Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Qupperneq 14
Sandkorn
L
aunhækkunin til Björns Zoëga,
forstjóra Landspítalans, er á
góðri leið með að setja allt á ann
an endann. Björn var ágætlega
launaður fyrir með langt á aðra
milljón í mánaðarlaun þegar Guð
bjartur Hannesson velferðarráðherra
ákvað að færa honum launahækkun
sem nemur tæplega 450 þúsund krón
um á mánuði. Þar með var ríkisforstjór
inn kominn með 2,3 milljónir króna á
mánuði. Þau laun eru ekkert smáræði
ef litið er til þess að hjúkrunarfræðingar
eru með tæplega 300 þúsund í laun.
Forstjórinn er því ígildi nær átta slíkra.
Velferðarráðherra hefur varið
ákvörðun sína með því að Björn sé af
skaplega hæfur forstjóri sem hafi fengið
tilboð um annað starf erlendis. Með því
að rétta honum hálfa milljón aukalega
á mánuði hafi tekist að halda honum.
Nú er vitað að á Landspítalanum starfar
fjöldinn allur af fólki sem skarar fram úr
á sínu sviði. Ráðherra velferðar hlýtur
að ætla að grípa til almennra aðgerða
í samræmi við hækkun á launum for
stjórans. Það hlýtur að vera á teikni
borði hans hugmynd um allsherjar
hækkun um 25 prósent á mann. En
líklega er aðgerð Guðbjarts sértæk.
Stöðugur niðurskurður og sparnaður
hefur verið við lýði á spítalanum lengi.
Fullyrt er að tækjakostur sé orðinn úr
eltur og mannekla geti stofnað sjúkum
í óþarfa hættu. Örlæti ráðherrans við
æðsta mann spítalans kemur í þessu
ljósi mjög á óvart.
Þessi ákvörðun verður að flokkast
sem axarskaft. Pólitísk blinda hefur
orðið til þess að stjórnmálamaður sem
kennir sig við jöfnuð ákveður að hækka
einungis toppinn á spítalanum. Hann
sér ekki fram fyrir tærnar á sér og hefur
stuðlað að því að vinnustaður Björns
logar nú af heift hinna forsmáðu sem
mega éta það sem úti frýs á meðan
milljónum er hent í æðstu silkihúfuna.
Hver stéttin af annarri krefur nú ríkis
sjóð um launahækkun af sama toga og
Björn fékk. Og óróleikinn er þegar kom
inn út í samtök opinberra starfsmanna.
Krafa er uppi um holskeflu launahækk
ana sem fátækur ríkissjóður þyrfti að
mæta. Og þar á eftir kemur allur hinn
frjálsi vinnumarkaður.
Guðbjartur á varla annan kost en
þann að afturkalla með einhverjum
hætti launahækkunina. Sjálfur hlýtur
Björn að vilja spóla til baka og færa
þannig ró yfir stofnun sína. Sá skaði er
þó orðinn að Guðbjartur er heillum
horfinn í pólitík. Hann hefur um hríð
verið nefndur sem verðugur arftaki Jó
hönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra
en nú er hans pólitíski ferill í uppnámi.
Eðlileg krafa er uppi um afsögn hans
vegna málsins. Flestum er nú ljóst að
hann skortir getu til að stjórna svo sátt
haldist í samfélaginu. Guðbjartur hefur
með framgöngu sinni valdið sjálfum sér
og flokki sínum miklum skaða. Hann
er í úlfakreppu og ekki sýnilegt hvernig
hann nær að vinda ofan af málinu. Mál
ið er hápólitískt og þarf hugsanlega að
koma til kasta forsætisráðherra.
Arftaka leitað
n Eftir að ljóst varð að Ás-
björn Óttarsson hættir þing
mennsku fyrir Sjálfstæðis
flokkinn í
Norðvestur
kjördæmi er
arftaka hans
leitað. Þar
eru einkum
tveir nefndir.
Kristinn Jón-
asson, bæjarstjóri Snæfells
bæjar, er vinsæll og þykir
hafa verið farsæll í starfi. Þá
er vilji til að Ólafur Adolfsson,
lyfsali á Akranesi, fari fram.
