
425,1 milljón króna
Bændasamtök Íslands eru heildar-
samtök allra bænda í landinu en fé-
lagsmenn eru um 6.000 talsins. Hjá
Bændasamtökunum starfa um þess-
ar mundir um 50 manns en stöðu-
gildin eru alls 48. Meginstarfsstöð-
in er í Bændahöllinni í Reykjavík en
starfsmenn eru einnig á landsbyggð-
inni.
Fiskræktarsjóður
11 milljónir króna
Meginhlutverk sjóðsins er að veita
lán og styrki til verkefna sem þjóna
þeim markmiðum að efla fiskrækt,
bæta veiðiaðstöðu, styðja við rann-
sóknir í ám og vötnum og auka verð-
mæti veiði úr þeim, að því er fram
kemur á vef Fiskistofu.
Loftrýmiseftirlit
243,7 milljónir króna
Á vef utanríkisráðuneytisins segir að
loftrýmiseftirlit sé kerfisbundið eftirlit
loftrýmis með rafrænum, sjónrænum
eða öðrum aðferðum, aðallega í þeim
tilgangi að bera kennsl á og afmarka
hreyfingar flugskeyta og loftfara, vin-
veittra og óvinveittra, innan loftrýmis-
ins þar sem eftirlitið fer fram.
Landhelgissjóður Íslands
18,5 milljónir króna
Sjóðurinn var stofnaður árið 1913
og hafði það að meginmarkmiði að
safna saman fésektum fyrir ólöglegar
veiðar sem síðan yrðu nýttar til þess
að fjármagna landhelgisgæsluna.
Jöfnunarsjóður alþjónustu
45 milljónir króna
Jöfnunarsjóður alþjónustu er sjóður
í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar.
Fjarskiptafyrirtæki sem á hafa ver-
ið lagðar skyldur til að veita alþjón-
ustu geta sótt um endurgreiðslu úr
jöfnunarsjóði. Til að standa straum
af endurgjaldi til þeirra er innheimt
jöfnunargjald af fjarskiptafyrirtækj-
um sem starfrækja fjarskiptanet eða
-þjónustu.
Kirkjumálasjóður
240,2 milljónir króna
Sjóðurinn kostar rekstur prestssetra,
tónlistarfræðslu kirkjunnar, Kirkju-
ráðs, Kirkjuþings, prestastefnu, þjálf-
un prestsefna, Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar og fleira.
LitLu verkefnin
á spena ríkisins
n Margt smátt hefur lifað af blóðugan niðurskurð síðustu ára n 3,6 milljarðar í verkefni sem fara ekki hátt
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Fólkið sem borgar
brúsann Íslenska
þjóðin kemur til með
að borga þessi verkefni
sem DV telur upp.
Steinsvaf með-
an barnið grét
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu fékk óvenjulega tilkynningu
rétt fyrir klukkan fjögur aðfaranótt
sunnudags. Tilkynnt var um mik-
inn barnsgrát og að barnið hefði
grátið nánast alla nóttina.
Vaknaði grunur um að barnið
væri eitt heima þar sem enginn
kom til dyra þrátt fyrir að búið væri
að berja duglega á hurðina. Því
var fenginn lásasmiður til að opna
íbúðina og kom þá í ljós að móðir-
in lá í rúminu við hliðina á barninu
en svaf svona fast að hún rumskaði
ekki fyrr en lögreglan var komin
inn á gafl hjá henni.
Á laugardagskvöld var einnig
tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti.
Þar hafði maður verið stunginn í
handlegg með bitvopni. Þrír voru
handteknir og er málið í rannsókn.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur
fram að töluverð ölvun hafi verið í
bænum en engin stórmál að ofan-
greindu undanskildu.
„Forkastan-
leg“ launa-
hækkun
„Það er forkastanlegt að hækka
einungis laun eins manns. Af þessu
leiðir sú skýlausa krafa að almenn-
ir læknar njóti einnig langþráðr-
ar sanngirni og umbunar fyrir þá
ábyrgð og álag sem starfi þeirra
fylgir.“
Þetta kemur fram í ályktun sem
samþykkt var á aðalfundi Félags
almennra lækna sem haldinn var
síðastliðinn föstudag. Á fundinum
var ályktað um nýlega launahækk-
un Björns Zoëga, forstjóra Landspít-
alans.
Í ályktuninni sem send var fjöl-
miðlum um helgina kemur fram
að Félag almennra lækna fagni því
að velferðarráðherra hafi áttað sig
á samkeppnisstöðu íslenskra heil-
brigðisstétta og launi vel unnin störf.
Félagið telur hins vegar að tryggja
beri aðlögun almennra lækna, líkt
og annarra stétta, við upphaf starfs.
„Engin eða lítil aðlögun er veruleiki
sem flestir læknar glíma við. Það
ógnar öryggi sjúklinga, dregur úr af-
köstum og starfsánægju.“
Haldið innan
eðlilegra marka
Ellefu þingmenn hafa að nýju lagt
fram þingsályktunartillögu um
breytta framtíðarskiptan refaveiða.
Markmiðið með tillögunni er að
refastofninum verði haldið innan
eðlilegra marka. Til að það náist
megi refaveiðar ekki vera bannaðar
á ákveðnum landsvæðum og teknar
verði aftur upp greiðslur úr ríkissjóði
vegna fækkunar refa. Samkvæmt
tillögunni muni rannsóknir verða á
hendi vísindamanna en veiðistjórn-
un, það er skipulagning, stjórnun
og leiðbeiningarþjónusta við veiði-
menn, á hendi reyndra veiðimanna.
Tillagan var einnig lögð fram í fyrra
en hlaut ekki afgreiðslu.