Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Qupperneq 10
10 Fréttir 17. september 2012 Mánudagur
H
ann var algjör drauma
prins og mér leið bara eins
og prinsessu, ég trúði þessu
varla,“ segir kona sem segist
eiga líf sitt Kvennaathvarf
inu að þakka. Konan vill ekki koma
fram undir nafni og verður hún hér
kölluð Jóna. Svona lýsir hún fyrstu
mánuðunum með manninum sem
hún átti seinna eftir að leita sér skjóls
frá í Kvennaathvarfinu. Jóna seg
ir fyrstu mánuðina með mannin
um hafa verið draumi líkasta. Hann
hafi verið allt sem hún leitaði eftir í
manni, blíður og góður og þau voru
alltaf að gera einhverja skemmti
lega hluti saman. Jóna flutti inn
til mannsins eftir aðeins nokkurra
vikna samband.
Fór að stjórna meira
Svo fór að bera á einkennilegri hegð
un hjá draumaprinsinum. Fyrsta
skiptið sem hún varð vör við eitt
hvað einkennilegt í fari mannsins var
þegar þau fóru saman út að skemmta
sér. „Þá vorum við búin að vera
saman í einhverja þrjá mánuði. Við
fórum ekki oft út að skemmta okkur
en þarna vorum við í bænum þegar
hann fékk skyndilega eitthvert reiði
kast og rauk heim í leigubíl. Ég skildi
ekkert hvað var að gerast og rauk á
eftir honum í einhverri meðvirkni.
Upp frá þessu fór þetta smám saman
versnandi. Þá fór hann að stjórna
meira og meira.“
Hún segist þó ekki hafa áttað sig
strax á breytingunni, hegðun hans
hafi breyst hægt og rólega. „Ég á svo
erfitt með að lýsa þessu. Hann vildi
ráða meiru og svo var það orðið
þannig að hann vildi ráða öllu. Þetta
var mestmegnis andlegt ofbeldi en
líka líkamlegt, en það andlega var
miklu meira.“
Hún væri vandamálið
Eftir um árs samband eignuðust þau
barn saman. Þá varð hegðun manns
ins verri og hann notaði barnið gegn
henni, en fyrir áttu þau líka bæði
börn af fyrri samböndum. „Rifrildin
urðu meiri og meiri og hann gekk sí
fellt meira á mína siðferðiskennd.
Hann þekkti mín mörk og var alltaf
að reyna að stíga yfir þau og það sem
mér fannst rangt. Hann var til dæm
is alltaf að rífast við mig fyrir framan
börnin þegar hann vissi að ég vildi
það alls ekki,“ segir hún og viður
kennir að þarna hafi hún verið orðin
mjög brotin.
Þegar barnið þeirra var tveggja
mánaða gamalt henti hann henni út
vegna þess að hún mótmælti þessari
hegðun hans. „Þá reyndi ég að
standa á móti honum og segja hon
um að hann kæmi illa fram. Þá var ég
orðin hundleiðinleg að hans mati. Þá
fékk hann sér bara framhjáhald, aðra
konu sem þekkti hann ekki svona,“
segir hún.
Þegar hann reiddist úthúðaði
hann henni. „Hann notaði það á mig
að hin konan væri svo miklu betri en
ég, betri í rúminu og fallegri og allt
það. Þetta gerði hann í reiðiköstum
og sagði svo eftir á að hann hefði ekki
meint þetta,“ segir hún.
Sagði hana vanhæfa móður
Þrátt fyrir að hafa hent henni út gat
maðurinn ekki látið hana vera. „Við
vorum sundur og saman í meira en
ár. Hann var alltaf að reyna að fá mig
aftur og ég lét tilleiðast en það fór
aftur í sama farið. Ég var með lítið
barn og í einhverri von um að halda
í manninn og eiga ekki skilnaðar
barn og allt það þá vildi ég láta þetta
ganga.
Ef maður lítur á þetta sem klukku
stund þá var svona korter mjög gott
en hitt slæmt. Maður er alltaf að
reyna að vera í þessu korteri,“ segir
Jóna.
„Hann hótaði líka stanslaust að
ef ég myndi fara þá myndi hann gera
líf mitt að helvíti. Hann ætlaði að til
kynna mig til barnaverndarnefnd
ar og tönnlaðist sífellt á því að ég
væri vanhæf móðir. Reyndar hefur
hann tilkynnt mig nokkrum sinn
um algjörlega að ástæðulausu en
þar er vitað hvernig málið er því að
ég hringdi einu sinni á lögregluna
þegar hann var með hnefann á
lofti fyrir framan barnið sem var þá
sex mánaða. Þá var það tilkynnt til
barnaverndarnefndar.“
Fékk sínu framgengt
Þau hættu saman aftur en maðurinn
lét hana ekki vera og hélt uppteknum
hætti með því að láta hana ekki vera
og birtast í sífellu heima hjá henni.
„Hann kom sér inn á mig aftur og
aftur undir því yfirskini að hann vildi
hitta barnið en hann kom alltaf til
þess að sofa hjá mér. Hegðun hans
var skrýtin, ef ég var að gefa brjóst til
dæmis vildi hann alltaf vera að sofa
hjá mér og alls konar svona furðu
legt. Hann kom yfirleitt vilja sín
um fram, þó ég reyndi að mótmæla,
stundum lá hann ofan á mér í 1–2
tíma áður en ég gaf undan.“
Þegar hún neitaði honum og
sagðist vilja út úr sambandinu fór
hann í umgengnismál við hana.
„Barnið var nokkurra mánaða og á
brjósti og hann vildi að barnið myndi
hætta á brjósti svo hann gæti haft
það hjá sér í viku á móti mér.“ Hún
tók við honum aftur enda afar brot
hætt á þessum tíma að eigin sögn.