Ólafur var knattspyrnu
maður í fremstu röð hjá ÍA
og hefur vakið athygli fyrir
baráttu gegn lyfsölukeðj
unum. Hann var valinn
Vestlendingur ársins 2009.
Margir telja eðlilegt að
Skagamenn fái sinn mann í
þingmannasveitina.
Pétur óráðinn
n Það hefur legið í loftinu
að Pétur Blöndal muni hætta
þingmennsku eftir kjör
tímabilið. Nú
heyrist aft
ur á móti að
honum hafi
snúist hug
ur og hann
ætli að halda
áfram. Pétur
er skeleggur þingmaður sem
aldrei hefur farið troðnar
slóðir. Hann þykir hafa skýra
sýn á efnahagsmál og fjár
málalífið. Pétur hefur vakið
sérstaka athygli á grein
ingu sinni á bóluhagkerfinu.
Hann er með sterkt bakland
meðal flokksmanna en hef
ur litla náð fyrir augum for
ystunnar.
Flokkur gufar upp
n Allt útlit er fyrir að megn
ið af borgarstjórnarflokki
Sjálfstæðisflokksins gufi
upp á kjörtímabilinu. Þor-
björg Helga Vigfúsdóttir er
flutt til Spánar. Geir Sveinsson
er einnig farinn til útlanda.
Þá bendir margt til þess að
Hanna Birna Kristjánsdóttir og
Kjartan Magnússon muni fara
í landsmálin. Þar með sitja
eftir á fleti þeir Gísli Mart-
einn Baldursson og Júlíus Víf-
ill Ingvarsson. Líklegra er að
Júlíus verði næsta borgar
stjóraefni.
Friðjón langar
n Friðjón R. Friðjónsson,
kosningastjóri Þóru Arnórs-
dóttur og fyrrverandi að
stoðarmað
ur Bjarna
Benediktsson-
ar, er sagður
vera að íhuga
framboð í
Kraganum.
Friðjón er
reyndur kosningasmali og
stýrði kjöri Bjarna til for
manns á sínum tíma. Frið
jón er almannatengill og
hefur unnið fyrir marga
forystumenn Sjálfstæðis
flokksins. Hvort það eigi eft
ir að nýtast honum í próf
kjöri á eftir að koma í ljós.
Það verður þó varla talið
honum til tekna að hafa að
stoðað Þóru Arnórsdóttur í
forsetakjörinu þegar flestir
sjálfstæðismenn kusu Ólaf
Ragnar.
Ég er brotinn
maður
Hví ekki
heimspeki?
Gunnar Þorsteinsson er ekki lengur virkur í Krossinum. – DV Popparinn Ingó veðurguð er sestur á skólabekk. – DV
Laun silkihúfunnar
E
r þörf á stjórnarskrárákvæði um
bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu
um aðild Íslands að ESB? – svo
sem frumvarp stjórnlagaráðs
kveður á um. Ég tel brýna þörf fyrir
slíkt ákvæði. Til þess liggja tvær höfuð
ástæður.
Frá þingi til þjóðar
Nú háttar svo til, að ríkisstjórnin hefur
lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið, þegar drög að samningi um
aðild liggja fyrir. Þingmenn virðast þó
sumir ekki taka loforð ríkisstjórnar
innar alvarlegar en svo, að þeir segjast
ætla að gera ESB að kosningamáli fyrir
alþingiskosningarnar vorið 2013. Það
ættu þeir þó einmitt ekki að gera, úr
því að ríkisstjórnin hefur lofað að vísa
málinu til þjóðaratkvæðis. Þar með
er málið komið úr höndum Alþingis,
og þingmenn ættu að haga málflutn
ingi sínum í samræmi við það og beina
heldur kröftum sínum að þeim mál
um, sem Alþingi hefur á sinni könnu.