Tók lyklana og veskið
Jóna hætti svo aftur með mannin
um. Hann lét hana þó ekki vera og
umgengnismálið var tekið upp aftur.
„Hann hélt að ég væri að slá mér upp
með strák sem var einu sinni kærast
inn minn en það var ekkert til í því.
Þá sendi hann honum tveggja blað
síðna langt bréf í tölvupósti og afrit til
mín. Bréfið fjallaði um hversu léleg
manneskja ég væri og hvað ég hefði
sagt marga ljóta hluta um manninn
sem hann hélt að ég væri að slá mér
upp með,“ segir hún og hristir haus
inn.
Þrátt fyrir að vera hætt saman
hafði maðurinn tök á henni og þau
héldu áfram að hittast. Eina helgina
fór hún í heimsókn til hans með
barnið út á land. Sú heimsókn varð
til þess að hún fékk nóg. „Þá tók hann
af mér lyklana og veskið mitt og alls
konar dót. Þá fannst mér ég ekki
vera örugg lengur, hann gæti kom
ist inn til mín. Þegar ég kom heim
fór ég í Kvennaathvarfið. Þá var ég
loksins örugg,“ segir hún. Jóna hafði
mánuðina á undan leitað sér hjálpar
í athvarfinu, verið í ráðgjöf og í raun
verið að undirbúa sig undir það að
losna úr sambandinu.
„Þetta var hjálp til að komast í
burtu. Komast í nýtt umhverfi þar
sem ég hefði frið. Ég á vini og fjöl
skyldu en hefði ég verið hjá þeim þá
hefði hann legið á bjöllunni. Þær í
Kvennaathvarfinu þekktu líka sögu
mína og vissu hvað ég var að fást við.“
Maðurinn lét hana ekki vera þrátt
fyrir að hún væri í athvarfinu. „Hann
lét vin sinn hringja og reyna að kom
ast að heimilisfanginu. Þeir fengu
það að sjálfsögðu ekki uppgefið en
komust samt að því og hann rúntaði
reglulega fram hjá athvarfinu. Einu
sinni mætti ég honum.“
Örugg í Kvennaathvarfinu
Þrátt fyrir að vita til þess að mað
urinn væri enn á eftir henni þá var
henni létt að vera í athvarfinu. „Ég
var búin að viðurkenna ofbeldið
þarna en það var stórt skref. Af því
að andlega ofbeldið var meira en
það líkamlega þá átti ég erfitt með
að viðurkenna það og átta mig á því
að þetta væri ofbeldi. Mér fannst ég
geta farið þegar ég var með marbletti
eftir hann þó að andlegu meinin séu
miklu verri, og miklu lengur að gróa.
Það var ekki fyrr en frænka mín benti
mér á að þetta væri ofbeldi sem ég sá
að þetta var óeðlilegt.“
Maðurinn lét hana að lokum vera,
enda kominn í nýtt samband. „Það
er svona ár síðan hann hætti þessu
en maður er samt alltaf á varðbergi.
Ég hef þjáðst af áfallastreitu síðan þá.
Þetta var eins og maður væri í stans
lausu stríði og alltaf að og svo allt í
einu hætti það,“ segir Jóna sem hef
ur meðal annars verið með kvíða síð
an. „Maður verður svolítið pirrað
ur stundum að þetta hafi haft meiri
áhrif á mig en hann. Hann heldur
bara áfram sínu lífi, með nýja konu.
Hann heldur áfram og mér líður ekki
nógu vel. Ég er brotin eftir þetta en
ekki hann.“
Draumaprinsinn
var ofbelDismaður
n Jóna náði að losa sig út úr ofbeldissambandi með hjálp Kvennaathvarfsins „Ég er
brotin
eftir þetta
en ekki hann
„Hann vildi
ráða meiru
og svo var það
orðið þannig að
hann vildi ráða öllu
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Ert þú beitt
ofbeldi?
Á eitthvað af neðantöldu
við um maka þinn?
Óttastu hann undir einhverjum
kringumstæðum?
Er hann uppstökkur, skapbráður og/
eða fær bræðisköst?
Verður hann auðveldlega reiður undir
áhrifum áfengis?
Reynir hann að koma í veg fyrir að þú
farir þangað sem þú vilt fara eða að
þú stundir vinnu, skóla eða áhuga-
mál?
Fylgist hann með þér hvar og hvenær
sem er?
Ásakar hann þig sífellt um að vera sér
ótrú?
Gagnrýnir hann þig, vini þína og/eða
fjölskyldu?
Ásakar hann þig stöðugt – ekkert sem
þú gerir er rétt eða nógu vel gert?
Segir hann að „eitthvað sé að þér“, þú
sért jafnvel „geðveik“?
Gerir hann lítið úr þér fyrir framan
aðra?
Hefur hann yfirráð yfir fjármálum ykk-
ar og krefst skýringa á hverri krónu?
Eyðileggur hann persónulegar eigur
þínar af ásettu ráði?
Hrópar/öskrar hann á þig eða börnin?
Ógnar hann þér með svipbrigðum,
hreyfingum eða bendingum?
Hótar hann að skaða þig, börnin eða
aðra þér nákomna?
Þvingar hann þig til kynlífs?
Hefur hann ýtt við þér, hrint þér,
slegið til þín eða slegið/barið þig eða
börnin?
Fengið aF veF KvennaaTHvarFSinS – KvennaaTHvarF.iS
Fáðu aðstoð
Ef þú ert í ofbeldissambandi og
vilt leita þér aðstoðar þá er síminn
hjá Kvennaathvarfinu 561-1205.
Símaráðgjöf er allan sólarhringinn
og hægt er að panta viðtalstíma.