Vandinn hér er sá, að loforð ríkis
stjórnarinnar um þjóðaratkvæða
greiðslu um ESB er einhliða. Ríkis
stjórnin gæti hlaupið frá loforðinu og
dregið Ísland inn í ESB í krafti einfalds
meiri hluta á Alþingi. Forseti Íslands
gæti þá að vísu beitt málskotsrétti sín
um og skotið málinu í þjóðaratkvæði,
en fyrir því er engin trygging að lög
um. Frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar
stjórnarskrár byrgir brunninn með því
að mæla fyrir um bindandi þjóðar
atkvæðagreiðslur um samninga, sem
fela í sér framsal ríkisvalds. Hér fer
þó e.t.v. betur á að tala um að deila
fullveldi með öðrum þjóðum en að
framselja vald.
Þjóðin ekki spurð fyrr en eftir á
Dæmi Bretlands er umhugsunarvert í
þessu viðfangi. Bretar gengu inn í ESB
1973 í stjórnartíð Íhaldsflokksins und
ir forsæti Edwards Heath, án þess að
þjóðin væri spurð. Verkamannaflokk
urinn undir forustu Harolds Wilson
lofaði að efna til þjóðaratkvæðis um
aðildina að ESB, kæmist flokkurinn til
valda, og það gerði hann 1974 og hélt
þá þegar þjóðaratkvæðagreiðslu um,
hvort Bretar vildu vera áfram í ESB. Í
atkvæðagreiðslunni sögðu 67% kjós
enda já. Málið var leyst. Dæmi Bret
lands sýnir, að ríkisstjórn getur upp á
sitt eindæmi tekið ákvörðun um aðild
að ESB, sé enginn varnagli sleginn í
stjórnarskrá.
Stundum, stundum ekki
Stofnríki ESB (Frakkland, Ítalía, Þýska
land, Belgía, Holland og Lúxemborg)
héldu ekki þjóðaratkvæðagreiðslur
um stofnun ESB. Þær þjóðir, sem síð
ar slógust í hópinn, hafa flestar en ekki
allar greitt atkvæði fyrir fram um aðild
að ESB nema Bretar, sem greiddu at
kvæði eftir á um málið.
Írland samþykkti með 83% atkvæða
að ganga inn í ESB 1973 og Danmörk
með 63% atkvæða. Noregur hafnaði
aðild sama ár með 54% atkvæða.
Grikkland gekk inn 1981 án þjóðar
atkvæðis. Portúgalar og Spánverjar
gengu inn 1986, einnig án þjóðarat
kvæðis. Austurríki, Finnland, Svíþjóð
og Noregur héldu þjóðaratkvæða
greiðslur um aðild að ESB 1994. Aust
urríki samþykkti með 67% atkvæða að
ganga inn 1995, Finnland með 57% at
kvæða og Svíþjóð með 53% atkvæða,
en Noregur hafnaði inngöngu öðru
sinni með 52% atkvæða.
Í næstu hrinu 2003 ákváðu mörg
lönd að ganga í ESB: Malta (54% at
kvæða með inngöngu), Slóvenía
(90%), Ungverjaland (84%), Litháen
(90%), Slóvakía (92%), Pólland (78%),
Tékkland (77%), Eistland (67%) og
Lettland (67%). Búlgaría, Kýpur og
Rúmenía gengu hins vegar inn án
þjóðaratkvæðis líkt og Grikkir, Portú
galar og Spánverjar höfðu áður gert.
Fyrr á þessu ári héldu Króatar þjóðar
atkvæðagreiðslu og ákváðu að ganga
inn með 66% atkvæða. Norðmenn eru
eina þjóðin, sem hefur hafnað aðild að
ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu, og það
tvisvar.
Síðasta orðið
Af þessu stutta yfirliti má ráða, að
þjóðþing ESBlandanna hafa ýmist
haldið þjóðaratkvæðagreiðslur um
aðild að ESB eða lokið málinu á eigin
spýtur án þess að spyrja kjósendur. Í
þessu ljósi sýnist brýnt, að stjórnarskrá
Íslands tryggi, að þjóðin eigi síðasta
orðið um aðild að ESB. Fylgismenn að
ildar vilja varla þröngva þjóðinni inn í
ESB gegn vilja hennar. Það vil ég ekki.
Þjóðaratkvæði og ESB
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 17. september 2012 Mánudagur
„Ríkis-
stjórnin
gæti hlaupið frá
loforðinu
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Vinnustaður
Björns logar
nú af heift hinna
forsmáðu